Morgunblaðið - 07.07.1940, Síða 2
2
MÖRGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. júlí 1940.
Bretar herða sóknina
gegn Itölum
Næsta skrefið:
Eyðilegging
ítalska tlotans
Breskir skriðdrekar
og vjelahersveitir í
Norðaustur-Afríku
ER WINSTON CHURCHILL forsætisráðherra
Breta skýrði neðri málstofu breska þingsins í
fyrradag frá viðureign breska flotans við þann
hluta franska flotans, sem ekki vildi gefast upp, komst
hann svo að orði, að næst kæmi röðin að ítalska flotanum.
Hann kvað þau átök, sem nú hefðu átt sjer stað í Mið-
jarðarhafi sanna það, að Bretar væru þar alls ráðandi. It-
alski flotinn hefði ekki einu sinni vogað sjer á vettvang,
er breskar flotadeildir hefðu neyðst til þess að eiga í or-
ustu við frönsku herskipin.
Síðan Churchill forsætisráðherra mælti á þessa leið
hafa Bretar farið að láta meira til sín taka við Miðjarð-
arhaf og virðast vera þar í sóknaraðstöðu.
ÁRÁSIR Á FLOTASTÖÐ ÍTALA í LIBYU.
I gær gerðu breskar hernaðarflugvjelar víðtækar loftárásir
á flotastöðvar Itala í Tobruch í Libyu. Samkvæmt tilkynningu
breska flotamálaráðuneytisins urðu ítölsk Herskip á höfninni
fyrir skemdum og kom upp eldur í sumum þeirra.
Breskar flotadeildir hafa tekið sjer varðstöðu víða, þar sem
vænta má að ítalski flotinn reyni að komast á víðari vettvang
og er tilbúinn til atlögu. Virðist tilgangur Breta vera sá, að
knýja ítalska flotann til kyrstöðu á ákveðnum svæðum, eða
leggja ella til átaka við flotastyrk Breta.
Þær verða Itölum örðugri viðfangs en vopn Abyssiníumanna.
Þá gerðu breskar flotaflug-
vjelar árásir á hernaðarlega
mikilvæga staði á Sikiley í gær.
Telja Bretar sig hafa valdið
þar miklu tjóni.
Þá segjast Bretar hafa gert
öflug áhlaup á hersveitir Itala
í Norður-Afríku. Hafi þar kom-i
ið til verulegra átaka og hafi
sveit ítalskra skriðdreka verið
sundrað og hún eyðilögð. Hafi
ítalir beðið mikið tjón á mönn-
um og hergögnum.
I árás þessari notuðu bresku
hersveitirnar skriðdreka. Telja
Bretar sig hafa beðið lítið tjón.
Ennfremur segjast Bretar hafa
gert miklar loftárásir á hern-
aðarstöðvar ítala í Abyssiníu.
Fransks stjórnin
ekki sjðlfráD
gerða sinna
Sú skoðun verður nú æ
mennari í Bandaríkjunum
og Bretlandi að franska stjórn^
in verði nú að sitja og standa
eins og Ieiðtogar nazista í Ber-
lín vilja vera láta.
al-
~ Sje hún þannig í raun rjettri
ÖNNUR O verkfæri þeirra og sje þetta af
I breskum blöðum er á þaðjýmgu augsætt.
bent, að ítalir verði nú að átta j
sig á þeirri staðreynd að þeir . Þetta kemur fram í ýmsum
eigi nú við önnur vopn að etja heLtu blöðum Bandaríkjanna
en í hernaðinum gegn Abyssin- sv0 sem >>New York Herald
íumönnum. iTribune“ og „New York
Tl TTl
Yfirleitt er lögð áhersla á að
aðgerðir Breta í Miðjarðarhafi' Fregnir hafa borist, sem
gegn ítölum fari harðnandi og benda til, að alt gangi ekki
hljóti svo að vera. Er jafnvel ^ Petain-stjórninni ða óskum í
svo að sjá, sem til verulegra j Vichy, en þar hafa um 50 öld-
átaka breska og ítalska flot- ungadeildarþingmenn franskir
ans í Miðjarðarhafi hljóti að komið saman á fund, og gerði
Laval þar grein fyrir hinni nýju
Alex-|6ða endursömdu stjórnarskrá,
andríu hefir ekkert heyrst sem nú á að ganga í gildi. Mót-
frekar. En af þýskum fregnum j spyrna kom að sögn fram gegn
koma í náinni framtíð.
Um herskip Frakka
má ráða að Þjóðverjar telji þau
vera glötuð Frökkum og muni
þau ekki úr þessu sleppa frá
Bretum.
tillögunum og var fyrsta fundi,
frestað, án þess samkomulag
næðist. Framhaldsfundur var,
haldinn síðdegis í gær.
