Morgunblaðið - 21.04.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. apríl 1940.
Her Bandamannaátveim stöðum
milii Bergen og Þrándheims
Við mikilvægar
samgönguæðar
Elverum og Hamar sagðar
fallnar í hendur Þjóðverjum
PÓTT ÞRIÐJA TILKYNNING breska hermála-
ráðuneytisins um landsetning breskra her-
manna í Noregi, sem birt var í gær, gefi
í
jafn litlar upplýsingar og hinar fyrri um það, hvar her-
* liðið hafi verið sett á Iand, verður þó ráðið af öðrum
fregnum, að Bandamenn hafa nú her skamt fyrir norðan
Bergen og við tvær mikilvægar samgönguæðar, bæði fyrir
norðan og sunnan Þrándheim. Að norðanverðu er herinn
við járnbráutina frá Namsos til Þrándheims, en að sunn-
anverðu — og það varð ekki kunnugt fyr en í gær — við
Raumsdals-járnbrautina, sem greinist efst í Guðbrands-
dalnum út frá aðaljárnbrautarlínunni frá Osló til Þránd-
heims.
*f. r
'■> 54 ORÐ
1 tilkynningu breska hermálaráðuneytisins segir að-
eins, að hernaðaraðgerðir í Noregi gangi samkv. áætlun,
að franskt herlið hafi verið sett á land, og að Bandamenn
hafi náð á sitt vald nokkrum mikilvægum stöðum, Það
vekur nokkra áthygli, hve fáorðar tilkynningar hermála-
ráðuneytisins eru, þar sem með þessari þriðju tilkynningu
hefir ráðuneytið látið frá sjer fara aðeins 54 orð um land-
setningu breska og franska hersins í Noregi.
Þetta hefir vakið mikla óánægju, sem kom fram í sumum
Lundúnablöðunum í gær, en sú skýring er gefin á þessu, að
nauðsynlegt sje að halda einstökum atriðum um landtökuna
leyndum eins lengi og kostur er fyrir Þjóðverjum.
En fregnin um að Bandamenn hafi sett her á land
viS Raumdalsfjörð, í Andalsnes, kemur frá þýskum
heimildum. I tilkynningu þýsku herstjórnarinnar í gær
segir að þýskar hernaðarflugvjelar hafi gert loftárás
á bresk herskip og herflutningaskip í Raumdalsfirð.
inum og sökt bresku beitiskpii, sem varð fyrir 500
kg. sprengju. Einnig höfðu — samkvæmt tilkynningu
herstjórnarinnar — margar sprengjur hæft 15 þús.
smálesta herflutningaskip og kviknaði í því. Telja Þjóð-
verjar að skipið hafi verið gert ósjófært.
En búið var að setja hermennina á land úr skipunum, þeg-
ar árásin var gerð. í tilkynningunni segir að árangursrík loft-
árás hafi verið gerð á herbúðir Bandamanna í Andalsnes við
Raumdalsfjörðinn.
ÁRÁSIR Á HERFLUTNINGASKIPIN
Bretar staðfesta í tilkynningu, sem breska flotamálaráðu-J
neytið gaf út í gær, að Þjóðverjar hafi undanfarna tvo dagí
gert ítrekaðar árásir á herskip þeirra og herflutningaskip,
og aukið þessar árásir í gær, en segja afdráttalaust að ekkert
tjón hafi verið unnið í þeim. Aftur á móti segjast Bretar h'afa
skotið niður þýskar flugvjelar.
Skeyti, sem barst frá einu herskipinu í hinum „þogla
flota“ Breta við Noreg í gær, hefir verið birt og hljóðar það
svo:
„Loftárás gerð á okkur aftur, hefi skotið hann niður“.
Þótt fregnin um Iandsetning bresks eða fransks hers
í Andalsnes við Raumdalsfjörðinn sje nú langsam-
lega mikilvægasta, sem enn hafi borist um hernaSar-
aðgerðir Breta í Noregi, þá er þó ekki síSur mikil-
vægt, ef sú fregn reynist sönn, sem birt var í Stokk-
hólmi í gær, aS hersveitir Bandamanna hefSu veriS
settar á land viS Lærdal viS Sognfjörðinn, skamt fyrir
norSan Bergen.
■FallhlífarliD-
Þjóðverja
9
f * jóðverjar eru sagðir hafa
sent fallhlífarherlið (þ.
e. herhð, sem landsett er úr
flugvjelmn með fallhlífum,
vegna þess að flugvellir eru
ekki fyrir hendi) á nokkra
mikilvæga staði, til að hefta
sókn Bandamanna eftir
Raumsdalsbrautinni og frá
Lærdal við Sognfjörðinn.
Málmsöfnun,
afmælisgjöf
til Hitlers
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Snemma í gærmorgun fóru yf-
irmenn landhers, sjóhers og
lofthers Þjóðverja, Göring mar-
skálkur, von Brauchitsch, hers-
höfðingi og von Raeder stórað-
míráll, á fund Hitlers til að óska
honum til hamingju á fimtugasta
og fyrsta afmælisdegi hans. Gör-
ing tilkynti Hitler, að hvatning
hans til þjóðarinnar um að safna
málmi og láta það vera afmælis-
gjöf hennar til foringjans, hefði
fengið góðar undirtektir.
