Morgunblaðið - 09.05.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 9. maí 1940.
Chamberlain hlaut 81 at-
kvæða meiri hluta (
minna fylgi en hann hefir
haft nokkru sinni áður
)
Talað um að Chamber-
* .■
lain fari og sambræðslu-
stjórn verði mynduð
Æsingar I breska þinginu Arás á
Bretland
yfir
Holland ?
ÞAÐ er litið svo á, að Mr. Chamberlain hafi beð-
ið mikinn siðferðislegan ósigur, þrátt fyrir að
hann hafi hlotið 81 atkv. meirihluta við at-
kvæðagreiðslu að loknum umræðunum um Noregsmálin í
breska þinginu í gær. Hann hefir aldrei haft jafn lítinn
meirihluta við að styðjast í atkvæðagreiðslu, sem einhverju
máli skifti, frá því hann tók við völdum.
ÆSINGAR í ÞINGINU.
Atkvæðagreiðslan hófst strax að umræðunum lokn-
um, laust eftir kl. 11 í gærkvöldi (eftir breskum tíma).
Þegar úrslitin voru birt — á þá leið að 281 hefðu greitt
atkvæði með stjórninni og 200 á móti, — hófust miklar æs-
ingar meðal þingmanna, sem óvenjulegt er í breska
þinginu.
Þingm. stjórnarandstæðinga hrópuðu í áttina til stjórnarbekkj-
anna: ,,Segið af ykkur“. „Segið af ykkur“, og nokkrir þeirra
sneru sjer að Mr. Churchill og hófu að syngja „Rule Britannia“.
En stuðningsmenn stjórnarinnar ljetu í ljós ánægju sína yfir
úrslitum atkvæðagreiðslunnar með heyrhrópum.
Þegar ráðherrarnir stóðu upp og gengu hægt út úr þing-
salnum fylgdu þeim, frá bekkjum stjórnarandstæðinga hrópin
,,Farið“, farið“, en stuðningsmenn stjórnarinnar stóðu upp í við-
urkenningarskyni við ráðherrana.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar virðast yfirleitt hafa
komið á óvart, og það jafnvel meðal þingmannanna og
ráðherranna sjálfra.
Það er samt talið of snemt að spá neinu um hvaða afleiðingu
þau munu hafa, en þó er álitið geta komið til mála, að mynduð
verði sambræðslustjórn og að Chamberlain segi af sjer. En ekki
er þó búist við að nein breyting verði gerð strax.
VANTRAUSTIÐ.
Það hafði ekki verið gert ráð fyrir því í fyrradag, að nein
atkvæðagreiðsla færi fram, að loknum umræðunum um Noregs-
málin. En Mr. Morrison lýsti yfir því, er hann hóf umræðurnar
í þinginu í gær, að verkamannaflokkurinn hefði ákveðið að
greiða atkvæði á móti því, að þingfundum yrði frestað eins og
ráð hafði verið fyrir gert og var strar litið á þessa ákvörðun,
sem um vantrauststillögu á stjórnina væri að ræða.
Talið er að ákvörðun þessi hafi komið algerlega flatt upp
á stjórnina og stuðningsmenn hennar, þ. á. m. á Mr. Chamber-
lain. En hann stóð þó þegar upp er Mr. Morrison hafði tilkynt
þetta og sagði að hann tæki hólmgönguáskoruninni, og hvatti
vini sína í þinginu til að greiða atkvæði með stjórninni, þegar
atkvæðagreiðslan færi fram.
RÆÐA CHURCHILLS.
En tilkynningin um atkvæðagreiðsluna hafði strax þau á-
hrif í þinginu, að umræður hörðnuðu. Þetta kom fram í ræðum
Lloyd George og Duff-Coopers, og þegar Mr. Churchill hóf að
flytja sína ræðu, varð það ljóst, að hann átti ekki að fagna hlut-
lausum áheyrendum og þaðan af síður vinveittum, eins og hann
hefir átt að venjast jafnan undanfarið. Þegar leið á ræðuna og
hann fór að tala um vantraustið á stjórnina, lenti hann í eld-
heitum orðaskiftum við einstaka þingmenn stjórnarandstæðinga.
