Morgunblaðið - 16.07.1940, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 16. júlí 1940.
2
Innrásin í Englanð
er unðirbúin með
þýskri nákvæmni
Bretar tiörfa
fyrir Itölum
hjá Mayala
DaS var opinberlega tilkynt í
London í gær, að setuliðið í
virkinu Mayale á laridamærum
Kenya og Abyssiníu hefði hörfað
undan í fyrirfram ákveðnar varn-
arlínur fyrir ítalska umsáturshern-
um.
Bardagar hafa staðið yfir [jarna
í fimm daga og tókst Itölum að
króa breska liðið inni. Liðsstyrk-
ur var sendur breska setuliðinu
til hjálpar, en það náði ekki fram
ti) virkisins og í fyrrinótt varð
setuliðið að hörfa úr virkinu.
Bretar segja, að Italir hafi ver-
ið þarna miklu liðfleiri og auk
þess hafi virki þetta ekki svo
mikla hernaðarlega þýðingu, að
það hafi. þótt borga sig að halda
því nema stuttan tíma.
Þess er og getið, að nú fari regn
tími í hönd í þessum hjeruðum og
verði því bardagar að hætta, en
löng eyðimörk sje milli Mavale og
næstu mannabústaða.
ftalir gerðu í fvrsta skifti í
gær loftárás á Palestínu. Var árás-
in gerð.á Ilaifa og urðu talsverð-
ar skemdir á mannvirkjum og
nokkrir menn fórust.
Talsvert er barist á landamær-
um Bgyptalands og Libvu.
Loftárás á
Kaupmannahðfn
Ekkert tján
Loftárás, eða tilraun til loft-
árásar var gerð á Kaup-
mannahöfn í fyrrinótt. En ekk-
ert tjón varð af loftárásinni.
Það var ein br.esk flugvjel,
sem flaug yfir borgina og mun
hafa ætlað að gera árás á flug-
völlinn í Kastrup. En loftvarna-
byssur borgarinnar hröktu vjel-
ina stöðugt frá borginni og
tókst henni ekki að varpa
sprengju niður á sjálfa borg-
ina.
Nokkrum sprengjum var
varpað niður í úthverfi Kaup-
mannahafnar, en ekkert tjón
varð, hvorki á fólki eða mann-
virkjum (segir í Ritzau frjett).
Þá segir Ritzau frjettastofan
frá loftárás, sem gerð var á
Obepraa, en heldur ekki þar
varð neitt tjón.
Þýsk og itölsk blöð
uni „síðasta þátt
styrjaldarinnarM
TÖLUVERÐA ATHYGLI vöktu tvær greinar,
sem birtar voru í gær, önnur í þýska blaðinu
Berliner Börsen Zeitung og hin í ítalska blað-
inu Giornale d’Italia. Báðar fjalla greinar þessar um inn-
rásina í England.
Berliner Börsen Zeitung segir, að verið sje að undir-
búa síðasta þá'tt Styrjaldarinnar, lokabaráttuna við Breta
með hinni kunnu þýsku nákvæmni og tækni, sem einkent
hafi hinn sigursæla hernað Þjóðverja í þessu stríði.
1 höfnum á Noregsströndum sje verið að vinna að því að
styrkja varnirnar og bæta skilyrðin til lokabaráttunnar við
Breta.
... . *
HITLER EINN —
Hitler einn, segir blaðið, tekur ákvörðun um það, hve-
nær þessi lokabarátta hefst, og skal því ekkert fullyrt um,
hvenær hún verður hafin. En þess mun vart langt að bíða.
Alvarleg átðk
Breta og Japana
vegnahafnbanns
á Kfna
T apanar hafa tilkynt, að frá og'
J með deginum í dag verði sett
hafnbann á þær hafnarborgir í
Kína, sem enn hefir ekki verið
sett hafnbann á. Meðal þessaía
borga eru Fu-Tschau, Han-Tschau
og Tsingtau.
Hefir skipum erlendra þjóða
verið tilkynt, að með og frá deg-
inum í dag sigli þau til þessara
bor^a á eigiy áþyrgð^crg Japanar
taki ekki á 'sig néiná ábvrgð á
skemdum eða öðru, sem af sigl-
ingum érlendra skipa til þessara
hafna kunni að leiða.
Bretar hafa mótmæJt þessu og
telja frest þann, sem Japanar hafa
gefið, ált of stuttan, og ef skemd-
ir verði á breskum skipum við
Kína végna þessa hafnþanns, muni
Bretar krefjast fullra skáðabóta
af .Japönum fyrir.
Talið er, að til alvat'legra átaka
geti komið út af þessari deííu
Japana og Bréta.
Flutningar Breta
um Birma.
