Morgunblaðið - 21.04.1940, Side 6

Morgunblaðið - 21.04.1940, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. apríl 1940. Kapphlaup um aðal- járnbrautarlínuna frá Oslo til Þrándheims FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Það virðist geta haft mjög mikla þýðingu fyrir sókn Banda- manna í Noregi, ef þeim tekst að koma öflugum her á land í Lærdal. Sá staður er fyrir botni hins langa Sognfjarðar, og því langt inni í landi. En upp frá Lærdal liggur vandaður ak- ýeg'ur yfir Filefjeld og skiftist leiðin á fjallinu. Liggur vest- ari álman niður í Hallingdal, en um þann dal liggur Bergens- brautin, þar sem hún kemur niður af háfjallinu. En austari vegarálman á Filefjeld liggur niður í Valdresdal, og er járn- braut all-langt upp eftir þeim dal. Ef herlið Bandamanna kæmist eftir þessum fjallveg, þá er því opin leið áleiðis til Bergen og austur í mynni Guðbrands- dals. Bergensbrautin er enn sögð í höndum Norðmanna. Járnbrautin liggur um fjöllótt svæði, sem kunnugt er. Hún er 300 mílur á lengd og fer gegnum 108 jarðgöng. Jafnvel þótt Norðmenn gæti ekki haldið henni, er hægðarleikur að koma því til leiðar að Þjóðverjum verði hún gagnlaus. FRÁ RAUMSDALSFIRÐINUM. Frá Andalsnes geta hersveitir Bandamanna hinsvegar sótt eftir Raumdalsbrautinni, sem liggur þvert á aðaljárnbrautarlín- una frá Oslo til Þrándheims, um Hamar og Guðbrandsdalinn. Þjóðverjar sækja nú norður eftir Oslo-Þrándheimslínunni norður Guðbrandsdalinn, eftir að þeir náðu Hamar á sitt vald í gær (sú fregn er þó enn óstaðfest). Það kann því að verða kapphlaup á milli þýsku og bresku hersveitanna um að kom- ast fyrst þangað, sem Raumdalsbrautin og Oslobrautin mætast í Dombaas. Samgongur milli Dan- merkur og Sviþjóðar Samgöngur hafa nú verið teknar upp aftur milli Kaupmannahafnar og Málmeyj ar og milli Helsingör og Hels- ingjaborgar (í Svíþjóð). Fimm hundruð manns, Norð- menn og Svíar, voru á fyrstu ferjunni, sem fór frá Khöfn til Málmeyjar í gær, þ. á. m. sendi- herra Norðmanna í Berlín og starfslið hans. Mikið getur oltið á því, hvor verður á undan, því að áform Þjóðverja hlýtur að vera, að reyna að koma her og hergögnum, til aðstoðar setuliði sínu í Þránd- heimi, þessa leiðina. Elverum sögð fallin. Þeir eiga þó að vísu kost á amiari leið, þar sem er járnbraut- in um Austurdalinn um..Elverum til Þrándheims. Fregnir bárust í gær um að Elverum væri fallin, en hefir þó ekki fengist staðfest. En þýskar flugvjelar gerðu loftárás á borgina Rena, nokkru norðar en Elverum, við járnbrautina í Austur- dalnum, í gær, og lögðu þá borg að nokkru leyti í rústir. Bæði hjá Hamar og. Elverum eru Norðmenn sagðir Itíi Pn barist af mikilli hreysti um hvern þuml- ung af landi sínu. En þeir fá ekki rönd við reist hinum fjölbreyttari vopnum Þjóðverja og árásum flug- hers þeirra. Breskir og franskir herforingjar starfa nú með herforingjaráði Norðmanna hjá Elverum. Hjá Þrándheimi. Engar fregnip bárust um orust:- ur fyrir norðan Þrándheim í gær. En Þjóðverjar eru sagðir vera að koma sjer fyrir í borginni