Morgunblaðið - 30.12.1939, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.12.1939, Qupperneq 3
Laugardagur 30. des. 1939. MORGUNBLAÐIÐ 3 1000 fflugferðir TF-Örn Hefir flogið 160 þús 1T 't'V'l /Eius og 4 sinnum\ • ivlIJL ykring um hnöttinnj Frásögn Arnar Ó Johnson, ílugmanns ÞEGAR FLUGVJELIN TF-ÖRN lenti á Siglu- firði í fyrradag hafði hún lokið þúsundasta flugi sínu hjer á landi. Eru þá með talin öll þau skifti, sem flugvjelin hefir hafið sig til flugs frá því byrjað var að fljúga henni 2. maí 1938. Á þessu 1Y2 ári sem, flugvjelin hefir verið í notkun, hefir hún verið 972 klst. í lofti og flogið saxntals ca. 160 þúsund kíló- metra, en það samsvarar því, að flogið hafi verið 4 sinnum kring- um hnöttinn við miðjarðarlínu. Hver flugferð hefir að jafnaði tekið tæpa klukkustund. Með flugvjelinni T.F. örn hafa verið fluttir um 1750 far- ,þegar, og til viðbótar 32 sjúk- lingar. 17 þessara sjúklinga hafa verið svo þungt haldnir, að þurft hefir að flytja þá í sjúkra körfu. Þessar upplýsingar eru sam- kvæmt samtali við örn ó. John- son, flugmann. Hann sagði enn- fremur: — Flugdagar eru taldir 289. Flugvjelin hefir flutt ca. 3000 kg. af pósti. Milli Reykjavíkur, Siglufjarðar og Akureyrar hafa verið flognar 160 ferðir og 14 ferðir til Vestfjarða. 50 lendingarstaðir. Lent hefir verið á 50 stöðum við strendur landsins, á 11 stöðu vötnum og 2 fljótum. Fljótin eru Hvítá í Borgarfirði og Lag- arfljót. Meðal þeirra stöðuvatna sem lent hefir verið á, eru Þing- vallavatn, Miklavatn í Skaga- firði og Miklavatn í Fljótum, Haukadalsvatn í Dölum, Vatns- dalsvatn á Barðaströnd, Svína- vatn og Laxárvatn í Húnavatns- sýslu, Svínavatn á Rauðamels- heiði og Hraunhafnarvatn á Melrakkasljettu. Flestar hafa flugferðirnar ver ið frá Akureyri, eða 308, en þess ber að gæta, að þar hafði flugvjelin aðal bækistöð sína við síldarleitina. Frá Reykjavík hafa flugferðir verið 244 og 194 ferðir frá Siglufirði. Flugvjelin er stöðugt á ferð- inni þegar veður leyfir og mikil eftirspurn eftir farþegarúmi 1 desembermánuði, sem nú er að líða, hefir verið flogið sjö sinnum milli Reykjavíkur og Norðurlands fram og til baka. Einnig hefir verið flogið til ísa- fjarðar, og Patreksfjarðar auk margra styttri ferða. Flugvjelin hefir reynst hið besta. Vjelin er sem kunnugt er eign Flugfjelags Akureyr- ar h.f. Maður kastar sjer i höfnina Um II leytiS í gœrmorgun vildi það til, að maður nokkur kastaði sjer út af Ing- ólfsgarði hjer í höfninni, aug- sýnilega með það fyrir augum að stytta sjer aldur. Bátur var þarna nærri og tókst að ná í manninn. Hann var þá meðvitundarlaus. Lögreglan gerði lífgunartilraunir á mann- inum og tókst að lífga hann við. Maðurinn liggur nú á sjúkra- húsi og mun ná sjer eftir þetta volk. Maður þessi hefir verið sjúk- lingur um langan tíma og leg- ið á sjúkrahúsi. Síöasti dagur matvælaúthlutuninnar erídag Um 20 þúsund skömtunar- seðlar fyrir janúarmán- uð hafa nú verið sóttir. 12 þús- und voru sóttir í gær. I dag er síðasti úthlutunardagurinn og ei því fólk, sem enn ekki hef- ir sótt seðla sína alvarlega á- mint að gera það í dag. Um 17 þúsund seðlar eru ó- sóttir og má því búast við mikl- um f jölda á skrifstofu matvæla- úthlutunarinnar í dag. Reynsl- an hefir sýnt, að mikill meiri hluti fólks kemur til að sækja seðla sína síðari hluta dags. Er fólki, sem getur því við komið, bent á að koma heldur fyrri hluta dags til þess að komast hjá bið og þrengslum. Munið að í dag er síðasti út- hlutunardagurinn fyrir janúar- mánuð. Sækið skömtunarseðl- ana tímanlega. Gestapo auglýsir eftir Thiessen (fyrv. vini Hitlere) ýska ríkislögreglan (,Gestápo‘) hefir auglýst eftir Fritz Thiessen, iðjuhöldinnm þýska, sem hjálpaði Hitler með fjárfrainlög- um til að komast til valda. Thies- sen er sakaður um skattsvik og um að hafa gerst brotlegur við gjaldeyrislög Þjóðverja. Fritz Thiessen flúði til Sviss í ágúst síðastliðnum, þar sem hann var ósammála utanrikismálapólitík Hitlers. Hann er nýlega farinn frá Sviss til Portiigal. Atkvæðagreiðsla um fjárlögin í dag IFYRRADAG hófst 3. umræða fjárlaganna og var henni haldið áfram þangað til kl. 6 í gærmorg- un, en var þá ekki lokið. Hófst umræðan aftur kl. 5 síðdegis í gær og var gert ráð fyrir að henni yrði lokið einhverntíma nætur. Fjöldi breytingartillagna liggur fyrir, bæði frá fjárveitinganefnd og einstökum þingmönnum. Gert, er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla fari fram í dag og að fjárlagafrv. verði þá afgreitt sem lög frá Alþingi. í gær v-oru fundir í báðum deildum. I efri deild voru 5 mál á dagskrá en 13 mál í neðri deild. Fern lög Voru afgreidd: 1. Lög um tollskrá. 2. Lög u(m dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík. 3. Lög utn breytingu á löguxn um útvarpsrekstur ríkisins. 4. Lög um stríðstryggingarfjelag íslenskra skipshafna. Þessi mynd er af tveim finskum bændum, sem flytja her- mönnunum vistir á sleðum sínum. Bændur trey sta ekki loðnum loforðum Burt með 17. grein jarðræktarlaganna í ITímanum 16. f. m. er skýrt frá, að fjórir þing- menn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild flytji frv. um afnám 17. gr. Jarðræktarlaganna. Á grein þessari er að sjá, að hjer hafi verið um ilt verk að ræða. Þetta m,ál sje í höndum Búnaðarfjelags íslands, o. s. frv., og að fjelagið ætti að fá að vera „í friði að leita að lausn þessa viðkvæma deilumáls“. Einnar mfnútu þögn í Sviþjóð á miðnætti aðra nótt Qustaf Adolf krónprins Svía hefir gefið út yfirlýs- ingu, sem er í aðaldráttum á þessa leið: Jeg hefi verið spurður að því, á hvern hátt jeg tel rjett að nýjai árinu skuli fagnað. Jeg þarf ekki að taka fram, af hverju þessi spurning er fram komin, hana munu allir vita. Jeg lít'svo á, að gleðin sje eðlileg öllum æskulýð, ef henni er haldið innan takmarka vel- sæmis og hófsemi. Jeg myndi því .leggja til að þegar klukkan slær 12, verði látin ríkja alger þögn í eina mínútu og menn dvelji þá með hugann við þá at- burði, sém eíu að gerast um- hverfis þá. Á eftir legg jeg til að menn gleðjist, en gæti þó hófs í sam- ræmi við þá 'örlagaríku tíma,? sem við lifum á. Hverjum getur verið viðkvæmt þó þetta mál væri fært í það sama horf, sem það áður var í? — Eng- um nema ef til vill höfundum þess, — sósíalistunum. Þeir menn, sem ljetu ginna sig til að vera með. í að breyta Jarð- ræktarlögunnm eins ög gert var þegar umrædd 17. gr. varð til, ættu Uú að vera búnir að sjá sig um hönd, og taka fegins hendi í árina með þeim, sem hafa vit og vilja á að færa lög þessi í rjett horf, og eðlilega hafa frá byrjun haft skömm á því, að þeim var svo stórmikið spilt, þegar þeim var hreytt. Það væri drengilegra, en að streitast við ár frá ári, að vinna rnóti því að þetta illræmda ákvæði sje felt úr gildi. Að húnaðarfjelagsskapnum sje trúandi til að leysa málið á við- unandi hátt, er ósennilegt, meðal annars og einkum vegna þess, að núverandi aðalráðamenn hans (for- maður Búnaðarfjelags íslands og búnaðarmálastjóri) hafa í sámr bandi við þetta nmrædda frv. báð- ir látið sig í það, að reyna af veik- um rnætti að vinna á móti fram- FRAMH. Á SJÖUXDU ifBV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.