Morgunblaðið - 30.12.1939, Blaðsíða 5
s
ILaugardagur 30. des. 1939.
JRorcjiíttMaMd
Ötgef.: H.f. Árvakar, Reykjavlk.
i Rltstjórar:
Jðn Kjartansson,
Valtýr StefánsBon (ábyrcBaras.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Rltstjórn, auglýsingar og afgrelBsla:
Austurstrœti 8. — Sfml 1680.
Áskrlftargjalð: kr. 8,00 á mánuBI.
1 lausasölu: 15 aura elntaklB,
25 aura meB Lesbók.
Viðskifta-
samningar
yrir 16 árum var gerður v.ið-
-*■ skiftasamningur við Spán.
Pá höfðu Spánverjar í mörg ár
i^erið aðalkaupendur að fiski
pkkar. í margar aldir hafa þeir
verið einhverjir mestu fiskkaup-
endur Evrópu. Þeir eru fiskætur
miklar en lifa við fiskisnauð
Jiöf. Þetta hefir komið okkur ís-
lendingum að góðu haldi.
En síðan alt fór í uppnám á
Spáni og rústjr í borgarastyrj-
öldinni, hafa Portúgalar orðið
'drýgri við að kaupa af okkur
fiskinn. Þeir hlupu í skarðið.
Nema 1938. Ef fiskafli hefði
ekki verið hjer óvenjulega lítill
hndanfarin ár, hefðu markaðs-
töp okkar á Pyreneaskaganum
orðið okkur geysilega þungbær.
Pó tekist hafi að milgra fiski
yíðsvegar um ný markaðslönd,
þá er það víst, að undir eins og
þorskafli verður hjer svjpaður
ög hann var meðan Selvogs-
bankaveiði var eins og hún á að
sjer að vera, þá kemst ekki afl-
inn í verð, nema þeir Spánverj-
ar og Portúgalar taki sinn
drjúga skerf.
Bindindisvinir og ýmsir aðrir
góðir menn vilja loka áfengisút-
sölunum. Frumvarp hefir leg-
ið fyrir Alþingi um það, að at-
kvæðagreiðslur innan hjeraða
skuli ráða því hvort útsölustað->
iv áfengis yrðu hafði opnir eða
ekki. Nú er svo tilskilið í samn-
ingum við Spánverja og Portú-
gala, að leyfi til víninnflutnings
hingað verði ekki ónýtt með því
.að loka útsölustöðum.
Nú getur verið að ýmsir kjós-
endur vildu fórna Spánar- og
Portúgalsmarkaði saltfisks fyr-
ir það að fá útsölustöðunum
lokað. En það kemur ekki aðeins
einstökum kaupstöðum við, held
ur öllum landsmönnum, hvort
fisk er hægt að selja í Spáni og
Portúgal. Með þeim samningum
sem gerðir hafa verið við þessi
ríki, nýtur fiskur okkar þar
bestu tollkjara. M.issum við af
þeim kjörum þá útilokast fisk-
urinn frá markaði þar, verður
ekki samkepnisfær.
Ef taka á upp það mál, að
loka áfengisútsölunum með at-
lcvæðagreiðslu, þá þyrfti að
byrja á byrjuninni, og spyrja
menn hvort þeir vildu loka
Spánar- og Portúgalsmarkaðin-
um, ekki aðenis um eitt ár eða
tvö, heldur um langa framtíð.
Það kann að vera, að menn
^jeu svo bindindissamir í land-
inu, að þeir vilji koma þessum
viðskiftum fyrir kattamef. En
rjettast væri að allir fengju a.
m. k. að greiða atkvæði um
það, því slíkt viðskiftaafsal
lcemur allri þjóðinni við.
Steinn K. Steindórsson gerir
Athugasemdir við ritgerð
meistara Hallgríms
Mallgrímur meistari Hall-
grímsson ritar í Alma-
nak Þjóðvinafjelagsins (fyr-
ir árið 1940) um Píus páfa
XII. Þó ritgerð þessi sje
ekki beinlínis skrifuð í á-
sökunartón, finst mjer þó,
að töluvert vanti af þeim
sanngirniseinkennum, sem
annars eru vön að prýða rit-
smíðar þessa höfundar. Yirð-
ist mjer því nokkur ástæða
til að taka sumar staðhæf-
ingar hans til athugunar.
