Morgunblaðið - 31.03.1940, Side 2
s
rx x
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 31. mars 1940.
Sundurleitustu ílug'ufregnir ganga eftir yfirherráðsfund-
inn um fyriraetlanir Bandamanna. 1) á Balkanskaga
Samvinna Breta við
Rússa til að stöðva
framgang Hilters?
Stærsta og hrað-
skreiðasta skip
heimsins „Queen
Elisabeth66
(fyrsta myndin af skipinu, sem hingað hefir borist).
Vafasamir möguleikar
á þýsk-ítalsk rússneskri
samvinnu - segja uöisk wöö
Frá frjettaritara vorum.
| Khöfn í gær.
DAG hefir gosið upp sá kvittur, að Bretar kunni
á síðustu stundu að kljúfa þýsk-rússneska banda-
lagið og gera sjálfir samning við Rússa.
Samningar hafa farið fram undanfarna daga milli
Maisky sendiherra Rússa í London og Halifax lávarðar
út af tveim rússneskum skipum, sem stöðvuð voru af
breskum herskipum í Kyrrahafi og farið með þau til
Hong-Kong. Hefir orðið sá árangur af samningum þess-
um, að skipin hafa verið látin laus og fá þau að halda á-
fram ferð sinni með óskertan farm.
NIN NÝJA SÓKN.
I sambandi við þessar fregnir skrifa stjórnmálafrjettaritarar
hjer á þessa leið:
Það er engum vafa undirorpið, að á fundi yfirherráðs Banda-
manna í fyrradag, var samþykt að hefja virkari diplomatiska og
viðskiftamálalega sókn á Balkanskaga, en átt hefir sjer stað til
þessa, til þess að vinna gegn áhrifum Þjóðverja þar.
Bandamenn virðast eiga hjer leik á borði, þar sem hagsmunir
bandalagsþjóða Þjóðverja, Rússa og ítala, gagnvart málefnum
Balkanríkjanna, virðast enn sem fyr algerlega ósamrýmanlegir.
Itölsk blöð eru nú farin að láta í ljós opinskátt, að þau telji
vafasamt að takast muni að koma á samstarfi Þjóðverja, ítala
og Rússa á Balkanskaga.
Blöðin segjast efast um að Rússar geti haft meira gagn en
orðið er af samstarfinu við Þjóðverja.
TVEIR MÖGULEIKAR.
Þeir möguleikar sem virðast þessvegna vera fyrir hendi um
hina fyrirhuguðu diplomatisku sókn Bandamanna, eru aðallega
tveir:
1) Að Balkanríkin verði knúð til að leggja niður innbyrð-
is deilumál sín og sameinast í hernaðarbandalag undir
vemdarvæng Bandamanna (og ítala) gegn Þjóðverjum og Rúss-
um. Með því myndu möguleikar Bandamanna til að hindra við-<
skifti hinna einstöku Balkanríkja við Þjóðverja aukast.
2) Að Bandamenn ógni Balkanríkjunum ef þau halda áfram
að hneygjast undir þýsk áhrif, að sleppa af þeim verndarhendi
sinni og gera bandalag við höfuðóvin þeirra, Rússa.
MYNDIN er tekin á Clyde-fljótinu, er skip-
ið var að leggja af stað í för sína vestur
um haf, en för þessi vakti eins og menn
muna geysimikla athygli.
,,Queen EIisabeth“ er 85 þúsund smálestir og því stærsta
skip heimsins. Það er 14 fetum lengra en systurskipið „Queen
Mary“ og er því samtals 1032 fet. Skipið var fjögur ár í smíð-
um og kostaði nálægt 150 miljónum króna. Vjelarnar geta
orkað 200,000 hestöflum og skipið er því hraðskreiðasta skip
heimsins. Farrými er í skipinu fyrir 2400 manns, en í „Queen
Mary“ fyrir 2100 manns. Fjórtán þiljur eru í skipinu og
hæðin frá kili til masturtopps er 60 metrar. Fremri reykháf-
urinn er 20 metra hár og svo breiður að þrjár eimreiðar af
stærstu gerð gætu rúmast í honum hlið við hlið.
Fleiri farþegar komast fyrir í hverjum einum af björg-
unarbátum skipsins en rúmuðust í fyrsta gufuskipi Cunard-
fjelagsins ,,Britannia“.
Hinir sundurleitu hagsmunir,
sem rekast á á Balkanskaga
koma e. t. v. greinilegast í ljós
í átökunum um Rúmeníu: Rúss-
ar hafa nú lýst yfir því, að
þeir muni ekki láta niður falla
tilkall sitt til Bessarabíu. En
bandalagsþjóðin Þjóðverjar eru
sagðir hafa lofað Rúmenum að
,,ábyrgjast“ þeim Bessarabíu, ef
þeir vísi áhrifum Bandamanna
á bug í landi sínu. Itölum er
aftur áhugamál að Rúmenía
jafni deilur sínar við Ungverja
og Búlgara friðsamlega með því
að láta af hendi við þá eitt-
hvað af löndum þeim, sem þeir
fengu frá þeim fyrir og eftir
heimsstyrjöldina. Bretar vilja
styðja þessa viðleitni ítala, en
þó með skilyrðinu um að Balk- ■
anríkin vinni gegn áhrifum1
Þ’jóðverja í löndum sínum.
