Morgunblaðið - 31.03.1940, Blaðsíða 3
*
Sunnudagur 31- mars 1940.
MORGUN BLAÐIÐ
Skatturinn á raf-
magnsstöðvar
samhyktur i Nd.
Neðri deild samþykti í gœr
að leggja skatt á allar raf-
magnsstöðvar á landinu, sem
eru 150 kw. að stærð og yfir.
Fjárhagsnefnd deildarinnar
flutti breytingartillögur við raf-
orkuveitusjóðs frumvarp Sjálf-
stæðismanna um skatt þenna,
sem er stighækkandi, eftir aldri
stöðvanna, frá 2 krónum á kw.
á ári og upp í 6 krónur.
Breytingartillögur nefndarinn-
ar voru samþyktar 1 deildinni
með 16:10 atkvæðum og frum-
varpið þannig breytt afgreitt til
3. umræðu.
★
Eins" og Morgunblaðið hefir
áður skýrt frá, nemur þessi
skattur fyrstu árin um 31 þús.
kr. árlega fyrir Reykjavíkurbæ,
hækkandi upp í 72 þús. kr. á
ári, miðað við stærð rafmagns-<
stöðva bæjarins nú.
Þessi skattur er vitanlega
ekkert annað en neysluskattur
á almenning í bænum, því að
hann verður að leggjast á raí-
magnsnotkun fólksins.
Þingmerinimir eru að reyna
að telja sjer trú um það, að
þessi skattur sje nauðsynlegur
til þess' að hrinda eitthvað á-
leiðis rafmagnsmálum sveit-
anna. En þessir háu herrar gá
ekki að því, að rafmagnsmál
sveitanna verður aldrei leyst
nema í sambandi við stórvirkj-
un og til þess þarf erlent fjár-
magn. -
Þegar Jón Þorláksson, hinn
víðsýni og stórhuga framfara-
maður, var að hrinda Sogsvirkj-i
uninni í framkvæmd, sýndi hann
fram á hvernig ætti að leysa
rafmagnsþörf hjeraðanna á Suð
Vesturlandi. Hann ætlaðist til
að það yrði gert í sambandi
við Sogsvirkjunina. En slík raf-
orkuveita um hjeruðin verður
ekki framkvæmd nema með
miklu fjármagni, sem ekki er til
í landinu.
En það er ekki hægt að vænta
þess, að erlent fjármagn fáist
til slíkra framkvæmda, ef Alþ.
fer út á þá óheillabraut, að
skattleggja rafmagnsstöðvar,
Og það áður en f járhagsafkoma
þeirra er trygð.
Við vitum vel, að allar hinar
stærri rafmagnsstöðvar, sem
hjer hafa verið reistar (Sogs-
stöðin, Isafjarðarstöðin, Laxár-
stöðin) verða að standa undir
dýrum lánum. Og til þess að
rísa undir byrðinni, neyðast þær
til að selja rafmagnið dýrt. —
Nú kemur Alþingi og skattlegg-
ur þessar stöðvar og þyngir
byrðarnar enn meir!
Er nokkurt vit í þessu? Er
ekki með slíkri skattastefnu ver-
ið að útiloka með öllu, að fram-
vegis fáist eyrir af erlendu fjár-
magni til slíkra framkvæmda
á íslandi?
★
Samtímis því, sem neðri deild
FRAMH. Á SJÖTTTJ BÍÐU
35% lækkun ýmsra lögboð-
inna gjalda ríkissjóðs
Stjórnin biður um heimild
1.
FRAM ER KOMIÐ á Alþingi stjórnarfrumvarp
„um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fella
niður eða lækka ýmsar greiðslur samkvæmt
lögum“.
Með frumvarpi þessu fer stjórnin fram á heimild til að
lækka ýms lögbundin gjöld ríkissjóðs um 35%. Rök stjórnarinn-
ar fyrir heimildinni eru þessi: „Sökum óvissunnar um fjárhags-<!
afkomu ríkissjóðs á árinu 1941, sem og á yfirstandandi ári, þykir
brýn nauðsyn á því, að þær heimildir, sem í frumvarpinu felast,
verði veittar".
I fjárlögunum er samskonar heimild að því er snertir hin
ólögbundnu gjöld ríkissjóðs.
