Morgunblaðið - 23.05.1940, Side 7

Morgunblaðið - 23.05.1940, Side 7
Fimtudagur 23. maí 1940. MORGUNBLAÐIÐ Minningarorð um Jðhónnu Eirfksdóttur Eiríksdóttir, Spítalastíg 4 kjer í t>æ, er andaðist þ. 16. þ. m. Hún var fædd í Reykjavík þ. 9. jiiní 1882, dvaldi lijer aila sína ævi, og átti heimili altaf á sama «tað í bænum, að Spítalastíg 4. Foreldrar hennar voru Guðrún Magnúsdóttir og Eiríkur Magnús- son, er bjuggu lenggt af sínum búskap í Reykjavík, að Spítala- stíg 4, en fluttust til bæjarins úr Árnessýslu. Voru þau hjónin sam- taka um iðjusemi og ráðdeild og búnaðisl vel, þó þau hefðu fyrir mörgum börnum að sjá. Jóhanna sál. var gift Jörgen Þórðarsjmi kaupmanni og eignuð- ust þau 4 börn, sem öll eru á lífi: Guðmundur Marino, sem lengi var starfsmaður við afgreiðslu Eim- skipafjelagsins í Hull, Óskar, kaup maður hjer í bæ, Eyþór og Guðný. Hún var einstaklega atorkusöm og stjórnsöm, sístarfandi alla ævi, og lilýfði sjer ekki við vinnu, þó heilsa hennar, upp á síðkastið, væri mjög svo þrotin. Umhyggja iiennar og fórnfýsi gagnvart börn- um sínum og heimili var alla tíð til fyrirmyndar og bar vott um göfugmensku og ríka ábyrgðartil- finningu. Frændfólki sínu reynd- ist hún mjög hjálpsöm og vel- viljuð og kunningjum sínum hinn ágætasti trygðavinur. Mun nú imargur sakna Jóhönnu sál., er naut hjálpfýsi hennar og' trygðar, og ekki síst hennar nánustu, er svo mikið hafa mist. Blessuð sje minníng hennar. Fr. Pjetur Magnúsnon.. Kinur B. Guðtntmdsson. Guðlaugur I»urlákssou. Síiuar 3602. 3202, 2002. Austurstræti 7. Skrifstoftitími kl. 10—12 og 1—6. 000000000000«©0«6fl Sólskinssápa, Radion, Rinso, Vim-ræstiduft, Lux sápuspænir. VillR Laugsaveg 1. Útbú: Fjölnisveg 2. Herstjórnartííkynn- íng Þjóðvcría FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Frakka og 13,000 Hollendinga höndum. Hið nýlega bygða og ram- gera vígi Neuf Chateau hjá Liege er fallið, og tókum vjer þar höndum 12 liðsforingja og 500 óbreytta hermenn. I gær vann þýski loftherinn aðallega að árásum á hinn hop- andi her bandamanna, og varð mikið ágengt. Auk þess rjeðist hann á ýmsa flugvelli þar sem fjöldi flugvjela var fyrir og varpaði þar niður sprengjum, sem eyðilögðu flugstöðvarnar og flugvjelar. Flugvellirnir í Com- piegne og Kræ brenna. Fyrir strönd Frakklands var sökt einu beitiskipi og ellefu verslunar- og herflutningaskip- um. — Mörg fleiri skip voru skemd. Hraðskreiðir bátar þýska flotans gerðu árás á frönsku hafnirnar við Ermar- sund og söktu þar einu hjálp- arbeitiskipi. í gær mistu óvinirnir 120 flugvjelar, þar af voru 35 skotn- ar niður í loftorustum, 14 skotn- ar með loftvarnabyssum, en hinar, þar sem þær voru á flug- völlum. Þjóðverjar mistu tíu flugvjelar. í fyrradag gerðu þýskar flug- vjelar árásir á ensk herskip hjá Narvik. Þungar sprengjur hæfðu eitt orustuskip og eitt stórt beitiskip. Auk þess komu sprengjur á tvö önnur herskip og þrjú flutningaskip. Önnur árás var gerð í gær og hæfðu þá þungar sprengjur einn tund- urspilli og eitt herflutningaskip. í grend við Bergen hafa Þjóðverjar tekið fimm skip úr norska flotanum og bætt þeim við sinn flota. Hjá Narvik verjast Þjóðverj- ar enn ofurefli liðs og halda orustu áfram þar. Þýsku her- sveitirnar, sem sækja fram norður frá Þrándheimi, eru komnar 400 kílómetra norður fyrir Niðarós og hafa tekið Mo, og Storfosshei. Tóku þær hönd- um marga norska og enska her- menn. Englendingarnir höfðu lagt á stað að heiman hinn 7. apríl, verið sendir fyrst til Nar- vik, en svo þaðan suður til Mo. 1 nótt vörpuðu óvinflugvjelar niður sprengjum af handahófi 1 suðvesturhluta Þýskalands, og komu þær flestar niður á víða- vangi. Engar hemaðarstöðvar urðu fyrir skemdum. Tvær af óvinaflugvjelunum voru skotn- ar niður með loftvarnabyssum. KOLAMLAN S.f Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. Dagbók I. O. O. F. 5= 1235238'/2 = Nætxirlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Nætnrvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrú Sigríður Björnsdóttir (heitins Björnssonar teiknikenn- ara), Bankastræti 14B og Har- aldur