Morgunblaðið - 27.04.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1940, Blaðsíða 8
8 ÓFKÍÐA STÚLKAN 38 „Má jeg sjá“, sagSi jeg og þjónninn vjek til hliðar fyrir mjer. Jeg reyndi að koma auga á einhverja stórfrjett á opnunni, sem mjer fanst ógurlega stór. Sú ljós- hserða gaf mjer olnbogaskot í magann, svo mig sárkendi til; hún var alveg frá sjer af æsing og rýndi í blaðið svo að nefið á henni var næstum ofan í því. Stóri svarti hatturinn hennar var altaf fyxir mjer er jeg ætlaði að reyna að lesa, svo jeg sá sama sem ekki neitt af „Daily Mail“, þangað til mjer varð Ijóst á hvað allir voru að horfa, en þá greip Szekely fram í. „Víkið fyrir þeirri litlu — svona, nú á hún að fá að sjá myndina". Hann benti með vísi- fingri efst á sfðu til hægri. í fyrstu sá jeg aðeins, að á myndinni var stúlka með blóm í fanginu og karlmaður með pípu- hatt. Jeg horfði gaumgæfilega á andlitið undir pípuhattinum og sagði: „Þetta gæti vel verið Claudio“. Myndin hafði verið tek- in við blossaljós og augu manns- ins voru lokuð. „Þetta er Clau“, sagði Szekely. Jeg hafði aldrei sjeð Claudio með pípuhatt fyr. Honum hlýtur að fara vel pípu- hattur, þó að það sje í rauninni hlægilegt, höfuðfat. „Lesið það sem stendur undir ®yndinni“, sagði sú ljóshærða. Undir myndinni stóð: „Engage- ment“. Jeg skildi þetta fyrst svo að Claudio hefði verið ráðinn til að leika einhversstaðar, en svo mundi jeg að þetta var enskt blað. „Engagement“, það þýddi trúlof- nn á ensku? „Þýðir það trúlofun, herra Szekely ?“ „Vitanlega", var sagt í kór, og raddir þeirrar ljóshærðu og þjóns- ins hljómuðu hæst í þeim samsöng. Einmitt það — það þýddi trú- lofun. Jeg las gaumgæflega það sem stóð undir myndinni. „Hinn frægi leikari og rithöfundur Claudio Pauls og frú Grace Mort- on hafa opinberað trúlofun sína“. Við nafn Grace Morton stóð „hin fræga dansmær". „Grace Morton er ein af fræg- ustu dansmeyjum Lundúnaborg- ar“, æpti Mopp inn í eyrað á mjer. Jeg athugaði myndina af Grace Morton, en gat ekki sjeð annað en loðskinnskraga, sem náði upp nndir höku og hatt sem náði nið- Eftir ANKEMARIE SELINKO ur fyrir enni. Nefið sást ekki' greinilega á myndinni. Mjer fanst jeg verða að segja eitthvað og jeg sagði því: „Hún vírðist vera lag- leg“. „Hún er bráðfalleg“, leiðrjetti Mopp. „Það gleður mig að Claudio-' hefir trúlofast fallegri stúlku“, hvíslaði jeg, en orð mín drukn- uðu í orðavaðlinum frá hinum. Það talaði hver í kapp við annan. Dansmærin Grace Morton, sem hafði átt óteljandi elskhuga, var nú búin að krækja í Clauúio okk- ar! „Og hann er þá trúlofaður henni í alvöru?“, sagði svi ljós- hærða við Sekely. „Mjer er ekki leyft að segja frá“, sagði útgefandinn og stundi. „Jeg keypti blaðið í París, en þegar jeg var í London var þetta á góðri leið“. „Hvað?“, spurði jeg. Þau litu öll á mig undrandi. „Þetta með Miss Morton, vitan- lega“, svaraði Mopp. Hann svar- aði á sama hátt og hann væri að útskýraz augljóst mál fyrir fá- bjána. „Clau kyntist henni í fínum klúbb“, sagði sjónarvotturinn, .Sekely. „Þau horfðu hvort á ann- að í stundarfjórðung; það var ekki hægt að komast hjá að taka eftir því. Við vorum mörg saman. Svo dansaði hann við hana tango; bara einn dans. Og svo-------“ i „Og svo“, spurðu við öll með brennandi áhuga fyrir framhald- inu. Szekely ypti öxlum. „Svo fóru þau burt saman“. Mopp brosti til mín. „Enn ein, sem hann hefir beðið eftir alt sit: líf“. Mjer var ómögulegt að hlæja að þessari fyndni hans. Nú vildu allir fá að heyra nán- ar hvernig þetta hefði gengið til, en Szekely vildi ekki segja meira. Það rumdi í honum nokkrar ó- skiljanlegar setningar áður en hann fjell í væran eftirmiðdags- blund. Ókunnuga fólkið fór eða flutti sig að öðrum borðum, en bara jeg og Mopp urðum eftir hjá Szekely. „Haldið þjer að það sje nú al- vara í þet'ta sinn hjá Claudio?