Morgunblaðið - 31.03.1940, Qupperneq 5
I
Sunnudagur 31. mars 1940.
írtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Rltatjórar:
Jön KJartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.).
Auglýsingar: Árnl Óla.
Rltstjörn, auglýsingar og afgrelCsla:
Austurstrœti 8. — Sfmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,00 & mánuBI.
1 lausasölu: 16 aura eintaklB,
25 aura meB Lesbök.
Utan garðs
Eitt af því, sem þjóðstjórn
getuj- betur en aðrar stjórn-
ir, er að gera greinarmun á því í
íullri alvöru, hvað sæmilegt er og
þolandi innan þjóðfjelagsins, og
livað ekki. Hún getur hreinsað
burt meinsemdir, sem í skjóli
flokksstjórna hafa fengið að eitra
frá sjer í þjóðlífinu.
Það nær engri átt, hið litla og
■ á margan hátt veikbygða þjóðfje-
lag þolir það ekki, að hjer sje
• Btarfrækt stórfeld áróðursverk-
smiðja undif stjórn erlends ein-
ræðisríkis. Moskvapestin getur
fengið að gagntaka hug og
'kjarta þeirra manna, sem tekið
' hafa ástfóstri við hana. Skoðana-
frelsi á að ríkja í landinu. En
þjóðfjelagið verður að mega og
geta varið sig gegn smitun, og
komið upp þeim sóttvörnum, sem
heilbrigðu þjóðfjelagi sæmir. Það
er óhæfa, sem verður að fordæm-
ast, -svo enginn íslendingur geti
kinnroðalausti mælt því bót, að
rússneskir agentar fái að vinna
hjer að því fyrir rússneskt fje að
kollvarpa þjóðskipulagi voru, níða
menning voru, svívirða þjóðernið
Og varpa þessari fáliðuðu úthafs-
t)jóð undír svipu bolsivistiskrarl
harðstjórnar. Þeir menn, sem slíka
íðju stunda, hafa sjálfir sett sig
otan garðs í þjóðfjelaginu. Þeir
og samtíðarmeiin þeirra verða að
taka rjettum afleiðingum af því.
Skyldur stjórnarvaldanna ti!
’þess að gefa þessum málum
gaum eru ennþá meiri vegna þess,
að upp hafa komið fleiri tegund-
ir landráðapesta. Nýlega t. d.
sýndi Hjeðinn Valdimarsson þá
frába>rn skapheimsku að bæta gráu
•ofan á svart eftir fylgi sitt við
agenta Rússa, að gefa uppástungu
tim }>að, að við afsöluðum frelsi
• okkar og sjálfstæði í hendur
’Bretaveldi. í>að getur verið nokk-
>uð erfitt að finna viðeigandi orð
yfir svona framkomu lijá þing-
manni, sem vill að orð sín sjeu
tekin alvarlega. Fyrverandi fje-
lagar Hjeðins í rússnesku deild
landráðalýðsins gera óp að honum.
Þeir ættu heldur að finna til sinn-
ar eigin smánar og sjá hve líkt
er á komið fyrir þeim og Hjeðni.
En þegar undirróður fyrir er-
'lend áhrif er kominn hjer upp í
•mörgum myndum, er eðlilegt að
’þing og stjórn á núverandi hætt-
unnar tímum s,jái þann kost
vænstan að útrýma þessum mein-
•semdum úr þjóðlífinu eftir því
sem við verður komið, án þess að I
brjóta í bága við almennar reglur
um skoðunar- og persónufrelsi
manna. Alment lýðfrelsi er dýr-
mæt þjpðareign. En þegar frels-
inu er misbeitt með því að nota
það til að undirbúa frelsisskerð-
ing þjóðafinnar, verður þjóðfje-
lagið að verjast slíkum árásum
•með ftillri éinurð.
.
Reykjauíkurbrief
Norðurlönd.
egar Finnar urðu að gangast
undir friðarskilmálana við
Rússa, heyrðust raddir um það, að
finska þjóðin liti svo á, að Svíar
og Nörðmenn hefðu svikið Finna
í trygðum. Hefðu Finnar getað
notið þeirrar hernaðarhjálpar er
bauðst þeim frá Yesturveldunum,
þá hefði viðureignin á vígvöllum
Finnlands getað orðið jöfn. Russ-
ar aldrei getað kúgað Finna.
