Morgunblaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1940, Blaðsíða 8
É Fimtudagur 8. febr. 1940L iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimtimiiiii Síöari hluti Litla píslarvottsins Síðasla afrek rauðti akuriiljunnar Augnabliki síðar voru þeir Heron og Chauvelin augliti til auglitis við fangann. Var það fyrir tilviljun, eða með vilja gert, að lamþinn var settur þannig, að birtan f jell beint í and- iit þeirra fjelaga, er þeir gengu inn, en á fanganum var skuggi? Hann sat álútur með báða olnbog- ana fram á borðirtu, en var að fikta með mögru og fíngerðu fingr anum við pennann og blekbytt- nna, sem hafði verið sett á borðið Syrir framan hann. „Jeg vona, að alt hafi verið gert eins þægilegt fyrir yður og kostur var á, Sir Perry?“ sagði Chauvelin spyrjandi, um leið og lítið hæðnisbros sást á vörum hans. „Já, þökk, herra minn“, svar- aði Blakeney kurteislega. „Jeg vona, að þjer sjeuð styrk- ai'i og hressari?“ „Já, mjög svo, fullvissa jeg yð- Ur um. En svefninn sækir altaf fast á mig; jeg verð þessvegna að biðja yður að ljúka erindinu í sem stystu máli“. „Þjer hafið ekki breytt um *koðun?“ sþurði Chauvelín, og |»að mátti merkja nokkurn óstyrk í röddimii, sem hann þó reyndi að fela. „Nei, kæri herra Chauvelin, jeg hefi ekki breytt um skoðun“, svaraði Blakeney rólega, en á- kveðið. Ánægjan skein út úr báðum fje-> lögunum. Fanginn talaði nú greinilegar og styrkara en áður; og þótt maturinn og vínið hafi aukið þrótt hans^ var sýnilegt, að öll þrjóska var horfin. Eftir augnabliks þögn hjelt Chauvelin áfram: „Eruð þjer tilbúinn að fylgja okkur á staðinn, þar sem Capet litli er falinn?“ „Jeg er reiðubúinn að gera alt, til þess að sleppa út úr þessu hræðilega húsi“, „Það er ágætt. Fjelagi minn, 4leron borgari, hefir til taks flokk manna, tuttugu talsins, sem allir Eftir Orczy baronessu eru valdir hermenn, og eiga þeir að fylg.ia okkur þangað sem þjer segið til. Skiljið þjer mig?“ „Já, fullkomlega, herra minn“. „Þjer megið ekki láta yður eitt augnablik koma til hugar, að við ætlum á móti áð gefa yður frelsi, jafnvel þótt ferðin beri tilætlað- an árangur“. „Jeg mundi aldrei voga mjer að koma með svo heimskulega uppá- stungu“, svaraði Blakeney rólega. Chauvelin leit nú skörpum augum til fangans. Það var hljómur í röddinni, sem hann gat ekki felt sig við, eitthvað sem minti á kvöldið forðum í Calais. Hann sá ekki í augu fangans og sneri þessvegna lampanum í skyndi, svo að ljósið fjell á andlit hans. „Ójá, það fer víst betur þannig, kæri herra Chambertin“, sagði Sir Perey og leit brosandi til and- stæðingsins. Enda þótt. andlit fangans væri jáfn öskugrátt og áðúr, viftist fullkomin ró yfir svip hans. Eftir stúúdarþögn hjelt Chauvelin á- fram: „Ef hinsvegar ferð okkar fær farsælan endir — ef við getum náð Capet litla í okkar hendur án verulegs erfiðis fyrir okkar menn — og ef þeir hlutir, sem jeg mun nú brátt segja yður, fara að okk- ar óskum — þá get jeg eltki sjeð, Sir Perry, hversvegna stjórn þessa lands skyldi ekki nota vald sitt til þess að sýna miskunnsemi gagnvart yður“, „Yald, kæri herra Chambertin, sem hlýtur að vera æði úr sjer gengið, vegna þess hversu imjög það hefir verið notað“, svaraði Blakeney með sama óhagganlega brosinu. „Þessi möguleiki er í augnablik- inu mjög fjarri. — — Þegar sú tíð kemur munum við tala um það mál.