Morgunblaðið - 11.07.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1940, Blaðsíða 5
Fimtiidaginn 11. júlí 1940. S > Útgef.: H;f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (flbyrgtSarmaCur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreibsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Askriftargjald: kr. 3,60 innanlands,' kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakiQ ■— 26 aura meC Lesbök. SMJÖRSALA OG MJÓLKURVERÐ "j-'J rásögn, sem birtist lijer í blaðinu fyrir nokkrum ídögum um smjörsamlag Dala- ananna hefir vakið eftirtekt. í*ar var skýrt frá litlum fje- lagsskap er starfað hefir þar vestra síðastliðið ár. Fjelags- skapur þessi hefir lítið látið yfir sjer, enda ekki stórváxinn, En fregnin um hann á erindi til :margra. Bændur í sunnanverðri Dala- sýslu hafa komist í vandræði vegna mæðiveikinnar. Þess vegna tóku þeir það ráð, að ioma upp hjá sjer smjörsam-! iagi, til þess að gera smjörið að öruggri markaðsvöru. Smjörið .gera þeir :á heimilunum. En síð- an er það fært saman á einn stað, í Búðardal, metið, sjeð um að ekki sje tekið nema gott smjör, og alt síðan hnoðað upp og sett í söluumbúðir. Tilkostn- aðurinn við þessa verkun utan jheimilanna er alveg hverfandi. Og flutningskostpaður sömu- leiðis. En með því verðlagi, sem verið hefir á smjörinu hafa bændur fengið upp úr því 16 aura fyrir mjólkurpottinn og eiga svo undanrenninguna heima hjá sjer. ★ Hj er er um að ræða sveit, sem liggur svo langt frá mjólk- urmarkaði kaupstaða, að hún nær þangað alls ekki. Og það hefir verið talinn galli. Bændur hafa viljað ná í mjólkurmarkað- ina, allir sem það hafa getað. En verðið sem þeir á undanförn- um árum hafa fengið, hefir ver- ið kringum 20 aura á lítrann, 21—22 aura fá framleiðendur víst í sinn vasa hjer sunnanlands um þessar mundir. Ef Dalamenn geta reiknað sjer undanrennu-> lítrann á 5—6 aura heima hjá sjer, þá sitja þeir að sama mjólkurmarkaði og sunnlenskir bændur, og eru lausir við um- stang mjólkurflutninganna. — Skyldu ekki fleiri en Dalamenn geta hugsað sjer að koma smjör- verkun isinni í þetta lag, svo þeim sje trygðir 16 aurar fyrir rjómann í mjólkurlítranum ? ★ Það er alveg óhætt að auka smjörframleiðsluna í landinu. :Smjörmarkaðurinn er ekki þröngur. Með lögum hefir verið ákveðið að rýmkva hann, með því að fyrirskipa smjörblöndun í smjörlíki. En þeim lögum hef-> ir ekki verið hægt aðframfylgja því smjör til þeirrar íblöndunar hefir ekki verið til í landinu. A sama tíma stynja mjólkur- framleiðendur og sligast undan offlutningi mjólkur til mjólk- urbúanna. Mjólkurverðið er hækkað hvað eftir annað, þó bændur fái Htið sem ekkert af þeirri verðhækkun. Stórfje fer í flutning á mjólk langar leiðir, : sem svo er óseljanleg þegar liún «er komin á vinslustaðinn. Mjólkurframleiðendur verða að súpa seyðið af því, að mjólkur- búin hafi þanið sig út yfir að safna mjölk af alt of stórum svæðum. En bændur, sem eru þó enn lengra frá markaðsstöðvun- um geta, eins og Dalamenn, fengið sama upp úr mjólk sinni og þeir, sem þátttakendur eru í mjólkurflutningakapphlaupinu til mjólkurbúanna, , Það þarf ekki mikið verks- vit til að sjá, að hjer er eitthvað bogið við skipulagið. Á undanförnum árum hefir sem kunnugt er, mikið af mjólkur- flóðinu til mjólkurbúanna farið í lítt seljanlega osta. Á sama tíma, sem smjörekla er tilfinn- anleg í landinu, og ekki hægt t. d. að blanda smjöri í smjör- líki, eins og fyrirmæli standa til í lögum. Bændur, ærið langt frá mjólk urbúunum hafa verið gintir til þess að; leggja í þann kostnað og fyrirhöfn, sem samfara er löngum mjólkurflutningum, þó hægt sje að sýna og sanna, að