Morgunblaðið - 07.07.1940, Page 5
Sunnudagur 7. júlí 1940,
«1.
Siðari grein síra Jóns Anðuns:
Kristinðómurinn í ðag
Ötgef.: H.f. Árvakur, Reykjaylk.
Rltstjörar:
Jön Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyreBarm.).
Auglýsing-ar: Árnl Óla.
Rltstjörn, auglýsingar oz afgrelttsla:
Austurstrœtl 8. — Slasl 1800.
Áskrlftargjald: kr. 8,00 á. mánuBl
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
1 lausasölu: 20 aura eintaklö,
28 aura meö Lesbök.
Hvers óskum vjer?
AU eru ekki eftir nema tvö
stórveldin í heiminum, sem
búa við lýðræðisskipulagið: Bret-
land og Bandaríkin. Prakkland
liefir glatað lýðræðinu.
Nif situr í Frakklandi voldugur
her einræðisríkis og það ræður að
líkum, að sú stjórnarskrá, sem
Petain-stjórniu er nú að boða,
yerðnr ekki í anda lýðræðisins.
Hún verður áreiðanlega í anda
-einræðisins. Atburðirnir, sem
rgerst hafa undanfarið, sýna og
sanna, að það er andi einræ’ðis-
ins, sem nú ríkir í Frakklandi.
Svona er þá komið fyrir Frakk-
Úandi, sjálfu móðurlandi lýðræð-
isins, þar sem frelsisfáninn hefir
.jafnan gnæft hæst. Það er dap-
urlegur harmleiknr, ef slík verða
-orlög Frakklands.
En hvað verður um smáríkio
mörgu, sem nú híða örlaga sinna?
'Sjálf vita þau ekkert, hvað í
Vændum er. Þau geta engu ráðið
nm framtíð sína. Þau lifa, aðeins
i voninni nm það, að þeir tímar
'ikomi,, að þau verði aftur frjáls.
Yið Islendingar ernm meða’
þeirra mörgu smáríkja, sem ó-
vissan ríkir um framtíðina. Okk-
ar sjálfstæði hefir verið skert í
bili. En við treystum á skýlaust
loforð þess stórveldis, sem skert
i hefir sjálfstæði okkar, að þetta
Verði aðeins um stundarsakir og
að við fáum aftur fult frelsi og
sjálfst.Riði. 'Út frá þeim forsend-
■Um ber okkur að starfa nú og búa
undir framtíðina.
Stærsta verkefnið, sem nú er
framundan, er ný stjórnarskrá,
sem er bein afleiðing aðgerða Al-
þingis 10. apríl s.l. Við þurfum
vonandi ekki að ræða nm það,
hvort sú stjórnarskrá á að vera
í anda lýðræðis eða einræðis. Að
Vísu eru til menn í landinn, sem
þrá einræðið. En þessir menn eru
blindir. Vita ekki hvað það er,
sem þeir óska eftir. Þeir hafa
drukkið í sig erlendar stefnur, án
þess að gera sjer minstu grein
fyrir því, hvaða afleiðingar það
hefði fyrir íslensku þjóðina, ef
slíkar stefnur yrðu ríkjandi I
landinu.
Nei, íslenska þjóðin þráir á-
reiðanlega lieitast af öllu, að fá
ac vera frjáls. Frjáls í skoðun-
Tini og athöfnum. Ekkert er fjarri
hennar eðli og skapferli en eir.-
ræði og harðstjórn.
Þessvegna er mjög áríðandi, að
sú stjórnarskrá, sem við nú hú-
um> til, verði Jiannig, að lýðræðið
fái notið sín til fulls.- Það á að
vera fyrsta og helgasta boðorð-
ið, sem við megum aldrei missa
sjónar á.
En ef við hinsvegar erum að
flagga með lýðræðinu, en afneit-
nm því í verki, megum við vera
þess fullviss, að sömn örlög bíða
okkar og þeirra þjóða, sem nú
’hafa orðið einræðinu að bráð.
Eins og jeg sýndi fram á
áður á kristindómurinn
fjöldamargt í kenning sinni
sameiginlegt með öðrum trú-
arbrögðum, og: sumt af því
er jafnvel miklu eldra í beim
en honum, en í þessu er hið
mikla og ómótmælanleva
sjerkenni hans fólgið, hvern-
ig: hann metur mannlega sál.
Það er næsta eðlilegt að mönn-
um veitist það örðugt að átta sig
á þessnm boðskap nxt í ár. Þeim
finst það vera örðugt að koma
anga á hið heilaga í mannlífinu.
