Morgunblaðið - 27.04.1940, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
f
Laugardagur 27. apríl 1940.
Húsnæði
Tveggja og þriggja herbergja íbúðir eru
til leigu frá 14. maí.
Uppl. í síma 3914 eftir kl. 6.
Smáiöluverð
á eftirtöldum tegundum af reyktóbaki má eigi vera hærra
en hjer segir:
Glasgow Mixture
Glasgow Mixture
Waverley Mixture
Waverley Mixture
Capstan Mixture mild
Capstan Navy Cutmed.
Capstan Navy Cut mild
Yiking Navy Cut med.
14 lbs. dósum
Vs - ~
14 _ _
3/s - -
% - -
% - -
i/s _ _
% - ~
kr. 5.15 dós
— 2.65 —
— 5.15 —
— 2.65 —
— 5.70 —
— 2.95 —
— 3.20 —
— 2.35 —
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
3% hærra vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinbasala riklsins.
Smásöluverð
á eftirtöldum tegundum af vindlum má eigi vera hærra
en hjer segir:
Manikin
E1 Roi Tan Panetelas
E1 Roi Tan Cremo
E1 Roi Tan Golfers
50 stk. kassi kr. 24.00
50 — — — 34.80
50 — — — 29.20
50 _ — — 15.00
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
3% hærra vegna flutningskostnaðar.
Tóbakseinkasala rikisins.
GEITIN
^telur
GRÆNMETI
SLÆM OLÍA STELUR BENSÍNI
eyðir vjelarafli til ónýtis, og peningnm. Veedol þjett-
ir stimpla og ventla örugglega, dregur úr núningi,
en það er aðal orsök óþarfa olíueyðslu. Þessvegna
spara fleiri og fleiri hugsandi bílstjórar bensín,
með því að nota betri smurningsolíu.
KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN
THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL...DREGUR ÚR RENSÍNEYÐSLU
BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU.
Byggingarefni úr ís-
lenskum leir
FRAMH. AF ÞRIÐJU SfÐU.
Ræsapípur.
Múrsteinn.
Auk þess margar tegundir lita,
sem jeg mun síðar víkja nán~
ar að.
★
— Leirnámur eru aðallega
tvær. Önnur á Vesturlandi, en
hin á Austurlandi, og er hent-
ugt að vinna múrstein og meiri
hluta þessarar framleiðslu, við
námurnar sjálfar.
Tilraunir hafa vcrið gerðar
um blöndun leirs og vikurs í
múrsteinagerð, og bæði er vik-
ur gott einangrunarefni og ljett-
ir steininn í flutningum, sem
verða að fara fram á sjó.
Samkvæmt áætlun G. E. væri
hægt að selja steininn frá verk-
stöð á 7 aura stk. (venjuleg
stærð og gerð) en 9 aura ef
harðbrendur.
Samsvarar það nákvæmlega
verði múrsteina í nágrannalönd-
um vorum, án tillits til gengis-
munar.
í hvern kúbikmeter til hús-
bygginga fara um 400 steinar,
og sjest því, að hjer er um fram
leiðslu að ræða, sem yrði ekki
eingöngu landsmönnum til
hjálpar meðan styrjöld stend-
ur, heldur hefði hún einnig
framtíðarþýðingu, og þá ekki
síst fyrir byggingu í sveitum.
Frá fagurfræðilegu sjónar-
miði er hjer einnig um þýðing-
armikið atriði að ræða, því lit-
ur og áferð brendra steina í
húsagerð er einkar fögur og
tilbreytingarík.
Tilraunir hafa verið gerðar
um bindingu vikurplatna með
leir, í stað steinlíms, og hafa.
þær einnig gefist vel.
★
Eftir þessari sömu áætlun.
ættu glerjaðar flísar að kosta
um 16 au. stk., frá verksmiðju,
og þakhellur kr. 7,50—11,00
fermeter.
Er það mun lægra verð á
samskonar efni erlendu, sem
hingað hefir verið flutt.
Auk þess, sem hjer að fram-
an hefir verið talið, mætti vinna.
úr leirnum flest als, sem þarf
til rafmagnsiðnaðar, svo sem
glerjaða tengla o. s. frv., og til-
raunir, sem gerðar hafa verið
í þeim efnum standa fyllilega
á sporði hinum erl. iðnaði á því
sviði. Þó þarf hjer nokkur erl.
efni til blöndunar, en sem ekki
nemur meiru en 14 framleiðsl-
unnar.
Er sjálfsagt að þetta atriði
sje einnig athugað til hlítar, því
sú grein iðnaðarins úr brend-
um leir, er hvað einföldust.
★
Minningarorð um
Jón L. Hansson
T ón Hansson, áður bóndi á Þór-
” eyjarnúpi, dó að heimili sínu
hjer í bænum 22. þ. m. Hann dó
í svefni, líklega af blæðing í heila.
Verður hans minst hjer að nokkru.
Ilann var fæddur á Jónsmessu
24. júní 1864 að Hvammi í Langa-
dal í Húnavatnssýslu. Bjuggu þar
þá foreldrar hans, Hans Natans-
son skáld, og kona hans Kristín
Þorvarðardóttir, síðast prests á
Prestsbakka á Síðu.