Málið var flóknara en þetta. Þó
Vesturveldin byðu hjálp sína, var
enginn, sem gat sagt hve öflug
hún yrði, eða hvenær hún kæmist á
finska vígvelli, enda þótt hermenn
Vesturvelda fengju greiðan gang
um Norðurlönd. Og hvað gerði
bandaþjóð Rússa, ef hersendingar
byrjuðu um Svíþjóð? Um það var
ekki spurt lengur. Menn þótttjst
vera vissir um, að ófriðarbáíið
skylli þá yfir sunnanverða Svíþjpð
á sömu stundu.
Hvað hefði þá orðið úr Vestur-
veldahjálpinni?
* Fyrstu dagana eftir að friðár-
skilmálarnir voru birtir finsku
þjóðinni, heyrðust raddir frá þeirn,
er báru vott um gremju í garð
Svía. Talað um að þarná væri
samvinna Norðurlanda og sam-
starf að engu orðið um alla fram-
tíð.
Ef svo hefði farið, að Finn-
ar sneru baki við Norðurlanda-
þjóðunum, þá hefði slíkum tíðind-
um verið tekið hjer á landi, sein
sorglegu tákni um upplausn á nor-
ræjjni samvinnu.
En hitt kom í ljós, að Finnar
hugsa sjer ekki að fara þessa leið.
Brátt hófust umræður um varnai--
bandalag þeirra við Svía og Norð-
menn, sem Rússar að vísu hafa
sýnt nokkra yglibrxin.
Hervæðing.
rá Svíum berast nú þau tíð-
indi, að þjóðin liervæðist af
feikna kappi. Talið er að í her-
kostnað þann fari 5 miljónir króna
á dag. Ef þannig yrði haldið á-
fram eitt ár, yrði það hátt j ann-
an miljarð króna, sem Svíar legðu
í hervarnir sínar. Þeir hafa und-
anfarin ár haft ógrynni fjár í
geymsluhólfum bankakjallara
sinna. En peningaf eru hvikulir
þar sem stríðsótti legst að. Og
miklar hömlur hafa Svíar orðið
að leggja á fjáreignir manna, til
að kjallarafje þeirra hyrfi ekki
úr, höndum þeirra.
En hvað sem sagt verður í fram-
tíðinni um hlutleysi Svía í Finn-
landsstyrjöldinni, þá er eitt, víst,
að mikið er báglegt til þess að
hugsa, að þá skuli þessi ágæta
frændþjóð fyrir alvöru treysta
hervarnir og vígbúnað sinn, þegar
uágrannaþjóðin er að hálfu leyti
og meira en það brotin á bak
aftur.
Við áhorfendur í fjarlægðinni
spyrjúm: Er hjer eklri sorglegt
fyrirhyggjuleysi að bera ávexti?
Er hjer ekki einhver angi af þeim
liugaróraþembingi, sem allmikið
hefir borið á síðustu áratugi, og
átt hefir aðalheimkynni sín meðal
sósíalista, að telja sjer trú um að
hlutirnir sjeu í samræmi við hug-
sjónir góðviljaðra manna, þó raun
veruleikinn sje allur annar.
Það stoðar lítt að standa
vopnlaus meðal úlfa, og hafa það
eitt sjer til varnar, eða afsökun-
ar fyrir varnarleysi, að úlfarnir
sjeu miklu grimmari en siðuðum
mönnum sje samboðið. ,
Sjóleið.
íðan styrjöldin hófst hafa
mörg þýsk skip, sem kunn-
ugt er, lagt leið sína norður fyrir
Island, og ensk herskip verið hjer
á sveimi, til þess að hefta sigling-
ar á þessari leið. Erindi þessara
skipa hingað norður á bóginn er,
að nálgast norska landhelgi sem
nyrst, og sleppa þar inn fyrir
línu, til þess að komast svo innan
landhelgi hlutlausra þjóða í þýska
höfn. Sömu leið meðfram endi-
langri Noregsströnd fá Þjóðverjar
járngrýti sitt frá sænsku járnnám-
unum, eihkum mfeðan Eystrasalt er
ísllukt
Nú hafa Bretar sýnt í verki, að
þeim er hugleikið að stöðva þess-
ar landhelgissiglingar óvinanna.
En það geta þeir ekki nema með
því að skerða hlutleysi Norð-
manna. Sem yfirlýstum verndara
smáþjóða er Bretum ekki hægt
um vik að óvirða hlutleysi Norégs.
En hjer. er sýnilega upprennandi
deilu- og vandræðamál, sem getur
haft hinar alvarlegustu afleiðing-
ar fyrir Noreg og Norðurlönd Öll.
