Morgunblaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 5
«
Sigurður Þórðarson bóudi ð Laugabóli skrifar um:
Skipulagsmál landbúnaðar-
„umbætur“ honum
til handa
UfBðvikudagur 24. jan. 1940.
Útget.: H.f. Árvaknr, Reykjavlk.
Ritetjórar:
Jón K'jartan»»on,
Valtýr Stef&neeon (4byr*óar*».).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Ritstjðrn, auglýsingar ob afgrelOsla:
Aueturstrœtl 8. — Stml 1*00.
Áakriftargjald: kr, 8,00 A m&nuOl.
í l&usasölu: 15 aura eintaklO,
25 aura aaeO Leabök.
Lærið af
reynslunni
Síðan stríðiS braust út og
erfiðleikar urðu á að fá
keyptar nauðsynjar í Evrópu og
■með vaxandi flutningaerfiðleik
um þangað, hafa viðskifti okkar
beinst vestur um haf, til Ame.
ríku. Höfum við haldið uppi
beinum siglingum við Ameríku
síðan í október og má telja víst,
að þessi viðskifti eigi eftir að
aukast mjög mikið, ef stríðið
stendur lengi.
Það eru nær eingöngu brýn-
ustu nauðsynjar, svo sem korn-
vörur, sykur, smjörlíkisolíur o.
fl., sem við kaupum nú í Ame-
ríku. Innkaupin vestra annast
tvær stofnanir, Innflytjenda-
samband heildsala hjer í bæn-
•um og Samband ísl. smavinnu-
fjelaga. Hefir ríkt hið ágætasta
samkomulag milli þessara
tveggja stofnana, síðan þessi við
skjfti vestra hófust, bæði um
vörumagnið, sem hvor stofnun-
In kaupir og flutningana hing-
að. Hefir þar hvergi hlaupið
snurða á?
Er ekki þetta lærdómsríkt
fyrir pólitísku foringjana hjer,
sem telja að öll viðskifti eigi að
vera undir umsjá opinbers skrif-
stofubákns? Ameríkuviðskiftin
eru eins frjáls og viðskifti yfir-i
liöfuð geta verið á ófriðartíma.
Þó gengur alt hljóðalaust og
enginn kvartar. AUir eru á-
nægðir.
Áður var fyrirkomulagið
þannig, að hver smákaupmaður
þurfti að herja sjer út innflutn-
Ingsleyfi. Oft þurfti hann að
tnða vikum, jafnvel mánuðum
saman eftir svari frá hinni op-
ánberu skrifstofu. Þegar svo
loks leyfið var fengið, fór kaup-
maðurinn með það til einhvers
lielldsalans og fekk út á það
vörur, éf til voru. Stundum
Sgengu leyfin kaupum og sölum;
war það nýr skattur á vöruna.
En þegar viðskiftin eru komin
'i sinn rjetta farveg og þeir ein-
Ir annast innflutninginn, sem
Jjþekkingu hafa á þeirri hlið við.
ékiftanna og engin opinber í-
ihlutun kemst þar að, þá geng-
mr alt sinn eðlilega gang.
Væri ekki reynandi, að koma
• öðrum greinum viðskiftamál-,
anna í sama farveg? Nú logar
;þar alt í illindum og deilum,
vegna þess að pólitískir spá-
kaupmenn telja sig sjálfkjörna,
að hafa forsjá þessara mála. Ef
ihinir rjettu aðiljar fengju hjer
-einir að ráða, myndi alt falla í
iljúfa löð. Dæmin höfum við frá
.Ameríkuviðskiftunum.
Vilja ékki valdhafarnir íhuga
Iþetta í fylstu alvöru, og reyna
;að læra af reynslunni?
ins og
„Horfðu bara á hundinn þinn
— hann er að kenna Sjálfum
þjer að skríða“.
ngin stjett í þessu landi
virðist njóta jafn ó-
skiftrar virðingar og um-
byRR'ju alls þorra manna og
bændastjettin. Engin önnur
stjett fær slík ógrynni gefins
— af ráðleggingum. Sjó-
mannastjettin er nálega sú
eina, sem jeg minnist ekki
að hafi gefið oss bændum
nein ráð, enda eru í þeirri
stjett orðknappir menn eins
og vjer, hafa í mörgu að snú
ast eins og vjer og hafa ald-
rei fengið hvorki góð ráð nje
neitt annað gefins, og eru
því fáskiftnir um annara
hagi.
