Morgunblaðið - 05.01.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 Föstudagur 5. janúar 1940. Fer Molotoff fil Berlínar fil að biðfa Þfóðverja uni þýskf*rú»!«ne§kt hernaðarbandalag ? Hitler ræðir við foringja sína um afstöðuna til Rússlands „Framrás bolsjevismans i;-- ■ skiftir meira máli, eu S 4r . þýsk-breska einvígið“ S EINT f GÆRKVÖLDI var símað frá Berlín, að Hitler sæti á ráðstefnu í sveitaheimili sínu í Berchtesgáden, með æðstu og reyndustu her- foringjum sínum og flotaforingjum, og að þeir væru að ræða um hvaða afstöðu Þjóðverjar ættu að taka til beiðni Stalins um aðstoð vegna stríðsins í Flnnlandi. Sumar fregnir herma, að á fundinum muni verða tek- in ákvörðun um að verða við beiðni Stalins. HERNAÐARBANDALAG ? í Berlín er jafnvel rætt um þann .möguleika, að Molo- toff komi þangað innan skamms til þess að semja við Þjóð- verja um þýskt-rússneskt hernaðarbandalag. Það þykir benda til þess, að Þjóðverjar sjeu því ekki frá- hverfir að veita Rússum aðstoð, hvernig þýsk blöð skrifa í dag um afstöðu Þýskalands til Norðurlandanna, með sjerstöku til- liti til stríðsins í Finnlandi. Þýsku blöðin, þ. á. m. „Hamburger Fremdenblatt“ og „Berliner-Börsen-Zeitung“ skrifa á þá leið, að afstaða Þjóðverja til Worðurlandanna hljóti að miðast við það, hve langt Norður- löndin ganga í því að veita Finnum aðstoð og reka með því er- indi Breta, sem keppi að því einu að fá bresk-þýska stríðið til að færast út norður á bóginn. „Hamb. Fremdenblatt“ vísar þó algerlega á bug fregninni, sem blaðið segir að sje upprunnin í Bretlandi, um að Þjóðverjar hafi haft hótanir í frammi í Svía. BREYTT YIÐHORF. En þrátt fyrir fregnirnar um væntanlega aðstoð Þjóðverja við Rússa, er þó engan veginn víst hvaða stefnu þýsk-rússneska samvinnan tekur nú á næstunni, heldur þvert á móti. I skeyti frá dönskum blaðamanni í Berlín, er rætt um ýmsa möguleika, og er sumt, sem ótvírætt bendir til þess, að Þjóðverjar sjeu á engan hátt jafn kampakátir yfir samvinnunni við Rússa og þeir voru í fyrstu. Stríðið í Finnlandi hefir breytt viðhorfinu milli Þjóðverja Og Rússa. Áður var það Hitler, sem sótti það fast, að gert yrði þýskt-rússneskt bandalag. Þá var það Stalin sem ákvað skil- málana. Nú er það öfugt. Þjóðverjar þurfa að vísu á hjálp Rússa að halda til þess að fá frá þeim hráefni og aðrar vörur. En and- úðin gegn því, að gert verði hernaðarbandalag við Rússa, virðist vera vaxandi. „SKIFTIR MEIRU MÁLI“. Stríðið í Finnlandi hefir leitt í ljós hve lítíð er á Sovjet- hernum að græða, sem bandamanni. En hjer við bætist, að and- úðin gegn Rússum, meðal vinaþjóðarinnar í ítalíu, fér stöðugt vaxandi. Það hefir vakið feiknar- athygli, að þýska blaðið „Frankfurter Zeitung" skrifar á þá leið, að sú hætta, að Ev- rópa verði bolsjevismanum að bráð, skifti meiru máli en einvígið milli Þjóðverja og Breta. Þetta þykir benda til þess, að sumir áhrifamenn í nazistaflokkn- um sjeu hræddir við þýsk-rúss- nesku yináttuna. Greinin í „Frank- furter Zeitung'* þykir þeim mun merkilegri, sem þýsk blöð hafa annars skrifað á þá leið, að aðal- markmið Þjóðverja væri ,að ltnje- setja breska heimsveldið. Skoðun Itala. I Rómaborg ríkir sú skoðun, að því er fregnir þaðan herma, að Þjóðverjar muni ekki verða við ósk Stalins um aðstoð, og muni ekkert gera að svo stöddu til þess að hindra að Finnum berist hjálp frá Yestur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjunum. Þar er því haldið fram, að Hitler muni ekki skakka leikinn, nema að Yestur-Evrópu- þjóðirnar sendi Finnum hermenn eða komi sjer upp hernaðarbæki- stöðvum á Norðurlöndum. Danskur sjálfboða- liði f Finnlandi Mikill fjöldi sjálfboðaliða frá Norðurlöndum streymir nú til Finnlands til þess að berjast. Er ivérið að æfa sjálfboðaliðana „ein- hversstaðar í Finnlandi". — Á myndinni hjer að ofan sjest einn danskur sjálfhoðaliði. Það er H. Jensen, sem áður var skipamiðlari | í Helsingfors. 