Morgunblaðið - 02.12.1939, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1939, Blaðsíða 8
8 'orjgutiMa$3& Laugardagur 2. des. 19391 LITLI PISLARVOTTURINN „Hvenær? — Seint í gærkvöldi, Uvar? -— Iljer í íbiið sinni. Hvern ig? —• Af hermönnum velferðar- nefndarinnar. Hún og gamla kon- an! Sko til, þetta er alt sem jeg veit. Nú ætla jeg í rúmið og þjer skuluð hypja yður á brott. Þjer vahlið erfiðleikuin og jeg fæ vskammir fyrir það. Má jeg spyrja livort [lað sje almenn kurteisi að vekja iieiðvirða föðurlandsvini á þessuin t.íina nætprf' Hann reif sig frá Armand og gekk niður stigann. Armand stóð við stigagættiha '«ins og maður, sem hefir verið sleg inn meðvitundarlaus. Ilann var al- veg laimaður. Hann hefði á þess- ■ari stundu ekki getað hreyft sig nje sagt eitt einasta orð þó líf hans hefði verið í veði. Hann sundlaði, svo hann varð að styðja «ig við vegginn til þess að detta ekki. Skortur á góðri fæðu, svefn leysi og hugaræsing undanfarandi sóiarhrings hafði dregið svo úr mótstöðu hans og líkamlegu þreki, »ð hann var að gefast upp. •Guð minn góður! Hann var að missa vitið. Eins og villidýr, sem sært hef- ir verið banasári, hljóp hann aiður tröppurnar, framhjá hús- verðinum, sem var að fara inn í íbúð sína, og sem sneri sjer við til þess að horfa á hlaup þessa sturlaða manns. Armand hljóp áfram eftir Rue St. Honoré. Hattur hans var far- inn og hárið alt úfið, en samt hljóp hann áfram. Leðjan á gang- stjettinni dró úr hávaðanum af fótataki hans. Hann hljóp og ! hljóp, aðeins með eitt takmark fyr | ir augurn. Það var búið að taka Jeanne fasta. Hann vissi ekki, hvar hann átti að leita hennar, en hann vissi J hvert hauu sjálfur átti að fara j eins fljótt og hann gat komist á staðinn. Það var ennþá dimt, en Armand St. Just var fæddur í Parífs og hann þekti hvern krók og kima í þessit borgarhverfi, þar sem hann og Marguerite höfðu átt heiima í mörg ár. Hann hjelt áfram eftir Rue St. Honoré — loks var gatan á enda. Hann hafði enn svo skýra hugsun — eða var það eðl- ishvöt? — að hann hafði gætt þess að koma ekki þar sem von var á þjóðhernum á ferli, sem gekk sína venjulega eftirlitsferð um París á þessum tíma dags. Hann fór framhjá Place du Car- rouset og höfninni, loks beygði hann til hægri inn í St. Germain l’Auxerrois. ....................... Framhaldssaga 25 MIHIIIHIIIIIIIIIIHHIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIHIIIIIHIB Hann beit á jaxlinn, aðeins fyr ir næsta horn og þá hefði hann náð settu marki. Hann var eins og sært dýr, sem hugsar um það eitt áð komast í grenið. Hann hljóp upp stigann upp á aðra hæð, greip í dyraklukkustrenginn, og hann varð að halla sjer upp að veggnum til þess að hann fjelli ekki um koll. Nú heyrði hann stigið fast til jarðar, fótatak, sem hann þekti svo vel; dyrnar opnuðust og hann fann að einhver tók í öxlina á honum. Síðan inundi hann ekki imeira. Hingað til hefir kartöflugras ekki verið til neins nema að fleygja því og bóndinn hefir -afieins haft fyrirhöfnina við að brenna því eða eyðileggja á ann- an hátt. Bn nú hafa Þjóðverjar sett kartöflugras á lista með gagn legri framleiðslu. Þjóðverjar hafa rannsakað, að binar seigu trefjar kartöflugrass- ins eru vel til þess fallnar að vinna úr þeim efni í klæðnað óg pappír, og efni sem unnið er úr bartöflugrasi, er nefnt Kolanum- Ceilulose-efni. Þetta nýja efni þykir sjerstak- lega hentugt til að vinna úr blaða- pappír, og hinn 26. ágúst s.l. kom ót 36 síðu blað