Flestir aðrir, alla leið ofan frá
saklausri þvottakonu í Reykjavík
niður í slæpingja og pólitískar
kláðarollur, eru að springa utan
af ókeypis heilræðum til bænda
um alt mögulegt, um það, hvað
vjer megum selja smjörsköku,
hvernig vjer eigum að spara ým-
islegt við oss, ýmisleg húsráð gegn
horfelli og margt annað þarflegt.
Stundum fylgja þessu svo ylvolg-
ar ástarjátningar til bændamenn-
ingarinnar og sveitasælunnar, rjett
eins og þegar erlendir spjátrung-
ar eru að keppa um að lýsa aðdá-
un sinni og ást á landi og þjóð,
sem þeir þó hvorugt þekkja. Það
virðist liggja svo Ijóst fyrir öll-
um öðrum en hændum sjúlfum,
hvar skóþrengslin eru verst og
hvað beri að gera fyrir þá. Ætli
að þessi sljóleiki stjettarinnar
gagnvart sjálfri sjer geti ekki
staðið í einhverju sambandi við
það, að vjer sjeum ekki komnir
eins nærri hátinduin menningar-
innar eins og þessir ráðgefandi
vinir vorir í öðrum stjettum?
Sjóndeildarliringurinn víkkar þeg
| ar hátt er klifrað.
★
Það geta allir orðið bændur, til
þess þarf engan lærdóm. Þeim,
sem aldrei hafa getað bjargað sjer
annarsstaðar en á herðum annara,
er ráðlagt að fara. að búa í sveit.
Þeir þurfa varla að vera læsir eða
skrifandi, því þeir mega fátt selja
sjálfir af því, sem þeir framleiða.
Landbúnaðurinn er orðinn „skipu-
lagður“ og skipulögð stjett þai'f
ekki einu sinni að hugsa, það gera
aðrir fyrir hana. Sjálfstæðri hugs
un getur fylgt. gagnrýni á ágæti
„skipulágsins", en það er alt að
því glæpsamlegt athæfi í lýðræðis
ríki, sem stundum er alt annað en
lýðfrjálst ríki. En þó að bænda-
ptjettin hafi reynst sljóf og úr-
ræðalítil um eigin málefni, hefir
henni þó auðnast að eignast vini
og velunnara, sem ekki sofa á verð
inum, eins og áður er sagt. Stafn-
búar hennar hafa barist eins og
víkingar fyrir allskonar fríðind-
um lienni til handa, og þótt þeir
hafi sagt oss, að stundum hafi orð
' ið „ávint um söxin“ í þeirri hríð,
þá hafi þeim þó tekist að sigla
skipum hennar heilum í höfn og
bjarga miklu herfangi í hverskon-
ar gersemum henni til handa, svo
sem mjólkurlögum, kjötlög'um,
jarðræktar- og nýbýlalögum og
fleiru. Er ágæti þessara laga svo
mikið og augljóst, að verði ein-
hverjum einfeldningi það á að
spyrja, hversvegna verkin tali ekki
hærra í sveitum landsins en raun
ber i'itni, þar sem þó straumurinn
á mölina frekar vex en minkar,
þarf ekki annars eða meira við en
að telja eitthvað af þessum perlum
upp með nöfnum til þess að láta
þessar raddir þagna. Og smíði þess
ara gripa er talin meðal stærstu
afreka heilla stjórnmálaflokka, og
er þeim stundum sveiflað svo títt
fyrir kosningar, að bændur fá of-
birtu í augun og mega varla
greina, liversu mikil eru fríðindin.
★
Það er svo sem ekki að efast um
að bændaforsjónin hafi verið
fleytifull af góðum ásetningi, þeg-
ar hún fór loksins að „reformera“
landbúnaðinn. Hún lætur sjer
varla nægja að hhía að hinni jarð-
nesku velferð bændanna, með alls-
konar borunartilraunum eftir auðs
uppsprettum þeim til handa. For-
sjónin gerir sjaldan neitt hálft,
hún vill tryggja þeim öll gæði,
ekki einasta þessa heims, heldur
og annars. En til þess verður hún
að láta þá gera eitthvað gott af
sjer, breyta einliverju af ]>essu
gulli ,sem nú á að útvega þeim
með „skipulaginu", í einskonar
himneska „valútu“, sem þeir geti
gripið til síðar á rölti sínu hinu-
megin grafarinnar.
