Morgunblaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1940, Blaðsíða 8
8 Fimtudagur 23. maí 19401 FJÖLÆRAR PLÖNTUR til sölu næstu daga. Sólvalla- götu 14. ÓFRÍÐA STÚLKAN 56 HARÐFISKSALAN Þvergöta, selur góðar og ódýr- ar kartöflur og saltfisk. Sími 3448. DÖMUFRAKKAR ávalt fyrirliggjandi. Guöm. GuÖmundsson, klæðskeri. - Kirkjuhvoli. MEÐALAGLÖS OG FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar,, þar sem þjur fáið hæst verð. Hringið í alma 1618. Við sækjum. Lauga- yegs Apótek. DÖMUKÁPUR frakkar og swaggerar. Einnig peysufatafrakkaefni. Verð við alira hæfi. Kápubúðin. KAUPUM FLÖSKUR atórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin 3ergstaðastræti 10. Sími 5396 toekjum. Opið allan daginn. KOPAR KEYPTUR í Landssmiðjunni. SPARTA-DRENGJAFÖT iaugaveg 10 — við allra hæfi. LEGUBEKKIR JMikið og vandað úrval. Vatns- fitíg 3. Húsgagnaverslun Reykja víkur. HREINGERNINGAR Pantið í tíma. Guðni og Þrá- Inn. Sími 6571. TELPA 12—13 ára óskast til að gæta iy2 árs drengs í 1—2 mánuði TJppI. hjá L. Jörgensen, Mið- stræti 5 uppi, eftir kl. 9 síðd. STÚLKA ÓSKAST í sælgætisbúð hálfan daginn. Tilboð með launakröfu óskast sent afgr. Morgunblaðsins merkt: „1. júní“. DRENGUR frá góðu heimili, 12—13 ára, Óskast á gott sveitaheimili í sumar. Upplýsingar í síma 1029. HALLO.REYKJAVÍK 1. fl. hreingerningar. Pantið í tima — pantið í síma 1347. ólafsson og Jensen. Tek að mjer HREINGERNfNGAR Guðm. Hólm. Sími 6133. SNlÐUM OG MÁTUM allan kven og barnafatnað. — Saumastofa Guðrúnar Amgríms- dóttur, Bankastræti 11. Sími 2725. SOKKAVIÐGERÐIN, Hafnarstræti 19, sími 2799, gerir við lykkjuföll í kvensokk- um. Sækjum. Sendum. HREINGERNING í fuHum gangi. Fagmenn að verki. Hinn eini rjetti Guðni G. sigurdson, málari. Mánagötu 19. Sími 2729. Thomas kom aleinn að borðinu. Jeg sat alveg í hnipri og gat ekki lengur rjett úr mjer. Ef að jeg hefði nú ekki verið hjer, þá hefði fyrsti elskhugi þessarar ungu stúlku heitið Thomas .... Jeg hugsaði setninguna til enda og svo bað jeg umræddan Thomas um leyfi til að fara að hátta. „Jeg get ekki meira, nei, jeg þoli þetta ekki lengur“, stundi jeg. Mjer gekk sæmilega að komast út úr dyrunum; í lyftunni gat jeg ekki staðið upprjett og Thomas varð næstum að bera mig eftir ganginum inn í herbergið mitt. Um fimm leytið hringdi jeg neyðarhringingu, því jeg hjelt að jeg væri að deyja. Fyrst kom syfjulegur næturvörður til hjálp- ar. Jeg lá í hnipri á litla legu- bekknum og leit. skringilega út. Jeg var í hlýjustu náttfötum mín- um og þar utanyfir í smorgun- slopp, en auk þess var jeg í rauð- um skíðajakka og loks vetrar- kápu yst. Næturvörðurinn starði á mig. „Jeg er svo hræðilega veik“, sagði jeg. Nú kom syfjuleg herbergja- stúlka á sjónarsviðið og svo að segja um leið kom forstöðumaður- inn hlaupandi. Hann var alveg utan við sig. „Hefir nokkuð komið fyrir ? Það var hringt neyðarhringingu!“ „Ungfrúin er veik“, sagði næt- "urvörðurinn. „Nú, en hvers vegna eruð þjer ekki í rúminu yðar, frú f ‘ sagði forstöðumaðurinn og hristi höfuð- ið. — Jeg reyndi að.afsaka mig: „Jeg hjelt að stingurinn myndi líða frá, ef jeg gengi um gólf. Mjer var svo hræðilega kalt, jes: er með sótthita. Svo gekk jeg um gólf eins lengi og jeg gat. En mjer leið stöðugt verr. Þjer verðið að afsaka ónæðið — en jeg líð þær ógurlegustu kvalir — mjer þykir mjög fyrir því að hafa ónáðað 5 mfnútna krossgáta Eftir ÁMEMARIE SELINKO yður um hánótt. Jeg hjelt — jeg hjelt í alvöru að jeg væri að deyja -----“ Svo fór jeg að hágráta. Forstöðumaðurinn glápti á næt- urvörðinn og næturvörðurinn