Morgunblaðið - 27.01.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. jan. 1940. ur“-árásir á Bretland Voroshilov. Voroshilov ð leiöinni til finsku vfgstöðvanna Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gse-r. Samkvæmt hernaðartilkyimingu Finna í kvöld, gerðu Rússar 1 gær tvö áhlaup á Mannerheim- línuna ;báðum var hrundið og mannfall í liði Rússa var mikið. Fyrir nórðan Ladogavatn halda hárdágar áfram, og hafa þeir nú staðið í fimm daga. í hernaðar- tilkynningu Finna segir, að Rúss- ar hafi gert mörg álilaup, og að tekist hefði að stöðva þau. Virðist sem Finnar hafi hvergi orðið að víkja úr varnarstöðvum sínum. Rússar gerðu í dag tvisvar á- köf jihlaup á finsku eyjuna undan norðurströnd Ladogavatns. Er eyja þessi ramlega víggirt. Finnum er það mikilsvirði að ' hafa þessa eyju, vegna þess að þaðan er hægt að drotna yfir Öllúm flutningum eftir þjóðveg- únum fyrir norðan Ladogavotn. Ef Rússum tækist að sækja fram im.yndi vera hægt að stöðva að- ,flutninga til hersveita þeirra, ef finnar halda eyjunni. Ein fregn, frá Osló, segir, að sókn Rússa fyrir norðan Ladoga- vatn sje þegar farin að linast. Voíoshilov í eftirlitsferð. -e -l -frégn frá Khöfn segir, að Voroshilov, yfirherforingi rauða hersins, sje væhtanlegur til víg- stöðvanna í Finnlandi, í eftirlits- ferð. Norðar á vígstöðvunum segjast Finnar hörfa undan rússnesknm hérdeildum inn í landið, tií þess síðar að stöðva aðflutninga til þeirra. Finnar segja, að jafnvel þótt engar finskar hersveitir væru þarna til varnar, þá myndi Rúss- um reynast erfitt um sókn, vegna þess, að um skóga og fen er að fara. Er nær ókleift fyrir Rússa að flytja hersveitum sínum þarna skotfæri og matvæli. 2000 Eistlendingar herjast nú með Finnum. Leynivopn Hitlers enn ekki tekið í notkun Alsherjarsókn í lars? Frá frjettdritara vorum. Khöfn í gær. SAMKVÆMT samhljóða frjettum frá erlendum frjettariturum í Berlín, eru Þjóðverjar nú að undirbúa röð af „leiftur“-árásum á Bretland. Talið er að Þjóðverjar ætli að tefla fram sameigin- lega flugflota, kafbátum og tundurduflum, og gera loft- árásir á hafnarmannvirki, forðabúr og aðra hernaðarlega mikilvæga staði á austurströnd Englands og Skotlands. Markmiðið með þessum leifturárásum verður að trúfla iðnaðar- og viðskiftalíf Breta. NÝTT leynivopn Frá Hollandi hafa borist fregnir um að Þjóðverjar sjeu um það bil að taka í notkun nýtt leynivopn, á svipaðan hátt og er þeir hófu að nota segulmögnuðu tundurduflin. Sú skoðun ryður sjer nú rúms, að segulmögnuðu tundur- ruflin hafi ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, verið leyni- vopnið, sem Hitler sagðist hafa yfir að ráða, í ræðu sinni í Danzig, í byrjun stríðsins. Ýmsar sögur ganga um þetta leynivopn. Ein er á þá leið — og er hent gaman að henni, einnig í Englandi — að Þjóðverjar hafi fundið upp svefngas, svo að þeir geti svæft fólkið á Bretlandseyjum, á meðan Hitler er að leggja landið undir sig. SIGURVISSAN En hvað sem þessum sögum líður, þá er allur al- menningur í Þýskalandi sannfærður um (að því er segir í skeyti frá Berlín) að Hitler hafi yfir að ráða leynilegu vopni, sem færi Þjóðverjum sigur. Almenningur í Þýska. landi gerir ráð fyrir að Hitler láti hefja alsherjar sókn í síðasta lagi í mars, og að úrslitin verði komin, með sigri Þjóðverja, fyrir haustið. Álitið er að flokksfjelög nazista dreifi þessum orðrómi meðal almennings af ráðnum hug, til þess að hafa áhrif á siðferðilegt þrek þjóðarinnar. Ýms ummæli opinberra stjórn- málamanna, sem boðað hafa sókn Þjóðverja, hafa líka haft áhrif í sömu átt. H og þjófur úr tieið- skiru ioíti“ Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Bresk sprengjuflugvjel hrap- aði til jarðar „eins og þjófur úr heiðskíru lofti“ nálægt Duisburg í Vestur-Þýskalandi í dag. Flugvjelin hafði lent í við- ureign við þýskar flugvjelar svo hátt 1 lofti. að fólk sem var á ferli, varð loftorustunn- ar ekkert vart fyr en flugvjel- in hrapaði til jarðar. Samtímis gera þýsk blöð mik- ið veður út af tjóni því, sem þau segja að Bretar hafi þegar beðið í stríðinu, og undirstrika veikleika bresku yfirvaldanna á sjónum. Blöðin reyna á