Morgunblaðið - 16.07.1940, Síða 6

Morgunblaðið - 16.07.1940, Síða 6
M ORGUN B LAÐIÐ Þriðjudaginn 16. júlí 1940. —■ Ur daglega lífinu „Rusticus“ skrifar um Shellvík og Náuthólsvík: Enginn veit hvað átt hefir, fyr en noist hefir, segir máltækið. Undanfarin sumur hafa margir þeir baðgestir, er sótt hafa tii Skerja- fjarðar sjóböð og sól, haft það mjÖg á hornum sjer, hvernig sólskýlum þeim væri hagað, er bærinn hefir látið setja upp við Shellvíkina, að þau lægju illa við sól, að þeim væri illa valinn staður o. s. frv. En nú, þegar skýlin eru rifin nið- ur, vegna þess að fyrirsjáaniegt er, að þau geta ekki komið að notum í sumar, þá er farið að fjárgviðrast yfir því, að þau sjeu tekin. Það er þó ekki til of mikils ætlast af þeim sem á annaðborð sækja til Skerjafjarðar, að þeir kynni sjer hvernig umhorfs er í Nauthólsvík. Hún er ekki síður góður baðstaður, en Shellvikin. Þar hefir verið komið fyrir stórum flotbúkka úti á víkinni, stigar verið settir við bergið, fyrir þá sem kynnu a'ð vera helst til iengi í fjörinni í básunum í víkinni o. s. frv. En þetta er gamla sagan. Það sem bærinn lætur gera, það er vanþakk- áð, en skammað fyrir það sem van- gert er. Að jeg svo tali ekki um umgengni fólks um opinbera staði og meðferð á munum almenning... Dæmi um það er t. d. hvernig farið er með bekki sem hafðir eru til almenningsnota á strætum og torgum og í skemti- görðum, þeir allir rispaðir og út- krotaðir. En margt fleira því líkt mætti til tína. H ★ Brjef hefir verið sent blaðinu und- iskrifað „Margir“, þar sem skorað er á Morgunblaðið að það beiti sjer fyr- jr því, að öllum húseigendum í *Reykjavík og Hafnarfirði sje skrifað ög skorað á þá að leigja engum kvenmanni húsneæði, sem „geri sig Sekan í að hafa afskifti af breska setuliðinu hjer“. Vilja brjefritararnir koma því kvenfólki fyrir í sjerstakt jhús í bænum. Segir svo í brjefinu: „Hjer er um svo alvarlegt mál að ræða, að allur jbærinn logar af gremju út af því, ihvernig íslenskar stúlkur hegða sjer jí þessum efnum. ★ Það er vafalaust rjett, að gremjan er mikil, og því er þessi tillaga hinna „mörgu“ látin koma fram, m. a. til þess að sýna hvernig gremjan !fær alskonar útrás. Því það liggur I í augum uppi, að þó siík brjef yrðu •skrifuð, og þó tilmælin fengju hínar eindregnustu undirtektir meðal hús- eigendanna, þá liggur í augum uppi, að húseigendur allir sem einn geta ekki sjeð það á öllu kvenfólki, hverri einstakri stúlku, sem falar eftir hús- næði, hvaða menn eða hverrar þjóð- ar menn hún umgengst. Það þyrfti : j þá beinlínis að auðkenna þær stújk- ur, sem ekki ættu að vera í húsum hæfar. Og hver gerir það? ★ Annars er rjett að minnast hjer á eina tillögu, sem borin hefir verið i. fram í þessu máli. Ok hún er sú, að ráðnir yrðu tveir, þrír kvenmenn í lögregluna, til þess að taka þátt í eftirliti því, sem lögreglunni er ætl- að, og að siðferði lýtur. ★ Svo er annað mál, sem líka snertir bæjarbúa og hermennina, sem vert er að minnast á, og altof mjög hefir legið í þagnargildi. Kvenfólkið er skammað fyrír fram komu sína. En það er tegund fólks, sem með framferði sínu setur blett á þjóð vora, og það eru ósiðlátir fylliraftar, sem þykjast sýna einhvers Konar karlmennsku með því að vaða upp á breska menn með ónotum og ruddaskap, gefandi það í skyn," hvaða pólitískum stjórnmálastefnum þeir fylgi, sem vitað er að eru Bretum andstæðar. Jj Þessir menn gléyma því, að það er skylda okkar Islendinga gagnvart þjóð okkár og framtíð, að sýna full- komið hlutleysi gagnvart hernaðar- þjóðum, hver sem í hlut á. Og strák- dkapur gagnvart setuliði því, sem hjer er, sýnir ekkert ánnað en aga- leysi og ruddaskap og getur engu nema illu til leiðar komið. Loitorustur yfír Ermarstmdí FRAMH. AF. FIMTU SIÐU. Dniikerque og mætti'í matsaJunnt okkat- um kvöldið. Er