Morgunblaðið - 16.07.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1940, Blaðsíða 4
4 Loftvarnamál I. ann tíma, sem skrifstofa loftvarnanefndar hefir starfað, hefir henni borist mikill fjöldi beiðna um að- stoð off ráð 0£ fyrirspurnir um hitt og j)etta, er að loft- vörnum lýtur. Eftir föngum hefir skrifstofan leitast við að leysa vandræði manna og svara f.yrirspurnum þeirra. í leiðbeiningum þeim, sem loft- varnanefnd gaf út og bornar bafa yerið í öll hús hjer í bænum, er einnig vikið að flestu, sem máli skiftir um loftvarnir. En þar eð margir hafa óskað eftir fyllri skýringum á ýmsu og ítarlegri svörum en þar var hægt að veita, mun jeg í nokknxm blaðagreinum leitast við að skýra þessi mál |betur. Greinargerð þessi mun birtast í smáköflum, fyrst um sinn annan og þriðja hvern dag, eftir atvik- um. En áður en lengra er haldið, vil jeg taka þetta fram: 1. Sjálfur hefi jeg aldrei lent í Joftárás og get því ekki af eigin reynslu borið um eðli þeirra og ógnir. En vegna starfa minna við loftvarnirnar hjer hefi jeg leitast við að kynna mjer mál þessi sem best, sumpart með lestri erlendra ritgei-ða mn loftárásir og loftvarn ir og sumpart. með viðræðum við erlenda og innlenda menn, sem þekkja loftárásir af eigin reynslu. Þá hefi jeg og haft aðstöðu til að ræða þessi mál við þá foringja breska setuliðsins, sem um þau fjalla fyrir þess hönd. Mun jeg í þessari gi’einargerð minni styðjast við þessar heim- ildir, að því leyti sem þær geta átt við um ísl. staðhætti. 2. Kaflar þessir, sem skrifaðir eru vegna þeirrar nauðsynjar, sem jeg tel á því, að almenningur geri sjer sem Ijósasta grein fyrir hætt um þeim og böli, sem að jafnaði fy] gja loftárásum, og einnig þeim vörnuni, sem ætla má, að unt yrði að koma við gegn þeirn, eru í einu og öllu birtir á mína ábyrgð, en livorki í nafni einstakra manna í loftvarnanefnd nje nefndarinnar í heild. — Mjer er Ijóst, að það er illa þokkað verk og vanþakklátt að anyrltva nú hug manna með tali nm hættur og ógnir, þegar sum- arið loks er komið í allri dýrð sinni og sólin skín hvei’n dag í heiði. En rjettlæting mín og huggun •er sxi, að sá valdi þó eigi, sem varar. — ooooo< Eftir xxxxoo Lúðvíg Guðmundsson ii. Hvaða líkur eru til þess, að til loftárása kxxnni að koma hjer? Þetta er ein þeirra spurninga, sem menn oftast velta fyrir sjer þessar síðustu vikur. Jeg- ætla mjer engan veginn þá dul, að fá svarað þessari spurn- ingxi til neinnar hlítar. Gæti jeg að mestu látið mjer nægja að vísa til eftix-farandi um- mæla loftvarnanefndarinnar (sbr. iáðurnefndar leiðbeiningar, bls. 6) : „Enda þótt nefndin telji lík- urnar fyrir því, að loftárás verði gerð á Reykjavík eða aðra bæi hjerlendis, vera mjög litlax (letur- br. mín. L. G.), þá treystir enginn nefndarmanna sjer til að rökstyðja þá skoðun, að líkurnar sjeu eng- ar“. — Ilier skal eigi gerð tilraun til þess að rneta þau herfræðilegu rök, er breska setuliðið hefir fyr- ir vígbxínaði sínum hjer á landi. Hinsvegar skal bent á þá stað- ■reynd, að setuliðið hefir búið um sig til hexuxaðarlegra loftvarna í Reykjavík og fleiri bæjum hjer- lendis. — Hjer skal eigi heldur farið út í neitt mat á ástæðum eða her- fi’æðilegxim rökum, er gæti valdið því, að hinn ófriðaraðilinn freist- aði þess að gera loftárás á Reykja- vík eða aðra ísl. bæi. Bent skal þó á það, að frá tækninnar hálfu mun erlendum hernaðarflugvjel- um vera kleift að fljúga hingað og til b'aka til bækistöðva sinna, án þess að lenda hjer, eða taka lijer bensín eða olíu. — Enda þótx, aliif Islendingar voni fastlega, að eigi komi hjer til neinixa víga, hvorki á landi, sjó iije í lofti, þá væri það óviturlegt að loka augunum fyrir áðurnefnd- um staðreyndum. En með staðreyndir þessar fyr- ir opnum augum væri það ábyrgð- arleysi að láta skeika að sköpuðu og gera alls ekkert til þess að draga úr eða forðast tjón á líf’i, linxum og eignum landsbúa, ef svo skyldi þó fara, — þrátt fyrir alt, — að til hernaðarlegra átaka, t. d. loftárása, kynni að koma hjer. Að öllu þessu athuguðu er það því gott og sjálfsagt, eða a. m. k. alveg meinlaust, að vona hið besta, en viturlegast er þó að búa sig jafnframt undir að mæta hinu versta. 