ypti öxlum og sneri sjer að herbergis- stúlkunni. Hún ytpi einnig öxlum og gaf forstöðumanninum bend- ingu. Að lokum fór hann súr á svip inn í baðherbergið. Nú fer hann að sækja Thomas hugsaði jeg með mjer. Tveimur mínútum síðar kom Thomas í röndóttum náttfötum. Hár hans var í óreiðu; hann var óttasleginn á svip og átti bágt með að opna augun. Þrátt fyrir kvalirnar gat jeg ekki annað en brosað. „Tommy — góði minn, nú er líka búið að vekja þig“. Thomas settist á bríkina hjá mjer og jeg hallaði mjer að brjústi hans. Stofustúlkan hvarf á burt og kom nokkru síðar með feitlaginn eldri mann, sem var í dökkum morgunslopp og rósóttum náttföt- um. Jeg horfði óttaslegin á þetta gluggatjaldamunstur og sagði: „Tommy, hvað vill þessi feiti maður ?“ „Uss, baby — þetta er gisti- húslæknirinn. Ilann ætlar að skoða þig og gefa þjer eitthvað til að draga úr kvölunum. Nú var jeg skilin ein eftir með þessum ókunna feita manni. Lækn- irinn klæddi mig úr og fór hönd- um um mig. Jeg stundi. Svo kall- aði hann á Thomas og þeir lögðu mig báðir í rúmið. Jeg heyrði að læknirinn gaf skipun um að hringja strax til einhvers. Jeg greip í hendi Thomasar og slepti henni ekki aftur. Eftir dálitla stund kom annar karlmaður inn í herbergið. Hann var yngri en gistihússlæknirinn og loðkápa hans fent. Þegar hann tók af sjer hattinn — hann var með tyrólahatt með fjöður — sá jeg, að hann var sólbrendur og andlit hans var viðkunnanlegt. „Það er best að ungi herrann fari inn í herbergið sitt dálitla stund“, sagði hann. Jeg fjekk strax traust á þess- um unga lækni og slepti hendi Thomasar. Hann fór höndum um mig og sagði: „Hvar finnið þjer til?“ „Alst^ðar, herra læknir“, sagði jeg. Síðan fjekk jeg að vita að þetta var skurðlæknir, se.m, rak smá- sjúkrahús í Kitzbúhel. „Alstaðar? Það hlýtur að vera hræðilegt", sagði hann og hló, og jeg gat heldur ekki stilt mig og hló með. „Finnið þjer mikið til hjer?“ „Nei, ekki sjerstaklega". „En hjer ?“ Jeg æpti upp; liann hafði stutt á þann stað, þar sem var eins og rekið hníf í gegnum mig. Mjer fanst eins' og verið væri að rífa úr mjer innýflin. „Það er ekki nokkur vafi á hvað þetta er“. Hann sneri sjer að gamla lækninum og sagði eitt- hvað við hanná latínu. Yið mig sagði hann; „Botnlangabólga, ung- frú“. „Það er ekki mjög hættulegt, er það ? Það eru margir sem, fá botn langaköst, sem líða frá eftir lít- inn tíma ....“ sagði jeg. „Það er til margskonar botn- langabólga, ungfrú“, svaraði lækn- irinn. „Mjer dettur nokkuð í hug, ungfrú. Svona botnlangabólga er andst.yggileg og við kærum okkur ekkert um að fá hana aftur. Það er best að aka yfir á sjúkrahúsið og taka þenna fjárans botnlanga burt. Finst yður það ekki?“ Jeg horfði á hann óttaslegin. „Uppskurður? Er það nauðsyn- legt, herra læknir?“ Hann varð alvarlegur á svipínn. „Já, það er alveg nauðsynlegt“, og svo bæt.ti hann við glaðlega á týrólamállýsku: „Þú ert hug- hraust stúlka og engin bleyða“. Nei, jeg vil ekki vera bleyða. „Jæja, nú látum við litlu stúlk- una fá sprautu og þá hverfa verk- irnir undireins“, sagði hann hug- hreystandi, og rótaði til í stórri leðurtösku, sem hann hafði með- ferðis og dró þaðan upp stóra sprautu. „Jeg hefi aldrei verið sprautuð, er það sárt?“ spurði jeg. Nál- stunga er ekki sár. Jeg heyrði að báðir læknarnir fóru inn til Thomasar. Nú segir Thomas náttúrlega að við sjeunt systkinabörn, dat.t fiíjer í hugN- Jeg lagði við hlustirnar og heyrði Thomas segja: „Er ekki betra að fara með’ hana á spítala í Innsbruck?