Morgunblaðið - 05.01.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1940, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. janúar 1940. MORGUN BLAÐIÐ 7 Minningarorð um Qísla Jónsson, Álafossi I dag verður borinn ,til grafar Gísli Jónsson á Álafossi. Hann andaðist 22. ‘desember s.l. tæpra '76 ára að aldri, fæddur 20. janúar 1864 í Austur-Meðalholtum í Gaul- vérjabæjarhreppi. Poreldrar hans voru Jón Gíslason bóndi þar og tona hans, Ingveldur Jónsdóttir. Jón faðir hans var smiður, hag- leiks- og fræðimaður og hrepp- *tjóri Gaulverjabæjarhrepps. Þau voru mörg systkini Jóns, þar á meðal Grímur ríki í Óseyrarnesi, Crísli á Ásgautsstöðum og Margrjet tmóðir Jóns Pálssonar fyrv. banka- gjaldkera og þeirra bræðra. Gísli ólst upp í foreldrahúsum og stundaði algenga vinnu, nam ÆÖðlasmíði; dvaldi á ýmsum stöð- um austanfjalls þar til hann flutt- ist til Reykjavíkur um aldmótin — var starfsmaður við verksmiðjuna Iðunni, og var við veggfóðrun o. fl., þar til liann árið 1918 varð starfsmaður á Álafossi, er hann var til æfiloka. Hvern dag var hann kominn að starfi sínu á rjettum tíma, og var það hönd hagleiksmannsins sem gerði starfið auðveldara og not- hæfara, vinnan var honum lífs- hamingja, og gerði alt sem hann gat til þess að starf hans kæmi að sem: bestum notum, tnunenska og hagnaður af starfi hans var hon- um ekki síður áþugamál, en vinnu- launin — og honum þótti mjög leitt þá er óviðkomandi menn rgerðust ráðunautar hans um hans eigin átvinnu. — Hann var einn af þeim sem sjá fram á það þjóð- arböl sem vofir yfir okkar fá- mennu þjóð, ef það verður alment — að. vinna sem styst og sem minst — til þess gat Gísli sál. ekki hugsað. Þeir sem vinna eins og hann — «ru stundvísir, áreiðanlegir og á- hugasamir við vinnu sína eins og hann, og finst það mesta ánægjan þégar miklu dagsverki er lokið — eru áreiðanlega meiri og betri liðs- menn þjóðarinnar, en þeir sem tala mikið en gera lítið. Gísli sál. taldist til hinna kyr- látu í landinu, en starf sitt vann hann með þeirri trúmensku og samviskusemi, sem: er aðalsmerki þeirra manna sem ekki hugsa alt- af eingöngu um sinn hag, heldur •einnig um hag þess sem verkið þyggur. — Þessir menn leggja drýgri skerf fram til frelsis og sjálfstæðis síns föðurlands en hin- ir sem hafa hæst og tala flest orðin. Hann var bókelskur og minnis- góður á ýmsar sögur og sagnir — og kom þá sem oftar fram góðar gáfur og athygli á mönnum •og málefnum. Hann gætti bóka- safns Álafoss með ágætum, meðan aldur entist. Hann var söngelskur sem ætt hans öll, og hafði mjög gaman af söng. Allir sem störfuðu með honum sakna hins glaðlynda og prúða manns, sem í orði og verki vildi í engu vamm sitt, vita — virtur drengskaparmaður, sem vildi í öllu stuðla að góðu samstarfi milli starfsfólks og vinnuveitanda, og ánægja í hverju því sem varð til þess að þeim yrði lífið bjartara og betra. Hann var sjerstakur reglumaður í einkalífi sínu, í starfi sínu — og skilvís — og reglumaður í fjár- málum, enda vel að efnum. Jeg sem atvinnuveitandi hans í þessi mörgu ár, sakna hans úr hópnum sem eins hins besta manns er jeg liefi unnið með. Sigurjón Pjetursson, Hvað liggur eftir