Morgunblaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 23. maí 19401 Samkvæmiskjólli Kjóllinn yst til vinstri hefir á sjer listamannablæ. Loðbryddin Rarnar og sniðið gera það hvort tveggja að verknm. — Bolerotreyjan (kjóllinn í miðjunni) er altaf í gildi. Bn bakið á þessum kjól er með sjerst.ökum svip — fellingarnar settar undir þröngt mittisstykki, og enda í ofurlitlum slóða. — Kjóllinn yst til hægri er skapaður fyrir fagran vöxt og grannan. — Að þvo blúsur og annað úr gerfisilki Borðið salat með báð- um máltfðum dagsins Grænt salat. alat, sem ræktað er í gróður- húsum og vermireitum, kem- tir daglega á markaðinn; ennþá er það ekki þroskað í görðum. JEn það er dýr fæðutegund; það jer því nauðsynlegt fyrir alla, sem hafa yfir garðbletti að ráða, að rækta salait. Best er að sá því þkki öllu í einu, heldur 2—3 á isuwiri, því sje salatið of þroskað {verður það trjenað og ekki eins Ijúffengt til matar. Verðmæti salatsins er ekki fólg- ið í hitaeiningamagni þess, því í 100 gr. er aðeins 1 gr. eggja- hvítuefni og 3 gr. kolvetni. Ekki er salatið sjerlega anðugt af stein- efnum. En aðal verðmætið er, hve anðugt það er af a-, b-, e-, og e- þætiefnum. Salat er oftast borðað þrátt og er það best, því þá eyði- leggjast ekki hætiefnin í því, við matreiðsluna. Salat má borða á margan hátt, með alskonar sósum út á. Einnig fer vel á að hafa það til skrauts með kjöti og fiski. G'eyma má salat í nokkra daga með því að láta rót- ina fylgja höfðinu; láta rótina vera niðri í köldu vatni og skifta oft, um vatn. Salatblöðin eru þvegin hlað fyr- ír blað og raðað á hvolf í gata- sigti svo vatnið sigi vel af því. J>að má ekki kreista eða þurka jblöðin. Salat í súrmjólkursósu. 2 salathöfuð eru hreinsuð og raðað í skál. 1 dl.. af súrmjólk er þeytt með þeytara þar til hún er froðukend. Got.t að setja M> tesk. af sykri í mjólkina. Helt yfir salatið í skálinni. Það er mjög Ijúffengt að borða salat með þess- ari imjólkursósu út á, því súr- keimur á sjerstaklega vel við salat- iðið. En með því að nota mjólk, þarf ekki að hafa sítrónusafa eða edik. Er ráðlegt að kaupa 1- af súrmjólk sem svo má geymast á köldum stað í 3 daga. Hafíð tappa í flöskunni. í staðinn fyrir súrmjólk má nota áfir eða mjóikurafganga, sem hafa súrnað. Salat með gúrkum. 1 salathöfuð, Vfc gúrka, 4 matsk. salatolía, 1 matsk. edik, salt og pipar. Gúrkan er þvegiu og skorin í jbunnar sneiðar. Salatblöðin, sem eru hreinsuð, skorin í ræmur. dúrkunni og salatinu er raðað í skál. Salatolía og edik er þeyti saman í 5 mínútur, þar í sett salt og pipar. Sósunni er helt yfir isalatið, og það borðað með soðn- xim eða steiktum fiskirjett.um til kvöldverðar. í staðinn fyrir gúrk- xir má hafa soðnar kartöflur í salatið eða h&rðsoðín egg. Helga Sigurðardóttir. AUGAÐ hvílist TUICI [ með gleraugum frá I IIILLL Radisur Þá verða húsmæður að muna, að radísur má ekki vanta í garðinn. Radísunum verður að sá 3—4 sinnum á sumri, því sjeu þær of stórar, verða þær trjenaðar og bragðvondar. Radísur úr vermi- reitum eru nú komnar á markað- inn. Radísurnar eru þvegnar úr köldu vatni, stærstu blöðin tekin burt, en 2—3 smáblöð látin vera eftir; raðað í skál eða smáföt. Einnig má raða radísunum í kring um mjólkurost á fati. Radísur eru borðaðar með smurðu rúgbrauði Sjerstaklega er Ijúffeugt að hafa mjólkurost ofan á brauðinu. Holl- ast og best, er að hafa ostsneið- ina eins þykka og brauðsneiðina. (Þunt skorinn ostur á ekki að eiga sjer stað; þess vegna hafa ostahnífar