Morgunblaðið - 31.03.1940, Síða 6

Morgunblaðið - 31.03.1940, Síða 6
I Sunnudagur 3L mars 1940. Sextugsafmæli TT^rú Helga í Borgarnesi, kona Jóns forstjóra Björnssonar frá Bæ, er fædd 1. apríl 1880 og á því sextugsafmæli á morg-; un. Hún er BorgfirSmgur að ætt og upp- runa. Foreldrar hennar voru hin nafn- kunnu og mikilsvirtu Svarfhólshjón, Þuríður Jónsdóttir ljósmóðir og Bjöm Asmnndsson hreppstjóri, og í Borgar- firði hefir frú Helga alið allan sinn aldur. En mjer þætti líklegt, að miklu víðar en í Borgarfirði verði hugsað hlýtt til hennar á þessum merkisdegi, og reyndar marga daga þar fyrir utan. Þótt hún hafi sjálf haldið mjög kyrru fyrir, hefir því fleiri gesti að garði hennar borið, sem verður hún minnis- stæð. Það er of snemt að fara nú að segja æfisögu frú Helgu, því að hún er þrátt fyrir þessa áratölu, sem unga fólkinu finst há, enn í blóma lífsins. En mig langar til þess að segja í staðinn ofur- lítinn þátt úr minni eigin æfisogu: söguna um Borgames og mig. Leið mín hefir legið við og við um Borgames síðan um aldamótin. Ef jeg hefði átt að lýsa Borgamesi í byrjun 20 aldar- innar, hefði jeg sagt, að það væri versti Btaður á íslandi. Þar væri ljótt, sandur og berir klettar, altaf vont veður, storm- ur og rigning, og þar lægju skólapiltar og kaupafólk í einni bendu bendu uppi á einhverju stóra pakkhúslofti. En eftir að frú Helga fór að skjóta skjólshúsi yfir mig, uppgötvaði jeg, að Borgames er eitthvert fegursta kaupstaðarstæði á íslandi, útsýnið dýrðlegt, sólarlögin fal- legn en í sjálfri Reykjavík og veðrið altaf gott, að minsta kosti þegar jeg kem þangað. Og jeg hefi aldrei kynst heimili, þar sem er yndislegra að vera gestur en hjá þeim frú Helgu og Jóni frá B.æ. Það er alveg sama hvort þar er húsfyllir af aðkomufólki eða einn maður gestkomandi. Þar verður aldrei svo margt, að alúðin nái ekki til allra, og aldrei svo fátt, að það sje ekki há- tíðarbragur á að sitja þar til borðs. Það þarf dugnað og skörangsskap til þess að vera húsfreyja á heimili, sem heita má, að standi um þjóðbraut þvera. En þegar jeg er gestur frú Helgu, man jeg aldrei eftir því, fyr en jeg er kominn burtu, hvað hún muni hafa fyrir þessu öllu saman. Það hverf- ur f'yrir yndisþokka og tígulegri hjartahlýju þessarar stillilegu og yfir- lætislaúsu héimilisdrottningar. Alt hið ytrá anrrríkf hennar gleymist fyrir ást- úðinni, seríi stafar irman frá. Það geta verið til glæsileg heimili, sem mjer dettur i hug, að verði tómleg, þegar síðasta gestinum sje fylgt til dyra. En jeg veit, að það kemur aldrei fyrir á þessu heimili. Gestirnir fylla þar ekk- ert tóm, heídur er einmitt hægt að taka á móti þeim eins og gert er af því, að þar eru allir dagar tyllidagar. Um leið og jeg gríp þetta tækifæri til þess að þakka frú Helgu fyrir mig og mína á liðnu árunum, vil jeg óska henni langra og góðra lífdaga með sínum ágæta manni og efnilegu bömum og að vinir hennar megi enn um mörg I ár eiga hjá henni „sólskinsblett í heiði“. i S. X. I MORGUNBLAÐIÐ —- - - - - - - - - - - Kirkjuhljómleikar Karlakórs Reykjavíkur essir hljómleikar voru að efni til sniðnir mjög við al- þýðuhæfi, og flest lögin, sem sungin voru, voru af ljettari endanum. Sum þeirra finst manni jafnvel að maður sje búinn að heyra alveg nógu oft. Það er því ekki örgrant um, að maður hugsi til þeirrar miklu vinnu, sem fer í að undirbúa slíka hljómleika, og hvort ein- hverju af henni hefði ekki verið betur varið 1 að glíma við veiga- meiri verkefni. Jafnvel lög, sem fyrir löngu eru orðin kaffihúsa- slagarar, voru á söngskránni, eiris og Ave María eftir Gounod og Vögguljóð Jocelyns eftir Godard (hið síðarnefnda með nálatexta, nokkuð