við yorum búuir að afgreið;: þenna lióp af Mes.serf^hmitt 10!) lent.um við í öðrum»hóp, Messer- sehmitt 110. Þær geta vissulega steypt sjer hratt niður á við. Jeg mán, áð éinu sinni seinni hluta dags rar jeg að elta éina úr, 15.000 feta hæð og hraðamælir minn ltafði tvisvar sinnum snúist heilán hring áður en jeg ákvað að hætta eftirförinni. -Teg hlýt að hafá farið hreð 550 mílna hraða á lclukkustund, feí' jeg Iiætti, en Ilúninn hjelt áfrain. Eftir þessa ferð varð j.eg hlind- ur, fyrst sá jeg gult fyrir augum, síðan rautt og l.oks varð alt svart. Maður er við fulla- rænu, en get- ur þó hvorki sjeð njeheyrt, og loks þegar birtan kemur aflur, heyrir maður mótorskröltið mikið hærra en áður. Orusturnar yfir Dunkerque vor , okkur góður skóli..'Sjálfur held jeg að fæstir flugmenn Húnannö sjeu góðir flngmenn. Jeg hefi lent á örfánm, sem hafa haft ánægju af lortorustu, en flestir flvja Þeir kunna bókstaflega ekki sitt fag og ftkkar vjelar ern ábyggi- lega betri. Þeir hafa fjöldann fram yfir okKur, það er rjett, en í svo að, segja hverri einnstu • löftörustu, sferu einhver hraði er í, endar það pieð eiuvígi. AUGAÐ hvílist með gleraugum frá THIELE KF LOFTUR GETUR ÞAÐ k’KKI — — ÞÁ HVER? KOLASALAN S.Í. Slmar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. Sprauta garða við kartöflusýki. Jón Arngrímsson. Baldursgötu 4. Sími 1375. I Silfurbrúðkaup | 25 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun, miðvikudag 17. júlí, frú Elísabet Þórðardóttir og Yaldimar Guðmundssou, bóndi i Varmádal, Kjalarnesi. Úr Rangár- valiasýslu Úr Rangárvallasýslu er blaðinu skrifað: Aðfaranótt þess 28. júní gerði hjer um austan- og pfan- verða Rangárvelli a. m. k. svo mikið hvassviðri, að líkast var mestu vetrarveðrum. Hjelst veðrið, en aðeins vægara franiundir kvöld daginn eftir, með úrkounnhraglanda, svo kýr voru sumstaðar ekki látnar út fyr en undir kvöldið og mun það sjahl- gæft, að kúm sje gefið hey 28. júní. Viða skemdust mjög garðar. Jýófuplöntur og aðrar álíka sner- ust, upp og sjást ekki, rabarbari eyðilágðist sumstaðar alveg og kartöflugrös skemdust mikið, með Grúðuiinn breyt- ist á Flóaáveitu- svæðinu Steindór Steindórsson kelinan frá Akureyri er staddur hjer í bænum. Hánn hefir undanfarna viku verið austur í Flóa og gert. athuganir á gróðri áveitusvæðis- ins. Hann athugaði svæðið fyrst árið 1930, og gerir nú samanburð á því, hvernig gróðurinn var þá og hvernig hann er nú. I gær skýrði hann tíðindamanni blaðsins svo frá: :— Yfirleitt þykir nrjer spretta áveituávæðisins vera furðaplegá góð, og þó kvarta bændur undan því, að hún sje tn.eð lakara móti í sumar, samanborið við sprettuná undanfarin ár. Þurkun áveitusvæðisins hefir jnikið fariV|ram síðan jeg fór þar ,um sumurin 1930 og 1931. Allvíða ’liafa engjar áveitunnar orðið greiðfærarí til heyskapar en áður, dregið úr mýraþýfjnu, og á stöku stað hafa spildur, sem voru þýfð- ar, orðið vjeltækar. Mýrastörin ér ríkjandi fóður- jurt áveitunnar. En gulstöriu hef- ir breiðst furðú mikið út á ýinsum slöðum, én hennar gætti ]>ar ekk- ert áður, ]>ó hiin væi'i þar til á stangli. Nú ern komnir allvíða á- litlegir gulstarartopþar, einkum í nánd við skurði. Jeg líki því ekki saman, hve nijer sýnist engjarnar, sem áveitan nær til, vera álitlegri en þær voru fyrir 9—10 árum. Mikið er það bagalegt, hve fáir bændur á, áveitusvæðinu hafa sint því, að athuga heyfeng af he'ktara engjalands árlegá, svo hægt væri að fvlgjast með því, hvernig hey- fallið breytist. — Hver eru önnur verkefni þín i sumar? — Næst fer jeg npp á afrjett Iíreppamanna og geri þar gróðttr- ■athuganir og fer síðan norður á Kjöl. Þar vil jeg- koma upp smá- girðingum í sumar, svo hægt sje að sjá hve gróðurmagn eða gras- vöxtur er ]>ar ínikill á friðuðu landi. Af athugunum á því et' hægt að