Þeir sjá hatrið hreiðast eins og
voldugan skógareld um álfuna,
sjá hnefárjettinum heitt til hins
ítrasta, blygðnnarleysið skfpa sæti
velsæmis-ins eg bölvunina ryðja
hlessuninni úr vegi. Það er í raun-
inni ekkert óskiljanlegt við það,
að mörgum gangi illa að átta sig
á, að með þessari kynslóð búi þau
innri verðmæti, sem eru heilög og
dýrmæt í augum Gúðs. Væri Quð
mannlegum takmörknnnm háður,
myndi hann snúa sjer með hryll-
ingi frá hinu jarðneska mann-
kyni og ofurselja það miskunnar-
laust afleiðingum þeirrar hölvun-
ar, sem það er að húa sjer sjálft.
En Guð sjer það, sem mannlegum
augum er lmlið: I djúpum mann-
legra sálna sjer hann ennþá glitra
lperluna, sem Kristur fæddist til
að frelsa, perluna, sem er svo dýr-
mæt, a,8 ekkert er hægt að gefa
að endurgjaldi fyrir hana ef hún
glatast.
Já, oss er vorknnn þó oss sýn-
is mannlífið nú vera óhrjálegt á
marga lund, og sumar greinar
hins aldna meiðs feysknar og fún-
,ar, en þá erúm vjer ekki kristin
í hugarfari ef vjer höfum ekki
þá samúð með mannlífinn, að vjer
sjáum, að hryðjuverkin, miskunn-
arskorturinn, hatrið og grimdin,
er ekki mannanna insta eðli, held-
ur óþverri, sem safnast hefir utan
um þá dýrmætustu perlu, sem
jnnra fyrir hýr. Vissnlega væri
það oss öllum örðugt að þekkja
perln, sem lengi væri húin að
liggja á sorphaugi og hvert ó-
hreinindalagið af öðrn hefir hrvig-
ast utan um, og því ættum vjer
einnig að skilja það vel, að mörg-
um er nú örðugt að þekkja perl-
una, sem Guði er dýrmæt í hverri
mannssál. Þessi örðngleiki er ofur
skiljanlegur, það er æfinlega örð-
ugt að varðveita kristið hugarfar,
það þarf til þess andlegt þor og
andlegan hugsjónaþrótt, senr fáum
einum er í ríkum mæli gefinn. Og
þó er það hesti mælikvarðinn á
hvort vjer erum kristin eða ekki,
hvort vjer eigum þá arnfleygu
íturhyggju, sem jafnvel í gegn um
moldviðri yfirstandandi hörmnnga
sjer og trúir, að engin sál sje svo
djúpt fallin, að Kristur hafi ekki
komið til að frelsa hana, og að
jvið alla menn undantekningar-
laust, og miljónir saklausra
manna, kvenna og harna, eiga hin
regindjúpu orð: „Því að svo elsk-
aði Guð heiminn, að hann gaf sou
sinn eingetinn ---“
Mjer þykir sem gáfuð kona, er
andaðist öldruð fyrir nokkrum
árum, hafi haft hið sannkristna
hugarfar, en hún segir í litlu og
óhrotnu ljóði á þessa leið:
„I eign hvers manns er einn dýr-
gripur dýr,
hinn dýrasti konu og manns.
Það er líking þess Guðs, sem í ljós-
inn býr,
í ljósinu kærleikans".
(Ólöf Sigurðaidóttir).
, Þarna komum vjer einmitt að
insta kjarnanum, inn úr öllum
þeim margvíslegu umbúðum, sem
kristindómnrinn á sameiginlegar
með öðrnmi trúarbröðum: Guðs-
mynd mannsins, líking Guðs, hins
hæsta, sem Kristur kom til að
leysa úr álögnm og frelsa, og
einnig gnðsmynd þeirra, sem af-
neita Guði, svívirða Guð og skipa
sjer í þjónustu með hersveitum
myrkravaldanna til að eyða og
tortíma.
.. VissuJega verða þeir, hver og
ieinn, að hreinsa hurt rykið af
sinni og ljóma. Sjálfsagt verður
leið þeirra löng og erfið — Guð
einn veit hve torsótt og löng —
en það er ekki vonlaust nm þá,
því að guðsmyndin er falin í
hjarta þeirra og Kristur kom til
að frelsa hana. Og þótt þeir vænti
sjer einskis af honum, er hann
þeirra eina von. Einhverntíma
kemur að því, e. t. v. ekki fyr en
langt fyrir handan gröf og dauða,
að þeir komast að rann um að
þeir sigla brotnu skipsflaki, sem
er að herast í stórsjó npp að
myrkri og mannauðri klettaströnd.