Ráðið er einfalt. Það er til svo
mikið af mönnum, sem ekki finst
þeir hafa þrek til að vinna eins og
bændur, sjómenn og' verkalýður
verða að gera. En einhvernveginn
verður að hjálpa þessum minstu
bræðrum til þess að lifa. Þeir eru
þessutan sumir svo fullir af áhuga
íyrir landbúnaðinum og altaf
reiðubúnir, ef tækifæri gæfist til
þess að setjast í einhverja nefnd
fyrir hann, stjórna skrifstofu eða
snúast eitthvað annað fyrir hann
við að koma þessu drasli, sem
hann framleiðir, í verð.
Fyrst þessi hugmynd er nú vak-
in um frelsun sálarinnar úr klóm
mammons, þá verður að gera eitt-
hvað til þess að karlarnir fari sjer
ekki að voða. Þá er það, sem þeir
eru sviftir umráðarjetti yfir nokkr
um hluta eigna sinna og þær
fengnar í hendur einhverjum hluta
hins fríða hóps, sem getið var hjer
að framan, og lionum falið að ráð-
stafa þeim fyrir bændurna. Sltipu-
lagið er að fæðast. Bændum er
bannað að selja sjálfir mjólk og
kjöt og smælingjarnir, sem þeir
tóku í fóstur, eru orðnir húsbænd-
ur þeirra með alræðisvaldi yfir
verði og fyrirkomulagi öllu. Bænd
nr geta farið heim til sín og lagt
sig, það er vel sjeð fyrir öllu og
það syndgar enginn sem sefur.
★
Skipulagningin á mjólkinni
er framkvæmd ])annig, að tekinn
er af nokkrum bændum sá hluti
mjólkurgróðans, sem vissulega
gæti oi'ðið háskalegur sál þeirra,
og rjettur að öðrum bændum, sem
ekki hafa jafna aðstöðu til að
liamstra. Mun þetta gert til þess
að þroska samábyrgðartilfinningu
stjettarinnar og þekkjum vjer
Norður-ísfirðingar ofurlítið inn á
þetta gegn um kjötlögin, þótt enn
höfum vjer ekki orðið blessunar
mjólkurlaganna aðnjótandi. En
oss gefst árlega kærkomið tæki-
færi til þess að styrkja stjettar-
bræður vora, í öðrum landshlutum
á svipaðan hátt, með verðjöfnun-
argjaldi af kjöti, því mest af kjöt-
framleiðslu vorri er venjulega
borðað innanlands og hefir oss því
jafnan hlotnast sú hamingja að
vera frémur veitandi en þiggjandi
í þessum efnum. En auk bænd-
anna austanfjalls, hefir svo hinn
fríðasti liópur dugandismanna og
bændavina í Reykjavík unnið fyr
ir álitlegum stúf úr hinum mikla
afla, sem skipulagið dregur á land
og skyldi enginn gera sig svo
djarfan að efast um, að hjer njóti
allir aðilar nokkurs góðs af, þar
sem mjer er sagt, að einn af skó-
sveinum Pjeturs postula hafi ein-
hverja umsjón með úthlutuninni.
Hjer á ísafirði er þetta útfært
þannig, að kaupendur þar fá mjólk
ina hjeðan rir Djúpinu fyrir 35
aura pr. liter. Framleiðendur fá
svo af þessu 18 og 19 aura til
þess að greiða með hæfilega vexti
af verði fjóss, hlöðu og nautgripa,
kaup verkafólks við áburðardreif-
ingu, túnávinslu, heyvimiu, mjalt-
ir og fleira. Djúpbáturinn fær 4
aui'a fyrir að flytja hvern liter
til ísafjarðar og Kaupfjel. ísfirð-
inga afganginn, eða 12—13 aura
fvrir að afhenda hann við búð-
arborðið, því mestur hluti mjólk-
urinnar er seldur óunnimi. Það er
varla, rjettmætt að brigsla bænd-
um um, að þeir greiði ekki vel
fyrir smásnúninga.