12. júlí 1940. Lúðvíg Guðmundsson. B.S.Í. Símar 1540, þrjár línur. Góðir bílar. ,----- Fljót afgreiðsla. Sferleyfisleiðin fleykjavík - Keflavík - Garður -Sandgerði Tvær ferðir á dag alla daga. ÞJÓÐFRÆGAR BIFREIÐAR. Steindór, sími 1580. MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 16. júlí 1940. Minning Þorsteins Jóns- sonar járnsmiðs Pann 7. þ. m. andaðist að heimili sínu, Vesturgötu 33, hjer í bæ, Þorsteinn Jóns- son, járnsmiður, og skorti hann aðeins 2 daga til að verða 76 ára. Hann var fæddur að Litla- Séli hjer í bæ, þ. 9. júlí 1864. Ungur misti hann föður sinn og ólst upp hjá móður sinni hjer í bænum og á Seltjarnar- nesi. Naut hann hins mesta ástríkis og umhyggju hennar á bernskuárunum. Snemma fór Þorsteinn heit. að vinna fyrir sjer og lærði hann járnsmíði, um tvítugt, hjá Gísla Finnssyni, járnsmið, hjer í Reykjavík. Stofnsetti hann svo sjálfur járnsmíðaverkstæði 25 ára að aldri, og rak það samfleytt í alt að því hálfa( öld, hjer í bænum. Fór saman hjá honum mikill hagleikur, vandvirkni og dugnaður við iðn sína. Margir ungir menn námu járnsmíði hjá honum og munu þeir nú dreifðir víða um landið, og margir sjálfstæðir atvinnu- rekendur. Snemma kom í Ijós að Þor- steinn heit. hafði mjög næmar gáfur á músik og söng, og ung- ur stjórnaði hann söngflokk á Seltjarnarnesi. Var hann sjálf- ur ágætur söngmaður og Ij.ek á fiðlu og orgel. Mun nú marg- ur, sem þekti Þorstein heit., minnast hans þróttmikla og fagra söngs, og þess, hve ágæt- ur söngstjóri hann var. Það var mál dómbærra manna, að ef Þorsteinn heit. hefði notið nauð synlegrar kenslu í músik og söng, á sínum yngri árum, hefði hann áreiðanlega orðið afburða maður á því sviði. Framtak Þorsteins sál. og ein lægur áhugi fyrir velferð þjóð- arinnar, kom fram á mörgum sviðum. Hann var einn af styrktarmönnum togaraútvegs- ins og beið þar tap, eins og fleiri. Hann gat ekki hugsað til annars en að greiða hvern eyrir af því tapi, enda var hann að eðlisfari einstaklega vandað ur og ár.eiðanlegur, og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Var hann að þessu leyti, sem öðru, sönn fyrirmynd. Þorsteinn heit. var kempu- legur á velli, hár og herðabreið ur, fríður og sviphreinn. Var framkoma hans á þann veg, að hún vakti traust og virðingu þeirra, sem kyntust honum. Þorsteinn heit. var giftur Guðrúnu Bjarnadóttur, er var hin mesta ágætiskona. Var þungur harmur kveðinn að hon um við lát hennar, fyrir tæpu ári síðan. Mikið áfall og sár söknuður var þeim hjónum að missa Bjarna son sinn, forstjóra yjel- smiðjunnar ,,Héðinn“„ hjer í blóma lífs síns, árið 1938. Börn Þorsteins heit., sem á lífi eru, eru þessi: Sigríður, saumakona, Svafa, gift Ársæli Árnasyni, Margrjet, gift Frið- riki Magnússyni, Ásgeir, verk- fræðingur, giftur Elínu Haf- stein, Hlín, gift Gísla Jónssyni og Þorsteinn, giftur Vilborgu Sigurðardóttur. Við andlát Þorsteins Jónsson- Þorsteinn Jónsson. ar hefir Reykjavík mist einn af sínum merkismönnum, en minn ingin um orðstýr hans mun lifa. Fr. Þorsteinn Jónsson jái’nsmiður á Vesturgötu 33 verður jarðsungiixn í dag. Jeg kyntist honúrn ekki fyrri en hinn langi vinnudagur hans var að kvöldi kominn. Af viðmóti hans var fljótt hægt að læra livaða mann hann hafði að geyma. Hann lxafði þá stundað jánxsmíði í hálfa öld. Þreklegur vöxtur hans, breið- ar herðar og hressileg handtök bárxx vott um óvenjxxlega karl- mennsku hans og þol við hin erf- iðu stöi’f. Eix maður hafði ekki setið lengi í söinxx stofu og liann fyrri