Iþingið? FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. stefnu, sem nauðsynleg var, eins og þeim málum er komið. Alþingi gerði engar ráðstafanir til breytingar á þinghaldinu á þessu ári. Kemur því þingið aft- ur saman 15. febrúar, eða eftir tæpan hálfan annan mánuð. Þessi ráðstöfun sýnist ekki hyggileg og næsta ósltiljanleg. Hvað á þingið að gera hjer aftur, eftir 1 mánuð? Ætlar það þá að afgreiða fjárlög fyrir 1941? Er hugsanlegt, að nokkurt vit geti orðið í þeirri fjárlagaafgreiðslu? Vitanlega verður ekki unt að afgreiða fjárlög í vetur fyrir ár ið 1941, svo nokkurt vit verði í Alt verður í óvissu um afkonru at- vinnuveganna, og enginn tími til að undirbúa fjárlög á svona stutt- um tíma. Má því telja nokkurn- veginn víst, að útkoman verði sú á vetrarþinginu, að þingi verði frestað til haustsins, eftir tveggja til þriggja mánaða setu. Þegar um það hefir verið spurt á Alþingi, hversvegna sú ákvörð- un er ekki tekin strax, að fresta þinghaldinu til haustsins, er svar- ið: Um þetta er ekki hægt að fá samkomulag. Það má vera, að þingmenn hafi gaman af að sitja hjer mánuðum saman yfir litlu eða engu starfi. En þjóðin ætlast vissulega til ann- ars af Alþingi. Hún ætlast til, að ríkisstjórnin leggi málin rækilega undirbúin’í hendur þingsins og að hætt verði þeirri hroðvirkni í lög- gjafarstarfinu, sem því miður hef- ir gætt mjög undanfarið. Laga- syrpan mikla, með breytingum á breytingar ofan, sýnir og sannar þetta best. Þar sem nú situr að völdum þjóðstjórn, er hefir stuðning ná- lega alls Alþingis ög mikils hluta þjóðarinnar, átti vissulega að gefa ríkisstjórninni starfsfrið, svo að hún gæti undirbúið þingmálin rækilega. Dagbók I.O.O.F.l = 12il58V2 = □ Edda 5940167 — 1. Atkv. Veðurútlit í Reykjavík í dag: S eða SA-kaldi. Dálítil rigning með köflum. Næturlæknir er í nótt Halldór_ Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Næturakstur næstu nótt annast bifreiðastöðin Geysir, sími 1633. Dánarfregn. Látinn er í Hafn- arfirði Hinrik Jóhannsson frá Jó- fríðarstöðum, 82 ára að aldri. Hinrik þótti einn besti sjómaður, sem völ var á í skiprúm, er hann var upp á sitt besta, sökum: frá- bærrar fiskisældar og dugnaðar. Fimtugsafmæli á í dag Páll Jónsson sjómaður, Haðarstíg 16. Trúlofun. Á gamlársdag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Sól- veig Guðmundsdóttir, starfsstúlka á Sólheimum, og Einar Norðfjörð, húsasmiður í Keflavík. Starfskráin birtist í blaðinu á sunnudaginn. Komið auglýsingum til skrifstofu blaðsins í dag eða á morgun. Starfskráin kemur í hend ur tugþúsunda, og smá -auglýsing í henni er því lang ódýrasta ráð- ið til þess að ná til fjöldans. Tvö innbrot voru framin í fyrri- nótt, annað í mjólkurbúð á Berg- þórugötu og hitt í Harðfisksöluna við Þverveg. í mjólkurbúðinni var stólið um 20 krónum í skiftimynt og sælgæti, en einskis var saknað í Harðfisksölunni. — Lögreglan rannsakar málin. Þrettándafagnað heldur Skíða- deild Iþróttafjelags Reykjavíkur að Kolviðarhóli þrettándakvöld (laugard. 6. þ. m.). Parseðlar eru seldir í Gleraugnasölunni Laugav. 