Undanfarið hafa staðið yfir
samningar milli þreska sendiherr-
ans í Tokio, Sir Robert Craigie og
Arita. utanríkismálaráðherra Jap-
ana um að Bretar hætti vopna-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.
Giornale d’Italia tekur í
sama streng og hið þýska blað,
og segir, að Þjóðverjar og Ital-
ir sjeu að undirbúa sig undir
lokaþátt stríðsins. Þegar högg-
ið kemur, verður það bæði þung
og markvísst, ségir blaðið.
Undirbúningur fer nú fram
við Norðursjó og Atlandshaf,
til þess að gjörsigra Breta. Það
verður heiftug barátta, sem
ekki mun eiga sinn líkan í vér-
aldarsögunni.
Stundin nálgast hröðum skref
um.
LOFTÁRÁSIRNAR
Bæði í breskum og þýskum i
blöðum er þess getið, að loft-1
árásir þær, sem hingað til hafa
verið gerðar á Englánd, sje !
jekki nema lítið af því sem sem j
verða muni. Þegar Þjóðverjar
'setja fyrir alvöru allan sinn loft
flota til eyðileggingar Englandi.
I Bretar segjast búast við þessu
og þeir sjeu reiðubúnir að taka
á móti loftárásunum.
j Loftárásir Þjóðverja á England
voru með minna móti í.gær. Bret-
ar telja.sig- hafa skotið niður eina
þýska flugvjel í gær.
Bret’ar hafa hinsvegar haldið
uppj loftárásum á þýskar borgir
og í gær og í fyrrinótt segjast
þeir hafa gert 22 loftárásir á
borgir í Þýskalandi og iiðrum
.löiídum, þar sem Þjóðverjar ráða.
ÍRLAND
í Bretlandi þykir það ills viti,
að Þjóðverjar telja það hlægilegt,
að láta sjer detta í hug, að Þjóð-
verjar hyggi á innrás í England.
Telja . Bi'etav , þessa yfirlýsiugu
einmitt sönnun þess, að Þjóðvesj-
ai' hafi innrás ’í frland í hyggj.u.
Hafa Suður-írar vei'ið varaðir
við hættunni.
Þessi mynd er tekin í vörugeyms lnhúsi í Englandi, þar sem geymd-
ar eru 3.000 smálestir af bómull, gem teknar hafa verið heruámi _úr
skipum, sem flytja áttu bómull til Þýskalands.
Hertekin bómull
Churchill boðar
langt stríð
Hver blettur á Englandi
verður varinn
RÆÐA WINSTON CHURCHILLS forsætisráð-
herra Breta, sem hann flutti s.l. sunnudags-
kvöld, var í senn hvatning til þjóðarinnar og
árjetting á þeirri staðföstu ákvörðun bresku stjórnarinn-
ar að berjast til þrautar við Þjóðverja og ítalii
Churchill ræddi fyrst um Frakkland og sagði að Breta
hefði tekir sárt að þurfa að fara að eins og þeir gerðu gagn-
vart franska flotanum. Hann líkti Frakklandi við góðan vin,
sem hefði verið sleginn niður af fanti. En þó vinur mans hafi
verið sigraður, yfirgefur maður ekki þenna vin sinn. En það
er skylda að taka vopn úr höndum hans, ,ef hann í óráði
ætlar að fá sameiginlegum óvin vopn sitt í hendur.
Slys í efnaverk-
smiðju í Gauta-
borg ;
UM 6 leytið í gærdag vildi
það slys til í efnaverk-
smiðju í Gautaborg, að spreng-
ing varð í verksmiðjuhúsinu, !
svo mikil, að þakið þeyttist af.
Einn maður slasaðist svo al-1
varlega, að honum var vart hug
að líf.
Sprengingin var svo mikil, að
eldvarnarveggur á næsta húsi
hrundi að mestu leyti.
Eldur kom upp í verksmiðju- j
húsinu og var slökkviliðið um j
tvo klukkutíma að kæfa eldinn. *
Ráðherrann fór mörgum orð-
um um framtíðina og kvað það
vera sina óþifanlegu trú, að
Frakkar fengju aftur frelsi sitt.
Hann kvað Breta myndu styðja
nýlendur Frakka, og þá hluta
Frakklands. sem ekki væru í
höndum óvinanna, viðskifta-
lega og á annan hátt, sem þjóð
inni mætti koma að gagni.
LANGT STRÍÐ
Þetta stríð verður langt,
sagði Churchill. Við skulum und
irbúa okkur, ekki aðeins fyrir
árið 1941, heldur og fyrir 1942,
en þá munu Bretar taka upp
sóknina í stríðinu.
Churchill mintist því næst á
FRAMH. Á 3JÖUNDU SÍÐU