af „Thiiringer Gauzeitung“ og var allur pappír- inn, sem notaður var í upplagið, unninn úr kartöflugrasi. ★ Kenslukonan: Hvaða dýr er manninum næst, Siggi litli. Siggi: Lúsin, kennari. ★ Óli Iitli var úti á gönguferð með föfiur sínum síðari hluta dags. Það var dimt yfir og hnokkinn, sem ekki var nema fjögra ára, sagði áhyggjufullur við pabba sinn : —• Heyrðu pabbi, af hverju er ekki sólskin? Er loftvarnaæfing, efia er það bara venjuleg stríðs- skömtun ? ★ Amerísk kona, Virginia Overs biner hefir verið gift 9 sinnum. Pyrst gifti hún sig er hún var 16 ára og var það eðlileg afleiðing þess, að þá hafði hún nýlega ver- ið kjörin fegurðardrotning í Ge- orgia. XIV. kapítuli. Foringinn. Hann var ekki alveg meðvit- undarlaus, en hið erfiða ; hlaup hafði sljóvgað hann mjög. Hann vissi, að honum. var óhætt j núna í herbergi Blakeneys og i hann fann, að einhverju heitu og j styrkjandi var helt upp í hann. „Þáð er búið að handtaka hana, Percy!“ sagði hann æstur, undir einsj og hann inátti mæla. „Það er ágætt. Segðu ekki neitt núna. Bíddu þar til ]>jer fer að líða betur“. Með kostgæfni og blíðu hag- ræddi Blakeney koddum umhverf- is Armand, dró sófann að eld- stæðinu og kom skömmu síðar með heitt kaffi handa vini sínum, sem drakk það ímeð miklum á- kafa. Hann var of þreyttur til að tm.ega mæla. Þó hafði honum 'tek- ist að gera Percy skiljanlegt það sem gerst hafði, og hann var sann færður um, að nú yrði alt gott. Með hálfopnum augum sá hann mág sinn ganga um í herberginu. Blakeney var fullklæddur og Ar- mand var að hugsa um, hvort hann hefði farið úr fötum um nóttina. Hann var jafn vel til fara og vant var og hinar fjörlegu hreyfingar lians báru ekki vott uim, að hann hefði verið svefnlaus heila nótt. „Percy“, sagði Armand, „jeg hefi hlaupið alla leið frá Rue St. Honoré. Jeg var bara uppgefinn af mæði; nú líður mjer bétur. Má jeg segja þjer frá því?“ Blakeney gekk án þess að segja eitt einasta orð að sófanum, þar sem, Armand sat og settist hjá hon- um. Hann var lúngjarnlegur og ekki einn dráttur í aiidliti hans bar vott um, að Arinand hefði með framferði sínu truflað fyrirætlan- ir þær, seni! gerðar höfðu verið. Armand, sem eingöngu hugsaði um Jeanne og vandræði hennar, tók ákafur í handlegg Blakeneys. „Heron og blóðhundar hans fóru heim til hennar í gær“, sagði hann æstur. „Þeir hafa vafalaust gert ráð fyrir að ná mjer þar; en þegar þeir náðu ekki í mig, tóku þeir hana í staðinn. O! guð minn góður!“ „Jeg vissi þetta“, sagði Blak- eney rólega. Armand leit upp forviða. „Hvernig? Hvenær vissir þú það?“ staímaði hann. „í gærkvöldi, þegar þú fórst að sofa. Jeg fór niður á Carrefour du Roule og kom aðeins of seint“. „Percy!“ hrópaði Armand og blóðroðnaði. „Þú gerðir þetta — j í gærkvöldi, þú —“. „Vitanlega“, svaraði Percy ró- lega. „Var jeg ekki búinn að lofa þjer, að jeg skyldi gætp* hennar? Þegar jeg koms't að þessu, var orðið of seint að gera nauðsynleg- ar athuganir. Jeg var einmitt á leið út núna, þegar þú komst, til þess að komast að því, í hvaða fangelsi ungfrú Lange væri. Jeg verð að fara strax, Armand, áður en skift verður um verði við Temple og Tullrienne. Þetta er öruggasti tími dagsins til slíkra verka, og hamingjan veit, að við höfum þegar beðið nógu lengi“. Pramh. *V% Jámps/Uyuw Blóin & Kransar la.ff. Hverfisgötu 37. Sími 5284. — Bæjúrins lægsta verð. STIGNAR SAUMAVJELAR ca. 4 stk. óskast til kaups núe þegar. Contant greiðsla. Tilboð merkt: „Saumavjel“ sendist á Hótel Skjaldbreið í dag og á morgun. ATVINNA. Kvenmaður eða karlmaður, er kann að sníða manchettskyrtur o. fl. getur fengið atvinnu fyr- ir norðan eftir áramót. Aðeins kunnáttu manneskja kemur til greina. Uppl. á Hótel Skjald breið kl. 4—5 í dag. ÞVÆ ÞVOTTA og tek að mjer hreingemingar. Elín Þorbjörnsdóttir. Sími 4895. TEK AÐ MJER ALLSKONAR VJELPRJÓN. Jónína Halldórsdóttir, öðins- götu 32 B. