Morgunblaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1940, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. jan.1940. MORGUNBLAÐIÐ Loðdýraræktin hefir fimm til tífaldast á þremur árum H. J. Hólmjárn segir frá loðdýraræktinni s.l. ár LOÐDÝRARÆKT hefir aukist mjög hjer á landi á undanförnum árum og margt virðist benda til að sá atvinnuvegur eigi hjer mikla fram- tíð fyrir sjer ef rjett er á málum haldið. Loðdýrarækt mun mjög geta ljett undir með landbún- aðinum og meira að segja orðið alldrjúg búbót í sjávar- þorpum. Þrennskonar loðdýrategundir hafa reynst bestar til rækt- unar hjer á landi: Silfurrefir, blárefir og minkar. Tilraunir hafa verið gerðar með önnur loðdýr, svo sem þvottabirni og kanínur, en flestir hafa gefist upp á því, þar sem það hefir ekki þótt svara kostnaði að ala þau dýr. Blaðamaður frá Morgunblað- inu hitti í gær að máli loðdýra- ræktarráðunaut ríkisins, hr. H. J. Hólmjárn og fekk hjá hon- um ýmsar upplýsingar um loð- dýraræktunina s. 1. ár. Er það sem hjer fer á eftir bygt á upp- lýsingum hans. — Það má segja, að s. 1. ár hafi afkoma loðdýraræktar- manna verið allgoð og betri en hin undanfarandi ár. Hinn vax- andi loðdýrastofn og fjölgun loðdýrabúa á undanförnum þremur árum sýnir, að trú manna á þessum atvinnuvegi og áhugi fyrir honum fer stöðugt vaxandi. VÖXTUR LOÐDÝRA. RÆKTARINNAR. Árið 1936 voru 1378 silfur- refir á landinu, 319 blárefir og 500 minkar. Loðdýrabú voru þá 127. 1937 voru búin orðin 200, silfurrefirnir 2552, bláref- irnir 350 og minkarnir 850. 1938 fjölgar búum um helming og eru þá orðin 400, með 4221 silfurref, 682 blárefum og 2000 minkum. Árið 1939, eða s. 1. ár var tala búanna lítið eitt hærri og eigendur, einstaklingar og fjelög um 600. Tala dýranna á s. 1. hausti var: silfurrefir 6798, 1736 blárefir og 4750 minkar. Loðdýraræktarbú eru í hverri einustu sýslu á landinu, en lang- flest silfurrefa er í Húnavatns- sýslu, Dalasýslu og Gullbringu- sýslu, eða 700—800 dýr í hverri sýslu. Blárefir eru langflestir í Reykjavík, og Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sama er að segja um minkana. I Gullbringusýslu einni eru taldir 3354 minkar. Þá eru mörg minkabú á Vest- fjörðum í sjávarþorpum. Telur Hólmjárn, að minka- ræktin eigi einkum framtíð fyr- ,ir sjer í sjávarþorpum vegna þess hve þar er hægt að fá ó- dýrt fóður, en aðalfæða mink- anna er fiskur. Lífdýrasala hefir verið sára- lítil á s. 1. ári. Hefir aðallega verið um sölu kynbótadýrá að ræða. Aðálerfiðleikar loðdýra- ræktareigenda nú stafa af ó- friðnum. Margir óttuðust að eft- ir að stríðið braust út, myndi grávara falla mjög í verði eða jafnvel verða með öllu óseljan- leg, en sem betur fer hefir þetta ekki reynst svo. BETRI AFKOMA Afkoma loðdýrabúa varð betri á s. 1. ári heldur en á nokkru öðru ári síðan að lðo- dýrarækt hófst hjer á landi. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. 218 sveitabæír bygðir síðastliðið ár: Meðal- Kostnaður kr. 8500 sveitabæir voru bygðir árið 1939, samkvæmt upplýsingum Þóris Baldvins- sonar byggingarfræðings. Er það svipað og árið á undan. 