Morgunblaðið - 30.12.1939, Page 4

Morgunblaðið - 30.12.1939, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. des. 1939L Var með i fjrlrsállnni u«*i „Gruf von Spee“? Myndin er af franska orustuskipinu ,,Dunkerque“ (26 þús. smál.) sem sagt var að hefði beðið ásamt öðrum herskipum bandamanna í mynni La Plata flóans, er „Graf von Spee“ var í Montevideo. Dunkerque er talið eitt glæsilegasta skip franska flotans. Tómas i HðskuldsstðOum | dag er Tómas á Ilöskuldsstöð- um á leið heim í átthaga sína — í síðasta sinn. Oft hefir hann áður farið þessa leið og þá lík- lega oftast horið í brjósti vonina nrn varanlega heilsubót. Svo fór að lokum, að sú von gat ekki ræst nema á einn veg: með hinni hinstu hvíld. Tómas var maður enn á hesta aldri, þegar hann ljest. Allur síð- ari hluti ævi hans var þrotlaus barátta við þungbæra vanheilsu. Þrátt fyrir það var hann atliafna- maðrrr fram til þess síðasta, svo sterk var viljafesta hans og starfs- þrá. Hann bjó jafnan góðu hrii á föðurleifð sinni, Höskuldsstöðum í Dölum, og sökum gáfna sinna og dugnaðar hlaut hann að sjálf- sögðu trúnaðarstöður í sveitarfje- lagi sínu. Öllum sínum störfum vann hann að með alúð og kost- gæfni. — Við Tómas þurfti ekki að ræða nema skamma stund til nð verða þess áskynja, að hjer var fyrir skarpgreindur maður og vel að sjer og leiftrandi af áhuga, þegar hann ræddi hugðarefni sín. Hann naut nokkurrar skólament- nnar í æsku, auk þess fór hann fvívegis utan, og það var auð- heyrt, að hann tók vel eftir öllu, hvar sem hann fór, og liafði glögt auga og vissa dómgreind. Einkum fylgdist hann vel með í hagnýt- nm efnum, hafði t. d. vakandi á- huga á því, sem laut að verslunar «g atvinnumálum. — Það er að vísu fánýtt að vera að brjóta heilann um það, hver lífssaga ýmissa manna hefði orð- Ið, ef straumar hefðu legið öðru- vísi. En jeg get þó ekki varist því að hugsa um það, hversu víð- tæku og áhrifaríku ævistarfi slík- nm dugnaðar- og hæfileikamanni sem Tómasi hefði tekist að inna af hendi, ef hann hefði verið hraustari, og starfskraftar hans fengið að njóta sín til fulls, — ekki síst þegar á það er litið, hve miklu honum auðnaðist að koma í verk, þrátt fyrir þrotna heilsu og skamma æfi. í viðræðum var Tómas óvenju- lega viðfeldinn og skemtinn. Hann kunni frá mörgu að segja og hafði næmt eyra fyrir því, sem broslegt var og einkennilegt. En það, sem einkendi skoðanir hans var hrein og heilbrigð skynsemi. En líklega hefir suma, sem ekki þektu hann vel, ekki grunað, að þessi ræðni og skemtilegi maður var e. t. v. vanheill, þegar hann talaði við þá. Hefði grein yerið skrifuð um Tómas, að honuin lifandi, hefði honum eflaust komið það illa, að margt væri talað um hann per- sónulega. Hann talaði aldrei um sjálfan sig og sínar tilfinningar. Hann var fyrst og fremst vilja- sterkt karlmenni, kveinkaði sjer ekki og var harður við sjálfan sig. Ef til vill var það þessi hneigð til að dylja það, sem inni fyrir bjó, sem olli því, að hann brá ósjaldan næstum hirðuleysislegum og ómjúkum blæ yfir orð sín. En allir, sem þektu hann, vissu, að sú skel átti sjer ekki djúpar ræt- ur í sálarlífi hans. Hann var kunn- ingjum sínum innilegur og hlýr, og þessvegna er vinahópurinn stór, sem saknar hans nú. Hinum horfna vini er óhætt að gefa þá einkunn, sem íslenskum mönnum verður best gefin: Hann var drengnr góður. Slíkum mönnum unna allir góðir menn. Það eru eflaust fleiri en jeg, sem veittu því athygli, að Tómas á Höskuldsstöðum hafði ýmis merk og jafnframt sjerkennileg persónueinkenni. Þau valda því, að drættirnir í mynd hans mást seint í hugum okkar. En fyrst og síðast er það þó minningin um traustan og elskulegan vin, sem heldur þeirri mynd skýrri. 