Stens- kjær, miðja vegu milli Namsos og Þrándheims. Þjóðverjar halda áfram að flytja herlið með flugvjelum norð- ur til Þrándheims. Herlið, sem var lagt af stað þaðan suður 4 bóginn til móts við Elverum-her- inn sneri í skyndi við, þegar spurð- ist um landsetningu breska hers- ins í Namsos. F/á iNáívik berast enn' engár i 1 • . :áreiðaatl0gar fregnir. En Þjóðverj- .ar halda því fram, að borgin sje enn í þeirra höndum. Gengi norsks gjaldeyris Norskir bankar, sparisjóðir og aðrar peningastofnan- ir hafa verið'’ hvattar til að greiða fyrir hersveitum Banda mapna í Noregi, með því að skifta gjaldeyri þeim, seni þær hafa með sjer, sterlingspund- um eða frönk'um í porskar krórn ur. Gengið hefir verjð ákveðið eins og það var 6. apríl síðastl- inn, eða áður en innrás þýska hersins hófst. Útflutningur danskra og norskra verðbrjefa hefir verið bannaður í Bandaríkjunum, og er það skilið sem ráðstöfun til að vernda eigur danskra og norskra þegna. BRETAR OG ÍTALIR FRAMH. AF ANNARI SÍÐU færi yrði Bretar að horfast í augu við staðreyndirnar. Dalton sagðist vera þeirrar trú- ar, að það væri vilji forlaganna, að Bretar og ítalir væri vinir. Að undanförnú hefði ítalska þjóð- in látið ítölsku blöðin segja sj.er fyrir. En staða ítölsku þjóðarinn- ar er ekki við hlið harðstjóra, sem kemst ekki hjá því, að fá sinti dóm. Húsmæðrafjelag Reykjavíkur heklur aðalfund sinn í Oddfellow- húsinu (uppi) annað kyöld kl. 8.30. BRJEF Athugasemd um sænskt háskólanám Herra ritstjóri! ■[ þeirri grein um fyrirkomulag, •* og framtíð Háskóla íslands, sem herra skólastjóri Helgi H. Eiríksson birti í Morgunbl. þ. 10. þ. m., segir háttvirtur höfundur eit.thvað, sem snertir nám sænskra, háskólastúdenta, og þarf þetta mál, eftir því sem mjer finst, nokkrar skýringar frá minni liálfu. Höfundur greinarinnar segir m. a.: ,^ískell Löve segir, að. í Sví- þjóð lesi náttúrufræðingar aðeins þrjú fög .... En þeir vprða að sjálfsögðu að þekkja nokkuð (let- urbr. mín) til flestra helstu greina náttúruvísindanna; þær grípa það mikið hver inn í aðra, að ekki er unt að nema eina til hlítar án þess að þekkja talsvert til hinna líka. Hvernig á t. d. maður að læra grasafræði þil lilít- ar án þess að læra nokkuð (let- urbr. mín) í efnafræði, eða læra efnafræði til fullnustu og kunna ekkert'‘ (leturbr. mín) í eðlis- fræði. — Jeg held því, að ef nátt* úrufræðinám við sænska háskóla er jafn takmarkað og hann gef- ur í skyn, þá sje það ekki til fyr- irmyndar fyrir okkur“. Hvað sem getur verið til fyrir- myndar fyrir Háskóla Islands í þessu skal hjer ekkert sagt um. En hugleiðingar skólastjórans enr bygðai* á fullkomnum misskiln- ingi, bæði hvað snertir grein Ás- kels Löve um þetta mál og grund- völl og fyrirkomulag námsins yf- irleitt í sænskum háskólum. En um þessi málefni var ekki spurt, þegar skólastjórinn leitaði upp- lýsinga í síma hjá mjer um það, hvernig háskólapróf voru háttuð í Svíþjóð. Um námið sjálft eða grundvöll þess var ekki spurt og því heldur ekkert sagt, en um það er í stuttU máli að segja, að það