2. Sækist. fyrir kl. 6 á laugardag. Lúðrasveitin Svanur heimsótti sjúklinga í Kópavogi á 2. jóladag og skemti þeim með hljóðfæra- slætti. Hafa sjúklingar beðið Mbl að flytja þeim kærar þakkir fyrir komuna. Gengið í gær: Þýsk skip hætta sjer út á Atlantshaf í Skattar hækka f Noteni ■' vö þýsk skip, eign Nord- deutsche Llovd, lögðu iir höfn í Equador í dag, og er talið að þau ætli að reyna að komást austur um haf. Skip þessi, sem eru með nýj- ustu skipum Nord-deutscher Lloyd yfir 1200 smálestir hvort, hafa verið í Equador frá því að stríðið hófst. SJÓLIÐAR REYNA AÐ STRJÚKA. Tj RÍR sjóliðar af ,,Graf Spee“ reyndu í dag að flýja frá Montevideo til Buenos Ayres. Þeir'höfðu náð í vjelbát úr ,Graf Spee“, en vjelbilun tafði þá. Náðist í þá, og voru jeir fluttir aftur til Montevideo. Sterlingspund 25.73 100 Dollarar 651.65 — Ríkismörk 260.76 — Franskir frankar 14.78 — Belg. 109.87 — Sv. fr. 146.28 — Pinsk mörk 13.27 — Gyllini 347.40 — Sænskar kr. 155.28 — Norskar krónur 148.23 — Danskar krónur 125.78 Útvarpið f dag: 19.50 Frjettir. 20.15 Yegna stríðsins: Erindi. 20.30 Útvarpssagan: „Ljósið, sem livarf“, eftir Kipling. 21.00 Hljómplötur: Ljett lög. 21.05 Heilbrigðisþáttur (Jóhann Sæmundsson læknir). 21.25 Strokkvartett útvarpsins Kvartett nr. 11, D-dúr, eftir Mozart. 21.50 Prjettir. R íkisútgjöld Noregs á árinu 1940 hafa verið áætluð 750 miljónir króna. Stjórnin leggur til, að skattar sjeu stórlega hækk- aðir og ný lán tekin. Norska verslunarráðið hefir komið með þá tillögu, að ríkið kaupi óseldar birgðir af saltfiski og þurfiski, sem nú liggja í Nor- egi. Norðmenn liafa nú selt 1800 smálestir af þurkuðum fiski til Italíu og gert samning við Þýska- land um sölu á 200 þúsund hekto- lítrum af frystri síld þangað. PÚ. Christmas Möller fyrverandí form. íhaldsflokksins danska, hefir með uppástungu um nor- ræna samvinnu til hjálpar Finnlandi og verndar Norður- löndum yfirleitt. (FÚ). Lokað * 1 dag kl. 12-4 vegaa jarðarfarar. ÍJívannGergs6rfcbur I 1 dag verður Afgreiðsla Álafoss lokucl kl, 1-4 síðd. vegna farðarfarar. Afgr. Álafoss. L O. G. T. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. 81/2. Venjuleg fund arstörf. Atkvæðagreiðsla um skipulagsskrá. Embættismenn st. Eingingin nr. 14, koma í op- inbera heimsókn. Sig. Helgason kennari, annast hagnefndarat- riði. — Fjelagar! sýnið áhuga ykkar í húsmálinu og fagnið góðum gestum með því að fjöl- menna. Æt. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að GUÐNÝ EINARSDÓTTIR frá Nýlendu á Miðnesi, andaðist 4. þ. m. á heimili sínu, Bakka- stíg 1. Guðrún Hákonardóttir. Magnús Þórarinss-on. Jarðarför ÞORGERÐAR ÞÓRÓLFSDÓTTUR, Ránargötu 3, fer fram frá dómkirkjunni laugardaginn 6. janú- ar kl. 114 e. hád. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Tengdasonur 0g bræðrabörn hinnar látnu. Hjer með tilkynnist, að jarðarför SIGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR leikfimikennara fer fram í dag, föstudaginn 5. janúar, og hefst með húskveðju að Barónsstíg 80 kl. 1 e. h. Aðstandendur. Jarðarför mannsins míns og föður okkar BALDVINS BJARNASONAR fer fram laugardaginn 6. þ. m. 0g hefst með húskveðju að heimili hans, Freyjugötu 34 kl. 1 e. hád. Ragnheiður Þorsteinsdóttir og d»»tur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.