Frumvarpið er aðeins ein grein, svohljóðandi:
Á árinu 1941 er ríkisstjórninni heimilt, ef nauðsyn krefur:
Að fella niður greiðslu á 35% af framlögum ríkissjóðs, sam-
kvæmt fjárlögum, til:
a. Byggingarsjóðs, sbr. II. kafla laga nr. 76, 11. júní 1938,
um byggingar- og landnámssjóð.
b. Endurbygginga íbúðarhúsa í sveAum, sbr. III. kafla sömu
laga.
c. Nýbýla og samvinnubygða, sbri. IV. kafla (34. og 37. j
gr.) sömu laga.
Að lækka um 35% framlag ríkiss.jóðs samkvæmt fjárlögum,
til jarðabótastyrkja, sbr. 9. gr. jarðræktarlaga nr. 101, 23.
júní 1936.
Að miða framlag ríkissjöðs til byggingarsjóða, samkvæmt 3.
gr. laga nr. 3, 9. jan. 1935, um vérkamannabústaði, við kr.
1,30 fyrir hvern íbúa kaupstaðar eða kauptún, gegn jafn háu
framlagi bæjar. og sveitarsjóða, og að lækka fjárveitinguna
samkv. fjárlögum í hlutfalli við það.
Að láta tekjuauka þann, sem gert eí ráð fyrir í 2. gr. laga
um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar-
og sveitarfjelaga, er gilda fyrir árið 1941, renna beint í rík-
issjóð og að láta tekjuauka þann, sem gert er ráð fyrir í 4.
mgr. 3. gr. pefndra laga einnig renna beint í ríkissjóð.
Að láta gjald í fiskimálasjóð samkv. 2. lið 13. gr. laga nr.
75 31. des. 1937 renna beint í ríkissjóð.
Að fella niður 35% af framlagi ríkissjóðs til lífeyrissjóðs Is-
lands samkv. 78. gr. alþýðutryggingarlaga, nr. 74 31. des-
ember 1937.
Að lækka verðlagsuppbót til embættis- og starfsmanna ríkis-’
ins samkvæmt lögum um 35%.
Dýrtíðín vex hröðtim skrefum:
Visitala kauplags-
nefndar 121, eða 9
stigum hærri en
á áramótum
SAMKVÆMT ÚTREIKNINGI Kauplagsnefndar
er vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík
mánuðina janúar til mars 121 og er þá miðað
við grundvöllinn 100 jan.—mars 1939.
;: Seinasta vísitalan, mánuðina okt.—des. 1939, var vísitalán 112
og Var kaupgjaldið reiknað með þeirri vísitölu frá 1. jan. þ. á. Þrjá
tindanfarna mánuði hefir vísitalan þannig hækkað um 9 stig, eða um
tæp 8%.
2.
3.
5.
6.
7.
„Stundum - ug
stundum ekki"
Gamanleikur
Leikfjelagsins
A fimtudaginn kemur hefir
Leikfjelag Reykjavíkur
frumsýningu á gamanleik, sem
Emil Thoroddsen hefir soðið upp
úr leikriti eftir Arnold & Bach og
er uppistaðan þeirra, en alt ívaf-
ið hans og gerist leikurinn að
nokkru leyti í Hvíta húsinu við
Lækjartorg, en að nokkru leyti að
Vatnalaugum. Leikurinn heitir
„Stundum og stundum ekki“.
Leikstjóri er Indriði Waage, en
aðalleikendur Brynjólfur, Alfred
Andrjesson og Auróra Halldórs-
dóttir, en hún hefir áður haft smá-
hlutverk nokkur hjá Leikfjelag-
inu. En alls eru leikendur einir 18.
Lárus Ingólfsson hefir sjeð um
leiksviðsútbúnað. Leikurinn er
sagður bráðskemtilegur. Hefir Em-
il verulega tekist upp.
Deilan um skáldin
oo listamennina
Breytingartillögur fjárveit.
inganefndar við 3. umræðu
fjárlaganna eru komnar fram.
Eru þær 70 talsins og flestar
■ til gjaldahækkunar.
Stærstu liðirnir eru: Öxar-
fjarðarheiðarvegur 10 þús.; til
dýpkunar paufarhafnar 10 þús-
und; til vaxtagreiðslu samkv.
nýju hjeraðsskólalögunum 20
þúsund (þenna bagga bætti síð-
asta Alþingi á ríkissjóðinn) ; til
rannsóknaráðs, til náttúrurann-
sókna og áhaldakaupa 30 þús.
Styrkurinn (10 þús. kr.) til
Stúdentagarðs er bundinn því
skilyrði, að stúdentar á viðskifta
háskólanum njóti sama rjettar
til garðvistar og aðrir stúdentar.