En þá inuii lýsa þeim Ijós úr
landi í Kristur, sem yfir úthöf
synda og sorga svífur til þess að
leiða skipsbrotsmanninn í trygga
höfn. Þar mun Kristur sjálfur, eða
fyrir milligöngu ástríkra anda og
engla, kenna honum að þekkja
perluna, sem hann hefir svívirt g
saurgað, og í hreinsunareldi sam-
viskuhits og sektarmeðvitundar
skal hann finna þann beiska, sára
sannleik, að hryggilega hefir hann
afskræmt guðsmynd síns innra
manns, En vonlaust er ekki um
hann, því að jafnvel í hinni dýpstu
niðnrlæging, vansæmd og smán
skín í m.annssálinni neisti þess
Gnðs, sem hana gaf.
Þótt of fáir eigi þá andlegu
fyrirmensku og þann hugsjónalega
þrótt, sem til þess þarf, að varð-
veita óbrjálaðan þennan dýrmæt-
asta boðskap, sem mannkyninu
hefir verið fluttur, já, og varð-
veita hann á slíkum tímum, er nú
dynja yfir oss, þá er þetta eina
trúin, sem varðar veginn út frá
trúin, sem varðar veginn út úr
ógöngumi hörmnlegra mistaka og
yfirsjóna mannkynsins, og í krafti
þessarar trúar einnar getum vjer
varðveitt bjartsýnina og eignast
„-----eldmóð eilífrar íturhyggju
konungs, er krossinn har“.
(Guðm. Friðjónsson).
★
Af öllnm viöfangséfnum lífsins
er ekkert meira vandaverk til en
uppeldið; ekkert, sem þarfnast
nærgætni handa eða djúptækari
samvinnn höfuðs og hjarta, og á
þetta við hvort tveggja, itppeldi
einstaklingsins á sjálfum sjer og
uppeldi æskunnar í höndum
þeirra, sem ráðnari eru og reynd-
ari. Sterknmi sálfræðilegum stoðum
má renna nndir þá staðhæfing, að
öll uppeldisáhrif, hvort sem mað-
urinn beinir þeim inn að djúp-
jzm síns innra manns, eða að öðr-
um einstaklingum, verði vafasöm
og missi marks, ef þan eru ekki'
grundvölluð á sannindum kristinn
ar trúar uim ómetanlegt gildi
mannssálarinnar. Þar fær kristin-
dómurinn oss í hendur víst vopn
í baráttunni fyrir að bæta sjálfa
oss, ala, sjálfa oss upp. Hvaðan má
oss koma hvöt til að vanda líf
vort og hvaðan uppörvun til að
fegra og göfga vorn innra mánn,
ef ekki frá þeirri kenning Krists,
að á hak við rykfall áranna og
móðn margvíslegra synda og yfir-
sjóna felist innra með oss fögur
mynd, að það sje guðlast að ata
,hana með óhreinni hreytni og
saurga hana með synd.
Um uppeldi æskunnar verður
þetta ekki síður ljóst; þess vegga
er það svo afar áríðandi hverju
þjóðfjelagi, að eiga sannkristna
kennarastjett og þó áreiðanlega
miklu fremnr áríðandi að eiga
kristnar mæður, sem eru þess um
komnar, að i nnræta börnnnum
þan kristilegu sannindi, að sál
þeirra er helgidómirr drottins, og
að lífsgæfa þeirra liggnr við, að
þangað inn berist ekkert aurspor
af óhreinum fótum og að altari
helgidómsins sje mjúkum, nær-
færnum höndumi hirt.
Kennararnir hafa um of van-
rækt þennan þátt uppeldisins, sem
er þúsundfalt þýðingarmeiri en öll
þan bóklegu fræði, sem verið er
að halda að börnunum, mæðurn-
ar hafa ekki gætt þessa sem skyldi
og af sökinni ber kirkjan sinn
hlut, því að hún hefir verið fjötr-
nð um af hæpnum og vafasömum
trúarsetningum.
í þjóðlífi vorn renna stranmar,
sem stórvirkir hafa reynst á und-
anförnum árum í því, að grafa
Hndan kenning Jesú Krists nmi
mannssálina sem helgan dóm. Þar
,á ekki minstan hlut á borði sú
hókmentastefna, sem mest hefir
borið á í skáldsagnagerð síðari
ára. Hvað les æska landsins þar
um mannlega sál? Þar er svo sem
,ekki verið að burðast með þá hug-
sjón, að mannleg sál sje helgur
dómur, sem geymi mynd hins
jnáttka Guðs! Nei, þar skipar önd-
vegið fyriritningin á mannlegum
verðmætum og napurt háð um það,
senn göfugum manni er heilagt.