þeim væri hentugra og þjóðfje- laginu hagkvæmara, að þeir tækju upp smjörgerð og notuðu undanrennuna á heimilunum. ■¥■ Þegar sá dagur rennur, að mjólkurframleiðsla og mjólkur- afurðasala bænda verður mið- uð við hagsmuni bændanna sjálfra og þjóðarheildarinnar, þá verður mörgu breytt í því skipulagi eða skipulagsóskapnn aði, sem ríkt hefir undanfarin ár í þessum málum. Hið litla smjörsamlag þeirra Dalamanna, sem færir bændum þar svipað verð fyrir mjólk þeirra og bændur fá frá mjólk- ursamsölunni, kann að geta opnað augu ýmsra manna fyrir því, að gagngerð endurskoðun er nauðsynleg á mjólkurmálun- um — og það er ekki nema til ils eins að hún dragist. Dýpkun Raufar- hafnar erfifi Qraftrarvjel Reykjavíkur- hafnar var flutt til Rauf- arhafnar í vor og er síðan unn- ið að því, að dýpka höfnina þar, svo stórir togarar geti lagst þar við bryggju til afgreiðslu. En verk þetta hefir reynst torveldara en við var búist. Laust sandlag er í botni hafnar- innar, en það er þunt. Þar fyr- ir neðan tekur við þjett leirlag með möl í, líklega jökulruðning- ur. Gengur mjög erfiðlega að vinna með vjelinni á því lagi, en til þess að stærstu veiðiskip geti lagst þar upp að, þarf að grafa 1/2«—1 meter niður í þetta lag. Er búist við að grafvjelin verði þarna langt fram eftir sumri. Wendell Willkie forsetaefni repú- blikana í Banda- ríkjunum Willkie flytur ræðu í útvar. "Ejl orsetakosningar standa nú fyrir dyrum í Banda- ríkjum Norður-Ameríku í íhaust. Stóru flokkarnir, sem þar hafa jafnan teflt um völdin, repúblikanar annars vegar og demókratar hins vegar, eru nú í óða önn að búa si£ undir þennan mikla viðburð. Or þá er eitt mesta vandamálið, hverjir í kjöri eigi að verða. Demókratar hafa ekki enn, svo að frjettst hafi, gengið frá þessu, oe: er vandamálið bar sjerstaklega bað, hvort Rossevelt forseti eÍRÍ að vera í kjöri í bríðja sinn. Repúblikanar hafa aftnr á móti þegar gengið frá ákvörðun for- setaefnis síns, og kom valið ýmsum á óvart, því að Wendell Willkie, er fyrir valinu varð, hefir í raun og veru ekki verið flokksmaður þeirra. Hann hefir stundum verið talinn demókrat og stundum utan flokka og yfirleitt vill hann ekki láta bendla sig við flokka. Hann er kaupsýslumaður og eðlisfar hans er þannig, að hann vill ekki láta binda sig af neinu, hvorki flokkum, stefnum, siðum nje venjum. Hann er ótemja hin mesta. ■ Hjer fer á eftir aðalefni úr grein, sem Gordon Hamilton rit- ar um Wendell Willkie í tímarit- ið Current History, nokkru áður en útnefning forsetaefnis repúblik- ana fór fram. Er fróðlegt að heyra, hver sá er, sem ef til vill verður einn af voldugustu mönn- um heimsins á þeim dæmalausu bvltingatímum, sem nú eru fram- undan. ★ Alfred E. Smith, sá er kept hef- ir um forsetatign í Bandaríkjun- um, sagði fyrir nokkrumi vikum', að nú væri að því komið að Bandaríkin hölluðust að kaup- sýslumanni í forsetastólinn. „Ef þið viljið fá góðan, úrræðamik- inn og stálduglegan kaupsýslu- mann til þess að koma ríkinu úr skattaflækjunni og fjármálaöng- þveitinu“, sagði hann, „þá er það Wendell Wilkie, sem koma á. Mjer hefir skilist, að hann væri demókrat, en er þó ekki viss um það“. Alfred Smith liafði ekki skilist þetta rjett, að Willkie væri demókrat, og yfirleitt er það mis- skilningur hjá öllum þeim blaða- mönnum og stjórnmálaleiðtogum, sem hafa kallað hann „óháðan demókrat“. Wendell Willkie, eini kaupsýslumaðurinn í hóp þeirra, sem nú ern nefndir sem forseta- efni, var að vísu oftast demókrat. En fyrir nokkrumi dögum sagði hann við mig: „Jeg veit ekki bet- ur en að jeg skráður í repviblik- anaflokkinn“. En sjálfur vill liann ekkert merkispjald láta