Morgunblaðið - 29.03.1940, Side 2

Morgunblaðið - 29.03.1940, Side 2
2 MORGUNBLAÐlf* Föstudagur 29. mars 1940. Svíar vígbúast af kappil Herstjórnir Breta og Frakka treysta sam- vinnnuna Til hernaðar utan landamæra sinna Hann kvaddi sfálfboffa- liðana i ^œr Finska stjórnin nýja styóur Norðurlandasamrinnu Frá frfettaritara vorum. [ Khöfn í gær. MEÐ HVERJUM DEGI sem líður leggja Svíar meiri áherslu á hervæðing sína. Samkvæmt fregn frá Stokkhólmi er nú giskað á, að sænska þjóðin leggi 5 miljónir króna á dag í að auka og bæta vígbúnað sinn. Það er tekið sjerstaklega fram í þessari Stokkhólms- fregn, að verið sje nú að gerbreyta öllu skipulagi land- varnanna frá því sem áður var, t. d. á þann hátt, að flutn- ingabrautir til hernaðarþarfa verði nú lagðar með það fyrir augum, að búast megi við því, að sænski herinn verði kvaddur til vopna á vígvöllum utan landamæra Svíþjóðar. AUSTURTAKMÖRK NORÐURLANDÁ. Alt útlit er fyrir að fylgi faxá vaxandi þar í landi með því, að efnt verði til finsks-sænsks hernaðarbandalags, í fullri viður. kenning á því, að austurlandamæri Finnlands hljóti að vera og verða austurvörn Svía. Landvörnum Svía verði því að haga með þetta fyrir augum. En þó eru margir málsmetandi menn meðal Svía á þeirri skoð un, að styrjöldin milli Rússa og Finna hafi fært sönnur á, að Norðurlandaþjóðirnar geti ekki sameinast í stríði gegn Rússum, nema samband Rússa og Þjóð- verja breytist gagngert frá því, sem það er nú. TVÍSTRANDI ÁHRIF Eins og nú sje komið högum Finna, segja þessir menn, er hin finska þjóð varnarlaus gegn rússnesku hervaldi, Svíar verði að viðurkenna, að Þjóðverjar eigi hægt með að koma þangað áhrifum sínum, en Norðmenn verði aftur á móti að taka til- lit til þess, hvernig lega lands þeirra er með hina miklu strand lengju fyrir opnu hafi, er geri það að verkum, að þeir verði að líta í vesturátt. SPARTVERJAR NORÐURLANDA Það vekur mikla ánægju í Svíþjóð, hvernig hin nýja finska viðreisnarsttjórn er. Þeir menn, sem þar eiga sæti, eru taldir hinir fremstu sem völ er á, til þess að stjórna hinu geysilega vandasama viðreisnarstarfi og til þess að sameina alla krafta þjóðarinnar. Það vekur sjerstaka ánægju hvaða maður hefir tekið að sjer utanríkismálaráðherra embætt- ið. Er Wittings talinn einhver einlægasti stuðningsmaður nor- rænnar samvinnu. Finnar gera sjer það fyllilega ljóst, að þeir verði að leggja hart að sjer, þeir verði beinlínis að lifa við harðrjetti næstu árin. Finnar verða á friðartímum, sem á styrjaldartímum sann- kallaðir Spartverjar Norður- lar.da. Ensk flugvjel skotin niður í Hollandi Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Hollenskar flugvjelar skutu niður breska sprengjuflug- vjel í dag nálægt Rotterdam. Flugvjelin gat lent sjálf, en einn maður af fimm, sem í flug- vjelinni voru, reyndi að bjarga sjer í fallhlíf, fórst. Hinir kom- ust af. Hollenska stjórnin tilkynnir að flugvjelin hafi verið á flugi frá austri til vesturs er til henn- ar sást og fóru tvær hollenskar sprengjuflugvjelar til móts við þá bresku. Eldur kom upp í flugvjelinni skömmu eftir að hún lenti. Flugmennirnir fjórir sem af komust, hafa verið kyrsettir. önnur erlend flugvjel sást í dag á flugi yfir Amsterdam. Flugvjelar voru sendar upp, en mistu af ókunnu flugvjelinni. Þá voru loftvarnabyssur í Bel- ;íu teknar í notkun í dag er er- lend flugvjel sást á flugi hátt yfir belgísku landi. Mannerheim, yfirhershöfðingi finska hersins og þjóðhetja Finnlands, kvaddi sænsku og norsku sjálfboðaliðana í Finn- landi í gær. I ræðu, sem hann hjelt við það tækifæri þakkaði hann sjálfboðaliðunum og fór