A stund bættunn-
ar standa Bretar
saman
— Mr. Atllée
Mr. Áttlee innsiglisvörður
konungs ogleiðtogi breskra
jafnaðarmanna hjelt í gær
ræðu.
Ræddi hann þar afstöðu
bresku þjóðarinnar til styrjald-
arinnar og það markmið, sem
hún hefði sett sjer með þeirri
baráttu, sem nú væri háð.
Vjer verðum að gera oss ljósa
þá hættu, sem yfir oss vofir. Ef
að vjer gerum það, og ef að
vjer trúum á þann málstað, sem
vjer berjumst fyrir, hlýtur hin
breska þjóð að þjappa sjer
saman til sameiginlegra átaka.
Þá verða það ekki sundraðir
einstaklingar, sem baráttuna
heyja, heldur sterk og samhuga
þjóð. Og hin breska þjóð er
mikils megnug. Þol hennar og
þrautseigju hefir staðist marg-
ar eldraunir og hún mun einnig
standast þessa.
Útvarpið þagnaði
vegna loftárása
Skýring þess, að útvarps^
stöðvar í Þýskalandi og
þeim löndum, sem Þjóðverja
ráða yfir, þögnuðu skyndilega í
fyrrakvöld, er nú fengin.
Orsök þess var, að breskar
sprengjuflugvjelar gerðu fjölda
loftárása í þessum löndum, eink-
um á hergagnaverksmiðjur,
járnbrautir, olíubirgðastöðvar
og aðra staði, sem hafa hern-
aðarlega þýðingu.
Hiller
fa^nað
i Berlin
Mikill viðbúnaður var í Ber-
lín í gær, er Hitler kom
þangað. Voru stræti borgarinnar
skreytt fánum og blómsveigum,
og hefir aldrei áður sjest slík
skreyting í Berlín.
Hundruð þúsunda manna höfðu
safnast saman snemma unr morg-
uninn, og var Hitler hyltur ákaf-
! ar en nokkru sinni fyr, er hann
1 kom til borgarinnar.
j Skömmu eftir að hann var kom
inn til kanslarabústaðarins, kom
hann fram á svalirnar, og voru
þá.fagnaðarlæti mannfjöldans svo
mikil, að brotist var gegnum rað-
ir lögreglunnar, sem' halda átti
uppi reglu á staðnum.
250 særðir hermenn frá ýms
um vígstöðvum, sem nú dvel.ja á
hermannaspítöluip í Bei'lín, voru
I þarna viostaddir. Kalláðí Hitler
] þá til sín í kanslarabústaðinn, á-
varpaði þá og bauð þeim síðan
til kaffidrykkju.
Rúmenarstanda gegn
frekari landamæra-
breytingum
Rúmenski forsætisráðherrann
Gigurtu ávarpaði í gær
þjóð sína.
Hatm kvað stjórnina staðráðna
í því, að standa gegn frekari
landakröfum k hendur Rúmenum,
j ur hvaða átt, sem þær væru gerð-
r- . .
En hann kvað þjóðina verða að
! standa saman og skoraði á alla
I Rúmena að láta sjer skiljast þörf
J landsins á samvinnu alli’a þjóð-
' hollré afla á þessum tímum.
Bandarfkin
munu berjast
gegn ágangi
á hendur Ame-
rfkuþjöDum
Cordell Hull utanríkismálaráð-
herra B|undaríkjanna endur-.
tók í fyrradag, að Bandaríkin
rryndu grípa til sinna ráða, ef
nokkur þjóð ætlaði að fara með
ofbeldi á hendur þeim þjóðum,
i sem byggja Vesturálfu, og ættu
Evrópuþjóðir að hafa þetta í
huga.
i Cordell Hull gerði þetta að um-
talsefni, er hann hafði skýrt frá
því, að þýska stjórnin hefði neit-
að að viðurkenna Monroekenning-
una, nema Bandaríkin lofuðu ao
hafa ekki afskifti af málefnum
Evrópu.
Pittman, formaður utanríkis-
máladeildar öldungadeildar þjóð-
þingsins hefir einnig tekið til máls
urn þetta, og neitaði hann því, aö
Bandaríkin ætluðu sjer að skifta
sjer af málefnum Evrópu, en vjek
jafnframt að því, að þýska stjórn
in kynni að hafa sent Bandaríkja
stjórn orðsendingu sína um að
neita að viðnrkenna Monroekenn-
inguna, í þeim tilgangi, að geta
síðar rjettlætt það, ef þeir bryti
i bág við hana.
Hjónaefni. Á laugardaginn op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
i Hólmfríður Carlson og Guðmund-
ur Ragnarsson.