Morgunblaðið - 23.01.1940, Page 3

Morgunblaðið - 23.01.1940, Page 3
Þriðjudagur 23. janúar 1940. MORGUNBLAÐIÐ í P 't ' ‘ . r ; r rr i r. Finskir hermenn á skíðui i 4- Þannig eru her-jnenn Finna á nor ðurvíðstöðvunum búnir. Þeir ern í hvítum klæðum til þess að beri á þeim í snjónum. nunna íslenskur prentari fær mikið lof meðal danskra stjettarbræðra J_| AFSTEINN Guðmundsaon, ungur setjari í ísafold- arprentsmiðju var í sumar, á- samt Viíhelm Stefánssyn; á 6 vikna námskeiði í Bókiðnaðar. fagskólanum í Höfn. Þar er kent alt sem að bókaframleiðslu lýt- ur. Var námskeið þetta í 4 deildum, tvær fyrir setjara og tvær fyrir prentara. Alls voru þarna 30 nemend- ur. Þarna voru kend ýms grund-* vallaratriði iðnaðarins og kynt-> ar fyrir nemendunum mismun- andi stefnur og stíll í prentun. í fagblaði danskra prentara ,,De grafiske Fag“, desember- heftinu, er grein um nám og frammistöðu Hafsteins Guð- mundssonar á námskeiði þessu. Heitir greinin ,,En ung Islænd- ers Udbytte af et Kursus paa Fagskolen. — Með greininni birtast 5 myndir af teikningum og setningu Hafsteins, og er far. ið um þær miklum lofsorðum, enda hafði teiknikennari skól- ans látið svo um mælt við fje- lag Hafsteins, að hann væri allra besti nemi, sem til skólans hefði komið“. Fyrir tilstilli Teiknikennara og setjarakenn-i ara Hafsteins, komst hann í Gutenberghus og vann þar í mánuð. En þá skall styrjöldin á, og þá kaus Hafsteinn að koma heim. Með línum þessum er ein af myndum þeim eftir Hafstein, er birtist í hinu danska fagblaði. Hún nýtur sín vitanlega ekki sem skyldi þar eð hún er gerð í tveim litum, brúnum og svörtum lit. I greininni segir m. a.: Á námskeiðinu í sumar var !o.r £o#ri)ffiiníku fin oprínbfífc í SC ítta? éíí Finnar fá 1 miljón $ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Finnlandshjálpinni bárust 1 dag 400.000 dollarar frá Ameríku. Áður hafði verið sent frá Banda- ríkjunum 600.000 dollarar, þannig að alls hefir Finnlandshjálpinni borist ein tniljón dollara frá Atne- ríku, en það samsvarar 6 miljón- um og 500 þús. krónnm íslenskum, eftir núverandi gengi. Aðvörun Sandlers FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. O andler, fyrverandi utanrík- ' ismálaráðherra Svía, hef- ir opinberlega viðhaft þau orð, að aðeins með því, að vera við öllu búinn og með því að vera reiðubúinn til að beita vopna- valdi, geti Svíþjóð vænst þess, að fá að vera óhult. ísland - fyrsta lýðræðislandið Fyrirlestur í breska útvarpinu rindið um ísland í breska út- i varpinu í gærkvöldi tókst | með ágætum vel og var lands og j þjóðar n?inst af skilningi og þann- j ig að við munum hafa hinn mesta I sóma af. Inn í erindið, sem flutt var af mörgum, var fljettað hljómlist, þar sem raest bar á þjóðsöngiium. Einnig var farið með rímur og lesinn upp kafli úr Landnámu á íslensku. Til þess að undirstrika og skýra það sem sagt var, heyrðust eftirlík- ) ingar af brimhljóði, stormi, elds- umbrotum o. þ. h. í útvarpinu, eft- I ir því sem við átti í það og það skiftið. Þetta var í rauninni frekar leik- rit heldur en erindi. Það stóð yfir í tæpan klukkutíma. Erindið var kallað „ísland — elsta lýðræðislandið". Mesta áherslan var lögð á að lýsa landnámi Norðmanna hjer á landi og söguöldinni. í því sam- bandi voru látnar koma fram og mæla nokkur orð ýmsar frægar persónur, svo sem Haraldur hár- fagri, Ingólfur Arnarson o. fl. Sagt var frá víking íslendinga og Norðmanna og landafundum Ei- ríks rauða og Leifs hepna. Þá var lögð áhersla á að skýra stjórnarfyrirkomulagið til forna og í því sambandi Þingvöllum lýst. Kristnitökunni var og lýst, en eftir það var farið fljótt yfir sögu. Að lokum komu svo fram menn frá ýmsum stöðum í Bretlandi, aðallega Norður-Englandi. Þeir töluðu hver sína mállýsku. Báru þeir íslendingum vel söguna. Erindinu lauk með því, að leik- inn ivar þjóðsöngur íslandsi menn taka við Dagsbrún Fjárhagur fjelagsins slæmur, þrátt fyrir hið háa árstillag IN nýkogna stjórn í verkamannafjelaginu Dagsbrún tók við fjelaginu á aðalfundinum, sem haldinn var í Gamla Bíó á sunnudaginn var. Fundurinn var fjölmennur, 6—700 manns. Fráfarandi formaður, Hjeðimi Valdimarsson, skýrði frá úrslitum kosninganna í Dagsbrún. Atkvæði fjellu þannig við stjórnarkosn- inguna: _______________ A-listi, Hjeðins og kommúnista, hlaut. 