Það gildir einu hvaða Norður-
landaþjóð . á í hlut, eða hvaða
vandamál þeirra er rætt, þá ber
altaf að sama brunni, að aðstaða
þessara þjóða gagnvart stýrjöld-
inni er öll önnur nú, en í stýrj-
öldinni fyrir 25 árum, vegna þess
að þá myndúðu lönd þessi lilut-
lausan tengilið milli bandamanna
s!tt hvorum megiii við Þýskaiarul,
en nú síðaii bandalag kom á milli
Þjóðverja og Rvissa er aðstaða
Norðurlana öll erfiðari, flóknari
og hættulegri.
Olían.
' „Finans“-tíðindum birtist ný-
■*• lega grein eftir ritstjórann,
þar sem hann minnir á ummæli
Chamberlains þ. 24. febrúar, er
hann nefudi styrjöldina krossferð
Vesturveldanna gegn einræðis-
stjórnarstefnunum, nazisma og
bolsivisma. Að vísu hafa Bretar
ékki gripið til vopna nema gegn
nazismanum enn.
í ofannefndri grein bendir höf-
undurinn á, að ýmsu leyti megi
líkja styrjöldinni við króssferðirn-
ar, en nú sje það ekki gröfin
helga sem menn ætli að frelsa,
heldur „hinar lieilögu“ olíulindir.
Og að því leyti sje samlíkingin
rjett, segir höf., að á tímum
krossferðanna hafi það ekki verið
eintóm trúrækni er rak menn út
í herferðirnar til landsins helga,
því þar kom líka .til greina að
halda opinni leið fyrir valdaþjóð-
ir Evrópu til viðskifta austur á
bóginn.
Síðan samgöngurnar og tæknin
komst á núverandi liástig er olían
og bensínið orðið einskonar blóð-
vökvi þjóðlífsins. Vanti þann
orkugjafa stirðnar alt upp meira
og minna. Samkepnin um olíuna
er því skiljanleg. Og fari sam-
komulagið milli Þjóðverja og
! Riissa út um þúfur, er olíunni
I kent um, að báðir vilji hafa sem
greiðastan aðgang að olíulindum
Rúmeníu.
Það er af því að menn lifa á
tímum ótrúlegra hluta að ein-
hverjum kann að geta dottið í I
hug, að andrúmsloftið á Norður-
löndum géti breyst, vegna þess að
tveir einræðisherrar geta ekki |
komið sjer saman um hver eigi að
sitja .að væntanlegu herfangi, olíu-
lindum Rúmeníu, suður við Svarta-
haf.
Öngþveiti.
eð mjög harðnskjulegri laga-
setningu fyrir nokkrum
dögum reyna Danir að stemma
stigu fyrir vaxandi öngþveiti þar
í landi, vegúa stórfeldra aukinna
ríkisútgjalda og erfiðrar afkomu
fyrir framléiðendur.
íFyrir nokkru síðan hóf Christ-
mas Möller fólksþingsmaður máls
á því, að verðlags- og kaupgjalds-
fyrirkomulagið þar leiddi út í ó-
færu. Verðlag hækkaði jafnt og
þjett, kaupgjald hækkaði eftir
verðlagshækkuninni, og verðlagið
síðan eftir kauphækkuninni. Og
þannig yrði verðlags-, kaupgjalds-
og aftur verðlagshækkunin óstöðv-
andi.
Ríkisstjórnin, sagði hann, þarf
að efna til allsherjar rannsókna á
ástæðum og greiðslumöguléikum
atvinnuveganna. Finna þarf rjett-
láta skiftingu á þeim miklu gjalda
byrðum sem þjóðfjelagsþegnarnir
vprða sameiginlega að bera, hvar
og hvernig ríkissjóður getur feng-
ið hinar miklu fjárfúlgur, sem
honum ,eru nauðsynlegar. Hann
stakk upp á því, að athuga þá
leið, að skylda alla tekjumenn til
þess að lána ríkinu á.kveðinn hluta
af tekjuiii sínum, því þjóðin yrði
að viðurkenna, að liún væri orðin
fátækari en hún áður var, og
minka því kaupgetu sína.
Leiðin.
eiðin, sem valin var, varð önn-
ur. Að leggja viðbótartolla
og viðskiftagjald á fjölmarga
vöruflokka, 10% toll + 10% við-
skiftagjald og með því móti að
minka kauþgetu allra landsmanna.
Jafnframt var ákveðið, að sú verð-
lagsbreyting sem yrði af völdum
þessara tolla og viðskiftagjalds
mætti ekki koma til greina við út-
reikning á vísitölum sem kaup-
gjald miðast við í framtíðinni.