------ Jeg lofa engu, en við getum í öllu falli rætt þetta síð- ar“. „Yið eyðum bara okkar dýr- mæta tíma nú, im.eð því áð vera að tala um þessa smámuni . . . Ef þjer viljið hafa mig afsakaðan — — jég er svo yfir mig þreytt- ur------“. „Þá er jeg þess fullviss, að þjer munuð helst kjósa að fá alt klapp- að og klárt sem fyrst“. „Já, það vil jeg, herra minn“. Heron tók engan þátt í þess- um viðræðum. Hann vissi, ■ að hann mundi hafa átt erfitt imeð að stilla skap sitt. Og þótt hann fyrirliti kurteisi f jelaga síns, varð hann að viðurkenna, að sennilega væri heppilegra, að Chauvelin ræddi við Englendinginn. Það myndi altaf vera hætta á, að reið- in næði þeim tökum á honum, að hann á elleftu stundu gæfi fyrir- skipun um, að þessi ósvífni Eng- lendingur yrði leiddur undir fall- öxina, eftir stutta yfirheyrslu. Með því myndi glataður eini möguleikinn til margfalt stærri veiði. Hann sat á stólnum, samanrek- inn, með höfuðíð fallið niður milli axlanna og horfði til skiftis á fje- laga sinn og andstæðinginn. En nú heyrðist skyndil^ga frá lionum hljóð, sem gaf vott um óþolinmæði. „Við förum illa með tímann, ‘Chauvelin borgari“, muldraði hann. „Jeg á mikið ógert enn, ef við eigum að komast af stað með birtingu. Fáið bölvað brjefið skrifað, og----------“. Meira heyrðist ekki, aðeins muldur, sem enginn skildi. Chau- velin ypti öxlum og hirti ekkert um, hvað fjelagi hans sagði. Hann leit enn vingjarnlega til fangans. „Það gleður imig að sjá, Sir Percy, að við skiljum hvorn ann- an fullkomlega“, sagði hann. „Jeg veit, að þegar þjer hafið fengið 'TBBxT nTU^i^LbTlhc^p^UJ, Innheimtumaður einn hefir sagt danska blaðinu B. T. eftirfarandi Kögu: — Jeg átti að innheimta reikn- ing hjá frú einni á Austurbrú. Jeg var í sjerlega góðu skapi og í einhverjum galsa hringdi jeg á dyrabjölluna tvisvar sinum stutt <»g einu sinni langt. Auglabliki síðar voru dyrnar npnaðar örlítið og konurödd sagði: „Þjer er óhætt að koma inn, Ad- «lf“. Það er ekki Adolf, svaraði jeg, Iieldur reikningur. Dyrnar voru nú opnaðaí* upþ á gátt og jeg sá framan í frúna sjálfa, en röddin var ekki sem blíðust er hún sagði: „Reynið að hypja yður á brott sem bráðast, og næst þegar þjer komið vil jeg biðja yður að hringja kurteislega á dyrabjöll- lina!“ ★ Passíuleikarnir í Oberammergau áttu að fara fram að sumri, en nú hefir þeim verið frestað vegna ó- friðarins. Þessi ákvörðun hefir orðið til þess, að rakarinn í Ober- ammergau hefir fengið nóg að sýsla. Karlmejmirnir eru vanir að láta sjer vaxa skegg vegna leik- anna, en nú eru þeir kallaðir til herþjónustu og þá eru þeir neydd- ir til að raka sig. Aðeins Alois Lang, sem leikur lilutverk Krists í passíuleikunum, hefir fengið leyfi til að lialda sínu skeggi. ★ John A. Wilson í Texas dó ný- lega 94 ára, sem ekki þykir neitt sjerstakt út af fyrir sig. En það einkennilega var það, að hann hafði barnatennur er hann dó — allar heilar og óskemdar. ★ Ástralskur teiknari, Zexiis að nafni, teiknaði á dögunum mynd af sjálfum sjer á pappírsblað. Hann hló svo mikið að myndinni að það varð hans bani. Hann fjekk hláturskrampa. Áströlsk blöð gerðú mikið veður iir þessu. ★ Dómarinn: Kærandinn heldur því fram, að þjer hafið slegið hann fimm löðrunga. Ákærður: Það er ekki rjett. Þetta var venjulegt kjaftshögg, en vegna þess að maðurinn var veiklulegur skifti jeg því í fimm smáskamta. ★ Þegar Englendingur verður sköllóttur eyðir hann stórf je í hár- meðul — en þegar Skoti verður sköllóttur selur hann greiðuna sína og hárburstann. ★ — Þjer eruð fullkominn asni, piltur minn. Yður vantar bara hornin! — Asnar hafa ekki horn. — Nú, jæja, þar getið þjer sjeð. Það er enginn munur á yður og asna. nokkurra tíma svefn, munuð þjer vera tilbúinn að leggja úpp í ferð ina. Viljið þjer vera svo góður mð segja mjer, í hvaða átt við eigum að halda?