Morgunblaðið - 03.02.1940, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.02.1940, Qupperneq 3
3 Laugardagur 3. febrúar 1940 MORGUN BLAÐIÐ /Í >.|r . *---— ------------------------------------ "T"r ■ —t— 7---------------- ILiiiiiiiininimiviifiiiitiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiHiimmiiiiiifliiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiimiiiiiiiuiitiiiiiiiiHiitiiiiiuniuiiiuiiiiuHiiiiiiiiiimiii miiiiiiiiiiiiinutmmtfiimittttmt«iiHmirs«ifiHiiiiiiiiiiiiiuiiiiiy_ I Sænskir sjálfboðaliðar í Finnlandi | Hjálp Svía við Firnia fer siöSugt vaxandi. í gær tilkynti útvarpið í Stokkhólmi, að sænsk sjúkrahús myndu taka á mióti hættulega særðum finskum hermönnum. Þannig miunu Svíar ljetta starf hjúkrunarstöðvanna í Finnlandi, sem nú geta sent alla hættu- lega særða menn yfir til Svíþjóðar. Fyrir hina finsku hermenn hefir þetta aukið öryggi í för með sjer, því að Rússar virðast vera farnir að gera sjer leik að því að varpa sprengjum yfir sjúkrahús. Á laugardaginn ætla starfsmenn í 2300 iðnfyrirtækjum um gjörvalt sænska ríkið að gefa 10% af launum sínum til Finnlandssöfnunarinnar. Er búist við að hjer muni safn- ast 20—30 miljón krónur. Myndin hjer að ofan er af sænskum sjálfboðaliðum, sem bíða á jámbrautarstöð- inni í Torneá í Norður-Finnlandi, eftir lestinni, sem á að flytja þá til vígstöðvanna. GeöbilaOur maður ræðst á forsætisráð- herrann á götu Pegar Hermann Jónasson for- sætisráðherra var á leið til vinnu sinnar í stjórnarráðinu í gærmorgun, varð hann fyrir árás af geðbiluðum manni á götunni. Forsætisráðherrann var kominn niður í Austurstræti, er maður, sem þar var á gangi, gaf sig á tal við hann. Aðkomumaður kvaðst þurfa að tala við ráðherrann. Sagði ráðherra manninum, að hann gæti talað við sig í stjórnarráð- inu. Aðkomumaður gekk þá um stund við hlið ráðherrans og var ekkert að sjá óeðlilegt í hans. framkomu. En alt í einu greip þann með annari hendi í hönd ráð- herrans og reiddi liina til höggs. Enda þótt ráðherrann ætti sjer einskis ills von, tókst honum að, hörfa það undan, að höggið snart hann aðeins lítillega. í andlitið og hlaut hann smávægiiegan áverka. Nú varð maðurinn alveg trylt- ur. Rjeðst hann með feikna heift að ráðherranum. En ráðherrann gat komið á manninn höggi og gert hann óskaðlegan. Kom svo lögregluþjónn þarna að og tók hinn geðbilaða mann. Maður þessi hefir lengi verið geðbilaður og oft verið sjúkling- ur á Kleppi. Hann hefir fengið bata á milli og þá verið hjer í bænum. Hann var í gær fluttur á Klepp. Á dansleik knattspyrnufjelags- ins Valur í Oddfellow í kvöld sýn- ir frk. Elly Þorláksson listdans; Ágúst Bjarnason og Jakob Haf- stein syngja „Gluntarne“. Mikll aðsókn að kvöldvðku blaðamanna Pað verður margt um manninn á kvöldvöku blaðamanna að Hótel Borg í kvöld, og ekki síst fyrir það, að takmarka verður að- gang, svo að ekki verði of fult í sölum veitingahússins. Má heita að búið sje að selja alla aðgöngumiða, en nokkuð er ósótt af pöntuðum aðgöngumiðum. Verður að sækja pantanir allar fyrir hádegi, á afgreiðslu Morgun-. blaðsins og Fálkans. Aðsóknin er sýnu meiri nú en var á fyrstu kyöldvökuna, en þá ; urðu því miður margir frá að hverfa. Kvöldvakan hefst stundvíslega ldukkan 9. Blaðamannaf jelagið hefir gert þá samninga við Hótel Borg, að engin borð verða tekin frá, því ætlast* er til að menn mæti það tímanlega, að hver geti valið sjer borð. Það hefir oft vak- ið óánægju, sem kunnugt er, að frátekin borð standa auð fram eftir ltvöldi, á meðan fólk, sem komið er á tilsettum tíma, stendur hópum saman og hefir engin sæti. Reynt að jafna deíítir Tvær nefndir hafa verið skip- aðar, sem fjalla eiga um mál varðandi deilur Rússa og Japana um landamæri Mansjú-, kuoríkis og Ytri-Mongólíu. Bellmans- hljómleikar á sunnudag ----- -v Karlakór Iðnaðarmanna gengst fyrir Bellmans-hljómleikum í Gamla Bíó n.k. sunnudag í tilefni af því, að þann dag eru 200 ár lið- in frá fæðingu þessa vinsæla ’6g' víðfræga söngvaskálds. Aðalræðismaður Svía hjer á landi, Otto Johansson flytur ræðu við þetta tækifæri. Söngstjórj er Páll Halldórsson, en Carl Billieh annast undirleik á píanó. Sungnir verða margir af vinsæl- ustu söngvum Bellmans. Það er vel til fundið hjá Karla- kór Iðnaðarmanna að halda minn- ingu Bellmans á lofti. Aðalfundur Fiskifjelagsins Aðalfundur Fiskifjelags íslands var haldinn í gær