Morgunblaðið - 27.04.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1940, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. apríl 1940. Ólafor Lárusson skipaður I dóm- nefnd við Osloar-háskóla Próf. Ólafi Lárussyni hefir borist beiðni frá háskól- anum í Oslo um það, að taka sæti í dómnefnd til þess að dæma um veitingu prófessors. embættis í rjettarsögu við Oslo- arháskóla. í nefndinni eiga sæti fimm menn, auk próf. Ólafs; prófes- sorinn í rjettarsögu við Kaup-| mannahafnarháskóla og þrír Norðmenn. Ekki er kunnugt, að áður hafi verið leitað til íslenskra vísindamanna þessara erinda og er það mikið traust, sem próf. ‘ Ólafi og þar með íslenska há- skólanum er með þessu sýnt. Svo sem kunnugt er, þá er rjett- arsaga ein af kenslugreinum próf. Ólafs við háskólann, og er það vitað, að hann er allra manna best að sjer um fornan rjett íslenskan og raunar forn. an germanskan rjett yfirleitt. MORGUNBLAÐIÐ Svona hús er hægt að byggja úr islensku efni Byggingurcfni úr íslenskum leir Mikilvægar rannsóknir á islenskum leir og nothæfni hans fyrir byggingariðnaðinn Hörður B)arnason, arkflteki segir frá Einlyft hús úr brendum múrsteini um . A þakinu eru plötur úr brend- leir. Miklar líkur benda til þess, að hægt sje að framleiða úr íslenskum leir múrsteina til húsabygginga, og að hægt sje að byggja úr þessum innlenda múrsteini traust og falleg íbúðarhús. Hörður Bjarnason arkitekt hefir kynt sjer þetta mál gaum- gæfilega og hefir Morgunblaðið snúið sjer til hans og beðið hann að segja frá þessu merka máli. Per hjer á eftir umsögn Harðar: Kona hrygg- brotnar í bíl- slysi Pað slys vildi til í gærmorg- un að kona ein, Guðbjörg Ólafsdóttir, Mjölnisveg 44, varð fyrir bíl og hryggbrotnaði. Slysið vildi til á móts við verslunina Ásbyrgi, Laugavegi 139. Guðbjörg var á leið yfir götuna; og ætlaði að fara í fisk- búð Hafliða fisksala. Ætlaði hún að víkja fyrir bifreið, sem kom vestan götuna, en tók ekki eftir öðrum bíl, sem í sama mund kom að austan. Varð hún fyrir þeim bíl. Guðbjörg var flutt á Lands- spítalann og var með rænu, enda mun mænan ekki hafa skaddast. Skemtanir barnadagsins Skemtanir þær er barnavina- fjelagið Siunargjöf gekst fyrir á sumardaginn fyrsta voru yfirleitt mjög vel sóttar, og fjárhagslegur árangur fjelags- ins góður eftir því. Ekki var komið fult yfirlit yfir tekjur dagsins í gærkvöldi, er blaðið átti tal við ísak Jónsson kenn- ara. Skrúðgöngur barnanna frá skólunum, Austurbæjar- og Miðbæjarskólanum mættust á Arnarhólstúni. Þar var fjöl- menni óvenjulega mikið. SkothrfO úti fyrir Vest- fjðrðum Kl. 10 árdegis á sumardag- inn fyrsta heyrðu menn á Flateyri skotbríð úti á hafi. Sást úr landi til skips, sem talið er, að verið hafi 12—14 sjómílur undan landi, og varð þaðan sem skotin heyrðust. 1 Skipið sást ógreinilega sakir^ fjarlægðar, en vel sást að; á því voru tveir reykháfar. Skotin voru talin yfir tuttugu,! og hjeldu áfram í hálfa klukku- i stund. — Skipið hringsólaði þarna meðan á skothríðinni stóð, en að henni lokirtni hjelt það í suðurátt. Eigi sást til neinnara skipa, og gátu menn því enga grein gert sjer fyrir því, hvernig á skothríð þessari stóð. Sumarfagnaður stúdenta Skákþinginu slitið 30 O kákþingi íslendinga er ný- ^ lega lokið. Heildarúrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: Nr. 1. Einar Þorvaldsson 6% vinning, nr. 2. Ásmundur Ásgeirsson 6 v,, nr. 3. Eggert Gilfer ð1/^ v., nr. 4. Árni Snævarr 4% v., nr. 5. Hafsteinn Gíslason 3 v., nr. 6.—8. Jóhanti Snorrason, Sturla Pjetursson og Sæmundur Ólafsson 2y2 v. hver, og- nr. 9. Áki Pjetursson 2 vinn- inga. Fyrsti flokkur; Nr. 1. Jón Þor- steinsson 6 vinninga, nr. 2.—3. Ingimundur Guðmundsson og FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. túdentafjelag Reykjavíkur ^ efndi til hins árlega sumar- fagnaðar síns að Hótel Borg síð- asta vetrardag. Ludvig Guðmundsson form. fjelagsins bauð gesti vel- komna og flutti stúdent- um hvatningarorð til dáðríkra starfa í þágu alþjóðar. Miutist hann þeirrá geigvænlegu atburða, sem gerst hefðu meðal frændþjóða vorra á Norðurlöndum og lýsti djúpri samúð íslenskra menta- manna með bræðraþjóðum vornm. Sigurður Nordal prófessor mælti fyrir minni Gunnars Gunn- arssonar skálds og konu hans, en þau voru heiðursgestir stúdenta. Bauð hann skáldið velkomið heim í íslenska