et fyrir engan mun eins tak- markað og skólastjórinn gerir ráð fyrir, — án þess a,ð spyrja þann, sem veit, eða á annan hátt að fullvissa sig um það. En þessu er þannig hagað: Að vísu má maður, sem1 er orðinn stúdent, innskrif- ast við sænskan ríkisháskóla, eu með því er ekki sagt, að hann — eða hún — megi. velja sjer náms- fög alveg frjáíst. Þetta á m. a. að segja: aðeins þeir stúdentár, sem þegar í skólanum —- þ. e. fyrir stúdentspróf sitt — hafá lagt -á- herslu á náttúrufræði af ýmsu tægi, geta síðar stúderað náttúru- vísindalegar námsgreinar við ein- hvern sænskan ríkisháskóla. Jeg vil taka nokkúr dæmi frá deild náttúruvísinda í Upsala- háskóla: Til þess að fá að stú- dera stjömufræði (astronomi) er krafist nánari ákveðinnar kunn- áttu í stærðfræði (matematik) og eðlisfræði (fysik), auk þess „sfárisk trigonometri, analytisk geometri og grundvallarþekking- ar differential- og integralkalkyls- ins“. Ennfrekar:. Sá (eða sú), sem ætlar að nema grasafræði, verður að geta sýnt vottorð þess efnis, að hánn (eða húnj á a. m. k. þá þekking efnisfræðinnar, sem svar- ar til nægilegs vottorðs í stú- dentsprófi í verklegri deild. sænska mentaskólans („gymnasþ ets reallinje"), segist í námshand- bók heimspekisdeildar Upsalahá- skólans. Til þess að stiádera eðlis- fræði við fyrnefndar háskóla þarf meðal annars grundvallarþekk- ingar í stærðfræði óg efnafræði, og til þess að nema efnafræði við háskólann þarf a, m. k. þeirrar þekkingar, sem svarar til krafa þeirra, sem gerðar eru fyrir nægi- legt vottorð í stærðfræði og eðl- isfræði í sænsku stúdentsprófi („reallinjen“), auk þess nægilegt stúdentspróf í verklegum æfing- um (,,laborationsövningar“). En þær kröfurj sem gerast í sænsku stúdentsprófi í þessum hjernefnd- úm fögum náttúruvísinda, eru nokkuð víðtækar, og er miðað vþð að stúdentspróf í þessunr fögúte skyldu mynda nægilegan gruu4- völl frekara náms "náttúruvísinda — en þessi grundvöllur er lagð- ur þegar í skóLanum, því að nám við sænskan háskóla, hvaða náms- fög sem unt er að ræða, er ætláÖ að vera vísindalegt sjernám, þó í samverkun með nærliggjandi námsgreinum. En vísindalegt sjernám eins og gert er ráð fyrír t. d. í magister- prófi sænskra háskóla, er sjálft hinn óhjákvfemilegi grundvöllur þess sjálfstæða vísindalega starfs, sem m aður á að geta ger.t fyrir hærri háskólapróf í Svíþjóð (li- sentiat-examen och doktorsgrad) og — síðast en eklii minst — að ÖHum prófum loknum. * Anna Z. Osterman, sendikennari Svía við Háskóla íslands. Áttræðisafmæli O tefán Jónsson, bóndi á Önd- ^3 ólfsstöðum í Beykjadal í Súður-Þingeyjarsýslu á áttræðis- afmæli á morgun, fæddúr 22. apríl' 1860. Hann er sonur Jóns Ilin- rikssonar, skálds á Helluvaði, al- bróðir Jóns heitins alþm. frá Múla. Stefán er óþugaður af ellinni,. Ijettur í sporí sem ungur væri. Hann hefir alla daga verið gleði- maður, hestamaður mikill og söng maður, en jafnframt hamhleypa til starfa og alb’a manna verk- lagnastnr að hverju, sem hann hefir gengið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.