Fæddist Jón upp með foreldrum
sínum, fyrst í Hvammi fá ár, og
síðar á Þóreyjarnúpi til þess er
faðir hans ljest á öndverðu ári
1887. Bjó Jón þar nokkurt skeið
með móður sinni, og eftir það á
ýmsum stöðum, svo sem Vatnshól
2—3 ár, en lengst á Syðri-Þverá
í Vesturhópi allmörg ár, en milli
þess, er Jón bjó, var hann svo
árum skifti lausamaður, og þá einn
vetur fjármaður hjá Magnúsi
bónda í Hnausum, Steindórssyni,
tókst með þeim' góð vinátta og
hjelst siðan.
Jóni búnaðist ávalt vei. Var
áfalt vel birgur að heyjum og
hjálpaði náungum sínum um hey,
er þeir voru þrotnir. Hann var
afburða góður fjármaður, og bar
gott skyn á allan fjenað. Jón
liafði ávalt gnótt í búi. — Vorið
1906 hóf hann verslun á Hvamms-
tanga og mun hafa rekið hana
þrjú ár, eitt þeirra ára voru harð-
indi mikil, lánaði Jón þá mat-
björg nauðstöddnm mönnum', svo
að nam stórfje, og fjekk mikinn
hluta þess aldrei góldinn, varð
það verslun hans að falli og hon-
nm sjálfum einnig fjárhagslega.
Eftir þetta flutti hann vestur í
Strandasýslu og síðan vestur í
Þorskafjörð, og bjó þar nokkur
ár, þar á meðal eitt ár á Hjöll-
um, og var þar aleinn yfir fje
sínu allan veturinn. Mun. slík ein-
vera ekki heiglum hent, en Jón
var hinn mesti kjarkmaður og
kunni ekki að hræðast.
Eftir 1920 flutti hann til Suð-
urlands og ól hjer aldur sinn síð-
an, ávalt glaður og reifur, hvern-
ig sem bljes.
Jón var einkennilegur í sjón,
mjög skarpleitur í andliti og hvast
tillit hans, nokkrn hærri en með-
almaður á velli, holdgrannur og
afar kvikiegur í öllum lireyfing-
nm, hverjum manni skjótari og
öruggari til úrræða.
Jón bjó mör ár ókvæntur með
Þorbjörgu Sigurðardóttur' frá
Klömbrum, áttu þau 5 börn, og
eru 4 á lífi: Hannes, kaupmaður
hjer í hænum; Ögn, ógift, sauma-
kona hjer; Gunnar, bílstjóri við
Ltilu bílastöðina ,og Pjetur, lækn-
ir nyrðra; en dóttir þeirra Hans-
ína Kristín dó unv tvítugt úr óðiú
tæringu.
Jón var skýr maður að greind,
ör í lund, tryggur vinum sínum,
og um alt hinn mesti drenglynd-
ismaður. Gestrisni hans var við-
brugðið, hvar sem hann dvaldi, og
hvort sem gnægtir alls voru fyrir
liendi, svo sem, lengstum, eða á-
valt var, fyrri hluta ævi hans,
eða af litlu var að t.aka.
Fyr í vetur tróðu helveg tvö
stórmenni Húnavatnssýslu: Björn
Eysteinsson og Hjörtur Líndal. Nú
hefir hinn þriðji höfðingi úr Húna-
vatnssýslu veitt þeim brautar-
gengi: Jón L. Hansson frá Þór-
eyjarnúpi.
Ritað síðasta vetrardag 1940.
Árni Ámason
(frá Höfðahólum).
— Þá vil jeg minnast nokkr-
um orðum á litina.
Rannsóknir þær, sem G. E.
hefir gert fyrir H.f. Litir &
Lökk, hafa sýnt það, og sannað,
að hjer eru til næstum allir þeir
jarðlitir, sem nota þarf, og auk
þess um 60% af öllu fyllingar-
efni í ljósa liti.
Til þess að gera framleiðsluna
viðráðanlegri og í samræmi við
það, sem gerist víða erlendis,
mætti hafa þá aðferð, að ákveða
tsltekna liti til notkunar í sveit-
um og að einhverju leyti í kaup
stöðum.
T. d. er danski bóndabærinn
nær altaf málaður hvítur, með
rauðu þaki.
fslenskir fagmenn ættu að
velja þá samsetningu lita á ísl.
bóndabæinn, sem vel fellur í
liti íslenskrar náttúru, Og ætti
slíkt ekki síður, að geta bless-
ast í strjálbýlinu hjer en í þjett-
býli nágrannaþjóðanna.
Rannsóknir á vinslu málning-
arefnis eru mjög eftirtektar-
verðar, og er samkvæmt þeim
vinnanlegt í landinu mikið af
slíku efni.
*
Það, sem hjer hefir verið
drepið á, er sagt til þess að
vekja athygli á rannsóknum
Guðmundar Einarssonar frá
Miðdal, en mjer virðast þær
merkilegar, og tímabært að þær
verði athugaðar í fylstu aivöru
og komið í framkvæmd, að því
leyti, sem talið er unt.
Jeg sný máli mínu sjerstak-
lega til byggingarmanna, sem
nú standa með tvær hendur
tómar.
Stjórnarvöld landsins, sesn
þetta mál varðar, eru skyldug
til þess að taka nú þegar til at-
hugunar að hve miklu leyti til-
tækilegt er, að vinna innlent
byggingarefni úr íslenskum Ieir.
Það er búið að tefja nóg fyrir
þessu máli með skammsýni,
þótt nú sje loks hafist handa
þegar að kreppir.