REIPDRÁTTURINN
Síðustu vikurnar, einkum eft-
ir að tfriðurinn i Finnlandi var
saminn, hefir reipdrátturinn um
Balkanríkin harðnað stöðugt En
einmitt í sambandi við þenna
reipdrátt hafa gosið upp flugu-
fregnirnar um væntanlega samn
inga Breta við Rússa.
Fregnin um samkomulagið um
rússnesku skipin í Hong-Kong
hefir orðið til að styrkja þessar
lausafregnir.
Rússneska taflið verður ef til
vill hinn stóri möguleiki Vestur
Evrópuþjóanna í stríðinu. ,
2) á Norðarlöndum:
Þjóðverjar spá „hættulegu
ástandi á Norðurlöndum“
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
ÞVERT ofan í þá skoðun sem kemur fram í ít-
alíu, halda þýsk blöð því fram, að hættan sje
ekki mikil á, að Evrópustyrjöldin breiðist út
til Balkanskaga, vegna þess að samstarfið milli Þjóðverja,
ítala og Rússa hindri það.
Eini staðurinn þar sem Bandamenn geta fundið nýa vígvelli, er
á Norðurlöndum, segja Þjóðverjar. Þýsk blöð spá því, að hættu-
legt ástand muni þá og þegar geta skapast á Norðurlöndum.
Hætta vofi yfir ströndum Noregs og Danmerkur, vegna þess,
að Bretar og Frakkar sjeu að reyna að fá Norðurlönd inn í
hafnbannskerfi sitt gagnvart Þýskalandi.
Varðarfuildur vérður annáð
kvöld á venjulegum stað og tíma.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík hefja umræður á fund-
inum.
Þessar bollaleggingar þýskra
blaða fá nokkurn stuðning í
frönskum blöðum, sem krefjast
þess að bundinn verði endir á
aðgerðaleysi Bandamanna gagn
vart aðflutningum Þjóðverja
um norska landhelgi. Blöðin
halda því fram, að Þjóðverjar
mísnoti hlutleysi Norðmanna og
að Norðmenn láti það óátalið.
Hlutleysi Norðmanna sje því
yfirskin eitt.
ÞÝSK FLUGVJEL
YFIR NOREGI
Flugvjel, sem menn vissu ekki
deili á, flaug í gær í 6000 m.
hæð norður á bóginn yfir O.slo.
firði (segir í Oslofregn í gær-
kvöldi). Alt var reiðubúið til
að skjóta á hana, en norsk flug-
vjel var á flugi um sama leyti
yfir firðinum, og var því ekki
þorandi að hefja skothríðina.
Þrjár norskar árásarflugvjelar
hófu sig til flugs, en flugvjelin
sem sennilega var þýsk Heinkel
sprengjuflugvjel stefndi þá til
suðurs og til hafs.
Tvær ókunnar flugvjelar voru
á flugi í gær yfir Bergen.
Churchill segir:
Viljumfrið
við Rússa
Frá frjettaritara vorum.
Khöfn í gær.
¥ ræðu, sem Mr. Churchill
*■ flutti í kvöld, sagði hann,
að Bretar óskuðu ekki eftir því
að heyja stríð gegn Rússum.
Rússar þurfa þessvegna ekki að
dragast inn í stríðið, sagði Mr.
Churchill, nema að þeir óski
þess sjálfir.
Mr. Churchill sagði, að Bret-
ar vildu líka hafa friðsamleg
samskifti við ítala og Japana.
Eini óvinur þeirra væri Hitler
og nasistastjórn hans í Þýska-
landi.
Mr. Churchill sagði, að ef
allar smáþjóðirnar, sem hlut-
lausar væru, hefðu frá upphafi
staðið saman um að vernda
hagsmuni sína, þá myndi stríðið
e. t. v. hafa orðið stutt. En Þjóð-
verjar hefðu haft í hótunum við
smáríkin hvert um sig og þau
hefðu ekki þorað neitt að
hreyfa sig gegn þeim.
Hann sagði að Þjóðverjar
hefðu yfir miljón manna her á
landamærum Luxemborgar,
Hollands og Belgíu og að her
þessi væri við því búinn með
tveggja klukkustunda fyrirvara
að hefja sókn.
(Nánari útdráttur hefir ekkl
borist enn af ræðu Mr. Chur-
chills).
Bresktir ráðherra
látínn
Sir John Gilmour, sem hefir
verið éiglíngamálaráðherra
Breta frá því í október síðast-
liðnum andaðist í gær, 62 ára
að aldri.