Gíslason trjesmiðnr, Hverf- isgötu 86. Jarðarför Björns Þorsteinssön- ar hryggnvarðar í Hafnarfirði fór fram í gær að viðstöddu feikna fjölmenni. Fjelagar úr skipstjóra- fjelaginu „Kára“ gengu undir fána fjelagsins. Fulltrúar Sjálf- stæðisfjelaganna báru kistuna í kirkju, menn úr „Kára“ út og úr f jelaginu Magna inn í kirkju- garð. Leikfjelag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli á því, að sýningin á skopleiknum „Stund- Um og stundum ekki“ byrjar kl. 8% í kvölcj, en ekki 8 eins og venjulega, og að verð aðgöngu- íniða er lækkað um 75 aura stk. Breska togaranum Rifsnes hefir verið sökt við Engánd, að því er tilkynt hefir verið í London. Tog- ari þessi hefir oft verið hjer við land. Dettifoss kom frá New York í gærkvöldi um miðnætti. Hafði skipið fengið góða ferð. Með skip- inu voru 17 farþegar. Þar á með- al voru Sigurður Benediktsson blaðamaðnr, nngfrú Kristín. Jolui- son og Hector Sigurðsson, sjóm. frá Akureyri. Ótrúlegt — en satt, nefnist rit, sem er að hefja göngu sína. Ut- gefandi er Lithoprent (Einar Þorgrímsson). „Tilgangur ritsins er að flytja stuttar frásagnir. eft- ir erlendum og imilendum lieim- ildum, um kynlega atburði og ein- kennilegar staðreyndir, sem vitað er að eru sannar“, segir í formála, . Margar myndir eru í þessu fyrsta ' héfti, af hinum kynlegu fyrir- brigðum og eru þær eftir þektan amerískan teiknara. Utgefandi segir, að ætlunin sje að láta ritið koma út vikulega, ef því verður vol tekið. Mæðradagurinn er á sunuudag- inn kemur. Þá v,erða að vanda seld mæðrablómin og að líkind- um verða ýms skemtiatriði til á- góða fyrir sumarstarfsemi mæðra- styrksnefndarinnar. Eins og nú er ástatt er það vitanlegt, að þörf in er ineiri en nokkru sinni ella á því, að hægt sje að bjálpa mæðr- um og börnum til að komast burt. úr bænum í sumar. Þessvegna munu Reykvíkingar ekki bregð- ast nú frekar en ella, en leggja jafn fúslega og áður fram skerf til hins mjög svo mikla nauðsynju máls, sem mæðrastyrksnefndm hefir með höndum. Útvarpið í dag: 20.25 Gárðyrkjuerindi (Jóhann Jónasson frá Öxney). 20.45 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason); Nocturno o. fl., eftir Chopin. 21.00 Frá útlöndum.. Tvær ferðir á dag kvölds og morgna, austur og að austan. •Eyrafbakkl og Stoklsejrl Steindér. símiisso. ~ Rámenar her- væðast RJÁR frjettastofur birtu frjettir um það í gær, að öll- um heimferðarleyium í rúmenska hemmn hafi verið frestað, og all- ir varaliðsmenn hafa aftur verið kvaddir í herinn. Talið er, að Rúmenar hafi nú 1.3 miljón manna undir vopnum. í ítölskum fregnum segir, að Rúmenar hafi gert þessar ráðstaf- anir vegna þess að nágrannaþjóð • ir þeirra hefðu gert hliðstæðar ráðstafanir. 500 milj. króna landvarnalánið í Svíþjóð Landvarnaláninu, sem boðið var út í Svíþjóð fjrrir nokkr. um vikum, hefir verið tekið frábærlega vel. Lánið var að upphæð 500 miljón sænskar krónur. I gær höfðu einstaklingar og fyrii'tæki skrifað sig fyrir 225 miljónum króna. I gær höfðu á aðeins einum degi horist um 20 milj. krópa. Móðir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR andaðist að Vífilsstöðum hinn 22. maí. Sigmundur Pálmason. Kristinn PáJmason. Margrjet Gísladóttir. Einbjörg Einarsdóttir. Jarðarföl móður minnar MARGRJETAR BJARNADÓTTUR fer frami föstudaginn 24. maí frá dómkirkjunni, en hefst kl. 3 frá sjúkrahúsi Hvítabandsins við Skólavörðustíg. Sigmundur Þorsteinsson. Jarðarför elsku dóttur minnar GUÐBJARGAR JÓNSDÓTTUR fer fram föstudaginn 24. maí og hefst kl. 11/2 e. h. frá heim- ili minu, Hverfisgötu 41, Hafnarfirði. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda Guðrún Árnadóttir. Ilnnilegar þakkir fyrir hluttekningu við fráfall og jarð- arför MORITZ V. ÓLAFSSONAR verslunarmanns. Aðstandendur. Hjartans þakkir mínar til allra þeirra mörgu, er sýndu mjer samúð og aðstoð við fráfall og jarðcirför mannsins míns ÞÓRARINS YALDIMARSSONAR. Sjerstaklega vil jeg þakka samstarfsmönnum hans fyrir hjálp þeirra og velvild við okkur. Jórunn S. Daníelsdóttir, Bárugötu 14. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.