1 ræðum þeim, sem fluttar voru fyr um daginn, hafði Mr.
Churchill þó verið hlíft. Tveir þingmenn, Lloyde George og
Mr. Morrison, höfðu jafnvel haft orð á því, að stjórnin notaði Mr.
Churchill sem skjöld fyrir sig. Mr. Morrison nefndi þrjá menn,
sem hann taldi bera aðalábyrgðina á deyfð og aðgerðaleysi stjórn
arinnar: Mr. Chamberlain, Sir John Simon og Sir Samuel Hoare.
„B^eska þjóðin
heíir aldrei ver-
ið í jaín mikilli
hættu og nú“
segir Mr. Churchill
B
RESKA ÞJÓÐIN hefir aldrei í sögunni ver-
ið í eins mikilli hættu og hún er nú“ —
þannig mælti Mr. Churchill í ræðu sinni,
er hann flutti fyrir hönd bresku stjórnarinnar áður en
umræðunum um Noregsmálin lauk í breska þinginu í gær.
Mr. Churchill talaði í rúma hálfa klukkustund og lauk máli
sínu laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.
FRAMH. Á SJÖUIfDU SÍÐU.
Sj’í regnir um stórlega auknar
hemaðarráðstafanir í Hol-
landi, hafa þótt benda til þess,
að Hollendingar óttuðust að
Þjóðverjar reyndu að vaða yfir
land þeirra til að komast að
Bretlandi. En ýmsar fregnir
þykja benda í þá átt að bein
árás Þjóðverja á Bretland sje
yfirvofandi.
Sumir telja að árás þessi
verði fólgin í ægilegum loft-
árásum á breskar borgir. Er
vitnað í Sumner Wells, sem á
að hafa heyrt það, er hann var
í Berlín, að slíkar árásir væru
yfirvofandi.
í þessu sambandi vekja líka at-
hvgli ummæli Mr. Chamberiains
um, að Þjóðverjar kynnu að gera
beina árás á Bretlandseyjar, og
komu samskonar ummæli fram
hvað eftir annað í umræðunum
um Noregsmálin í breska þinginu
undanfarna tvo daga.
Ráðstafanir þær, sem gerðar
hafa verið í Hollandi eru: að tal-
síminn hefir verið tekinn í þjón-
ustu þess opinbera frá kl. 11 að
kvöldi til ld. 8 að morgni, ferða-
lög með járnbrautum hafa verið
takmörkuð og aukin hervæðing
hefi]- farið fram.
Einnig hefir sendiherra Ilollend-
ínga í Washington verið falið að
ánnast greiðslur til opinberra
þtarfsmanna fyrir liollenska rík-
ið, ef það lendir í styrjöld.
Cordell Hull, utanríkismálaráð-
herra Bandaríkjanna, ságði í gær,
að sjer hefðu borist upplýsingar
sem sýndu, að horfurnar í sam-
búð Þjóðverja og Ilollendinga
færu versnandi.
I Þýskalandi er aftur á móti
mótmælt fregnum, sem amerísk
frjettastofa hefir birt um að
þýskt herlið sje á leiðinni frá
Bremen og Diisseldorf til hol-
lensku landamæranna.
Ef Holland lendir í styrjöld, e,r
álitið að Belgir fari þeim til
hjálpar innan 24 klst.