“ spurði Mopp. Illur yfir að vera ónáðaður í svefni sínum umlaði Szekely. „Það er altaf alvara hjá Claudio í hvert skifti; það er nú ólánið. Við þögð- um um stund og hugsuðum til Lilian. „Er hann trúlofaður henni í al- vöru?“, spurði jeg. Szekely hristi höfuðið. „Nei, það er hann ábyggilega ekki. Þau sjást vafalaust oft saman. Og þegar frægur listamaður sjest með frægri listakonu, og þegar allir vita að þau búa saman, þá segja blöðin frá því að þau sjeu leynilega trú- lofuð. Blaðamennknir vilja nú einu sinni skrifa svona og fólkið vill lesa það og því er notað orð- ið „leynileg trúlofun“ sem afsök- un“. — „Nú, en því skyldi Claudio Pauls ekki gifta sig eins og aðrir menn?“, spurði jeg. „Vegna þess að Pauls er ekki eins og þeir, sem gifta sig. Hafið þjer ekki tekið eftir því? Annars hefði hann fyrir löngu kvænst ein- hverri þeirra kvenna, sem hann hefir í það og það skiftið tilkynt hátíðlega að væri fullkomnasta vera sem hann hafi kynst. Margir menn eru þannig gerðir að þeim finst ánægja að giftast. Þeir eru fljótir að ákveða sig og fljótir að skilja við konuna og gifta sig á ný“. „Claudio, hinn eilífi pipar- sveinn“, sagði jeg og reyndi að vera glaðleg. Jeg gerði mjer ekki ljóst hvernig á því stóð að jeg komst í slæmt skap af að sjá myndina í blaðinu. Jeg fjekk sting í hjartað, eins og þegar jeg frjetti að Claudio væri að fara til Lond- on. „Claudio er ekki hinn eilífi pip- arsveinn“, sagði Szekely. „Hann er sá sem tilbeðinn verður að ei- lífu“. Hann sang vindil sinn í ákafa og gerði ráðstafanir til að halda áfram miðdagsblundi sínum. „Kannske er hún einstaklega falleg“, sagði jeg. „Já, vafalaust“, svaraði Mopp, tók blaðið, sem Szekely hafði lát- ið liggja á borðinu, og stakk því í vasann. „Kannske er hún blátt áfram stórfalleg“, sagði jeg aftur við Szekely nokkrum vikum síðar. Jeg sagði þetta ofur hægt og næstum hvíslandi. Þessi athugasemd mín var nánast sagt ókurteis vegna þess, að við sátum við sama borð og Claudio Pauls og Grace Mort- on. Yið höfðum aftur safnast sam- an við hornborðið í litlu vínstof- unni og í bólstraða hægindastóln- um sat á ný fögur kona í dýr- indis klæðum. Claudio ræddi nú á ný bæði um skemtileg og leiðinleg umræðuefni við Szekely, Mopp og fleiri kunuingja. Yið og við horfði hann aðdáunaraugum yfir í hæg- indastólinn, þar sem ástmey hans sat. Framh. J&uyts&apuc ALT ER KEYPT Húsgögn, fatnaður, bækur o. fl. Fornverslunin Grettisgötu 45. Sími 5691. REIÐHESTUR til sölu, i7 vetra, töltari og mikill vekringur. Sanngjarnt verð. — Uppl. gefur Jón Vilhjálmsson Vatnsstíg 4. 