Morgunblaðið - 31.03.1940, Qupperneq 7
Sunnudagur 3L mars 1940.
MORGUNBLAÐI©
Fimtugur: Jónas
Guðmundsson
Lú imtugsafmæli á í dag Jónas
Guðmundsson rafvirkjameist-
ari, Hávallagötu 23, og samtímis
þrjátíu ára starfsafmæli í þjón-
ustii gas- og rafmagnsveitu
Eeykjavíkur.
Uppliafs- og þróunarsaga þess-
ara tveggja framfarafyrirtækja
tengjást að því leyti við lífsferi!
Jónasar, því að við stofnun gas-
stöðvarinnar rjeðist hann í þjón-
ust.u hennar og starfaði þar sem
gaslagnavirki fyrst í stað, en svo
síðar sem löggiltur gaslagnameist-
ari ,og naut hann við það starf ó-
skifts trausts allra að verðleikum.
Þegar svo rafmagnið leysti gas
ið af hólmi skifti Jónas skyndi-
lega um verksvið og gerðist raf-
virki og síðar rafvirkjameistari
Nam Jónas um langt skeið hjá
raftækjaverslun Jóns Sigurðsson-
ar hjer í bænum og hafði giftu-
samlega forstöðu þeirrar versliun
ar á hendi í allmörg ár. — Það
má því rjettilega segja, að Jónas
hafi ötullega stikað jafnhliða
framförunum á þessu sviði, og
munu því margir kunningjar og
vinir hans senda honum hugheilar
óskir á þessum tímamótum æfi
hans. V. G.
Dagbók
(xj H Igafell 5940427—VI—2.
I.O.O.F.SsEmdlSSESbs.I
Veðurútlit í Reykjavik í dag:
NA-gola. Ljettskýjað.
Veðrið í gær (laugard. kl. 6.) :
Hæg nor^læg átt um alt land.
Frostlaust á Suðurl., en 1—3 st.
frost nyrðra. Urkomulaust.
Helgidagslæknir er í dag Ey-
þór Gunnarsson, Laugaveg 98.
Sími 2111.
Næturlæknir er í nótt Kjartan
Olafsson, Lækjargötu 6B. Síini
2614.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Á kvöldvöku blaðamanna að
Il.ótel Borg í gærkvöldi var mikið
fjör og gleði. Hvert skemtiatriðið
öðru betra. Fólk hló svo að glumdi
í Borginni. Skemtiatriðin stóðu
yfir frá kl. 9—11. Eftir það var
dansað.
Trúlofun. Nýlega liáfa opinber-
að trúlofun sína í Vestmannaeyj-
um ungfrft Guðrún Guðmundsd.
frá Nórðfirði og Sveinhjörn
Hjartarson vjelstjóri.
Hjónaband. í gær voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Aldís
Ólafsdótlir frá Árbæ í Ölfusi og
Páll Einaxsson, múrari hjer í bæ.
Heimili ungu hjónanna er á Þórs-
götu 15. Síra Árni Sigurðsson gaf
þau saman.
Margrjet Eiríksdóttir píanóleik-
ari ætlar að halda hljómleika í
Gamla Bíó næstkoinandi þriðjit-
dag. Tónlistarvinir minnast henn
ar vegna frainúrskarandi liæfi-
leika, er hún sýndi á nemenda-
hljómleikum Tónlistarskólans og
einnig á fyrstu sjálfstæðu hljórn-
leikunum, er hún hjelt hjer árið
1936. Þeir fagna því, að fá tæki-
færi til að heyra hana aftur eft-
ir framhaldsnám við The Royal
Aeademy í London, þar sem hún
naut kenslu Mr. Bowen, eins þekt-
asta kennara Englendinga.
Stúdentar 1930 gerið svo vel að
mæta á fundi, er lialdinn verður
í Oddfellowhúsiuu mánudaginn 1.
apríl kl. 8V2 e- b.
Jarðarför frú Bríetar Bjarn-
hjeðinsdóttur fór fram. í gær.
Kvenþjóðin í Reykjavík sýndi
hinni látnu merkiskonu virðing
sína, með því að fjölmenna við
jarðarförina. Sr. Bjarni Jónsson
flutti húskveðjuna á heimilinu í
Þingholtsstræti 18. Hann talaði
einnig í kirkjunni. Blaðamenn
báru kistuna í kirkju. Meðan á
VALDAR ISLENSKAR
Kartöflur
fyrirliggjandi.
Eggerf Krisf jánsson & Co. it.f.
--- SfMI 1400. -
kirkjuathöfniuni stóð var fáni
Kvenrjettindafjeiagsins og íslenski
fáninn í kórdyrum, sitt hYoru
megin við kistuna. Með kvenrjett-
indafánanum stóð frú Soffía Guð-
laugsdót.tir leikkona lieiðursvörð.
Hún var í skautbúningi. En við
íslenska fánann var fulltrúi frá
kvenstúdentafjelaginu. Konur úr
Kvenrjettindafjelagi íslands báru
kistuna úr kirkju. Kistan var
svört, prýdd hvítum blómum.
Fimti -fyrirlestur dr. Einars Ól.
Sveinssonar um menningu Sturl-
ungaaldar verður í Háskólanum
annað lcvöld kl. 8 stundvíslega.