Hann hóf mál sitt á því, að
svara þeirri spurningu, hvers-
vegna Bretar hefðu ekki tekið
upp forustuna í stríðinu í sta-
inn fyrir að bíða eftir því, að
óvinurinn reiddi til höggs. —
Hapn sagði að það stafaði af því
að þeir hefðu síðustu fimm árin
ekki gætt þess að halda yfir-
burðunum í lofthernaði, eða
vinna þá aftur úr höndum Þjóð-
verja. Þetta er gömul saga,
sagði Mr. Churchill. En hann
hefir, eins og kunnugt er þessi
fimm ár barist sleitulaust fyrir
því, að Bretar efldu flugflota
sinn, en með litlum árangri þar
til síðustu 12 mánuðina.
Mr. Churchill sagði að breska
þjóðin yrði að afbera með festu
mótgang af þessum sökum, enn
um nokkurt skeið, eða þar til að
hún hefði eignast jafn mikinn
flugflota og óvinurinn.
SKAGERRAK
Næst vjek hann að þeirri
spurningu, hversvegna Bretar
NARVIK
Mr. Churchill sagði, að flota-
stjórnin hefði verið gagnrýnd
fyrir að senda ekki orustuskip
með fyrstu tundurspilladeildinni
sem gerði atlögu að Narvik.
Hann sagði, að þetta hefði staf-
að af því, að ekki hefði verið
völ á öðru skipi en Renown, en
það væri orustusbeitiskip
(battle cruiser), en Bretar ættu
ekki nema tvö slík skip; svo
hefði verið litið á, að það myndi
skaða breska flotann, ef hann
misti annað þeirra. — Um
atlöguna, sem orustuskipið
Warspite gerði, sagði Mr. Chur-
chill að auðveldara hefði ver-
ið að láta í Ijós skoðanir um
hana daginn eftir en daginn áð-
ur en hún var gerð. En mjer er
óhætt að segja, sagði hann að
okkur Ijetti, þegar við frjettum,
að engum tundurduflum hefði
verið lagt, til að torvelda inn-
siglinguna til Narvíkur, að eng-;
um gildrum hafði verið lagt og
hefðu ekki sent herskip sín inn að engir tundurspinar lægju í
í Skagerrak til að stöðva flutn-
inga Þjóðverja frá Þýskalandi
til Noregs.Hann sagði að ef þeir
hefðu gert þetta, þá hefðu þeir
gert herskipin að skotspæni
þýskra flugvjela, og hefði get-
að hlotist af því hið hörmuleg-
asta tjón fyrir flotann. í stað-
inn hefði verið farið að ráðum
sjerfróðustú manna og kafbát-
ar verið sendir til þess að hindra
siglingar Þjóðverja til Noregs.
Kafbátsforingjunum hefði verið
gefnar óbundnar hendur en
venja hefði verið til í breska
flotanum, um það að sökkva
þýskum skipum, að því leyti
að þeir máttu skjóta á þau
viðvörunarlaust, ef svo bæri
undir.
Tjónið, sem Þjóðverjum hefði
verið unnið á þenna hátt, væri
hryllilegt. Þeir" hefðu ekki mist
færri en 7—8 þúsund manns,
og þúsundir af líkum hefði rek-
ið á land við Oslofjörðinn.
leyni.
Mr. Churchill upplýsti að flúg
vjelin á, Warspite hefði sökt
kafbát, sem veitt hafði skipinu
eftirför, áður en atlagan var
gerð.
Þrándheimur.
Um. Þrándreim sagði Mr. Church-
ill, að búið hefði verið að gera á-
ætlun um að gera atlögu að borg-
inni samtímis að sunnan og norð-
an og af sjó. En öllurn sem blut
á'ttu að máli, hefði verið Ijóst, að
með þessu hefði mÖrgum dýrmæt-
um herskipum verið teflt þar
frain, sem þau gátu átt á hættu
harðar og illvígar árásir þýskra
flugvjela. Samt sem áður hefði
flotinn verið reiðubúinn til að
tefla á þessa hættu, og hjálpa til
að setja herlið á land við Þránd-
heim og enginn hefði efast um,
að hann hefði verið fær um þetta.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
i