188 hús voru bygð úr stein- steypu, en 25 úr timbri, og sum þeirra að nokkru leyti úr torfi. í flestum þessara húsa eru þrjú herbergi, eldhús, snyrtiklefi, þvottahús og geymslur. 89 þess- ara húsa voru aðeins ein hæð, 90 voru ein hæð og kjallari, 27 ein hæð, kjallari og loft. Til jafnaðar reyndist kostn- aðarverð hvers húss vera 8500 krónur. í heild nam byggingar- kostnaður bæjarhúsa í sveitum 1.810.500 krónum. Að meðaltali voru lánaðar 3500 krónur til hvers húss, en alls hefir lánsfjeð numið 745 þúsund krónum. Meðalstyrkur, sem veittur var til endurbygg- ingar nam 1200 krónum, en samtals var varið 235.600 krón- um í endurbyggingarstyrki. Flest hús voru bygð í Árnes- sýslu, en næstflest í Rangár- vallasýsJu. Næst í röðinni eru Eyjafjarðarsýsla, Suður-Þing- eyjarsýsla, Snæfellsnessýsla og Skagafjarðarssýla. Tjarnargat- an verður breikkuð Aðalgatan til Skerjafjarðar Lengi hefir það staðið til, að Tjarnargatan yrði breikknð. Hún er vandræðalega mjó. Hún á að verða 20 metrar á breidd. Er það sama breidd og á Fríkirkju- veginum. Er ætlast til að um Tjarnargötu verði aðalumferðin úr Miðbænum og suður að Skerjafirði. Verður hinni breiðu götu haldið áfram meðfram Tjörninni austan við ís- húsið „ísbjörninn“ og síðan suður fyrir neðan SÞidentagarð og Há- skólalóð og kemur þessi gata á Reykjavíkurveginn í Skildinganesi skamt frá Sjóklæðagerðinni. En að nú verður byrjað á breikkun Tjarnargötu kemur til af því, að grjót það, sem kemur upp úr göturæsunum, sem grafin eru fyrir hitaveitupípurnar, verður notað í þessa uppfyllingu. Síðan þarf að leggja nýtt holræsi í göt- una og alt suður að Háskóla. En ekki verður iiægt að leggja það samtímis og uppfyllingin er gerð, vegna þess að Tjarnarbotninn er svo mikil leðja, að uppfyllingin verður að síga áður og jafna sig. En tilvalið er að nota þarna upp- gröftinn úr götunum, sem flytja þarf í burtu hvort sem er. Bretar stööva póst frá Islandi Póstyfirvöldin hafa látið hafa það eftir sjer opinberlega, að í síðustu ferð danska skipsins „Bergenhus“ til Danmerkur, hafi Bretar tekið allan póst úr skipinu til skoðunar. Er talið alveg óvíst hvenær póstur þessi kemst áleiðis, en það hefir viljað dragast, að póstur, sem Bretar hafa lagt hald á í ó- friðnum, kæmist leiðar sinnar. Bretar hafa áður stöðvað „Berg- enhus“, og þá lagt hald á vörur úr skipinu, sem taldar voru til ófriðarbannvöru. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir leikritið Dauðinn nýtur lífsins á morgun. Nú fer að fækka sýning- um á þessum góða leik, því í byrj- un næsta mánaðar, eða 2. febrúar, verður frumsýning á Fjalla-Ey- vindi. inilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 1 i | Þjóðverjar áttu | | þetta skip - 1 söktu því sjálfir | Myndin er af þýska skipinu „Col- umbus“ (22 þús. smál.),~sem Þjóð- verjar söktu í miðju Atlantshafi, er breskt herskip nálgaðist það. Nýr bátur til Eyja: Hrakning- ar i dönsku sundunum f fyrrakvöld kom' til Vestmanna- eyja vjelbáturinn „Meta“ frá Danmörku. Báturinn er smíðaður úr eik, 43 smálestir að stærð, með 130 hestafla vjel, keyptur í Es- bjerg. Verð bátsins er um 30 