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minni veislur. Matstofan Brytinn, Hafnar- stræti 17. ÍUCAynnvntjue VENUS SKÓGLJÁI mýkir leðrið og gljáir skóna af- burða vel. Þannig fór flugeldasalinn að því að aka bíl sínum án bensíns. ★ Loftvarnir Munda fiskimanns. ★ 5 mínútna krossgáta I — Komdu hingað vinur minn, þá skal jeg hjálpa þjer á fætur! Lár jett: 1. lindýr. 6. virðing. 8. imynni. 10. dýr. 11. mannsnafn. 12. ull. 13. tónn. 14. bær. 16. muldrar. Lóðrjett: 2. imynt. 3. hermálaráðherra. 4. viðureign. 5. ^lasleiki. 7. þjóð. 9. eldstæði. 10. ílát. 14. eining. 15. frumefni. VENUS-GÓLFGLJÁI afburðagóður og fljótvirkur. — Ávalt í næstu búð. ZION, Bergstaðastræti 17. Munið vakningasamkomurnar. 1 kvöld kl. 8. Cand. theol Magn- ús Runólfsson talar. Allir vel- komnir. HJÁLPIÐ BLINDUM Kaupið minningarkort Bóka- sjóðs blindra, fást hjá frú Mar- en Pjetursdóttur, Laugaveg 66, Körfugerðinni og Blindraskól- anum. KÁPUR OG FRAKKAR fyrirliggjandi. Einnig saumað með stuttum fyrirvara. Gott snið! Kápubúðin, Laugaveg 35.. MEÐALAGLÖS, FLÖSKUR Fersólglös, Soyuglös og Tómat- flöskur keypt daglega. SpariH milliliðina og komið beint tik okkar ef þið viljið fá hæsta. verð fyrir glösin. Við sækjunfe heim. Hringið í síma 1616. — Laugavegs Apótek. ÞORSKALÝSI Laugavegs Apóteks viðurkenda meðalalýsi, fyrir börn og full- orðna, kostar að eins 90 aur®> heilflaskan. Lýsið er svo gott, að þaö inniheldur meira af A- og Ð-fjörefnum en lyfjaskráÍKi ákveður. Aðeis notaðar ster* ilar (dauðhreinsaðar) flöskur.. Hringið í síma 1616. Við send» um um allan bæinn. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðnv. Guðmundsson, klæðskeri. —- Kirkjuhvoli. KALDHREINSAÐ þorskalýsi sent um allan bæ. — Biörn Jónsson, Vesturgötu 28. Slmi 3594. DÖMUKÁPUR og vetrarfrakkar kvenna. Fáll- egt úrval. Ágætt snið. Versí.. Kristínar Sigurðardóttur. REYKJAVÍKUR APÓTEK kaupir daglega meðalaglös^ smyrslkrukkur (með loki), hálf flöskur og heilflöskur. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypel»» glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5396*. Sækjum. Opið allan daginn.. FRIGGBÓNIÐ FÍNA, er bæjarin3 besta bón. i o. G. T. ST. VÍKINGUR NR 104 TILKYNNIR. Sala aðgöngumiða að 35 ára af- mælisfagnað.i næstkomandi mánudag, 4. des. hefst kl. 1 e.h. í dag í G.T.-húsinu. Fjelagar eru ámintir um að sækja að- göngumiða sína þegar í dag, ef þeir geta komið því við. SALTVlKUR GULRÓFUR góðar og óskemdar af flugu og maðki. Seldar í 1/1 og V2 pok- 'im. Sendar heim. Hringið K síma 1619. HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. k*. 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr.. kg. Sími 3448. SPARTA- DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi. Sapxið-funcUS TAPAST HEFIR lykill í rauðu bandi og hvít púð- urdós á verslunarskóladansæf- ingunni s.l. fimtudag. Finnandi vinsamlega beðinn að gera að- vart á afgr. Morgunblaðsins. ÓSKILAHROSS Gráskolótt tryppi, mark: blað- stýft fr. v. í óskilum á Hálsi í Kjós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.