leirkendum). Hið eina, sem verulegur feng- ur var í að fá að heyra á söng- skránni, var Kyrie eleison eftir söngstjórann, Sigurð Þórðarson. Þetta lag má telja eitt af því besta, sem framleitt hefir verið í íslenskri tónlist, það er áhrifa- mikið og stórfenglegt í bygg- ingu, þjóðlegt í anda og ágæt- lega sett fyrir raddirnar. Það| hefði verið gaman að fá að heyra fleira af slíku tagi. önn- ur nýung á söngskránni var Bæn eftir Björgvin Guðmundsson fyrir terzett og strokhljóðfæri. Lagið er bygt ,,kontrapunkt-i ískt“, án þess þó, að við fyrstu heyrn sje hægt að finna nokkra tematíska byggingu, og jeg verð að játa, að jeg fann ekki hið innra samhengi í þessu öllu sam- an. I öllu falli vil jeg heldur fá að heyra Hándel sjálfan. Kórinn hafði fengið marga krafta sjer tíl aðstoðar. Má þar fyrst nefna drengjakórinn, sem aðstoðaði í nokkrum lögum. — Mun þar vera um að ræða merkilega tilráun til þess að koma hjer upp motet-kór, og þó að þetta sje enn aðeins á byrjunarstigi, mátti þó heyra,, um söngkenslu nær ekki nokk- urri átt. Aðrjr, sem aðstoðuðu, voru Björn Ólafsson, sem ljek Rom- anze eftir Beethoven mjög hljómþýtt og fallega með undir- leik Dr. Urbantschitsch. Enn- fremur einsöngvararnir Elísabet Einarsdóttir, Hermann Guð-i mundsson, Gunnar Pálsson og Hallgrímur Sigtryggsson og undirleikararnir Guðríður Guð- mundsdóttir og Fritz Weis- chappel. Hið frekar dauflega yfir- bragð flestra verkefnanna gaf að þessu sinni Karlakór Reykja- víkur ekki tækifæri til þess að sýna það besta sem hann getur, nema í Kyrie Sigurðar Þórðar- sonar, sem var sungið af mikl- um tilþrifum og hljómfylli. ; E. Th. KOLAYERÐIÐ. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Hvað veldur þessu? munu menn spyrja. Morgunblaðið spurði einn rir Verðlagsnefndinni í gær. Hann svaraði því, að kolakaupmenn hefðu fyrir nokkru verið búnir með birgðir sínar og hefðu feng- ið lánuð kol bjá útgerðarmönn- um,: gegn greiðslu í sama, Af þessu leiddi það, að verðjöfnunarsjóð- urinn (33 kr. aukaskatturinn) væri að mestu uppetinn á þenna bátt, þ. e. með því að afbenda: þurfti útgerðarfjelögum allmikið af þessum nýju kolum, sem greiðslu fyrir þau kol, er þéir lánuðu. En bvernig stendur á því, að kolabirgðirnar í bænum hafa enst miklu skemur en ráðgert var í byrjun vetrar? Þá fullyrti eftir- litsmaður kolasölunnar, að birgð- irnar entust fram á vor. Eftir það komu birgðir; en samt varð bær- inn kolalaus í marsmánuði, og þrátt fyrir hinn milda vetur. Hvað yeldur þessu? að hjer er stigið spor í rjetta átt. Drengjum þessum hefir ver- ið kent að nota sínar eðlilegu mjúku barnsraddir,” og ætti þessi tilraun að sýna söngkenn- urum vorum, að það sleifarlag, sem ríkir í öllum barnaskólum Verðlagsnefnarmaður sá, er Mbl. átti tal við, gaf þá skýringu, að meira hefði verið selt af kol- um út úr bæmmx en ráðgert var og verið hefir undanfarin ár. Þessu hefði hinn stjórnskipaði eftirlitsmaður ráðið. Mjólkur- skipulagiö Bjarni Snœbjömsson og Em- il Jónsson flytja svohljóð- andi þingsályktunartillögu í sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að sjá um, að sú breyting verði frá því, sem nú er um skifting landsins í verð- jöfnunarsvæði samkv. lögum um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl., að Hafnarfjarðar- kaupstaður og Garðahreppur verði gerðir að sjerstöku verð- jöfnunarsvæði“. Segir í greinargerðinni, að til- lagan sje flutt samkvæmt ein- róma ósk mjólkurframleiðenda á þessu svæði, en þeir standa að mjólkurbúi Hafnarf jarðar. — Skatturinn, sem þessir mjólkur- framleiðendur urðu að greiða Samsölunni á síðastliðnu ári nam rúmum 29 þúsund kr. ,,Er auðsætt að slíkt gjald, sem þetta, auk