★
Kjötlög voru oss gefin. En með
því að það er kunnugt, að guðinn
Merkúr var bæði fulltrúi kaup-
manna og þjófa á sinni tíð, þá hef-
ir það bersýnilega verið ljóst for-
sjón bændanna í Reykjavík, að
ekki mættu þeir lenda í slíkum
fjelagsskap, með því líka að þeim
hafði oft hætt við því blessuðum,
að missa móðinn og undirbjóða
hverjir aðra í kjöteðlunni. Þeim
var því harðlega bannað að slátra
eða selja kjöt sjálfum af nokk-
urri kind, sem kki ætluða
að jeta heima, «f þ«8 jafnt þótt
einhver þeirra vildi vinna það t.il
að koma upp á eigin kostnað
sæmilegu húsi til þessara starfa
heima hjá sjer. Forsjónin veitti
því nokkrum mönnum í Reykjavik
einskonar alræðisvald yfir þessari
framleiðslu og er þar flestu prýði-
lega fyrir komið.
Einn hinn gætnasti, óeigingjam
asti og vitrasti úr hópnum var
gerður að formanni. Nefndin veit-
ir svo fáeinum mönnum og stofn-
unum víðsvegar um landið einka-
leyfi til þess að slátra og versla
með,kjöt og bændur eru ekki fyr
búnir að afhenda og selja dilka
sína til þessara nýju eigenda, en
hver auglýsingin uin hækkað verð
á kjötinu rekur aðra, jafnframt
því sem leyft er að flytja annars
flokks dilka yfir í fyrsta verð-
flokk. Þetta er sniðuglega gert,
því trúnaðarmenn bændanna vita,
að það er dýrt að geyma kjöt og
þetta með flokkunarskömmina er
bara mátulegt, því trúnaðarmenn
bændanna varðar ekki nokkurn
skapaðan hlut um sálulijálp brask-
aranna. Hún má víst sigla þeirra
vegna og þeir máttu altaf renna
grun í, að þeir tækju eitthvað
hættulegt að sjer, það er ekki bara
„upp á grín“ að bændur eru alt
að því settir á bekk með sauða-
þjófum og þesskonar dóti, ef þeir
voga sjer að selja sína eigin eign
milliliðalaust.
★
Stundum geta háalvarlegir hlut-
ir eins og kjötlögin eða túlkun
þeirra valdið hlátri ljettúðugura
manna. Þegar kjötyerðlagsnefnd
árlega sendir boðskap sinn út um
landið um verð það, er hún hefir
ákveðið á hverja tegund kjöts,
fyrirskipar hún jafnan hærra verð
á kjöt af algeldum ám, en milkum,
og er þetta sjálfsagður hlutur, því
þær eru bæði feitari og hold-
þykkari en milkar ær. Á bænda-
máli, að minsta kosti hjer vestra,
er sú ær kölluð algeld, sem ekki
hefir eignast lamb á því ári, sem
henni er slátrað, en lambgota sú
ær, sem látið hefir fóstri að vor-
inu; milk sú, er lambi sltilar að
hausti. Á nokkrum af sláturhús-
unum hjer vestanlands er siðferði
og hreinleika holdsins gert svo
hátt undir höfði, að hver sú rolla,
sm ekki hefir varðveitt skírlífi gitt
frá blautu barnsbeini og ekki er
sannprófuð að því að vera kíár-
lega hrein og óspjölluð jómfrfi,
fellur á augnabliki bæði í áliti ©g
verði fyrir sannanlegt lauslæti «g
getur aldrei algeld kallast eða not
ið sömu virðingar kaupandans og
þær, sem slíkt heiðursnafn éiga
skilið. — Væri ekki nauðsynlegt að
senda þessa undirliðsforingja
kjötverðlagsnefndar í sveit og
láta þá verða sjer úti um einhvcrs-
konar vottorð frá bændum um á-
stundun og góða hegðan, áður en
þeir taka við embættum sínum,
eins og skólapiltum er ætlað að
gerai
Meira.