Morgunblaðið - 19.04.1940, Page 8
Föstudagur 19. apríl 194d.
ÓFKÍÐA STÚLKAN 34
„Jeg lofa að skrifa þetta alt
samaii", sagði jeg hressilega, „jeg
skal meira að segja byrja strax
í kvöld“.
Hlutverkið, sem Clau hafði fal-
áð mjer, óx mjer í fyrstu mjög í
augum, en er jeg fór að hugsa
nánar út í þa£>, leist mjer betur
og betur á hugmyndina. Hugur
minn var fullur af allskonar hugs
unum. Það væri best að jeg skrif-
aði það niður, sem jeg ekki gat
aagt.
,jOg — hvað á jeg að kalla sögu
mína?“ spurði jeg.
„Þú skalt skrifa sannleikann
am alt, sem fyrir þig hefir borið
og titillinn á að vera í samræmi
við það.“
Sannleikann? Jeg var ófríð
stúlka, það er satt. En — ætli
það sje rjett að nota það fyrir
söguheiti ?
„Saga mín á að heita „Ófríða
stúlkan“, sagði jeg hljóðlega.
„Þú ert verulega sannleikselsk
andi“, sagði Claudio. Og jeg flýtti
mjer að segja:
„Það er bara gagnvart yður,
kerra Pauls, sem jeg er svona
einlæg, aðeins gagnvart yður . .
Nú langaði mig til að vita,
hversvegna Claudio bað mig um
að skrifa æfisögu mína.
„Það skal jeg segja þjer á sín-
um tíma“, svaraði Claudio.
Jeg sá á svip hans, að það
þýddi ekki fyrir mig að spyrja
frekar. Claudio hafði aðeins vilj-
að gefa mjer tækifæri til að kveðja
hann í einrúmi og það var veru-
lega nærgætið af honum. Hann
hefir kannske hugsað sem svo, að
það væri ekki þægilegt fyrir mig
að kveðja hann innan um alt hitt
fólkið.
Vísirinn á klukkunni fyrir ofan
vínborðið hjelt áfram að ganga.
Það var kominn tími til að kveðja.
Jeg varð að fara aftur í búðina.
Og svo myndi jeg ekki sjá Claudio
I sex vikur.
Jeg gat ekki komið upp einu
einasta orði. Tvisvar sinnum
reyndi jeg að óska honum góðr-
ar ferðar, en það sat kökkur fast-
ur í hálsinum á mjer. Hver mín-
úta var mikils virði, því jeg var
að kveðja Clau. Aðeins eina mín-
útu til. Jeg reyndi að horfa ekki
Eflir ANNEMAKIE SELINKO
á klukkuna. Jeg kem of seint í
búðina. En — það þýddi að jeg
yrði lengur í návist Clau.
Clau horfði á mig rannsakandi
augnaráði: „Ætlaðir þú að segja
eitthvað meira við mig?“ Og þeg-
ar jeg sagði ekki neitt, hjelt hann
áfram: „Jeg held að hróinu mínn
liggi eitthvað á hjarta. Segðu
bara gamla Claudio hvað að er“.
Jeg dró andann djúpt. Jæja —
það var best að jeg segði það.
Það þurfti mikið hugrekki til. En
jeg neyddist til að spyrja Claudio
um þetta þýðingarmikla atriði.
Jeg ætlaði að taka í mig kjark.
„Hérra Pauls. Má jeg fá eitt
koníaksglas?“
Claudio pantaði koníakið. „Það
hlýtur að vera eitthvað merkilegt
úr því þú þarft að drekka koníak
til þess að geta minst á það“,
sagði hann brosandi.
Jeg saup á áfenginu. Nú leið
mjer betur.
„Herra Pauls, mig langar að
vita hvers vegna þjer hafið verið
svona góður við mig“.
Claudio þagði og jeg neyddist
til að halda áfram að tala.
„Jeg hefi svo oft brotið heil-
ann um’ hvernig á því stæði að
þjer farið að skifta yður af mjer.
Þegar jeg í dag get hugsað til
þess að jeg sje ekki ljót, þá á
jeg það yður að þakka. Jeg get í
raun og veru þakkað yður alt.
Sjálfstæði mit't og mitt nýja and-
lit og nýja hárið og nýja fólkið,
sem jeg hefi kynst og — og yfir-
leitt alt“.
Jeg fjekk mjer vænan sopa eft-
ir þessa áreynslu. Nú yar jeg bú-
in að koma þessu út úr mjer og
jeg beið eftir hvað Claudio myndi
segja.
„Er þetta — vandamálið?“
spurði hann. — Jeg játti því. —
„Jæja jeg skal útskýra þetta fyr-
ir þjer“, sagði hann.
En í fyrstu útskýrði hann
hreint ekki neitt heldur bara sat
þögull og horfði fram fyrir sig.
„Eruð þjer að hugsa um hvern-
ig þjer eigið að fara að því að
útskýra málið?“ spurði jeg. Mig
i langaði til að hjálpa honum og
jeg hrökk þess vegna við þegar
hann skelti upp úr með hvellum
hæðnishlátri.