alls kostnaðar við rekstur búsins, er algerlega of- viða þeim bláfátæku mjólkur- framleiðendum, sem standa að þessu litla búi“, segir í greinar- gerðinni. RA FSTÖÐV ASK ATT- URINN, FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU samþykkir þenna neyslqskatt á allan almenning, sem notar raf- magn frá stærri stöðvum, er út- býtt í þinginu stjórnarfrumvarpi þar sem farið er fram á heim- ild til að lækka ýms lögbundin gjöld um 35%. Er þetta talið óhjákvæmilegt, vegna hins í- skyggilega útlits um afkomuna. En meirihluti neðri deildar tel- ur fært á slíkum tímum, að leggja nýjan neysluskatt á al- menning! Landsmót handknattleiksmanna, hófst í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar í gærkvöldi. Úrslit urðu .þessi: I kvenflokki sigruðu Hauk- ar í Hafnarfirði T. R. með 22 mörkum gegn 11. I II. flokki sigr aði Víkingur Fram með 28:11. Valur sigraði í. R. með 24:17. Mótið heldur áfram í <jag kl. 2. Þá keppa Valur gegn Haukum (I. fl.) og Víkingur gegn í. R. (I. fk). Dansklúbbur Harmonikuleikara heldur Fforugan Dansleik í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 10. Fjörugar Harmoniku-hljóm- sveitir og Hljómsveit Aage Lorange spila. ELDRI DANSARNIR UPPI NÝU DANSARNIR NIÐRl Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 4 í húsinu. Bjartmar Kristjánsson 85 ára A morgun verður Bjartmar Kristjánsson frá Neðri- Brunná 85 ára. Hann er fædd- ur á Stóramúla í Saurbæ í Dala- sýslu 1. apríl 1855, en þar bjuggu foreldrar hans og stóðu ættir þeirra úr hjeruðunum kringum Breiðafjörð. Forsjónin var Bjartmar, þegar á unga aldri, svo náðug að láta hann al- ast upp í mámunda við einn af mestu ágætismönnum þessa lands, Torfa í Ókifsdal og hjá honum var hann viS búfræðinám og útskrifaðist frá Torfa árið 1877 ásamt Guðjóni á Ljúfustöð- um og Sigurði Magnússyni í Brodda- nesi. Jeg býst því við, að Bjartmár sje nú elsti búfræðingnr landsins. Bjart- mar tók við búi eftír föður sinn á Neðri-Brunná og giftist Ingibjörgu Guðmimdsdóttur, mestu ágætiskonij, er hann misti fyrir nokkrum mánuðum eftir langa og farsæla sambúð. Harjn bjó síðan 17 ár á Neðri-Brunná og fluttist þá út á Skarðsströnd, og síðarr til Stykkishólms, þar sem hann gerðist verslunarmaður og þá har fundum okk- ar saman. Jeg ætla ekki áð fara með neinni orðamælgi að bera lof á Bjartmar, en ætla aðeins að segj a þetta. Hann er einn af þeiin hjartahreinustu og heið- virðustu mönnum, sem jeg hefi kynst. Síkátur með velvildarhug og einlægrn til hvers mann, en þessir kostir hans hafa skapað honum vini og samúð ann- ara. En hvað er meira virði? Era pen- ingarnir, sem gengið breytist á daglega, betri fjársjóður? Bjartmar hefir ekki varið lífi sínu til kapphlaups um virðingarstöður og auð, en hefir eignast hvorutveggja. — Honum vora falin flest trúnaðarstörf sveitar sinnar og auður hans eru mörg og góð böm. Dætur hans era Steinunn kenslukona í Reykjavík, Guðlaug, kona sr. Jóns Guðnasonar á Prestsbakka og Sigrún, gift kona í Vesturheimi, en synir hans eru, Kristján hreppsnefndar- oddviti í Stykkishólmi, Óskar forstjóri löggildingarstofu ríkisins og Astmann, togaraskipstjóri í Boston. Það vill nú svo til, að á morgu* á Óskar Bjartmars einnig 20 ára starfs- afmæli á löggildingarstofunni; han» hóf þar störf 1. aprfl 1920. Bjartmar, sem enn er kátur og en», nýtur nú ellinnar í skjóli góðra bama sinna. — Jeg óska hónum, að hann fái að halda heilsunni og bið guð að hleesa þennan góðá mann. O. C. <><><><><><><><><><><><><><><><><>0 Úrvals góðar KARTÖFLUR og GULRÓFUR í pokum og lausri vip:t. VPlR LavSfavegi 1. Útbú: Fjölnuveg 2. oooooeooooooooooo<j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.