Dansk-íslenska fjelagið hjelt
skemtifund síðastliðið fimtudags-
kvöld að Hótel Borg. Yar þar fjöl
menni mikið og skemtu menn sjer
vel. dr. Jón Helgason sagði end-
urminningar frá fyrstu námsárum
sínum í Danmörku. Karlakórinn
Fóst,bræður söng nokkur lög. og
Brynjólfur Jóhannesson kom fram
í tveimur gerfum, og skemti með
söng. Að lokum var dans stiginn
fram eftir nóttu. Fjöldi nýrra
fjelaga gekk inn á fundinum.
Leikfjelag Reykjavíkur sýnir
Fjalla-Eyvind í kvöld. — Næsta
fimtudag verður frumsýning á
nýjum gamanleik eftir Arnoid &
Bach.
Gengið í gær:
Sterlingspund 23.21
100 Dollarar 651.65
— Ríkismörk 260.76
— Fr. frankar 13.33
— Belg. 111.50
— Sv. frankar 146.41
— Finsk mörk 13.27
— Gyllini 346.66
— Sænskar krónur 155.40
— Norskar krónur 148.29,
— Danskar krónur 125.78
Útvarpið í dag:
10:45 Morguntónleikar (plötur):
Baeh: a) ítalski konsertinn. b)
Píanókonsert í A-dúr. c) Prelú-
día og fúga í Es-dúr.
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.30 Miðegistónleikar. Ó-
pera: „Carmen", eftir Bizet. 3.
og 4. þáttur.
17.00 Messa í Fríkirkjunni (síra
Árni Sigurðsson).
18.30 Barnatími: a) Sögur (Þor-
steinn Ö. Stephensen). b) Telpa,
13 ára, syngur og leikur á
mandólín.
19.15 Einleikur á píanó (frú Fríða
Einarsson).
20.20 Erindi: Norræn samvinna
(Guðlaugur Rósinkranz rit-
stjóri).
20.45 Hljómplötur: Brailowsky
leikur á píanó.
21.00 Upplestur: „Förumenn", IT.
(frú Elinborg Lárusdóttir).
Útvarpið á morgun:
20.20 Um daginn og veginn (Y.
Þ. G.).
20.40 Einsöngur (síra Garðar Þor-
steinsson).
21.00 Kvennaþáttur: Vandamál
konunnar (Jónína Sig. Líndal,
húsfreyja á Lækjamóti).
21.20 Útvarpshljómsveitin: Norsk
og finsk þjóðlög.
| Erfðafestuland -
I - Timbur.
i $
A Stórt og gott erfðafestuland f
Ý , V
t til sölu. Sömuleiðis mikið af X
... .(.
byggmgartimbri. Eignaskifti f
v Y
j; hugsanleg. Uppl. í síma 2045. X
t
Htíscígnír
tíl SÖltí
stærri 0g smærri, á góðum stöðum
í bænum. Eignaskifti möguleg.
Upplýsingar gefur
Hannes Einarsson
Óðinsgötu 14 B. Sími 1873.
heÍTra kl. 12—3 og eftir kl. 6 og
öðrum tímum eftir samkomulagi.
A U G A Ð hvíliit
með gleraugum frá
THIELE
Hárspennur
.
Hárkambar
Nýjasta tíska
frá New York.
N ý k o m i ð.
K. Einarsson k Björnsson
Bankastræti 11.
W - • ... ÖU.VL
Odýr inatarkaup.
Af sjerstökum ástæðum eru til sölu nokkrar hálftunn-
ur af saltsíld (hausskorin og magadregin), sjerlega vel
verkuð. — Verðið er aðeins kr. 20.00 pr. 50 kg. tunnu.
Tómar tunnur undan síldinni verða keyptar aftur fyr-
ir hátt verð, ef afhendast ógallaðar. Þetta verða því sjer-
staklega ódýr og góð matarkaup.
Upplýsingar í Niðursuðuverksmiðjunni á Lindargötu,
sími 5424, og í síma 2343 frá kl. 6—8 e. h.
Mótorista vantar
til Hnífsdals nú þegar. Nánari upplýsingar í síma 2333*
kl. 2—3 í dag.
Umferff
er stranglega bönnuð öllum óviðkomandi á lóð heimilisins.
Elli- 09 hjúkrunarbeimilið Grund.
Visitala.
Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er vísitala
framfærslukostnaðar í Reykjavík mánuðina janúar til
mars 121.
Kaupuppbætur samkvæmt lögunum um gengisskrán-
ingu og ráðstafanir í því sambandi verða þvi:
í 1. flokki 15.75%
í 2. — 14.00%
og I 3. — 11.05%
Viðskiflamálaráðnneytið.
■faal 1380.
LITLA BILSTÖÐIH
UPPHITAÐIR BlLAR.
Ei aokk.nl stét
Jarðarför móður miimar
VILBORGAR SIGURÐARDÓTTUR
fer fram þriðjudaginn 2. apríl og hefst með bæn á heimili mínu,
Túngötu 45 kl. iy2 síðd. Jarðað verður frá dóirkirkjunni.
Fyrir hönd mína og annara aðstandenda
Sigurður Sigurðsson.
•o