Morgunblaðið - 16.07.1940, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 16. júlí 1940.
M O R GUNBLAÐIÐ
J
Ræða Churchills
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
vörn flotans og flugflotans, og
innrásarhættuna, sem yfir vofir
og enginn veit hvenær ríður
yfir, kannske í kvöld, kannske
í næstu viku, kannske aldrei.
Hann hvatti til samheldni og
djarflegrar baráttu; ræddi þann
kvíða, sem vart hefði orðið með
al vina Breta í öðrum löndum,
vegna þess, sem gerst hefði ann
arsstaðar, er heilar þjóðir hafi
gefist upp fyrir Þjóðverjum á
fáum vikum, jafnvel dögum. En
slíkar baráttuaðferðir, að grafa
undan viðnámsþreki og sam-
Leldni, eins og annarsstaðar
hefði tekist, myndi ekki hepn-
ast í Bretlandi.
Hann ræddi hinn vandlega
undirbúning Þjóðv., fyrirfram
gerðar áætlanir þeirra um inn-
rás í Pólland, Danmörk, Noreg
og Holland, og hvernig farið
hefði í Frakklandi.
Vafalaust hefði Hitler einnig
vandlega gerða áætlun um inn-
rás í Bretland. En þar yrði ó-
líkari mótspyrnu að mæta. Nú
ætti Hitler í fyrsta skifti að
mæta mikilli þjóð, þar sem und
irróður hans hefði ekki haft á-
hrif.
HVER BLETTUR VARINN
Bretar hefði nú 11/2 xniljón
æfðra manna undir vopnym, og
heraflinn ykist stöðugt, og auk
þess væri'l miljón manna í
heimavarnarsveitunum, sem í
þeim væri fjöldi manna sem
hefði reynslu frá því í seinustu
styrjöld.
Bretlandi kæmi ekki til neinn
ar uppgjafar, heldur yrði hver
blettur varinn.
Lundúnaborg yrði ekki gef-
in upp baráttulaust eins og
París, heldur yrði barist um
hverja götu og hvert hús í borg
inni, eins og barist yrði um
hvert þorp, hvern bæ og hvei'ja
einustu borg á Bretlandseyjum
„Við munum ekki biðja um
neina miskun“, sagði ráðherr-
ann að lokum, ,,en kannske
munum við sýna miskun“.
UNDIRTEKTIR
Ræðu Churchills hefir verið
vel tekið í Bandaríkjunum, en
í Þýskalandi fær hún að vonum
slæma dóma.
Þjóðverjar segja t. d., að sú
ákvörðun Churchill, að láta
verja London, sýni, að hann
hafi ekki gert sjer ljóst, hvað
gerðist í Antwerpen og Varsjá.
Vörn Varsjá hafi ekki tafið
Þjóðverja nema í tvo daga :
þeirra áætlun og eftir 20 mín
útna loftárás Þjóðverja á Ant-
werpen hafi verið ákveðið að
gefast upp, heldur en að láta
gjöreyða borginni. Þá er farið
háðulegum orðum um það, er
Churchill sagði, að innrás Þjóð
verja gæti komið í kvöld, næstu
viku eða kannske aldrei.
Segja þýsk blöð að engu sje
líkara en að Churchill hafi ver
ið að leika sjer við hnappana
á vestinu sínu.
Roosevelt
líklegur sem
forsetaefni
Demokrata
Roosevelt forseti hefir enn
ekki látið neitt uppi um
hvort hann verður í kjöri við
forsetakosningarnar í haust, en
talið er, að hann muni ekki
neita að verða í kjöri, ef flokks
jing demókrata er einhuga um
að velja hann sem forsetaefni
flokksins.
Flokksþing demókrata kom
saman í Chicago í gær og á
æssu þingi verður valið forseta
efni fyrir flokkinn. Um 1100
:!ulltrúar sitja þingið, en engar
ákvarðanir hafa enn verið tekn
ar um forsetaefni.
Kelley, borgarstjóri í Chicaco,
setti flokksþing demókrata í
gær. Hann mælti eindregið með:
íví að Rossevelt yrði í kjöri^
Er h-ann sagði, að flokkurinri
yrði að tryggja það, að lýðræis1
og mannvinur settist að í Hvíta
húsinu, eftir næstu kosningar,
og að sá maður væri einmitt
Roosevelt, kváðu við fagnaðar-
æti fulltrúanna.
'
Aðrir ræðumenn á þinginu
tóku í sama streng.
Sjálfur var Roosevelt ekki á
þinginu, heldur sat hann heimá
hjá sjer í Hvíta húsinu og var
sambandi við þingsalinn með
beinu talsímasambandi.
:gr.uqiis
HAFNBANNIÐ Á KÍNA.
FRAMH. AF ANNARI SÍDU.
sendingum til Kínverja um Birma-
leiðina.
V ar samkomulagsumleitunurii
þessum lángt komið og talið, að
Bretar hefðu fallist á að hætta að
nota Birmaleiðina í þrjá mánuði,
ef Japanir notuðu þann tíma til
að taka upp friðarsamnínga við
Kínverja.
En nií er búist við að þessi sam-
komulagsgrundvöllur raskist
vegna hins nýja hafnbanns Jap-
ana og óþæginda þeirra, sem Bret-
um kann að stafa af því liafn-
banni.