„Nei, barnið mitt, jeg er ekki
að hugsa um það. Nei, jeg er
bara að hugsa um hvernig stóð á
því að með okkur tókst kunnings-
skapur' ‘.
Jeg beið með eftirvæntingu eft-
ir skýringu hans.
„í byrjuninni — var jeg drukk-
inn“, sagði hann alt í einu. „Já,
hróið mitt. Jeg var dauðadrukk-
inn og alt hringsnerist fyrir aug-
unum á mjer þegar jeg flýði inn
í bókaherbergið hjá henni frænku
þinni. Þar var einhver vera fyrir
HRAÐRITUNARSKÓLINN
Get bætt við nemendum. —
Helgi Tryggvason. Sími 3703.
STÚLKA
óskar eftir ráðskonustöðu 14.
maí. Þeir sem vildu sinna þessu,
sendi nöfn og heimilisfang á
afgr. blaðsins, merkt „X“
STÚLKA VÖN AFGREIÐSLU
óskast í brauðabúð Tilboð með
meðmælum, ef fyrir hendi eru,
merkt „Ábyggileg”, sendist
Morgunblaðinu.
BlLSTJÓRI,
sem unnið hefir við útkeyrslu
á vörum hjá þektu fyrirtæki
hjer í bænum, óskar eftir at-
vinnu nú þegar. Tilboð óskast
til Morgunblaðsins fyrir 22. þ.
m., merkt „Ábyggilegur“.
Pað hafa verið sagðar fjölda
margar sögur um læknalyf
seðla, en ein af þeim allra furðu
legustu er þessi saga.
Læknir nokkur skrifaði lyf-
seðil. Sjúklingurinn fór í Apó-
tek og fjekk meðalið. Síðan
notaði hann lyfseðilinn í mörg
ár sem inngangskort í leikhús
og tvisvar sinnum sem boðskort
I opinberar veislur. Einu sinni
sem aðgangskort að Ieynilegum
fundi, og einu sinni sem skipun
frá forstjóranum til gjaldkerans
um kauphækkun. Þar að auki
leikur dóttir hans á hverju
kvöldi á píanó eftir lyfseðlinum.
★
Gamla frú Milestone í Jo-
hannesborg í Afríku hefir fal-
legt alskegg, sem er 20 senti-
metrar á lengd.
★
Hollenska sundkonan, Willy
den Ouden, sem sett hefir mörg
heimsmet, hefir fengið stöðu
sem kvikmyndaleikkona. Fyrsta
kvikmyndin hennar verður tek-
in í maí-mánuði.
♦
Negri hefir í fyrsta skifti í
sögunni verið gerður að liðs-
foringja í breska hernum. Svarti
liðsforinginn heitir Arandul
Moody. Hann er 22 ára og er
sonur Dr. Harold Moody á
Jamaica.
★
Það er hægt að gera sjer
nokkra hugmynd um stærð
Sahara eyðimerkurinnar, þegar
maður athugar, að eyðimörkin
er átta sinnum stærri heldur en
bæði Noregur og Svíþjóð.
★
Þann 21. nóvember 1927 milli
klukkan 15 og 15.30 hnerraði Jam-
es Lanrier frá Edinborg 690 sinn-
um í röð. Er þetta talið heimsmet
í hnerrum!
BÍLSTJÓRI,
duglegur og samviskusamur,
getur fengið atvinnu um óá-
kveðinn tíma. Umsóknir merkt-
ar:' „Bílstjóri“, með tilgreindri
kaupkröfu, upplýsingum um
fyrri atvinnu eða meðmælum
(aðeins í afriti), sendist af-
greiðslu Mbl. fyrir 23. þ. m.
Tek að mjer
HREINGERNINGAR
Guðm. Hólm. Sími 5133.
°g íeg gaf niig á fal við þessa
veru. Þegar maður er drukkinn
segir maður stundum það sem (
maður hugsar. Veran varst þú.
Hvað sagði jeg eiginlega?“
Framh.
iffi/íynninyuG
GUÐSPEKIFJELAGAR
Septímufundur í kvöld. Erindi,
einsöngur, upplestur, hljóðfæra-
leikur.
SJÓMAÐUR ÓSKAR
eftir 2—3 herbergja íbúð.
Uppl. í síma 4853 frá kl. 2—4.
KONA ÓSKAR EFTIR
góðu herbergi með innbygðum
skáp og ní.uðsynlegum þægind-
um, sem næst miðbænum, 14.
maí. (Aðgangur að síma og
eldunarplássi æskilegt, en ekki
nauðsynlegt). Tilboð með upp-
lýsingum, auðkent „Hag-c
kvæmt“, sendist Morgunblað-
inu.
JCaups&anuc
VIKTORÍUBAUNIR,
Hýðisbaunir, Grænar baunir í
dósum, Rabarbar á Vi og V2
flöskum, ódýr. Asparges í dós-
um, Búðingar, margar teg,
Ávaxtahlaup í pökkum, Þor-
steinsbúð, Hringbraut 61. Sími
2803, Grundarstíg 12. Sími
3247.