Síðar í gær fóru ráðherrar og
aðrir samverkamenn Hitlers á
fund hans til að árna honum
heilla.
f skeyti frá Berlín segir, að
Hitler hafi haldið daginn hátíð-
legan í hópi hernaðarlegra og
pólitískra samverkamanna sinná.
von Falkenhorst, yfirhershöfð-
ingi þýska innarásarhersins í Nor-
egi, hjelt daginn hátíðlegan með
því, að birta ávarp til norsku
þjóðarinnar, þar sem öllum, sem
fram tjl þessa hafa haldið holl-
ustu við norsku stjórnina (stjóru
Nygaardsvolds) er heitið fyrir-
gefning, ef þeir hverfi nú frá villu
síns vegar og taki upp samvinnu
við Þjóðverja. En hinsvegar er
þeim hótað með „engri miskunn",
sem halda áfram að vinpa með
stjórn sinni, gegn Þjóðverjum.
1 Englandi er mikið veður gert
út af þjóðrjettarbroti, sem Þjóð-
verjar eru sagðir hafa gerst sekir
um, með því að neyða norska
bifreiðastjóra til að aka með
þýska hermenn til vígstöðvanna
,alla leið fram' í fremstu víglínu,
þar sem þeir hafa orðið fyrir
skothríð samlanda sinna.
Bretar og Frakkar
tjá Itölum ósk
sína um „góða
sambúð“
En Júgóslafar
eru viðbúnir
MUSSOLINI flytur ræðu af svölum Palazzo
Venezia-hallarinnar í Rómaborg í dag.
í ræðu þessari mun hann e. t. v. gera
grein fyrir fyrirætlunum ítala í utanríkismálum, bæði
gagnvart Balkanþjóðunum og gagnvart þeim þjóðum, sem
hafa hagsmuna að gæta í Miðjarðarhafi.
í ræðu, sem JCvetkowitsch forsætisráðherra Júgóslafa
flutti í gær, lýsti hann yfir því, að Júgóslafar myndu
verjast öllum tilraunum, sem gerðar kynnu að verða
til að rjúfa hlutleysi þeirra. En hann sagði, að þeir
vildu vinsamlega sambúð við alla nágranna sína.
Samskonar óskir um góða sambúð við ítali, komu fram
bæði í Frakklandi og Englandi í gær.
Barðttan gegn
„Quisling-
unum“
Dr. Stoyadenowitsch fyr-
verandi forsætisráðherra
Júgóslafa hefir verið gerður út-
lægur til smáþorps eins í Ser-
bíu. Verður hann þar undir eft-
irliti hins opinbera.
En bróður hans, sem var eig-
andi júgóslafneska stórblaðsins
,,Ureme“, hefir verið handtek-
inu.
Báðir þessir menn eru miklir
Þjóðverja- og Ítalíuvinir.
í Svíþjóð var í gær gerð
húsleit í aðalbækistöð nasista í
Stokkhólmi og blað nasista, er
átti að koma út í gær, gert upp-
tækt.
1 Hollandi hafa kunnir nas-
istaforingjar, þ. á. m. þingmað-
ur í hollenska þinginu, verið
handteknir.
Roosevelt
ekki I kjflri ?
Frá Washington hefit- borist
fregn um það, að Roosevelt
hafi tilkynt opinberlega, að hann
muni ekki gefa kost á sjer við
næstu kosningar. (FÚ.).
1 París flutti Poul Reynaud
forsætisráðherra ræðu á fuiidi
utanríkismálanefndar öldunga-
deildarinnar, þar sem hann ljet
m. a. svo um mælt, að þótt ítalir
hefðu fram til þessa virt að vett-
ugi alla viðleitni Frakka til
þess- að koma til leiðar með
samningum friðsamlegu sam-
komulagi um öll deilumál í
sambandi við Miðjarðarhafið,
þá væri það stefna Frakka að
halda áfram að vinna að þessu
marki.
Hann sagði, að það væri ósk
Frakka að geta lifað í góðri
sambúð við ítali, og að þeir litu
svo á að það væri brýn nauð-
syn fyrir báða aðila, að frið-
ur hjeldist í Miðjarðarhafinu.
Afstaða Breta.
í Englandi flutti Mr. Hugh
Dalton, einn af foringjum sósíat-
ista, ræðu í gær, þar sem hann
sagði, að Bretar óskuðu þess að
halda vináttu ítala. Hann kvað
óvissu ríkjandi um afstöðu ítala
og það væri skylda Breta að tala
skýrt og skorinort. Vjer eigum í
stríði við Iíitler og nazismann,
sagði Dalton, en vjer munum ekki
leggja á flótta undau neinuui
bandamanni, sem Hitler kynni að
fá. —
Dalton kvaðst unna Ítalíu og
kvaðst aldrei gleyma hugprýði og
hreysti ítala, sem hann hefði bar-
ist með í heimsstyrjöldinni. I mín-
pm augum, sagði hann, og Eng-
lendinga yfirleitt, væri það miklu
meii’a, hrygðarefni að verða að
heyja stríð við Ítalíu en Þýska-
land. Hann kvoðst vona, að til
þess mundi ekki koma, en ef svo
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
i