“. Læknirinn svaraði einhverjur sem jeg heyrði ekki nema orðinr „engan tíma missa“. Nú fjell jeg í mók. Jeg fann að kvalirnar voru ennþá, en mjer fanst eins og þær vera langt í burtu. Mjer faijstí jeg vera örlítil og jeg svo innilega þreytt., að mjer leið næstum því vel. Jeg:- reyndi til að draga teppið upp yfir axlir, en var alt of þreytt til að geta það. — Þegar jeg vaknaði fanst mjer jeg hafa sof- ið í marga klukkutíma.. En Thom- as, sem stóð hjá rúmi mínu full- klæddur, sagði mjer að ekki væri. liðinn nema tæpur klukkutími síð- an jeg sofnaði. Það var Ijós á náttlampanum en úti var tekið að lýsa af degi. „Hvar er handtaskan þín. Það er best að jeg láti ofan í hana ýmislegt smávegis, sem þú þarft að hafa með þjer?“ spurðí hann. Æ, já, jeg át.ti að fara á sjúkra- hús. Það átti að skera upp á mjer magann og það mátti engan tuna; missa. Thomas gekk um gólf og hafðii mikið að gera. „Gleymdu ekki fallega bláa náttkjólnum mínum“, kallaðí jeg.. „Mamma lætur okkur altaf farat í fallegustu náttkjólana okkar- þegar við erum veikar“. „Þakka þjer fyrir Thonias, þú ert svo góður við inig“, hvíslaði jeg. „Það er ekki nema skylda mín* barnið mitt“, svaraði hanrr. Aðeins skylda hans. Það vair elrki auðvelt að svara því neinu. Hann kom að rúmi mínu og hnyklaði brúnirnar. Þegar Thomas, vill vera alvarlegur hnyklar hanu: altaf brúnirnar. Jeg er vön- að kalla það „seriösa andlitið hans“L „Baby, er ekki best, að við lát- um fólkið þit.t vita um uppskurð- inn?“ Framh. Lárjett. 1. Víðáttumikið. 6. flát. 8. For- setning. 10. Á skipi. 11. Þjóð- flokkur. 12. Kínverskt nafn. 13. Skammst. 14. Djásn. 16. Orka. Lóðrjett. 2. Líkamshluti. 3. Óverðug. 4. Goð. 5. Drykkur. 7. Þjóðflokkur. 9. Titill. 10. Hrakti. 14. Dýramál. 15. Ókunn. SiClíifnitbnxjiw FÍLADELFÍA Hverfisgötu 44. Samkoma í kvöld kl. 8Y2. Allir velkomnir! Það skeði í stríðinu í Kína, segir Aarhus Stiftstidende, að ann- ar ófriðaraðilinn hafði tekið hers- höfð’ingja óvinanna höndum og nú hófust samningar um skifti á föngum. . — Þjer skuluð fá fjóra óbersta fyrir hershöfðingjann, sagði samn- ingamaðurinn. Tilboðinu var hafnað. — Jæja, þá átta majóra. — Nei. — Hvers krefjist þjer þá. — Það alminsta sem til mála getur komið fyrir hershöfðingj- ann eru 25 dósir af niðursoðinni mjólk! ★ Franski stjörnufræðingurinn Theodore Mareaux liefir spáð því, að ófriðnum verði lokið á yfir- standandi ári. Spádóm sinn byggir stjörnu- fræðingurinn aðallega á sólblett- um, sem komu fram nákvæmlega eins 1918. ★ — Halló, þjóun! Það hlýtur að vera hjartagóður maður, sem slátraði þessari hænu, sem jeg er að borða! — Nú, af hverju haldið þjer það, herra minn? — Vegna þess að hann hefir hugsað sig um í að minsta kosti 20 ár áður en hann ljet verða af því að drepa hænuna. ★ — Ilvenær hafið þjer hugsað yð- ur að greiða ryksuguna, sem þjer keyptuð ? — Þjer fullyrtuð við mig að hún myndi margborga sig sjálf! ★ Stundvísi og heiðarleiki er mitt fyrsta boðorð .... geti jeg ekki greitt skuld mína á gjalddaga, borga jeg liana alls ekki. ★ — Jæja, Jónsi, hvað getur þú sagt mjer um Columbus? — Það var einskonar fugl. — Hvernig getur þjer dottið í hug að segja svona bull!!! ??? — Nú, það er þó altaf rætt svo mikið um Columbusareggið! ★ Nýlega fór fram hjónavígsla í London, sem sýnir, að fátt er svo með öllu ilt, að ekki boði nokkuð gott. Brúðurin, Miss Laura Morton, og brúðguminn, auðugur kaup- sýslumaður í London, Mr. Sidney Preece, kyntust í köldum bylgjum Norðursjávarins. Þau voru bæði farþegar á hollenska skipinu „Simon Bolivar“, sem sökk, eftir að hafa rekist á tundurdufl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.