Við þessari bókmentastefnn verð-
ur áð gjalda varhuga í stað þess
að verðlauna hana af almennings-
fje, því að miljónatöp þjóðfjelags-
ins og margfaldar ríkisskuldir við
það, sem nú er, em smámunir
einir hjá þeirri andlegu úrkynjnn
þjóðarinnar og því hruni hugsjón-
anna, sem slíkar hókmentir bera
ábyrgðina á, ef þær eru teknar al-
varlega, og það liættir æsknnni a.
m. k. við að gera um flest það,
sem hún les.
Þessumi sora ætti hver hugsandi
maður að stefna í einrúmi fyrir
dóm sinnar eigin samvisku og láta
hann hevja þar liólmgöngu við
hugsjón kristindómsins um gildi
mannlegrar sálar. Kirkjan, kenn-
ararnir og mæðurnar ættn að ríða
á vaðið, ef þessir aðilar þrír finna
til þeirrar ábyrgðar, sem þeir bera
á láni og lánleysi hinsa ungu.
„Kristindómurinn í dag“ var sú
yfirskrift, sem jeg gaf þessum orð-
um mínum'. En eins og jeg vona
að tilheyrendum mínum sje ljóst,
dró jeg ekki upp neina dægnr-
flugumynd, heldur leitaðist þvert
á móti við að sýna, hvert sjer-
kenni kristindómsins var fyrir 19
öldum og er ómótmælanlega enn
í dag, en að jeg valdi erindi mínu
þessa yfirskrift gerði jeg fyrst
og fremst vegna þess, að eins og
nú er komið málum Norðnrálfm-
þjóðanna er ríkari nauðsyn en e.
t. v. nokkuru §inni áður, að menn
geri sjer þetta ótvíræða sjerkenni
hans ljóst — já, og því ríkari
nauðsyn nú en oft fyrr vegna
þess að nú er mörgum örðugra en
áðnr að .lifa þessa hugsjón, það
þarf til þess mikinn sálarþrótt, og
andlega karlmenskn.
Jeg geri ráð fyrir að kristnnm
manni sje það að sumn leyti
þyngri sálarraun en öðrum sem
verið hefir að gerast í hinum svo-
nefnda kristna heimi síðustu mán-
uðiná; en hafi hann lært í skap-
gerðarskóla kristindómsins veit
hann, að hjer má engan einn sækja
til saka um það sem orðið er.
Margir óhreinir lækir hafa verið
að renna saman, uns myndaðist
það stórfljót, sem nú er skollið
yfir mannkynið, stórfljót hölvunar
,og tortímingar. Þessir lækir, sem
allir hníga nú að einum heljar-
ósi, eiga npptök sín víða, sumir
hjá óviturlegu trúboði kirkjnnn-
,ar, aðrir í guðlausum stjórnmála-
stefnum og enn aðrir í þeirri bók-
mentasrtefnu, sem smánað hefir
sjálft hið heilaga og troðið aur-
sporum inn í helgidóma lífsens.
Hjer eiga þan vissulega við hin
spaklegu orð Krists, að gagnslítið
sje að sletta nýrri hót á gamalt
fat. Hjer þarf þá einu hreyting,
sem i*jett er að nefna róttæka,
hjer þarf breyting hugarfarsins.
Vjer þurfum að hervæðast gegn
ölln því, sem er í andstöðu við
kenning Krists nm ómetanlegt
gildi mannssálarinnar og ganga
hlífðarlaust á hólm við alt það í
listum, vísindum og stjórnmálnm,
sem smánar helgidóma lífsins og
miðar að því að eyða lotning vorri
fyrir eigin lífi vorn og annara.
Þá fyrst, er sál vor öll, frá
yfirborðinu og niður til hennar
dýpstu djúpa hergmálar einnm,
sterkum rómi þá kenning Krists,
að hjarta mannsins sje heilög örk,
ao í sál hvers einasta manns
dyljist það Guði vígða vje, sem
oss beri að virða — já, þá fyrst
verðnr möguleg hugsjónin um frið
á jörðu, því að þá fyrst — og
sannarlega ekki fyrr — er grafið
fyrir rætur þeirra margháttnðu
meinsemda, sem eru orsökin að
bölvun! ófriðarins.
Margháttað aukaatriði og um-
búðir á kristindómurinn sameig-
inleg með ýmsum öðrum trúar-
Ibrögðum,, en þetta er kjarni hans
og hans ómótmælanlega sjerkenni,
FRAMH. Á SJÖTTU 8ÍÐT7.