Hann segir: „Þó það virðist
augljóst, að trúaráhugi kaþólskra
manna hafi farið dvínandi upp á
síðkastið í ýmsum löndum, ekki
síst þar sem fasistastefnan hefir
náð miklum álirifum, þá er þó hið
andlega og siðferðislega vald páf-
ans ennþá sterkt afl í heiminum“.
Það er hæpið, hvort rjettmætt
sje að tala um augljósa hnignun
í trúaráhuga, þó valdhöfunum í
einhverju landi eða löndum tak-
ist um skeið að halda hinu ytra
trúarlífi í viðjum. Þannig var trú-
aráhugi manna síst dvínandi í
hinu forna rómverska ríki á of-
sóknartímabilum kristninnar, þó
að hið ytra trúarlíf væri svo lam-
að, að hinir kristnu söfnuðir yrðu
að flýja af yfirborði jarðar, niður
í grafhvelfingar (Katakombur)
eða aðra leynda staði, til þess að
fá næði til að tigna Drottinn sinn
í sameiningu. Eða hvaða sanngirni
leyfði þann dóm, að trúarbragða-
ofsóknir Englendinga á hendur ír-
um,"undanfarandi aldir, hafi staf-
að af „augljóslega dvínandi trú-
aráhuga“ írlendinga. (Yil jeg í
því sambandi benda á ágætan og
skemtilegan greinaflokk, „írski
presturinn* ‘, eftir Knút Arn-
grímsson, er birtist fyrir nokkru
síðan í blaðinu ,,Vikan“). Það er
með kirkjuna eins og með þjóðir
og einstaklinga, að hún hefir ekki
altaf gott af of einhliða og lang-
varandi velgengni, en það ein-
kennilega kemur í ljós, að á erf-
iðleika og þrengingartímum vex safninu.
af öðru hvoru liafa átt sjer stað.
Um aldamótin 1400, þegar svarti
dauði geysaði um álfuna, hófst
grimmileg 'Gyðingaofsókn í Aust-
urríki; taldi lýðurinn, að Gyð-
ingar hefðu eitrað neysluvatnið
víðsvegar um landið og hefði það
orsakað pestina. Páfinn Bonifacius
IX. tók þetta athæfi óstint upp,
og hótaði vægðarlausri bannfær-
ingu öllum þeim, sem sök ættu á
hermdarverkum gagnvart Gyðing-
um. I Póllandi, Ungverjalandi og
víðar liafa kirkjunnar menn tal-
að djarflega fyrir bættri aðbúð
Gyðinga og jafnrjetti þeirra við
aðra menn. Enda fer mat kirkj-
unnar á mönnum ekki eftir því,
hverjir þeir eru, lieldur hvernig
þeir eru. Frá hennar sjónarmiði
er það aukaatriði, hvort maðurinn
er gulur, rauður, brúnn, svartur
eða hvítur, eða hvaða kynflokki
hann tilheyrir.
Handhægt og nærtækt dæmi, í
sambandi við Gyðingamálin í
Þýskalandi að minsta kosti, er hin
drengilega og ákveðna framkoma
Faulliabers kardínála, er hann
hjelt jólaföstuprjedikanir sínar í
St. Michaelskirkjunni í Miinchen
(dagana 3., 10., 17. og 24. des.
1933). Vítti kardínálinn eindreg-
ið kynþáttadekrið, og andmælti
því einarðlega, að Gyðingar væru
látnir gjalda ætternis síns. Enda
fjekk kardínálinn svar frá ein-
hverjum, sem ekki hefir verið á
sama máli, því nokkrum nóttum
síðar var þremur skammbyssu-
skotum skotið gegnum glugga á
heimili kardínálans, án þess þó
að slys hlytist af.
Vegna þess hve mikla athygli
prjedikanir þessar vöktu, voru
þær nokkru síðar gefnar út í bók-
arformi; „Judentum, Christentum,
G«rmanentum“. Og er sú bók
væntanlega til hjer á Landsbóka-
er að minsta kosti ekki kunnugt
um annað, en að alstaðar þar sem
jafnaðarmenn hafa borið gæfu til
að losa sig við „órólegu deildina“,
sje sambúðin við kaþólsku kirkj-
una góð, og víða um heim meira
að segja ágætlega góð. í Belgíu,
Sviss, Hollandi og fleiri löndum
hafa þingflokkar kaþólskra og
jafnaðarmanna haft nána og góða
samvinnu og staðið að stjórnar-
myndunum. í Englandi eru all-
margir þingmenn jafnaðarmanna
kaþólskrar trúar, og í Þýskalandi
var um langt skeið hin besta sam-
vinna milli jafnaðarmanna og
kaþólska miðflokksins, á þingi.