'TTWJ imj3s^LLO^kjC^iqILbJ Nýlega er fallinn dómur í máli einu í Budapest, og ▼ar því slegið föstu með dómn- um, að kossar eru jafngildur gjaldmiðill og peningar þar í landi. Kaupmaður nokkur hafði orðið ástfanginn af ungri stúlku, sem kom í búðina til hans. Þegar kaupmaðurinn byrjaði að gera sínar hosur grænar, ljet stúlkan ekki ólíkindalega, einkum þar sem kaupmaðurinn dró síst af vigtinni á því, sem hún keypti og Ijet jafnvel smávegis aukreitis með. Að lokum tók kaupmaðurinn í sig kjark og bað stúlkunnar. Það «£ fara nærri um vonbrigði hans, er stúlkan sagði, að úr hjóna- bandi gæti því miður ekki orðið, þar sem hún væri þegar gift! Kaupmanninum þótti þetta súrt í brotíð og stefndi stúlkunni. Heimtaði hann greiðslu fyrir þær vörur, sem hann hafði látið fram yfir. Hjelt hann því fram, að þessar vörur hefði hann látið af hendi sem einskonar „forskot á sæluna". Rjetturinn leit svo á, að kaup- maðurinn . ætti enga greiðslu að fá, því að kossar þeir, sem hann hefði fengið hjá konunni, væri fullgild borgun fyrir vörurnar. En nú kom þriðji maðurinn til sögunnar og það var eiginmaður- inn. Hann hafði ekki haft hug- mynd um þessa verslunaraðferð konu sinnar og krafðist skilnað- ar þegar í stað. Rjetturinn veitti strax skiln- aðinn. Ef að hægt væri að hita venju- lega fallbyssukúlu svo mikið, að hún yrði jafnheit og sólin er að innan (50.000.000 gráður), þá myndi alt lifandi í 65 kílómetra fjarlægð frá kúlunni deyja af ljósinu, sem myndi stafa frá kúl- unni. ★ — Jæja, drengur minn. Hvað ætlar þú að vera þegar þú ert orðinn stór? — Ekki neitt! — Hversvegna? — Af því jeg er stelpa! DÖMUKÁPUR frakkar og swaggerar. Einnig peysufataefni. Verð við allra hæfi. Kápubúðin. MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið i síma 1616. Við sækjum. Lauga vegs Apótek. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guðm Guðmundsson, klæðskeri. — Kirkjuhvoli. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, lergstaðastræti 10. Sími 5395 íækjum. Opið allan daginn. KAUPUM FLÖSKUR stópar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Nönnugötu 5, sími 3655. Sækjum. Opið allan daginn. SPARTA-DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi HARÐFISKSALAN, Þvergötu, selur saltfisk nr. 1, 2 og 3. Verð frá 0,40 au. pr. kg. Sími 3448. LEGUBEKKIR Mikið og vandað úrval. Vatns- stíg 3. Húsgagnaverslun Reykja víkur. Alllr fagmenn þurfa að ná sambandi við fjöldann. Auðveldasta ráðið til þess er að setja smá til- kynningn í Starfskrá Morg- unblaðsins. Hún kostar lítið en gerir ótrúlega mikið gagn. Starfskráin birtist á sunnu- dögunx Tryggið yður rúm í henni tímanlega. — Starfskráin er fyrir alla fagmenn. Laugardagur 27. apríl 1940. | *fjelacfslíf SKÍÐAFERÐIR. I dag kl. 2, kl. 6 og kL 8 e. h. Á morgun kl- 9 árdegis. SKR AUTRITU N Fermingarskeyti og kort á Njálsgötu 10. VANUR BIFREIÐARSTJÓRI óskar eftir atvinnu í Reykja— vík ,eða jif á landi. Upplýsing- ar í síma 2377. HREINGERNING í fullum gangi. Fagmenn að' verki. Hinn eini rjetti Guðni G. úgurdson, málari. Mánagötufc 19. Sími 2729. HREINGERNINGAR önnumst allar hreingerningar. Jón og Guðni. Símar 5572 og: 4967. Tek að mjer HREINGERNINGAR Guðm. Hólm. Sími 5133. HREINGERNINGAR Sími 2597. Guðjón Gíslason. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- inn. Sími 5571. GERT VIÐ LYKKJUFÖLL á kvensokkum. Hofsvallagötti 16, uppi. TAPAST HEFIR blár Selskabs-Páfagaukur. Skil- ist gegn fundarlaunum á Hofs- vallagötu 16. Munið símanúmer Smurðbrauðsbúðarinnar 3544. TILKYNNING frá Kvenfjel. Lágafellssóknar. Drætti í happdrætti fjelags-* ins,. sem fram átti að fara 1. sumardag, verður frestað til 1. vetrardags. K. F. U. M. Almenn samkoma anna® kvöld kl. 8Yi- Magnús Runólfs- son talar. Allir velkomnir.. 3C&&TUXZ&1 Hafnarf jörður: ÍBÚÐ til leigu fyrir fámenna fjöl—- skyldu á iVesturbraut |19. SLÆGJUR I ENGEY % Engeyjartúns til leigu. Sími. 4001.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.