Morgunblaðið - 19.04.1940, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. apríl 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Sjerstakir Islands-
fulltrúar í U. S. A. og
Englandi
Samningar um beint stjórn-
mála- og viðskif tasamband
við nokkur ríki
Ríkisstjórn Islands stendur í samningum við ríkis-
stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands, um að
komið verði á beinu stjórnmálasambandi og viðskifta-
legu sambandi milli þessara ríkja og Islands.
Ekki er þessum samningum fulllokið ennþá, en
frjettir hafa borist um, að utanríkismálaráðherra U. S.
A., Cordell Hull, hafi fallist á þetta, fyrir hönd stjórn-
ar Bandaríkjanna. Ríkisstjórnin mun hafa í hyggju að
taka upp samninga við stjórnir fleiri ríkja um sams-
konar ráðstafanir, og mun þá að sjálfsögðu fyrst verða
snúið sjer til þeirra ríkja, sem við höfum mest viðskifti
við og viðskiftaleiðir eru opnar til ennþá.
Ekki hafa enn verið tilnefndir neinir ákveðnir
menn til að taka við þessum nýju stöðum.
★
Danska stjórnin hefir falið sendiherrum sínum og
ræðismönnum erlendis að greiða fyrir íslenskum borg-
urum, eins og hingað til, fyrst um sinn, á meðan ekki
hefir verið gengið frá þeim málum af Islendinga hálfu.
Danir buðust til þessa, án þess að tilmæli kæmu um það
frá íslensku stjórninni og her að skoða það sem vinar
bragð í garð Islands, sem vafalaust mun koma sjer vel
fyrir (slendinga, sem staddir eru erlendis og þurfa á
aðstoð ræðismanna eða ráðum að halda.
Dularfuilur reki
(Ólafsfirði
Ifyrradag og fyrrinótt rak á
f jöru við Ólafsf jarðarkaup
tún 7 málmílát eða dunka. Hafa
þeir að geyma þykka feiti, sem
Ólafsvíkingar telja að muni
vera svínafeiti, og vegur hver
þeirra um 20 kg.
Dunkarnir eru auðsjáanlega
komnir frá Brasilíu, og er á þá
letrað ártalið 1940. Þeir eru
flestir óskesmdir.
Samtímis rak tvö járnföt, á
stærð við olíuföt. Hafa þau einn
ig að geyma feiti, sem er nokk-
uð dekkri á lit en dunkafeitin.
(PÚ.).
Eldsvóði á
Langanesi
Aðfaranótt hins 17. þ. mán.
brann til kaldra kola bær-
inn að Brimnesi á Langanesi.
Alt hey bóndans, sem áfast
var við bæinn, brann einnig.
Innanstokksmunir björguðust
að nokkru og sömuleiðis mat-
væli.
Eldurinn kviknaði út frá pípu
í torfþekju. (F.tJ).
Sameiginleg ís-
fisksala útvegs-
manna í Eyjum
Frá frjettaritara vorum.
Vestmannaeyjum.
tjórn Útvegsbændafjelags Vest-
mannaeyja hefir haft for-
göngu eða átt sinn hlut að stofn-
un ýmsra þeirra fyrirtækja hjer
í bæ, sem drjúgan þátt hafa átt
í að gera útvegsmönnum það yfir-
leitt kleift að gera út báta sína,
svo sem Netagerðarinnar, Olíu-
samlagsins o. s. frv. I vertíðar-
byrjun var það sýnt, þar eð allir
útgerðarmenn vildu selja sem
mest af væntanlegum afla í ís, að
næg skip myndu ekki verða til að
koma aflanum á markaðinn. —
Tók þá st.jórn Utvegsmannafje-
lagsins fyrir hönd fjelagsins skip
á leigu og hefir haft það í fisk-
flutningum síðan. Leggja útvegs-
menn fisk sinn, þegar hægt er
við að koma, upp í þetta skip,
er fiskurinn síðan seldur í Eng-
landi fyrir útvegsmemi. Hver sala
er gerð upp sjerstaklega, og fá
útvegsmenn vitborgaðan aflann,
eins og hann hefir selt fyrir, að
frádregnum kostnaði við að koma
honum í söluhæft ástand og á
markaðinn, — með öðrum orðum
sannvirði.
Bíkisskip. Esja var á Raufar-
höfn kl. 7 í gærkvöldi.
Tííratin að
atíka Latíga-
veituna
Tillaga frá Guð-
mundi Ásbjörns-
syni
Tillaga lá fyrir bæjarstjórnar-
fttndi í gær, sem samþyki
var með samhljóða atkvæðum, frá
Guðmundi Ásbjömssyui, um að
flytja í sumar stærri borinn, sem
notaður hefir verið á Reykjum,
niður að Þvottalaugunuœ, og
reyna með honum að auka hita-
vatnið í Laugaveitunni.
Guðmundur gerði grein fyrir
þessari tillögu sinni, og mælti á
þessa leið:
Þann 9. apríl var heita vatnið
úr borholunum á Reykjum orðið
216.4 Iítrar á sekúndn. En vatnið,
sem ætlað er til Hitaveitunnar, til
þess að hita upp bæinn, er 207
lítrar á 'sekundu, og á það að
nægja í 10 stiga frosti.
Ómögulegt er annað en líta svo
á sagði ræðumaður, að stór hætta
er á því, að framkvæmd Ilita
veitunnar tefjist. En enda þótt
svo yrði ekki, þá er nú sem sagt
komið nægilegt vatn þar efra í
hina fyrirhuguðu hitaveitu. Þess
'vegna má stóri borinn missa sig
þar í sumar.