Jafnaðarmaðurinn Fr. Ebert,
fyrsti forseti hins þýska lýðveld-
is, var kaþólskrar trúar (og hafði
J esúítaprest fyrir skrif taf öður
sinn). Þessi dæmi ættu að nægja
til þess að sýna, að kirkjan beitir
,sjer ekki gegn jafnaðarstefnunni.
Enda er markviss mannrjettinda-
þróun á lýðræðisgrundvelli alveg
í samræmi við kenningu kirkj
unnar.
skyldur atvinnurekenda fyrir
bættum kjörum verkamanna. í
sambandi við afstöðu kirkjunnar
mætti einnig benda á hinn stór-
merka mann, Manning kardínála
(1809—1892), sem ætíð var reiðu-
búinn til að tala máli verka-
mannsins, naut enda fádæma hylll
þeirra án tillits til trúarskoðana.
I vinnudeilu hafnarverkamanna í
London 1889 kom Manning kar-
dínáli mikið við sögu, og var
hann talinn eiga mikinn þátt í
þeim málalokum, • sem þar feng-
ust. Verkalýðsleiðtogarnir Benja-
jnín Tillett og John Burns vorn
tíðir gestir á heimili kardínálans,
góð vinátta var einnig milli Mann-
ings og hins þekta blaðamanns ogr
ándatrúarfrömuðar William Stead,
var Stead þó 40 árum yngri en
Manning. Virðist það benda til
þess, að kardínálinn hafi, jafnvel
í hárri elli, verið frjálslyndnr
æskumaður.
Þegar Manning kardínáli var
jarðaður, var likfylgdin svo fjöl-
menn, að slíks hafði vart þekst
og magnast trúaráhugi meðlima
hennar. I fasistalöndunum og þó
einkum í Þýskalandi hefir nú á stag m;]]; Gyðinga og kaþólskra
síðustu árum sambúðin milli ver-
aldarvaldsins og kirkjuvaldsins
verið allörðug, en slík fyrirbrigði
eru ekki ný þar í landi. Jeg hefi
góðar heimildir fyrir því, að
kirkjusókn og trúaráhugi kaþ-
ólskra manna er síst minni nú í
Þýskalandi en undanfarin ár (áð-
ur en nasistar komust til valda).
Annars væri gaman að vita,
hvaðan höf. kemuf þessi staðhæf-
ingarvissa um „augljósau, dvín-
andi trúaráhuga kaþólskra
manna“. En sennilega er þar þó
aðeins um ágiskun eina að ræða.
Þá segir höf., að oftast liafi ver-
ið fátt milli Gyðinga og kaþólsku
kirkjunnar, en bendir þó rjetti-
lega á, að Píus páfi XI. hafi mót-
mælt Gyðingaofsóknum þeim, sem
átt hafa sjer stað hin síðustu ár.
En það er ekkert nýtt, að kirkj-
unnar menn tali máli þeirra, sem
ofsóttir eru. Og hægt er að benda
á mörg dæmi um afstöðu páfanna
til Gyðingaofsókna þeirra, sem alt
Að ágreiningur og jafnvel full-
komin óvild kuniii að eiga sjer
Um það atriði, að kirkjan hafi dæmi áður, einkum þótti eftir-
manna, sem einstaklinga, er hreint
ekki ósennilegt. En kirkjan sem
heild hefir aldrei staðið að Gyð-
ingaofsóknum, og í messubænum
og guðsþjónustugjörð kirkjunnar
er Gyðinga meira að segja sjer-
staklega minst með fyrirbænum.
Þá segir höf.: „Hún (þ. e. kaþ-
ólska kirkjan) var andvíg nas-
ismanum og hún liefir jafnan
beitt sjer gegn jafnaðarstefnunni.
Yfirleitt má segja, að höfuðsynd
kirkjunnar sje, að hún hefir ekki
sem skyldi beitt sjer fyrir bætt-
um veraldlegum kjörum fátækl-
inganna".