bygð og árnaði þeim hjónum alls farnaðar á höf- uðbóli sínu. Kvaðst hann og vænta, að íslenskar hóbmentir mættu enn auðgast af glæsilegum ritverkum ,frá Gunnari Gunnars- ’syni. Skáldið þakkaði boð stúdenta og flutti ávarp, er hann einkum ræddi í viðhorfin til Norður- landa og hvernig nú væri komið högum þeirra. Yar ræðunni mjög vel tekið. Þá ljek Hallgrímur Helgason einleik á píanó og Pjetur Jónsson Isöng einsöng. Síðan var stiginn dans. Fór hófið hið hesta fram. Úthlutun skömtunar seðla hefst í dag Uthlntun matvælaseðla fyrir maímánuð hefst í dag og heldur áframi á mánudag og þriðjudag. Eins og venjulega fer afhend- ing fram í Tryggvagötu 28 kl. 10—12 f. h. og- 1—6 e. h. Fólk ætti að muna að koma, sem fyrst til þess að sækja seðla sína, og hest er að koma fyrir hádegi, því að þá er minst að gera. — Nú, þegar styrjöld geisar í aðalviðskiftalöndum okkar, og aðflutningar teppast, förum við að líta okkur nær, og athuga hvað við eigum sjálfir til, og hvort ekki sje hægt að bjargast við ýmislegt, sem til er í land- inu, en ekki var gefinn nægi- legur gaumur meðan opnar voru allar leiðir frá erlendum mark- aði. ★ — Eitt af því, sem hlýtur að skorta vegna stríðsins, er bygg- ingarefni, en það kemur öllum saman um, að stöðvun bygg- inga sje hið mesta böl, bæði vegna, þess, að enn vantar víða í þessu landi ný híbýli, og þeir sem eiga afkomu sína undir byggingariðnaði missa nú að mestu viðurværi sitt. Það er þessvegna tímabært að athuga nú þegar gaumgæfi- lega hvaða efni til bygginga mætti vinna í landinu sjálfu, og hefja nú þegar vinslu þeirra, ef tiltækilegt þykir. ★ — Fyrst og fremst vantar efni, sem komið gæti í stað steinlíms, en áætlanir, sem gerðar hafa verið um fram- leiðslu þess hjer, hafa verið á þann veg, að ekki hefir þótt svara kostnaði vegna takmark- aðra þarfa, með of miklum reksturskostnaði. Hinsvegar hafa verið fram- kvæmdar rannsóknir á íslensk- lun leir, sem veitt hafa mikil- væga reynslu. Er það Guðm. Einarsson frá Miðdal, sem fram kvæmt hefir þær rannsóknir, með aðstoð innlendra og er- lendra fagmanna, og sýnt í því sambandi mikinn dugnað og hagsýni. Rannsóknir G. E. voru á sín- um tíma lagðar fyrir skipulags- nefnd atvinnuveganna, en nið- urstaða þeirra var sú, að íslensk- ur leir væri ágætlega nothæfur, m. a. til múrsteinsgerðar, og til sönnunar því, voru lagðar fram erlendar og inníendar skýrslur um nothæfni leirsins, auk brendra sýnishorna. • G.E. sótti sex sinnum á þrem- ur árum um leyfi til þess að flytja inn brensluofn til *brenslu byggingarefna ásamt nauðsynlegum vjelum, en slík- ar vjelar eru það stórvirkar, að þær framleiða á einum degi nægilegt af múrsteini í meðal-r stórt einlyft hús. Verð ofnsins var ekki hátt, og fje fyrir hendi, enda ætlaði G. E. fyrst í stað að reyna framleiðslu þessa á eigin ábyrgð. Innflutn- ingsnefnd synjaði altaf um leýfið, þar til loksins s.l. haust,. er stríðið var skollið á, þá var V4, hluti upphæðarinnar leyfð- ur, en þá var ekki unt að fá ofn nema frá Ameríku, sem var margfalt dýrari þótt hann gerðí aðeins sama gagn, og samskon- ar ofnar og vjelar frá Þýska- landi. Þýsku tilboðin voru um 37,000 ríkismörk, en núverandi amerískt verðlag á sama,* er þrefalt meira, Hefði brensluofninn og vjel- arnar komið þegar fyrst var um beðið, má ætla, aS nú væri bægt að framleiða þá múr steina, sem nægðu til að byggja úr öll einlyft hús í sveitum og kaupstöðum landsins, þar sem slíkt kemur til greina, en þess ber að gæta, að úr múrsteini þr sennilega aðeins hægt að byggja einlyft hús hjer hjá okk- ur vegna jarðskjálfta hættu. ★ — Jeg vil nú koma nokkuð nánar að rannsóknum þeim, er gerðar hafa verið í íslenska leirnum. Flestir þekkja hina smekk-j legu og listfengu muni, sem G.' E. hefir brent úr ísl. leir, sem nú prýða hjer fjölda heimila og er jafnvel orðin útflutnings- vara. Til slíks iðnaðar þarf bestu tegund leirs, og þar sem tekist hefir að framleiða hjer besfu tegund leiriðnáðar, þá er aug- ljóst að hverskonar leiriðnaður annar getur dafnað hjer. Það er skemst frá að segja að rannsóknir G. E. sýndu, að ísl. leirinn er ágætlega fallinn til vinslu og það helsta sem til mála kæmi að framleiða úr hon- um hjer á landi er; Allskyns flísar í klæðningu. Þakhellur (tvenskonar gerð). FRAMH. Á FJÓRHU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.