636 atkvæði. B-listi, lýðræðisverkamanna, hlaut 729 atkvæði. 24 seðlar voni auðir og 7 ógild- ir. — Samtímis stjórnarkosningunni fór fram kosning trúnaðarráðs, sem skipað er 100 mönnutn. Þar hlaut A-listi (Hjeðins & Co.) 622 atkv.; en B-listi, lýðræðisverka- manna, hlaut 717 atkv. 42 seðlar voru auðir og 9 ógildir. Listar lýðræðisverkamanna fengu þannig fullkominn sigur í báðum kosningunum og alla kosna, því að hlutfallskosning er ekki viðhöfð. Nýja stjórnin. Hin nýja stjórn Dagsbrúnar er skipuð þessum mönnum: Einar Björnsson formaður. Sigurður Halldórsson varaform. Gísli Guðnason ritari. Torfi Þorbjarnarson gjaldkeri. Sveinn Jónsson fjármálaritari. Þrír í stjórninni, Sigurður, Gísli og Sveinn, eru úr hópi Sjálfstæð- ismanna, en þeir Einar og Torfi fylg'ja Alþýðuflokknum að málum. Varastjórn skipa: Jón S. Jóns- son, Kristinn Kristjánsson og Sig- urbjörn Maríusson. Endurskoðendur voru kosnir: Auðunn Auðunsson og Eggert Jó- hannesson. í stjórn Vinnudeilusjóðs eru: Sigurður Guðmundsson, Bjarni Sæmundsson og Ágúst Jósefsson. Trúnaðarráð er skipað 100 mönn um og eru 50 úr hvorum flokki, Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum. Ráðið á að kjósa 91 manna trún- aðarmannaráð úr sínum hóp. Fjárhagur slæmur. Fráfarandi stjórn lagði fram reikninga fjelagsins, sem sýndu að fjárhagurinn er ekki góður, þrátt fyrir há fjelagsgjöld (16 kr. af hverjum fjelagsmanni). Tala fjelagsmanna er 2200, en alls innheimtist í fjelagsgjöldum á s.l. ári 22 þús. kr. í inntöku- gjöldum innheimtust kr. 1105.00, en gjaldið er 5 kr. Allar tekjur fjelagsins á árinu námu kr. 27,- 847.69. Helstu útgjöld voru: Greiðsla til landssambands stjettarfjelaga (kommúnista) kr. 4641.00, til skrifstofumanns (laun) 4200 kr. og til aðstoðarmanns 3300 kr. Halli var á starfrækslu fjelagsins á árinu og nam hann 2902 kr. Verður nú eitt af fvrstu verk- um hiiinar nýju stjórnar, að koma fjárhagnum í lag og öðrum innri málefnum fjelagsins. Eu þar hef- ir fráfarandi stjórn hundið fjð- jaginu bagga, með því að ráða starfsmánn með löngum uppsagn- arfresti og gerir það erfiðara um vik. Aðrar tillögur. Fráfarandi formaður, H. V., bar fram tillögu þess efnis, að skora á stjórn fjelagsins að fá gengia- lögunum breytt á næsta þingi. Var tillagan samþykt. Þá kom og fram (dulbúin) til- laga um, að gera Hjeðinn gjald- fríaii í fjelaginu, eða heiðursfje- laga. Taldist hún einnig samþykf, enda þótt meirihluti fundarmanna sæti hjá. Skákmót Reykjavíkur: 1. umferð Skákþing Reykvíkinga hófst á sunnudaginn var í K. R.- húsinu uppi. Þátttakendur eru 52 og skiftast þannig í flokka: Meistaraflokkur: 1. Guðmundur S. Guðmundsson. 2. Sæmundur Ó- lafsson. 3. Hannes Arnórsson. 4. Sturla Pjetursson. 5. Benedikt Jó- hannsson. 6. Hermann Jónsson. 7* Eggert Gilfer. 8. Hafsteinn Gísla- son. 9. Áki Pjetursson. 10. Ásmúnd ur Ásgeirsson. Fyrsti flokkur: 1. Geir Jón Helgason. 2. Ingimundur Gu8- mundsson. 3. Magnús Jónasson. 4. Aðalsteinn Halldórsson. 5. Óli Valdimarsson. 6. Pjetur Guð- mundsson. 7. Ragnar Pálsson. 8. Sigurður Gissurarson. 9. Kristján Sylveríusson. Annar flokkur A: 1. Áskell Kerúlf. 2. Stefán Jóhannsson. 3. Ólafnr Einarsson. 4. Þorsteinn Þorsteinsson. 5. Jónas Karlsson. 6. Lárus Johnsen. 7. Friðbjörn Benónýsson. 8. Áskell Norðdahl. 9. Gestur Pálsson. 10. Þorleifur Þorgrímsson. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.