ÞURKAÐUR SALTFISKUR,
ódýr. Sími 1456.
NÝ EGG,
3 kr. pr. kilo. Valdar útsæðis-
og matarkartöflur. Verslun Gu^-
jóns Jónssonar, Hverfisgötu 50-
Sími 3414.
ALT ER KEYPT,
Húsgögn, fatnaður, bækur o. fl-
Fornverslunin, Grettisgötu 45.
VANDAÐUR STOFUSKÁPUR
tíl sölu. Tækifærisverð,. Blaða.
og bókasalan, Hafnarstræti 16-
ÁGÆTAR
MATARKARTÖFLUR
í hálfum og heilum þokum á.
6.50 Og 12.50. Tjarnarbúðin-
Sími 3570. Versl. Brekka. Símt
1678.
Valdar íslenskar
KARTÖFLUR og GULRÓFUR
í heilum pokum og smásölu-
Harðfiskur sjerstaklega góður.
Cítrónur — Ostar, — Egg -—
Bjúgu, daglega ný. —
Tjarnarbúðin. — Sími 3570. —
Versl. Brekka. — Sími 1678-
DAGLEGA
nýhakkað kjöt, nýtt böglasmjör,
tólg, rúllupylsa, kæfa. Kjötbúð-
in Herðubreið, Hafnarstræti 4-
Sími 1575.
TRILLUBÁTUR TIL SÖLU
31/2 tn. í góðu standi. Ennfrem-
ur 10 Hk. Sólómótor. Upplýs-.
ingar í síma 9091, Hafnarfirði-
REYKHÚS
Harðfisksölunnar Þvergötu, sel-
ur reykt hrogn mjög ódýr. —-
Sími 2978 og 3448.
MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR'.
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar senr
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga^
vegs Apótek.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela.
ÚTSÆÐISKARTÖFLUR
og valdar Matarkartöflur og
Gulrófur í heilum pokum og'glös og bóndósir. Nönnugötu &
smásölu. Garðáburður. Þor-
steinsbúð, Hringbraut 61. Sími
2803., Grundarstíg 12. Sími
3247.
HREINGERNINGAR
Sími 2597. Guðjón Gíslason.
HREINGERNING
í fullum gangi. Fagmenn að
verki. Hinn eini rjetti Guðni G.
JgurdSon, málari. Mánagötu
19. Sími 2729.
HREINGERNINGAR
Pantið í tíma. Guðni og Þrá-
inn. Sími 5571.
HREINGERNINGAR
önnumst allar hreingerningar.
Jón og Guðni. Símar 5572 og
4967.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
REYKHÚS
Harðfisksölunnar við Þvergötu,
tekur kjöt, fisk og aðrar vörur
til reykingar. Fyrsta flokks
vinna. Sími 2978.
BÓN í PÖKKUM
frá 65 aur. Stálull með sápu.
Silfur fægilögur. Hvítt bómull-
argarn. Þorsteinsbúð, Hring-
braut 61. Sími 2803, Grundar-
stíg 12. Sími 3247.
LÍTIÐ NOTAÐ,
7 lampa N C A útvarpstæki, til
sölu. Uppl. í síma 2506.
CA. 3000 GIÖS,
10 og 15 gr., 250 maskínuolíu-
glös og 2700 heilflöskur til
sölu. Tilboð merkt „367“, send-
ist Mgbl. strax.
NÝR FISKUR.
Sími 1456.
NÝR FISKUR.
Saltfiskbúðin. Sími 2098.
NÝR FISKUR.
Fiskbúðin Víðimel 35. Sími
5275.
TÆKIFÆRI.
Vegna orsaka verður seldur
húsdýraáburður í Syðra-Lang-
holti á kr. 5.00 vagninn úr
safnhúsi.
NOTAÐIR POKAR
til sölu. Tilboð sendist blaoinu,
mérkt „Pokar“.
sími 3655. Sækjum. Opið allanti
daginn.
DÖMUFRAKKAR
ávalt fyrirliggjandi. Guðm;
Guðmundsson, klæðskeri. —
Kirkjuhvoli.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypels^
glös og bóndósir. Flöskubúðinj,
íergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
og blúsur í úrvali. Saumastofa®
Uppsðlum, Aðalstræti 18. —
Slmi 2744.
FULLVISSIÐ YÐUR UM
að það *je Freia-fiskfars, sem
þjer kaupið.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
að lita heima. Litina selur
Hjörtur Hjartarson, Bræðrft-
borgarstíg 1. Sími 4256.
KAUPI GULL
hæsta verði. Sigurþór, Hafnar-
stræti 4.
BESTA FERMINGARGJÖFIN
er ryk og vatnsþjettu úriiu
(dömu og herra) frá Sigurþór,
Hafnarstræti 4.
ÞÚSUNDIR VITA
að ævilöng gæfa fylgir trúlof-
unarhringunum frá Sigurþór0r
Hafnarstræti 4.