Að hækka beinu skattana í Dan-
mörku, og afla ríkissjóði tekna á
þann hátt, kemur ekki til mála,
sögðu sósíalistar þar. Beinu skatt-
arnir eru komnir hjer í hámark.
Það kynni að geta orðið gagn-
legur fróðleikur fyrir einhverja
íslenska stjórnmálamenn að bera
saman hve háir beinu skattarnir
eru í Danmörku þegar þeir eru
þar taldir í hámarki, og hve langt
þeir eru komnir yfir það hámark
hjer.
Lífsvenjubreytingar.
okkur undanfarin ár hef-
ir orðið „lífsvenjubreyt-
ing“ verið nefnt á nafn hjer, bæði
í ræðu og riti. En það er með
þetta hugtak eins og ýmsar aðr-
ar nytsamar hugmyndir, að það
hefir fyrir handvömm og klaufa-
skap fengið á sig alvöruleysisblæ.
Þegar finska þjóðin gengnr ein-
huga út í viðreisnarstarf sitt, með
hálfa miljón manna húsnæðis-
lausa, nobkra tugi þúsunda af
nýjum hermannagröfum og enn
fleiri sona sinna særða og bækl-
aða, þá er orðið lífsvenjubreyting
fyrir þá bláköld alvara. Þó þeir
—. i •
30. mars
á undanförnum árum hafi veriS
Spartverjar Norðurlanda, þurfa
þeir enn að herða sultarólina og
hleypa í sig enn meiri karlmensku
kjarki en áður.
Og þegar forsætisráðherra Dana
og foringi sósíalista þar í landí
boðar þjóð sinni þau tíðindi, að
nú verði lagðir 200 miljóna tollar
á almenning í landinu, en kaup-
gjaldi megi ekki hrófla vegna
þessara tolla, þá er það rýraun
baupgetu, minkandi lífsþægindi,
lífsvenjubreyting, sem hann af
nauðsyn setur á.
Svo miklum tilviljunum er af-
koma okkar fslendinga háð í dag,
að það væri blindur maður, sena
sæi ekki, að hjer gétur, §vo að
segja hvaða dag sem er, skollið
yfir þau vkndræði, sem knýja
okltur til að taka lífsvenjubreyt-
ingunj með fullkominni alvörn.
Það má segja, að margir lifi hjer
í landi yið þau kjör, að þeir megi
ekkerf missa. En þeim mun meíri
eru skyldur hinna, að taka naúð-
synlegum breytingum með djörf-
ung og stillingu.
Mest um vert.
Hugarfarsbrevting með þjóð-
innjer nauðsynleg, vaxandi
samúð milli stjetta og einstakl-
inga, öflugur þjóðhugur meðal al-
mennings.
Þjóðstjórnarmyndunin í fyrra
vor ér vottur um, að sú stefna hafi
fengið byr. En menn mega ekki
'misSkilja eða misnota þjóðstjórn-
afmyndunina. Sumum kann að
finnast það vera auðveldara fyrhr
samsteypustjórn flokka að stjóma
landinuj en fyrir flokkastjórn með
litlum meirihluta á þingi. Fljótt á
litið er það svo. Þjóðstjórn þarf
ekki, eins og stjórn með tæpum
meirihluta að sigla beitivind í
kastvindi flokksstreitunnar í
hverju smámáli til að ná landi.
En þeir sem með völdin fara í
þjóðstjórn verða líka að gæta
þess, að nota vald sitt á þann
hátt að stjórnarstörf og stefna
þeirra verði til þess að efla þann
samstarfshug, sem kom þjóðstjórn
inni á. Það er skammgóður vérm-
ir, þó nokkrir menn í þinghúsi
þjóðarinnar við Austurvöll komi
sjer vel saman, ef samkomulag
þeirra verður ekki til þess að
draga úr sundrung, sjerdrægni og
flokkadeilum út á meðal almenn-
ings. Af flokksstjórnum er ekki
krafist sömu sanngirni og þjóð-
stjórnar, nje sömu umhyggju fyr-
ir alþjóðarheill í orðsins fyísta
skilningi. Þegar alt kemur til alls
verður stjórnarstarf þjóðstjórnar
vandasamara en hinna, svo vel fari
og til farsældar leiði.
Húsmæðra-
fræðslan
Mentamálanefnd Ed. flytur
svohljóðandi þingsályktun-
artillögu:
• „Efri deild Alþingis felur ríkis-
stjórninni að undirbúa fyrir
næsta þing löggjöf um húsmæðra-
fræðslu í bæjum og taka jafn-
framt til atliugunar breytingar á
gildandi ákvæðum um stofnkostn-
að húsmæðraskóla í sveitum".