giska á, hve tnikið gfóð- urmagn er á afrjettarlandinu þar, til grundvallar fyrir álitsgerð uin ]>að, hve mikinn búfjenað haglendi þetta getur með góðvi móti borið, án þess að .gróðri sje ofboðið. Fjelag ungra Sjálí- stæðismannaíAustur- Hunavatnssýslu Síðastliðinn laugardag var stofnað, á Blönduósi, fje- lag ungra Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu. Stofn- endur voru 24 alls, og fulltrú- ar úr öllum hreppum sýslunn- ar, nema tveim. Miklar annir, einkum við heyskap og sjósókn, öftruðu þó verulega frá fundar- sókn. Jóhann Hafstein mætti á fundinum fyrir hönd miðstjórn- ar Sjálfstæðisflokksins, ,en Jón á Akri, alþingismaður, hafði öðrum fremur undirbúið fjelags stofnunina, með þeim dugnaði og áhuga, sem hans er vandi um öll flokksmálefni. Fjelagið heitir F. U. S. „Jör- undur“, en nafngiftin er dregin af Jörundarfelli, sem er hæsti tindur í sýslunni, og ber vott um vonir og óskir ungu mann- anna, að bera hátt merki sjálf- stæðisstefnunnar í hjeraðinu. Er ekki að efa, að Sjálfstæðis- flokknum verði mikið lið að þessari virku þátttöku í Austur- Húnvatnssýsiu í flokksstarfsem inni. Stjórn fjelagsins skipa: Torfi Jónsson, Torfalæk, formaður, Konráð Eggertsson, Haukagili, ritari, Gísli Jónsson, Ásum, gjaldkeri, Ingvar Jónsson, Skagaströnd, varaform., Stein- grímur Guðjónsson, Marðar- núpi, meðstj. Varastjórn: Ottó Finnsson, Skrapatungu, Einar Sigurðsson, Litlu-Giljá og Valde mar Pjetursson, Blönduósi. „Sjómaðurinn" 2. hefti 1940 er kominn út. Efni ritsins er m. a.: „íslenskir fiskimenn í Boston“. „Æfintýrai'ík för Súðarinnar“, „Segulmögnuð tundurdufl gerð ó- virk“, „Saga Eddistone vitaus“, „Nýtísku togarar með vjelldædd- um stállestum“, Nýtt sjómanna- lag eftir Sigvalda Kaldalóns, „Á fjárflutningaskipinu ,,Farce“ með Zöllner“, eftir Guðjón S. Jónsson, „Þegar farþegaskipum var sökt í gróðaskyni“. — Fjöldi mynda fylgir með grein- um til skýringar efninu. Það er Stýrimannafjelag Islands, sem gefiir Jætta hlað út. fram vegua þess, að næstu þrjái’ nætur áður en veðrið kom, var talsvert frost, svo sá á grösum, en þessvegna voru þau veikari fýrir. Grjótgarðaj' fnku u'in og a'lt fauk, sem fokið gat. Annars er vor þetta með þeitn erfiðai'i. Maí var .ekki afleitur, þó^ sífelt væri kuldarok og' sjaldaú sæi til sólar og þó ávalt þerri- laust, sem best sjest á því. að skán. sem stungin var út 6.—10. niaí, var fyrst verið að hirða inn núna þann 27. og 28. júní. Gróður kom ekki mjög seint, ext víða m.jög lítill fram ' að fardög- uni, svo skepnur voru að leggja af fram eftir öllu vori. Stafaði það einnig af kuldanumi og sól- arleysinu. í júní hefir verið með afbrigðum vond tíð, sífeld rok og' rigningar. Vill ekki hr. Jón Eyþórssop upplýftí, af hverju svona tíðai'- far stafar? Talsvert hefir unnist af refum, og þó sífeldur bítur. Eldur í skógarkjarri FRAMH AF ÞRIÐJU 8ÍÐU. ins og voru menn í vafa í fyrstu, hvað gera skyldi. En á sunnudagskvöld varð það að ráði, að safna liði, og fóru þá um 40 manns á vett- vang til þess að koma í veg fyrir, að eldurinn breiddist frek ara út. Voru flestir sjálfboða- liðar þessir sumardvalarfólk, ,en í hrauninu eru nú um 50 tjöld og sumargistihúsið að Hreða- vatni er fult. Var því allmikill mannfjöldi við hendina. Var rudd þriggja metra braut kringum alt svæðið nema að norðanverðu, en þar stöðv- aðist eldurinn við veginn. Vák- að var í alla fyrrinótt í nánd við skógareldssvæðið og er nú eldurinn slokknaður. Hjálpaði og til, að í gærmorgun brá til úrkomu. Allmiklar skemdir urðu á svæði, sem giskað er á, að sje um 3—4 dagsláttur að stærð. (F.Ú.). Danir hafa gert verslunar- samning við Svissland, sem gild ir til næstu áramóta. Verslun þessara landa á að byggjast á jafnvirðiskaupum, samkvæmt verslunarsamningnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.