í Kaup- þingssalnum/. Á fundinum gaf Kristján Bergs- son forseti skýrslu um störf fje- lagsins á liðna árinu. Dr. Þórður Þorbjörnsson gaf skýrslu um rannsóknarstörf á vegum fjelags- ins. Einnig gaf Þorsteinn Lofts- son vjelfræðingur skýrslu. Þá voru rædd ýms mál. Sigurð- ur Kristjánsson alþingismaður talaði um tvö frumvörp, sem hann mun bera fram á Alþingi, en það er um breytingu á vitalögun- um. og jöfnunargjöld aflahluta. Var þessum máluin vísað til að- gerða Fiskiþingsins, sem kemur saman hjer í bænum 16. þ. m. Kartöflubirgðir nægilegar til neyslu og útsæðis Meiri kartöflur i mafinn! HVAÐ líður kartöfluútsæði til vorsins? spurði blaðið Árna G. Eylands forstjóra Grænmet- isverslunarinnar í gær. — Sú nýlunda hefir gerst, segir hann, eftir því sem skýrslur herma, að kartöfluuppskeran í haust hefir orðið svo mikil, að við þurfum á engum innfluttum kartöflum að haldai. Það sýnist vera alveg víst, að uppskeran hafi alls orðið 120 —130 þúsund tunnur. Og það er meira, en notað hefir verið í landinu undanfarin ár til neyslu og útsæðis. Rjettu lagi ættum við að nota eina tunnu á mann til fæðis á ári. En menn hafa gisk- að á, að neyslan hafi að jafnaði ekki orðið meiri á mann en 50 —60 kílógrömm. Eftir því þyrftum við að auka kartöfluátið um ein 40%, til þess að nota upp þær kartöflubirgð.ir sem eru í landinu. — Hefir Grænmetisverslunin ekki keypt kartöflur af síðustu uppskeru? — Jú, við keyptum í haust einar 3000 tunnur. Þær kartöfl- ur liggja að mestu óseldar. Eng-i in eftirspurn eftir þeim, eða þörf fyrir þær í matvöruverslanir. — Svo mikið sem flyst til bæjarins af kartöflum úr sveitunum jafn-! óðum og verslanirnar þurfa á þeim að halda. Engin ástæða til þess að fara að selja þessar birgðir í samkepni við framleið- endur, meðan flutningur á kart- ■öflum til bæjarins nægja til neyslunnar. Norður á Akureyri liggja, að jeg hefi heyrt, einar 10 þúsund tunnur óseldar af kartöflum. — Þeir eru þar nyrðra orðnir óþol- inmóðir að koma þeim ekki út. En í Eyjafirði hefir kartöflu- framleiðslan aukist ,alveg gíf-i urlega mikið á síðustu árum. Annars verða menn að taka tillit til þess, hve tíðarfar var óvenjulega hagstætt í sumar og kartöfluuppskeran þess vegna svona mikil. Ef við eigum yfir. leitt að geta haft árvissu fyrir því, að hafa nægilegan kartöflu- forða handa þjóðinn.i i hvaða ári sem er, þá verður framleiðslan að vera langt fram yfir það sem fer til manneldis og útsæðis í bestu árunum. Þá verðum við að nota ljelegustu kartöflurnar þil skepnufóðurs. Þessu kunna menn illa, eru því ekki vanir, þykja kartöflurnar of dýrar til þess að nota þær á þann hátt. En ekki er lag á þessu hjá okkur, fyr en aðeins bestu kart- öflurnar verða notaðar til manneldis í góðu árunum og úr- kastið til skepnufóðurs. — Er ekki hætt við, að tals-< vert af þeim birgðumí sem í landinu eru skemmist fyrir vor- ið, og útsæði verði ekk,i sem best fyrir hendi, þó mikið verði til af kartöflum frá haustinu? — Það má vitaskuld búast við því, að allmikill úrgangur verði úr kartöflunum í vor. En erlenda útsæðið, sem keypt hefir verið til landsins á stíðustu stundu undanfarin vor, hefir ekki held- ur verið gallalaust. , Annars væri náttúrlega æski- legt að sem mest af góðum út» sæðiskartöflum geymdist tU vorsins, því nú ríður á að ekki verði dregið úr kartöfluræktinni að sumri; því þó eitthvað kunni að ganga treglega út af kartöfl um frá síðastliðnu sumri, má vera að flutningateppa og hátt verðlag á kornvöru kenni okk- ur betur næsta vetur að auka kartöfluneysluna að miklum mun frá því, sem verið hefir. Samúðarskeyti frð ÞjÉðræknisfjelaginu til ættingja dr. fíognvaldar heit. Pjeturssonar i Stjórn bins nýstofnaða Þjóð- ræknisfjelags lijer í Reykja vík sendi í gær ættingjum dr. Rögnvaldar heitins Pjeturssonar svohljóðandi samúðarskeyti: „Hugir Islendinga fyllast harmr og söknnði við fráfall dr. Rögn- valdar. Virðing og þakklæti mun ávalt fvlgja minningu hins fallnÚ foringja, fyrir fórnfýsi hans og afrek í þágu íslenskrar menning- ar og þjóðrækni. Vottum ástvin- um hans innilegustu samúð“. Stjórn Þjóðræknisfjelags íslendinga. Jónas Jónsson. Ásgeir Ásgeirsson. Thor Thors. Björgtin í stríðí Frá því er styrjöldin byrjaðl hafa sjómenn á breskum skipum bjargað 1300 mannslíf- um, þaraf 733 í janúarmánuðl ■íðastljðnum. FtJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.