650 mil). króna lán frá U. S. A. til Finnlands? egar utanríkismálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþirigs kemur saman 10. þ. m. er gert ráð fyrir að tekin verði ákvorðun unr að veita Finnum alt að 25 milj. sterlingspunda (ca. 650 miljón -króna) lán, sem hægt verði að verja til liergagnakaupa. Auk þess er talið að Bandarík- in muni endurgreiða Finnum eitt- hvað af afborgununum, sem þeir hafa int af hendi upp í skuldir sínar frá stríðsárunum. Það var tilkynt í London í dag, samkvæmt áreiðanlegum heimild- um, að breska stjórnin ætlaði að greiða fyrir hergagnasendingum til Finnlands, efl^r því sem unt £r. Þó er tekið fram, að fyrst verði 'áð fullnægja kröfum breska hers- ins. I Kaupmannahöfn hefir kaup- 'sýslumaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, keypt 50 bifreið- ar og vöruflutningabifreiðar, sem senda á til Finnlands, og verður þeim breytt, svo unt verði að nota þær til flutninga á særðum' her- fnönnum. Allmargir Pólverjar hafa ný- lega gerst sjálfboðaliðar í finska hernum. Allur skipa- floti Breta i þjónustu rikisins Frá frjettaritara vorum.. Khöfn í gær. BRESKA STJÓRNIN hefir tekið í sína þjónustu öll skip, sem skrásett eru í Stóra-Bretlandi eða í bresku nýlendunum. Sir John Gilmour, 'skipar málaráðh. Breta, tilkjmti þetta að loknum fundi, sem hann hjelt með fulltrúum bresku skipafjelaganna í dag. Svipuð ráðstöfun var gerð í síðustu styrjöld. Var það þá svo að rekstur* skipanna var áfram í höndum skipafjelaganna að öðru leyti en því, að þau gátu ekki ráðið hvaða farm skipin fluttu, eða hvert þau sigldu. Kommún- istar land- ráðamenn Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. fregn frá Stokkhólmi segir, að lögreglan þar sje að rannsaka athafnir sænskra kommúnista, sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirboðara sína í Moska. Þeir eru grunaðlr um að njósna um ferðir sænska hersins og senda um það skýrslur til Murmansk. Þögnin í Rússlandi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. að þykir athvglisvert, að blöðin í Rússlandi hafa síðustu dagana ekki minst á stríðið í Finnlandi, nje heldur á Kuusinen, leiguliða Stalins, sem kall- ar sig forsætisráðherra Finnlands og hefir aðsetur í Terijoki. Murmanskbrautin rofin á 200 km. svæði (sjá bls. 6) Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdin verði að öllu leyti hin. sama nú. Skipin verða tekin í þjónustu stjórnarinnar 1. febrú- ar og síðan jafnóðum og þau koma í höfn í Englandi, eða nýlendunum. Bresk skip, sem ekki sigla á breskar hafnir eða hafnir í nýlendunum verða síð- ar tekin í þjónustu stjórnarinn- ar, eftir sjerstöku samkomu- lagi. Tilskipun stjórnarinnar nær ekki til skipa samveldisland- anna, Indlands eða Burma. Czaby i Ifalíu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. zaky utanríkismálaráðherra Ungverja, er lagður af stað til Ítalíu. Orðrómur hefir komist á kreik um, að hann muni hitta Ciano greifa og e. t. v. Göring marskálk, eða annan þýskan áhrifamann í Venedig, og að þeir muni ræða Um hið nýja viðhorí, sem skapast hefir vegna framrásar Rússa í Ev- rópu. ÆÐSTA STJÓRN GÖRINGS. Breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn fjárhags og framleiðslumála í Þýskalandi og ein yfirstjórn skipuð fyrir öll þessi mál og hefir Göring æðstu stjórn þeirra með höndum. Á hann að hafa nána sam- vinnu við yfirstjórnir hinna ýmsu deilda hermálanna og skapa meiri festu og samræmi í störfum. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.