En þannig er frá Laugaveitunni
gengið, að hún getur flutt meira
vatn til hæjarins en fengist hefir
úr Laugunum. Hver sekúndulítri,
sem þar fengist til viðbótar, er
mikils virði. Kostnaður við að
flytja horinn frá Reykjum er hins
vegar ekki mikill, og því eðlilegt
að vinda að því í sumar að reyna
að afla sjer meira vatns við Laug-
arnar, þar sem hitavatnið er nú
sjerlega verðmætt.
Annars hýst jeg við, sagði ræðu-
maður, að framvegis verði unnið
að borunum á Reykjum, meðan
sýnt er að boranir þar auka vatns-
magnið að mun.
Ibúðarskúr við
Undraland
brennur
¥ búðarskúr á Kirkjubletti, skamt
-■ frá Undralandi, brann í gær
til ösku. Var slökkviliðið kallað á
vettvang, en ógemingur reyndist
að slökkva eldinu, því skúrinn var
alelda að innan er slökkviliðið
komi á yettvang.
Eigandi skúrsins var Ingimund-
ur Gíslason. Ekki er kunnugt um
eldsupptök.
Fallby ssuskolhiíðin
á Slavanger
Fallbyssuskothríð frá ensku orustuskipi.
Pegar bresku herskipin gerðu fallbyssuskothríð á flug-
völlinn í Stavanger í fyrradag, var það í fyrsta
skifti í sögu breska flotans, sem skipun hefir verið gefin um að
gera árás á flugvöll.
Flugvöllurinn er nokkra kílómetra frá borginni. Árásin
var gerð í myrkri um morguninn og stóð yfir í 80 mínútur.
Breskur flugmaður var sendur til þess að aðstoða við skot-
hríðina. Flaug hann yfir flugvöllinn og varpaði niður ljós-
sprengjum. Það var merki til skyttanna á bresku herskipunum,
sem miðuðu bvssum sínum eftir ljósmerkjunum frá flugmann-
inum.
Þegar herskipin voru lögð af stað heimleiðis náðu þeim
þýskar flugvjelar og hæfði ein þeirrá breskt beitiskip með 500
kg. sprengju. Bretar segja að skipið liafi laskast, en hafi þó
komist til hafnar, en Þjóðverjar segja að það hafi sokkið.
Þjóðverjar segjast hafa laskað mörg herskipin.
150 ný hús
bygð í bæn*
um s. i. ár
íbúðarhús voru bygð hjer í
bænum árið 1939, segir í
skýrslu byggingarfulltrúa bæjar-
ins, Sigurðar Pjeturssonar.
Auk þess voru bygð 17 vinnu-
stofur eða verksmiðjuhús, 3 gripa-
og alifuglahús og 54 geymsluhús
og bifreiðaskúrar, eða alls 150 ný
hús. Þá var aukið við og endur-
bætt mikill sægur liúsa.
Langsamlega flest hús, sem bygð
voru á árinu, eru steinhiis. Tvö
íbúðarhús, hæði 1 hæð, voru bygð
úr timbri. 2 vinnustofur eða verk-
smiðjuhús úr timbri, 1 gripahús
og 6 geymslulms og bifreiðaskvir-
ar úr timbri; hin húsin voru öll
bygð iir steini.
íbúðarhúsin skiftast þannig,
eftir því hve margra hæða þau
eru: 5 einnar hæðar hús, 62
tveggja hæða og 9 þriggja hæða
hús. 14 vinnustofur og verksmiðju
hiis einnar hæðar, tvö tveggja
hæða og eitt þriggja hæða.
Hafí§
Undanfarna daga liafa borist
frjettir um að hafíss hafi
orðið vart norður af Horni.
í gær sáust sundurlausar ís-
spangir norður og norðaustur af
Horni, um 25 mílur frá landi.
Hert á eftirliti
meO útlending-
urn I bænum
Lögreglustjóri hefir skipað
svo fyrir, aS allir erlend-
ir sjómenn, sem hjer eru stadd
ir, skuli vera komnir um borð í
skip sín, eða á náttstað, ef
þeir búa í landi, fyrir klukkan
9 á kvöldin.
Nær þetta til allra erlendra
sjómanna, hverrar þjóðar sem
þeir eru. Verði vart við erlenda
sjómenn á ferli eftir kl. 9 á
kvöldin, mun lögreglan gera
ráðstafanir sínar gegn þeim.
Ýmsar sögur hafa gengið um
bæinn um viðbúnað og örygg
isráðstafanir lögreglunðar
vegna hins alvarlega ástands,
sem nú ríkir um alla álfunar
ep þær sögur um þetta munu
vera allmikið ýktar, að því er
lögreglustjóri skýrði blaðinu
frá í gær.
Ein sagan er t. d. sú, að lög
reglustjóri hefði gert boð fyrir
alla Dani, sem búsettir eru hjer
í bæ og sem hafa lokið her-
þjónustuskyldu í danska hern-
um.
Þessi saga hefir ekki við nein
rok að styðjast. Hinsvegar
bauð einn danskur maður, sem
verið hefir um tíma í danska
hernum, lögreglustjóra aðstoð
sína, ef hann þyrfti á henni að
halda, en lögreglustjóri sá ekki
ástæðu til að þiggja boðið.