hlýjum orðum um þjóðir þeirra. Myndin hjer að ofan er ein af þeim fáu myndum, sem teknar voru af Mannerheim meðan á rússnesk-finska ófriðnum stóð. Er hún tekin á skrifstofu hans í aðalbækistöðvum finská hersins. Sunxner Welles kom til New York í gærmorgun. Þegar eftir komuna lagði hann af stað til Washington og gaf Roosevelt for- seta skýrslu um ferð sína. Hann átti einnig tal við Cordell Hull utanríkismálaráðherra. (FÚ) Norðmenn kyr- setja þýskan kafbát Þjóðverjar mótmæla Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. NORSKA STJÓRNIN hefir ákveðið að kyrsetja þýskan kafbát, sem norsk herskip tóku í gær- morgun í norskri landhelgi og fluttu fyrst til Mandal, en síðan til Kristiansunds. 50 manna áhöfn var á kafbátnum, sem einnig hefir verið kyrsett. Þýski sendiherrann í Osló hefir mótmælt þessari kyrsetningu og heldur því fram, að kafbáturinn hafi leitað inn í norska landhelgi vegna illveðurs og skemda á bátnum og þessvegna sje ekki leyfilegt að kyrsetja skipið eða áhöfn þess. Orjúfandi bræðralag til framtiðaröryggls Frá frjettaritara vorum. Khöfn í gær. Yurherst jórnir Breta og Frakka komu saman á fund í dag, til þess að ganga frá sameiginlegri yfirlýsing, sem þessar tvær bandalagsþjóðir hafa gert. Samkomulag þetta eða sátt- rnáli miðar að því, að treysta sambandið milli þessara þjóða svo sem frekast er unt. Þar segir svo, að stjórnirnar skuldbindi sig lil þess að gera enga samninga við nokkra þjóð um frið cða vopnahlje, nema áður sje fengið fullkomið sam- þykki bandalagsþjóðarinnar. og yfirleitt efna ekki til neinna sáttagerða við óvinina, nema að fengin sje fullkomin trygging fyrir öryggi og friði til handa þessum bandalagsþjóðum og fyrir þær þjóðir, sem eru vin- veittar Yesturveldunum. Engir friðarskilmálar megi heldur koma til mála, nema fengin sje trygging fyrir frelsi og frið- samlegri sambúð Evrópuþjóða í framtíðinni. Sameiginlegur fundur sem þessi hefir ekki verið haldinn síðan í desemberlok síðastliðinn. Á fundi þessum voru 17 stjórnmálamenn og herforingj- ar. Þar mættust þeir í fyrsta sinn forsætisráðherrarnir Cham berlain og Reynaud. En Dala- dier, fyrverandi forsætisráðh. Frakka gat ekki mætt á fundi þessum, eins og til var ætlast, vegna lasleika. Kafbátur þessi er 250 smálestir að stærð og ber nafnið U. 21. Það vekur athygli, að á bátntim skuli vera 50 manna áhöfn, þar sem venjulega er ekki nema 21 maður á kafbáturri af þessari gerð. Fiskimaður sagði til bátsins. Norskur fiskimaður, sem var einn á bát sínum að veiðum, varð fyrstur var við kafbátinn. Sá hann að kafbátsmenn át.tu í erfið- leikum með að kafa. Kafbátsmenn áttu tal við fiski- manninn og gáfu honuni gjafir og báðu hann að segja ekki frá að hann hefði sjeð kafbátinn. Maðurinn þáði gjafirnar og fór síð an til iands. Hann taldi það skyldu sína að láta norsk yfirvöld þegar vita um kafbátinn og flýtti sjer í næsta síma. Norslt herskip fóru þegar á vettvang og voru flugvjelar í fylgd með herskipunum. Þýskt skip strandaði í dag við strendur Noregs. Pólskir flugmenn í Frakkiandi O yrstu pólsku flugliðsflokkarn- * ir eru nú komnir til bæki- stöðva í nánd við vesturvígstöðv- amar. í þessum flokkum eru flug- menn, sem voru í pólska flughern- um og tóku þátt í pólsk-þýska stríðinu. Pólskt fluglið hefir und- angengna mánuði verið við æfing- ar bæði í Frakklandi og Bret- landi. Kanadiski Rauði Krossinn hefir sent hjúkrunarsveit með öllum tækjum til pólska hersins í Frakk- landi. (FÚ) Fertug er í dag frú Katrín Markúsdóttir frá Ytri-Görðum, nú til heimilis á Langeyrarveg 9, ITafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.