festa á sig. „Hvers vegna ætti jeg að gera það, þegar ekkert af spjöldunum er eins Og jeg vil hafa það? Stjórnmálaskoðun mín er hvorki með repúblikönum nje „nýjn að- ferðinni“, eins og foringjarnir hafa sett þetta fram. Lygari vil jeg ekki vera“. í fljótu bragði virðist þetta „stefnuleysi“ ekki vera sjerlega byrvænlegt fyrir væntanlegt for- setaefni. Það er líkast eins og þegar maðurinn kvaðst velja ír- land sem stiklustein á leiðinni frá New York til Los Angeles. En Willkie er maður einstaklings- framtaksins og lætur sig þetta engu skifta. Og hann brýtur líka gamlar reglur með því að sleppa öllum ólíkindalátum þegar talað er um hann sem forsetaefni. Fyrir nokkru var sterklega mælt með þonum sem forsetaefni, og þá svaraði hann: „Ef stjórnin held- ur áfram að sölsa undir sig fyrir- tækið, sem jeg veiti forstöðu, verð jeg víst að litast um efitir nýrri atvinnu og þetta er besta tilboð- ið, sem jeg hefi enn fengið“. Fjelagið haus, „C. & S.“ borg- ar honumi 75000 dollara í laun. Það er sama eins og- forseti Banda- ríkjanna fær. Þetta er ekki talið hátt þegar litið er á, hvílíkt risa- fyrirtæki ,,Q. & S.“ er, og þriðj- ung þess verður hann nú að borga í skatt. Honum var nýlega boðið að verða forseti fjelagsstjórnar- innar, en hann hafnaði því. „Það er altof hátíðlegt“, sagði hann. „Jeg yrði að fara að temja nijer virðulega framkomu !“ „Það á vel við mig“, sagði hann einu sinni, „að í minni stöðu vei'ð jeg að koma fram eins og bóndi í Indiana“. Hann skeytir ekki um klæðnað sinn, ber ekki auðlegðina, utan á sjer, nennir varla að greiða hárlubbann frá enninu. Hann vill ekki sjá „stífan flibba“, gengur í ópressuðum buxumi og fær sjer ekki ný föt fyr en hin eru orðin snjáð. Þegar hann situr leggur hann lappirnar yfir stólbríkina eins og strákur. Þegar hann stendur (hann er sex fet og einn þuml. ensk og 210 pund á þyngd) hirð- ir hann ekki að standa beinn. Hann er á sífeldu rápi um skrif- stofuna og lætur skoðanir og skip- anir dynja með miðríkjahreim og bylmings rödd. Ilann er æfinlega til í stælur, því betra, sem þær eru heitari. Þegar hann reykir, fjúka eldspýtur og aska um gólfábreið- una. Á skrifborði hans er sífeld kös og fætur lians ofan á henni þeg- ar liann situr í skrifborðsstóln- um. Hann les mikið. Ein af' þeim bókum, sem hann telur bestar, er bók um Melbourne á yngri árum eftir Lord David Cecil. Um hana segir hann: „Það er hressandi að lesa bók, þar sem höfundurinn lætur öll alheimsvandamál eiga sig’, hámar ekki í sig neinn fræg- an mann og berst ekki fyrir jieinni sósíalri stefnu, heldur1 snýr sjer að því einu að gera síðustu stjórnarár Whigganna ljós fyrir lesandanum með fallegum, ljósum stíl og lærdómi, sem er öruggur, en tranar sjer livergi fram“. Willkie er töluvert lærður mað- ur sjálfur, sjerstaklega um hag- sögu Miðríkjanna fyrir borgara- styrjöldina. Hefir verið farið fram á það við hann að skrifa bók um pólitískar skoðanir, en hann svaraði, að ef hann skrifaði, myndi það verða bók urn gömlu Suðurríkin. „Dálítil bókalmiga“, það er lýsing' hans á íbúð sinni á Fifht Avenue í New York. Það er sjö herbergja íbúð, alveg skrautlaus. Þegar hann fer í skrifstofuna ferðast hann ýmist með neðan- jarðarlest eða í leigubíl. Sjálfur hefir hann aldrei átt bifreið, en hann hefir keypt þó nokkrar bif- reiðir og gefið öðrum. Ilann seg- ir, að General Motors sje stærsti viðSkiftavinur C. & S. fjelagsins með raforku. „Jeg þori ekki að aka bíl“, segir hann, „jeg er svo oft annars hugar. Jeg mvndi fyr en varir aka á símastaur“. Ilann les, veiðir og spilar dálít- FRAJBH. Á SJÖTTP SÍ&O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.