en það kom í ljós, að þarna var maður, sem. hafði ekki að öllu Ieyti mótast af vinnu við afl og steðja. I viðmóti hans var slík mýkt, sem bar vitni um bans innra líf. Það konx greinilegar fram er lxann tók þátt í söng eða hlýddi á hljóðfæraslátt. Kornungur misti Þorsteinn föð- ur sinn, en móðir hans bláfátæk ó1 hann upp og voru þau mæðgin um tíma á hálfgerðum lirakningum. En Þorsteinn var ekki fyrr kom- inn til vits og ára en hann tók að gefa sig við söng og hljóð- færaslætti, eftir því senx þá voru frekast föng á hjer í Reykjavík. Um mentun á því sviði var ekki að ræða. En hugnr hans var hinn sami fyrir það. Ungur eignaðist hann fiðlu, og æfði sig í fiðlu- leik tilsagnarlaust að kalla. Svo ,.músikalskur“ var hann, að lxanu náði það mikilli leikni á ]>að hljóð færi, að hann Ijek opinherlega á fiðlu sína fyrir bæjarbúa. Var það fullkomin nýlunda hjer í þá daga. Svo næmt söngeyra hafði hann, að hann gat sungið eftir hvaða nót- um senx voru, og skeikaði hvergi. Hann og söngfjelagi hans og æsku vinur Brynjólfur Þorláksson voru lengi í karlakór Guðmundar Ein- arssonar í Nesi. Er Guðmnndur hætti að stjórna þeim söngflokk, tók Þorsteinn við stjói’ninni, þó ungur væri. Á æskuárum Þorsteins lá við, að það væri trú manna hjer í Reykjavík ,að járnsmíði ætti sam- leið með söng og hljóðfæraslætti. Studdist sú skoðun við það, -að sönglíf bæjarins fjekk mestan stuðning frá þeirri stjett manna. Meðal heirra var Gísli járnsmiðnr Finnsson. Þorsteinn, hinn draumlyndi söng hneigði piltur, sem hann var, fór í smíðanám til Gísla. Um framhald á braut hljómlistar var ekki að ræða-, engin kensla fáanleg hjer og engin efni til utanfarar, þó öll um kunnugu'mi bæri saman um ótvíræða hæfileika hans. En kunn- ingjar Þorsteins hneigðust að þeirri skoðun, að honum myndi erfitt, að helga sig óskiftan störf- um smiðjunnar. 25 ára ganxall hefir hann lokið smíðanámi. Og þá verða kapitula- skifti í æfi hans. Hann stofnar sjálfstæðan atvinnurekstur og gift- ist afbui’ða myndarle^ri koinii, Guðrúnu Bjarnadóttur. Iljónaband þeirra varð honum sífeld blessnn. Þau eignast heimili, sem verðnr fyrirmynd fyrir atorku og hag- sýni konunnar. Efnin eru lítil lengi vel, en hörnin verða 7. Þetta er á skxxtuöldinni. Þorsteinn verð- nr öndvegissmiður í viðgerðum þessara skipa. Hann vinnur oft í smiðju sinni dag og nótt. Hann tekur marga smíðanema. Heimilið á Vesturgtöu 33 verður heimili margra þeirra. Á sumrin fer hús- móðirin með barnahópinn í sveit til heyskapar. Hagur þeirra hjóna blómgast. En altaf ber þó meira á því, að ást sxx og umhyggja, sem hæði lögðu x bxxið í uppliafi, ber ennþá ríkulegri ávexti í ríkri heim. ilisánægju innan um börnin, kunningjana, samstarfsmennina. Smiðurinn, sem vann - baki hrotnu gleymdi aldrei að leita á- r.ægju í hugðarheimnm æskuár- anna. Söngur og glaðvæi’ð var á heimili hans þegar tími var til. Og þá kom það fyrir, að vinir og kunningjar sungu og spiluðu nokk ur alþýðleg og Ijett lög, sem til- tölulega fáir kunnu, en sem snertxi sjerstaka strengi í brjósti hús- bóndans. Það voru lögin, sem hann sjálfur hafði orkt, en aldrei hirti um að gefa xxt; smálög, sem söngvinir lians höfðu á hraðbergi og þótti vænt um. Þar geymdust í hans eigin tónum draumar æsku- áranna, draunxar, senx aldrei leiddu til neinna sigra á listabrautinni, en sem varðveittu listamannseðli hans alt til elliára. Þegar jeg kyntist Þorsteini fyr- ir nokkrum árum, þá tók je<£ fyrst og frenxst eftir þessu í fari hans: Hann var nxaður hrein- lyndur, konx altaf til dyranna eins og hann var klæddur ,glöggskygn á praktiska liluti og varkár í öllu tali úmi menn og málefni. En mest har þó á þeinx einkennum góðvild- ar og drenglyndis, sem gerðu hjart og hlýtt um hann, hvar sem hann fór og hvaða verk sem hann vann. V. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.