allan hátt að gera sem minst úr siðferðilegu •þreki bresku þjóðarinnar. Þannig er frá því skýrt, að Lundúnabúar hafi orðið mjög skelkaðir í gær, er þeir sáu hakakrossfána á stöng í miðri höfuðborg Bretaveldis. En hræðslan hvarf, segja blöðin, þegar það kom í ljós, að fán- ana átti breska ,,Gaumont“ kvikmyndafjelagið, sem er að kvikmynda nýja áróðurskvik- mynd gegn Þjóðverjum. Nákvæmni Þjóðverja. í skeyti frá Amsterdam til „Daily Telegraph“ segir, að Þ.jóð- verjar sjeu ekki í nokkrum vafa um, hvermg úrslit stríðsins verða. Þeir eru nú byrjaðir, með hinni venjulegu nákvæmni sinni, að undirbúa þýska embættismenn undir að stjórna í Englandi, eftir að Þjóðverjar hafa tekið völdin í sínar hendur í óvinalandinu. Er farið að kenna hinum tilvonandi fylkisstjórum („gauleiter") í Eng- landi ensku og enska siði, í for- ingjaskólanum í Marburg. Einnig fá þeir sjerstaka tilsögn um ein- staka landshluta í Englandi, sem hverjum þeirra er ætlað að stjórna á sínum tíma. „Ekkert að frjetta“. Það heýrist ekki minst á Frakk- land. Á vesturvígstöðvunum gerist ekki neitt. Ilernaðartilkynningar ófriðarþjóðanna eru nú dag eftir dag aðeins fjögur örð: „Ekkert markvert að frjetta“. Þjóðverjar berjast ekki gegn Versala- samningum, heldur -- Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. -J „ Robert Ley, foringi Ll 1 • þýsku vinnufylkingar- innar, hefir látið svo um mælt í ræðu, að það sje ekki gegn Versalasamningunum, sem Þjóð verjar berjast, heldur gegn friðinum, sem saminn var í Westfalen árið 1648. Friðurinn í Westfalen batt enda á þrjátíu ára stríðið. Með þessum samningi voru m. a. við- urkend yfirráð Frakka í Elsass. og auk þess var alt samband rofið milli þýska ríkisins ann- arsvegar og Hollands og Belgíu hinsyegár. Bnm- Með þessum friði trygðu Frakkar sjer forustuna á meg- mlandi álfunnar um næstu aldir. Skipatjón Breta Khöfn í gstr. Pjóðverjar lialda því fram, að Bretar hafi í síðustu viku mist 10 skip, samtals 47 þúsund smálestir. Af þessum skipum voru tvö olíu- flutningaskip. En í Þýskalandi er álitið að Bretar hafi mist svo mörg olíuflutningaskip, að olíu- aðdrættir þeirra sjeu í hættu. Tveim norskum skipum og tveim sænskum var sökt við austurströnd Englands í gær. Svíar búast til varnar Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Miklar loftvarnarráð- stafanir er nú farið að gera í Stokkhómi. Hinum heimsþektu Bo- fors-Ioftvarnabyssum hef- ir nú verið komið fyrir um- hverfis borgina. / Dag og nótt er unnið að því að gera 9 þús. loftvarna byrgi víðsvegar í borginni. Byrgi þessi eiga að geta tek ið helminginn af íbúum borgarinnar. 1 stærsta byrginu á að vera rúm fyrir 40 þús. rruanns. Þetta eina (byrgi kostar miljón krónur. Hrikfir í breska heims- vcldinu Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Itveim samveldislöndum Breta, Kanada og Suður- Afríku, fara nú fram hörð átök, út af þátttöku þessara ríkja í Evrópustríðinu. , II Kanada hefir forsætisráð- herrann, Mr; Mc Kenzie-King, rofið þing og ákveðið að nýjar kosningar skuli fara fram, að líkindum 26. mars n. k. Me Kenzie-King tilkynti ákvörðun- ina um þingrof, öllum á óvart, á sambandsþingi Kanadamanna í gær. Hann kvaðst vilja fá dóm þjóðarinnar um það, hvort hún líti svo á, að stjórnin legði ekki nægilegan kraft í stríðsundir-i búning sinn.! En gamall andstæðingur Mc Kenzie-Kings, Mituhel Hepburn fylkisstjóri í Ontario, hafði bor- ið fram þingsályktunartillögu á fulltrúaþingi Ontario, þar sem sambandsstjórnin er vítt fyrir a,ð fylgja stríðsundirbúningnum slælega fram. En í Kanada er ekki um neinn ágreining að ræða, um það hvort Kanadamenn eigi að taka þátt í stríðinu með Bretum eða ekki, heldur um það, á hvern hátt Kanadamenn geti best orð- ið Bretum að liði. í SUÐUR-AFRlKU. öðru máli gegnir í Suður- Afríku. — Þar snýst deilan um það, hvort sambandsrík- ið skuli draga sig út úr stríð- inu, eða halda áfram að berjast með Bretum. I fjóra daga hefir sambandsþingið í Höfðaborg verið vettvangur einvígis milii Búahöfðingjanna Smuts hers- höfðingja og Herzogs hershöfð- ingja, sem hvor vill fara sína FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.