29. des. 1939. R. Jóhannesson. Kaupgjaldsmálin: Álit opinberra starísmanna Morgunblaðið Hefir verið beðið að birta eftirfarandi. ar sem fyrir hinu háa Alþingi liggur að afgreiða frumvarp til lága um breyting á lögum nr. 10, 4. apríl 1939, um gengisskrán- ingu og ráðstafanir í því sam- bandi, hafa undirritaðar stjórnir í stjettarfjelögum opinberra starfs manna rætt sameiginlega um af- stöðu sína til greindra laga og framkominna breytingartillagna, og orðið ásáttar um svofelt. álit, sem vjer leyfum oss hjer með að senda hinu háa Alþingi og for- mönnum þingflokka þeirra, sem skipa núverandi ríkisstjórn: 1. Vjer teljum ákvæði 2. gr. laga nr. 10 frá 4. apríl 1939, um að kaupgjaldshækkun nái aðeins til fastráðinna fjölskyldumanna í opinberri þjónustu, er hafi kr. 300.00 í mánaðarlaun eða minna, sje algerlega óviðunandi, sjerstak- lega þegar höfð er hliðsjón af dýrtíðaraukningu þeirri, sem þeg- ar er orðin af völdum stríðsins. Vjer teljum því brýna nauðsyn til, að þessu ákvæði verði breytt á þá lund, að kauphækkun sú, er lögin ákveða, nái til allra laun- þega, er hafa kr. 500.00 í mánað- arlaun eða minna, en teljum ekki rjettlátt að kaupgjaldshækkunin verði einskorðuð við þetta hámark, heldur verði stighækkandi á hærri laun. 2. Vegna hins breytta ástands teljum vjer augljósa staðreynd, að ákvæði sömu lagagreinar um að útreikningur meðalframfærslu- kostnaðar mánuðina julí-desember 1939 skuli lagður til grundvallar við ákvörðun um kaúphækkun 1. janúar n.k. geti ekki lengur stað- ist, þar sem það er sett, aðeins með tilliti til verðlagsbreytinga af völdum þeirrar gengislækkunar, sem þá var lögboðin, og beri því að breyta nefndu ákvæði þannig að miða útreikning 1. janúar 1940 við meðalframfærslukostnað síð- ustu tvo mánuði þ. á. Annað gæti að voru áliti á engan hátt talist í samræmi við þá verðhækkun, sem orðið hefir á innlendum markaði og útfluttum vörum. 3. Vjer teljum rjettlátara, að meðalframfærslukostnaður sje reiknaður mánaðarlega og kaup- uppbót ákveðin og framkvæmd mánaðarlega í stað ársfjórðungs- lega, eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. Loks viljum vjer að gefnu til- efni vænta þess, að opinber stjórn- arvöld geri engar ráðstafanir, er ganga í þá átt að skerða gildandi venjur, viðurkend rjettindi eða reglur varðandi starfskjör opin- berra starfsmanna, án þess að leita álits og tillagna viðkomandi stjettarfjelaga. Virðingarfylst. Undirskriftir stjórna eftirtalinna fjelaga: Fjelags íslenskra símamanna. Sambands ísl. barnakennara. Póstmannafjelags íslands. Tollvarðafjelag íslands. Starfsmannafj elags ríkisstofnana. „Einmitt þaðié i. T Light, 7. des. s.I. s. 730, er kafli frá milrilli lærdóms- konu, Mrs. C. Rhys Davids, D. Litt., M. A., sem hún segir að hafi verið lagt mjög fast að sjer að rita. En þeir sem gert hafa, eru í öðru lífi. Þykir mjer mjög lík- legt að þeim hafi aðeins mjög ófullkomlega tekist að fá ritað það sem þeim er svo mikill hugur á að menn fái að vita hjer á jörðu. En þó eru í kaflanum þessi stór- fróðlegu orð: „Vjer höfum vilja á að hjálpa, en erum mjög hindr- aðir í að veita hjálp af blindni jarðarbúa gagnvart tilveru