Þá vekur nefndin enn upp
deiluna um skáldin og lista-,
mennina. Hún flytur tillögu um
að tekin verði út af 15 grein
nöfn 48 rithöfunda, skálda og
listamanna, en veittar verði 80
þúsund krónur í þessu skyni,
sem mentamálaráð úthlutar.
Kolatonnið
155 krónur!
Reykvíkingar fengu þá til-
kynningn í gær, að kola-
tonnið væri enn á ný hækkað um
30 kr. og kostaði nú 155 krónur,
Þessi gífurlega verðhækkun kol-
anna mun hafa komið bæjarbúum
mjög á óvart. Fyrir tæpum mán-
uð'i hækkaði kolaverðið' um 33
kr., úr 92 kr. upp í 125 kr. Þá
var því borið við, að kolin í bæn-
um værn mjög til þurðar gengin
og væri hækkunin gerð til þess að
draga úr sölunni. Ilinsvegar var
því yfirlýst af verðlagsnefnd, að
öll verðhækkunin yrðí látin ganga
til lækkunaæ á nýjum kolabirgð
um, þegar þær kæmu.
Síðan þetta skéði er sem sje
líðinn tæpur mánuður. M.. ö. o.
kolaverslanir höfðu nálega mánað-
artínia selt kol í bænum með 33
kr. aukaálagningu, til þess að
ekki þyrfti að hækka verulega
Jiinar nýju birgðir, er þær kæmú.
Fyrsta kolaskipið kom fyrir 2
dögum, með nýjar birgðjr, rúm
5000 tonn. Því var yfirlýst af at-
vinnumálaráðherra á Alþingi
sama daginn og kolaskipið kom,
að kolin kostuðu ,um 160 kr. tonn-
ið. í gær kemur svo tilkynningin
um verðið á þessum kolum. til
bæjarbúa, ’og það er 155 kr. tonn-
ið. M. ö. o. Reykvíkingar verða
að greiða kolin nálega fullu verði,
þrátt fyrir að þeir sjeu húnir í
nálega mánaðartíma að greiða 33
króna aukaverðhækkun, til þess
að mæta þessum nýju birgðum!
Þessi 33 kr. ankaskattur hefir
þannig alveg horfið og alls ekki
komið bæjarbúum til góða nú.
FRAMH Á 9JÖTTU SfeTJ.
Kaupgjaldið reiknast nú frá 1.
apríl með hinni nýju vísitölu (121)
og helst það kaupgjald næstu þrjá
mánuði, eða til 1. júlí. Þá breyt-
ist kaupgjaldið aftur eftir nýrri
vísitölu fyrir mámiðina apríl—
júní.h
Samkvæmt hinni nýju vísitölu
(121) Verða kaupuppbætur verka-
fólks samkvæint, gengislögunum
frá 1. apríl sem hjer segir:
I ll’ flokki 15.75%
í 2.'-flokki 14.00%
í 3. 'flokki 11.05%
Með vísitölu þeirri, sem kaup-
gjaldið var reiknað yfir mán-
uðina jan.—mars voru uppbæturn-
ar þessar: í 1. flokki 9%, 2.
flokki 8% og í 3. flokki 6.1%.
Samkvæmt gengislögunum mið-
ast hinir þrír flokkar við eftir-
farandi kaupgjald:
1. flokkur kr. 1.50 eða minna
um tímann.
2. flokkur frá kr. 1.51—2.00 um
tímann.
3. flokkur kr. 2.01 um tímann
og yfir.
Fyrir Alþingi liggur nú frum-
varp um verðlagsuppbót á laun
allra embættismanna og opinberra
starfsmanna. Þar er uppbótin sém
hjer greinir;
í 1. flokki teljast laun 300 kr.
eða minna á mánuði.
í 2. flokki laun frá 300—400
kr. á mánuði.
í 3. flokki laun yfir 400 kr. á
mánuði, þó þannig, að af hærri
mánaðarlaunum en 650 kr. greið-
•ist einungis uppbót af 650 kr., en
ekki af því sem fram yfir er. -
Alþingi hefir ekki enn gengið
endanlega frá þessum lögum.
Hækkunin á hinum einstöku að-
alliðum vísit.ölunnar var orðin
semi hjer segir 1. mars:
Matvæli
Fatnaður og skófatn.
Eldsneyti og ljósmeti
Önnur útgjöld
33%
21%
76%
32%
Sjálfstæðiskvennafjelagið „Vor-
boði“ heldur aðalfund á Hótel
Björninn annað kvöld 8.30.