þús. danskar krónur. Hann er nýgerður upp og út- þúinn nýtískutækjum. Var hann 9 sólarhringa á leiðinni frá Frede- rikssund, með viðkomu í Fred- rikshavn og Þórshöfn í Færeyjum. I Skagerak hrepti báturinn ofsa veður á norðaustan, með mikilli fannkomu og yfir 20 stiga frosti. Var frostið svo mikið, að stýris- keðjur frusu í stýrisrörum og vatnskranar í hásetaklefa, þótt kynt væri af kappi. Skipstjóri var Jón Jónsson í Olafshúsum, en háestar voru þrír og allir frá Vestmannaeyjum. Urðu þeir ekki fyrir neinum töfum af hálfu ófriðaraðila, en ekki mátti tæpara standa, að þeir slyppu út úr dönsku sundunum, því daginn eftir var alt íslagt. Báturinn reyndist prýðilega. Eigendur eru fjórir bræður, synir P. Andersen skipstjóra og útgerðarmanns, er dvaldi í Vest- mannaeyjum um 30 ára’ skeið, en fluttist síðastliðið haust til Dan- merkur. Mun hann nú vera á leið hingað til lands aftur alfluttur. Báturinn verður gerður iit frá Vestmannaeyjum. Skipstjóri verð- ur Knud Andersen. NURMI FER TIL AMERÍKU Nurmi, hinn alkunni finski hlaupagarpur, kom til Stokkhólms í dag. Hann er á leiðinni vestur um haf til þess að heyja þar íþrótta kepni til ágóða fyrir Finnlands-; söfnunina. 3 Einar Benedikts- son verður jarð- settur i Þing- vallatúni Kirkjuathöfnin fer fram á föstudag- inn kemur Ríkisstjómin hefir ákveðið, að Einar Benediktsson verði jarðsettur á Þingvöllum. Fór Þingvallanefnd þangað aust- ur í gær til þess að svipast eftir og ákveða stað fyrir grafreit hans. Með Þingvallanefnd voru þessir menn: Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður, Gústaf Jónasson skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu, síra Sigurgeir Sigurðsson biskup, Guðjón Samúelsson húsa- ineistari, Már Benediktsson, Ófeig- ur Ófeigsson læknir og Felix Guð- mundsson kirkjugarðsvörður. Þessir menn völdu stað fyrir grafreit Einars á fúninu fyrir austan Þingvallakirkju. Þar er all- djúpur jarðvegur, en túnið hátt yfir vatnsborð Öxarár. Kirkjuathöfnin fer fram í Dóm- kirkjunni á föstudaginn kemur. Verður lík Einars flutt í kirkjuna á fimtudagskvöld. Lík hans er nú í líkhúsi Rannsóknastofu Háskól- ans. Þeir síra Sigurgeir Sigurðsson biskup og síra Ólafur Magnússon í Arnarbæli flytja ræður í kirkj- unni. Á laugardaginn verður líkið flutt, austur á Þingvöll. Föt bónda alelda eftir sprengingu í áburðarþró Arngrímur Jónsson, bóndi að Hvammi í Þistilfirði, varð fyrir því óhappi s.l. sunnudag, er hann var að fara ofan í áburðar- þró til að gera við frárenslispípu, að eldur frá reykjarpípu hans kveikti í eldfimum lofttegunduio í þrónni. Varð af þessu sprenging svo mikil að Arngrímur þeyttis upp úr þrónni og voru föt hans þá alelda. Sonur Arngríms heyrði spreng- inguna og sá eldblossann upp úr þrónni. Kom hann nú að og slökti eldinn í fötum Arngríms. Voru þau öll í tætlum og Arngrímur mikið brunninn á höndum og and- liti og nokkuð á brjósti. Hjeraðslæknir var þegar sóttur. Taldi hann Arngrím ekki í mikilli hættu, en þó leið honum mjög illa í fyrradag. Ríkisskip. Esja var á Bakka- í firði kl. 5 síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.