“ Framh. 1.0.-G. T. ST. FRÓN NR. 227. Fundur í kvöld kl. 8. — Dag- skrá: 1. Upptaka nýrra fjelaga. 2.* Kosning embættismanna. 8. Ársfjórðungsskýrslur embættis- manna og nefnda. 4. Vígsla em- bættismanna. 5. Skipun nefnda. 6. Kosning kjörmanna. — Hag- skrá: a) Einleikur á píanó. b) Tvísöngur. — Að loknum fundi hefst kynningarkvöld, undir stjórn hagnefndar. Fjelagar eru beðnir að taka með sjer spil og tafl. — Reglufjelagar, fjöl- mennið og mætið í kvöld kl. 8 stundvíslega. BÝLI ÓSKAST til leigu í vor við Reykjavík. Upplýsingar í síma 4697. GRASBÝLI í eða við bæinn óskast leigt. Til- boð sent á afgreiðslu blaðs.ins fyrir þriðjudag, merkt: „Gras- býli“. DÖMUR, TAKIÐ F.FTIR! Saumanámskeið byrjar föstu- daginn 9. febrúar. Get bætt við nokkrum dömum. — Upplýsing- ar í síma 1987 og 4345. — N. Áberg. LÁN ÓSKAST 3—4 þús. gegn góðri tryggingu. Þeir, sem vilja sinna þessu, leggi nafn sitt í umslag á afgr. Morgunblaðsins fyrir 18. þessa mánaðar, merkt: „Lán“. Þag- rnælsku heitið. í KVÖLD KL. 81/2 talar síra Garðar Svavarsson á á fundi í K.F.U.M. Allir karl- menn eru velkomnir. AÐALFUNDUR Kristniboðsfjelags kvenna verð- ur fimtud. 15. þ. m. á venjul. stað og tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN. í kvöld kl. 8I/2: Söng- og hljómleikasamkoma (Barnaleik- sýning). Majór Sannes stjórnar. Fjölbreytt efnisskrá, inng. 25 au — Allir velkomnir! FILADELFIA, Hverfisgötu 44. Samkoma í kvöld kl. 81/2 Eric Ericson og Jónas Jakobsson tala. Allir vel- komnir! 1 Jt2 ÁRABÁTUR með 10—11 feta kjöl óskast keyptur. Uppl. í síma 4594. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Við sækjum- Hringið í síma 1616. Laugavega- Apótek. ÞORSKALÝSI frá Laugavegs Apóteki kostar aðeins kr. 1,35 heilflaskan. Við sendum. Sími 1616. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela*. glös og bóndósir. Versl. Aldas-. sími 9189, Hafnarfirði. KALDHREINSAÐ þerskalýsi sent um allan bae. — Bjöm Jónsson, Vesturgötu 28* Sími 3594. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðnbt Guðmundsson, klæðskeri. -— Kirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela*. glös og bóndósir. Flöskubúðiiw- Bergstaðastræti 10. Sími 5395*: Sækjum. Opið allan daginn. GULRÓFUR seljum við í heilum og hálfuns pokum á kr. 5.50 og kr. 3,00 Sendum. Sími 1619. NÝA FORNSALAN Kirkjustræti 4, kaupir allskonar* notaða muni. Staðgreiðsla. Sækj— um heim. KOPAR KEYPTUR í Landsmiðjunni. SPARTA DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfí HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. X 2 0g 3. Verð frá 0,40 au. pr kg. Sími 3448. £■&>***s_ SNlÐ OG MÁTA Dömukápur, dragtir, dag kjóla, samkvæmiskjóla og alls konar barnaföt. Saumastofan Laugaveg 12, uppi (inng. frá Bergstaðastræti). Símar 2264 og 5464. GÓÐURSTAÐUR Við eina aðalgötu bæjarins eru* til leigu 2—3 herbergi, eitt me5 stórum glugga að götunni (búð- arglugga) mjög hentugt fyrir klæðskera eða annan fínan iðnað. Sölubúð fylgir. Tilboðj sendist blaðinu merkt: „Góður. staður“. LfTIÐ HERBERGI óskast til leigu sem næst mi5- bænum, helst í nýju húsi. Til- boð merkt „Miðbær“, sendist. Morgunblaðinu. FÆÐI er selt á Vatnsstíg 4. Stakar.- máltíðir líka. íí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.