vor, sem heima eigum á iiðrum jarð- stjörnum: We will to help but we are very hindered in helping by the blindnéss of earth to the reality of us of other worlds“. Það sem bannar að nauðsynleg hjálp verði veitt, er vanþekkingin á þessu undirstöðuatriði heimslíf- fræðinnar að menn endurskapast eða endurlíkamast eftir dauðann, sem íbúar einhverrar annarar jarðstjörnu. II. Hjer er það sem íslenska þjóðin gæti greitt fyrir málum á þann hátt sem öllu mannkyni mundi til blessunar verða. Island gæti orðið fyrsta landið á þessari jörð, sem hætti að vera „land hinna blindu“. (Sbr. söguna frægu eftir H. G. Wells). ísland gæti orðið það ljóss- ins land, Reykjavík sú ljóssins borg, sem Adam Rutherford, ágæt- astur allra Íslandsvina, hefir spáð að verða muni. Ekki þyrfti nú annars með en að nokkur þúsund íslendingar Ijetu sjer skiljast, að það sem jeg hefi verið að rita um þessi efni er blátt áfram sann- leikur, vísindalegur sannleikur, byrjun sem taka verður undir ef vel á að fara. Því að þá mundi, ef svo væri gert, skapast það and- lega aflsvæði semi nauðsynlegt- er til að samband geti tekist við þroskaðri íbúa annara jarðstjarna. Og þá mundum vjer hjer á jörðu skjótt vitkast svo, að endir gæti orðið á því hryllilega ástandi sem nú ræður. III. Það er rót allra meina hjer á jörðu — og raunar í alheimi — hversu sannleikurinn hefir átt erf- itt uppdráttar. Sannleikurinn, á- stundun sannleikans, er leiðin til fullkomnunar, leiðin til guðs. A- stundun sannleikans og ástundun. kærleikans, því að hvorugt getur án annars verið, einsog vjer skilj- um glögt, ef vjer reynum til að rekja sögu mannúðarinnar hjer á jörðu. Og það er býsna fróðlegt í þessu sambandi, að veita því eft- irtekt hversu hinar * voldugustu menningarþjóðir gera það sem þeim er framast unt til að drcpa, meiða og eyðileggja, samtímis því sem fram er kominn, en að engu hafður, sá sannleikur, sem er hið ómissandi upphaf þess að mann- kynið geti horfið frá Ilelstefnu til Lífstefnu. Lítilsvirðingin á vel- ferð náungans nær hámarki sam- fara lítilsvirðingunni á þeim sann- indum, -sem meiri þýðingu munu fá til umbóta á högum mann- kynsins en nokkur, sem áður hafa fundin verið. IV. Með byggingu Islands var þvi tungumáli jarðarinnar forðað frá að líða undir lok, sem, hefir í sjer fólgnar greiðari götur til rjettrar hugsunar en nokkurt ann- að. I þessu kemur fram nægileg bending um það, hvert er hið sjer- staka hlutverk íslensku þjóðarinn- ar. „Sú þjóð sem veit sitt hlut- verk, á helgast afl um heim‘% segir í kvæðinu, og er það vel sagt. En hvernig fer þá fyrir þeirri þjóð, sem ekki veit sitt hlutverk? Um það veitir saga ís- lensku þjóðarinnar, frá upphafi alt til vorra daga, ýmsan mjög íhug- unarverðum fróðleik. En á þessu gæti nú breyting orðið, og ísland orðið í sannleika Farsælda Frón, ljóssins land, og eigi einungis fyr- ir íslensku þjóðina eina, heldur og fyrir alt mannkyn. 20. des. Helgi Pjeturss. Gengið í gær: Sterlingspund 25.70 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Fr. frankar 14.78 — Belg. 108.74 — Sv. frankar 146.47 — Finsk mörk 13.27 — Gyllini 346.52 -— Sænskar krónur 155.28 — Norskar krónur 148.23 — Danskar krónur 125.78 Skrifstofur SjAkrasamlags Reykjavfkur veröa lokaðar 2, janúar n. k. | [Fyrirliggf andi: Hveiti. — Hrísgrjón. — Haframjöl. Flórsykur. — Súkkat. — Kókosmjöl. Eggert Kri§f|ánison & Co.h.f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.