Kirkjan var og er andvíg nas-
ismanum af sömu ástæðu og hún
er andvíg kommúnismanum, eða
liverri annari stefnu, sem ekki
samrýmist kenninga og siðakerfi
hennar, og kirkjunni ber nauðsyn
til og skylda að verja rjettindi
sín, þegar svo ber undir. Um við-
horf kirkjunnar til jafnaðarstefn-
unnar er því til að svara, að mjer
ekki beitt sjer sem skyldi fyrir
bættum kjörum fátæklinganna,
sem höf. telur vera höfuðsynd
kirkjunnar, má ef til vill segja; að
í þeim efnum sje seint gert sem
skyldi. En kirkjan liefir gert svo
mikið í þeim málum, að óhætt er
að fullyrða, að engin stofnun í
öllu'm heiminum hefir lagt meira
af mörkum en hún, til útrýming-
ar fátæktarinnar og allsleysisins.
Fjölda margar klausturreglur
starfa víðsvegar um heim að
margskonar líknarstörfum. Læt
jeg nægja að nefna tvær þeirra:
„Petites Sæur des pauvres“ (Litlu
systur hinna fátæku), sem lyfta
hinum ótrúlegustu Grettistökum í
baráttu sinni gegn fátæktinni. Og
Salesiana-regluna, sem hl. Jón
Bosco stofnaði. (Sjá um hl. Jón
Bosco, eftir próf. Guðbrand Jóns-
son, í Gyðingurinn gangandi, bls.
117—132). En Salisiana-reglan
sjer einkum um uppeldi munaðar-
lausra barna, auk margvíslegra
annara miskunnarverka. Kenni-
menn kirkjunnar hafa altaf brýnt
fyrir mönnum mildi og mannúð
gagnvart náunganum, og í kristni-
fræðakenslubók kirkjunnar (eða
kverinu, eins og það er venjulega
kallað) kemur hið sama fram. Þar
segir m. a.: „Það er ekki einung-
is skylda húsbændanna, að gjalda
vinnufólki sínu rjettmæt laun,
heldur ber þeim einnig að sýna
því nærgætni og láta sjer ant um
stundlega og andlega velferð
þess“. Talar þetta einnig skýru
máli um hug kirkjunnar gagn-
vart hinum minnimáttar.
Með atvinnuhátta breytingu
þeirri, sem hin mikla vjeliðja
skapaðist á öldinni sem lei|S,
myndaðist fjölmenn stjett lág-
launamanna og öreiga, og ljet Leo
XIII. (páfi 1878—1903) þau fmál
mjög til sín taka og sendi út hvert
páfabrjefið á fætur öðru uin
tektarvert, hversu ótrúlega mikill
fjöldi verkamanna fylgdi honun*
til grafar, en með fráfalli hans
þóttust þeir eiga að baki að sjá
góðum talsmanni og vini.
Athyglisvert er það einnig fyr-
ir meistara Hallgrím og aðra, sem
kunna að vera sama sinnis og-
hann, að kynna sjer það, hversu
margir menn af alþýðuættum hafa
komist til æðstu metorða innaa
kaþólsku kirkjunnar; má þar
nefna páfana tvo: Píus X. (páfi
1903—1914), sem var af blásnauðu
bændafólki kominn, og Píus XI.
(páfi 1922—1939), en faðir hans
var fátækur verksmiðjumaður, og
má það kallast hending ein, að
hann fjekk notið framhalds-
mentunar. (Sjá ágæta ritgerð um
Píus páfa XL eftir próf. Guðbr.
Jónsson í Skírni 1939, bls. 99—
118).
Þá er síðasta og veigaminsta.
atriðið í umræddri ritgerð meist-
ara Hallgríms. Hann segir, að
sagnfræðingar sjeu vantrúaðir á
að páfaröðin sje óslitin, frá Pjetri
postula og til vorra daga. Menn
greinir nú einu sinni á um svo
margt, og því skyldu þeir frekar
vera á sama máli um þetta atriði
en flest annað, en vissulega eru
kunnug nöfn og stjórnarár Bóma-
borgar biskupa frá Pjetri postula
til vorra daga, en biskupinn í
Bóm var frá öndverðu skoðaður
sem yfirbiskup hinnar kristnu
kirkju, þó riafnið „páfi“ liafi ekki
verið viðhaft um þá frá fyrstu
tíð.
Annars má í sambandi við
þetta atriði vitna í stórmerkilegt
rit eftir einn af okkar ágætustu
vísindamönnum: dr. próf. Magn-
ús Jónsson: „Saga Nýja-testa-
mentisins", fylgirit með Árbók
Háskóla fslands 1932, þar sem
hann er að tala um stofnun hinn-
FBAMH. A SJÖTTU SÍÐU.