engan tilverurjett). H. S. Barnablejur úr hinu cvíofna, mjúka blejuefni, fást nú aftur í Laugavegs Apóteki. Blúsur og annað úr gerfisilki þarf að þvo mjög varlega. Gerfisilki verður undarlega stökkt við að vökna, þó að það virðist annars vera þrælsterkt. Ef flíkin er mislit má reyna litinn með jiví, að væta pjötlu af efninu í köldu vatni og leggja hana innan í hvítan klút. — Það má þvo flíkina, þó að hún liti svolítið frá sjer ’— en ]>að þarf bara að gerast í flýti. Því er best, að hafa alt við hendina, áður en Verndið heilsu barnsins yðar. Kaupið kerrupoka frá Magna. byrjað er. — Þvottaefnið er sleg- ið út í vatnið — sem má ekki þvo upp úr heitara en ea. 25° C. — Svo þarf að hafa kalt vatn í öðru fati — tvö stór frotté-handklæði og edik. Flíkin er fyrst vætt í köldu vatni — síðan sett niður í þvotta- vatnið og kreist varlega upp úr því — ekki nudduð. — Sjeu blett- ir er nuddað varlega yfir þá sápufroðunni með fingrunum. Síð- an er flíkin skoluð úr köldu vatni með ofurlitlu af ediki í. Síðan má skola úr köldu, edikslausu vatni, svo að lyktin hverfi. Kreistið hana svo upp — og leggið sem sljett- asta á annað handklæðið og hitt ofan á — ef flíkin er mislit, þarf eitt á milli laga. Svo eru hand- klæðin vafin, upp og undin var- lega. ílengið flíkina upp á meðan hún er að taka sig — en látið hana ekki lig'gja innan í hand- klæðinu. Dregið á hana deiga. MUNIÐ — að sinnep er vanalega þynt út með vatni — en eigi að hafa það með svínakjöti, hrærir mað- ur það með ediki og ofurlitlu af sykri. Sildin Ogrynni af síld er veidd hjer við land og flutt til út- landa. Þar er hún talin kosta- fæða, enda er hún bæði holl off ljúffeng. En þótt við fslendingar veiðum ósköp af þessari hollu fæðuteg- und, höfum við Reykvíkingar ekki tækifæri til að borða hana nema einstaka sinnum, því að söltuð eða ný síld er mjög sjaldan fáan- leg í fiskbúðum bæjarins. En síld í ediki eða kryddsíld er hægt að kaupa í kjötverslunum bæjarins, en verðið er mjög hátt. Nii fyrir stuttu símaði jeg í 2 stærstu fiskverslanir bæjarins og bað um nýja síld. Daginn áður hafði staðið í blöðunum, að síldin væði uppi hjer í flóanum. Mjer var svarað í báðum verslununum: Engin ný síld til! Þá spurði jeg um saltaða síld. I annari verslun- inni var hún búin fyrir löngu, en í hinni voru nokkrar síldar til á 10 aura st.ykkið! Hvað á að gera? Húsmæður í Reykjavík verða að geta keypt góða saltaða síld eða nýja hvenær sem er, alt árið, með sanngjörnn vérði. í raún rjettri ætti að borða mest af síld af öllum fisktegund- um. Síld á að vera á borðum í aðra máltíð dagsins alt, árið um kríng. N úer nauðsynlegt að borða rnikið af kartöflum, þar sem nóg er til af þeim í landinu. Kartöfl- xir og síld eiga að vera þjóðrjettir okkar íslendinga. Það er skylda íslensku húsmæðranna, að koma því til leiðar að svo sje. Síldin er okkar hollasta og ágætasta fæðn- tegund og veiðist ótakmarkað af henni hjer við land. Húsmæður segjast ekki geta skamtað síld, því hún sjé ekki fáanleg. Fisksalarnir segja, að það borgi sig ekki að bafa síld, því svo lítið sje keypt af henni. !Á þessu þarf að ráða bót nú þegar. Skora jeg á alla fisksala bæjarins að hafa salta og nýja síld á boð- stólum með sanngjörnu verði. Þá treysti jeg líka húsmæðrunum til að hafa hana daglega á borðum. H. S. MUNIÐ — — að bayerpylsurnar springa ekki, ef potturinn er hafður op- inn. Bestl Skóglf áinn Mýkir leðrið og gljáir skóna afburða vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.