Verkamannabústaðirnir í Rauð-
arárholti. Undanfarið hefir fólk
verið að flytja inn í verkamanná-
bústaðina nýju í Rauðarárholti,
eri þeir voru síðar tilbúnir eu
ráðgert hafði verið, vegna ófrið-
arins. Fjöldi fjölskyldna, serix
ætlaði að flytja inn í bústaðina
í vor, hefir síð'an 14. maí orðið að
liafast við í Ijelegum híbýlum á
meðan verið var að ljúka við íbúð •
irnar í verkamannabústöðunum.
I. 0. 0. F.l* 1227161^4* f Rh.
Næturlæknir er. í nótt Björgvin
Finnsson, Laufásveg 11. — Síini
2415.
Næturvörður er í Iugólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
géfin saman í hjónaband af síra
Bjarna Jónssyni, ungfni Jóhanria
Haraldsdóttir (Árnasonar kaup-
inanns) og Bjarni Bjarnason lög-
fræðingur, fulltrúi lögmaniis
(Jónssonar frá VogÍ). Heimib
þeirra er á Túngötu 16.
Útiskemtun á Eiði. í ráði er að
halda útiskemturi að Eiði næst-
komandi suunudag, ef veður leyf-
ir. Heimdallur, fjelag ungra Sjálf-
stæðismanna sjer um þessa skemt-
un og mun verða vandað mjög til
dagskrárinnar.
G-unnar Ólafsson kaupmaður
og konsúll í Vestmannaeyjum er
staddur hjer í bænum. Hanu tók
sjer fyrir nokkru far með strand-
férðaskipiriu austur um og fór í
land á Sauðárkróki ; • þaðan land-
leiðina suður. Siðristu vikuna hef-
ir hann dvajið á Þingvöllum.
Yfirhershöfðingi Norðmanna,
Otto Ruge, hefir, samkv. frjettum
frá Tromsö, verið handtekinn og
verður liafður í haldi hjá Þjóð-
verjum. Ruge neitaði að fara til
Englands er konungsfjölskyldan
og ríkisstjórnin fóru þangað eftir
að norski herinn hafði gefist upp.
Barnafjelagið Sumargjöf: „Gam
alt áhéit.“ frá N. N. 10 kr. Kvitt
ast fvrir með þakldæti. I. J.
títvarpið í dag:
20.40' Erindi: Kristindómsfræðsla
í barnaskólum nágrannaland-
áriiia (Pjetur T. Oddsson prest-
' ur').
21.10 TDjóínplötur:
a) Kvartett. eftir Debussv (g
moll, Op. 10).
b) Tríó eftir Ravel.
Hvernig innr ásar-
hernum er tekið
i Hoilandi
’C'rá því var sagt í frjettum
‘ Lundúnaútvarpinu í gœr,
hvernig Hollendingar haga sjer
gagnvart innrásarhernum þar í
landi.
Frá því var sagt, að ef þýskir
liðsforingjar kæmu inn á veit-
ingahus 1 Hollandi, væri það
merki til allra Hollendinga, sem
eru inni á viðkomandi veit-
ingahúsi að standa þegar upp
og ganga út.
Liðsforingjarnir hefðu svo
veitingahúsið fyrir sjálfa sig.
Þá var frá því sagt, að mjög
væri það sjaldgæft, að hollensk
ar stúlkur sæjust með þýskum
hermönnum. Kæmi það hins-
vegar fyrir, að hollensk stúlka
gengi á götu með þýskum her-
manni, liði ekki á löngu þar til
hópur ringra stúlkna og pilta
væri kominn í humátt á eftír
hjúunum, og eltu þau þegjandi
hvert sepi þáu færu.
Brfef frá látnum, lem lifftr.
Bókaverslnn ísafoldarprenlsmflðl n,
Skrftfstofum vorum og vinnu-
stöðvum er lokað i dag kl. 1—4
vegna farðarfarar.
Lýsissamlag ísl. botnvörpunga.
Samtrygging isl. botnvðrpunga.
Vcgna farðarftarar verður
skrflfsftoln og smftOfum vorum
lokað frá hádegi í dag.
Vjelsmiðjan HjeDinn.
„Skuggi fortíðarinnar" heitii'
mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna.
iSnildarlega vel leikin . mynd og'
efnismikil, enda frægir leikarar,
Sylvia Sidney og Georg Raft.
Lokað
í
dag
ftrá hádegi vegna fardar-
ftarar.
S.f. StálsmiOjan.
Móðir okkur elskuleg
GUHRÚN STEINDÓRSDÓTTIR
andaðist 15. júlí að heimili sínu, Ráðagerði við Sellandsstíg.
María I. Einarsdóttir. Steindór Einarsson.
Móðir okkar
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu á sunnudagskvöld.
Theódór Magnússon.
Dóra Magnúsdóttir. Kjartan Magmússon.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningn við fráfall
móður okkar
MÖRTHU INDRIÐADÓTTUR.
Helga, Hildur, Björn og Einar Kalman.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and-
lát og jarðarför
SOFFÍU HELGADÓTTUR
frá Grenjaðarstað.
Vandamenn.
Innilegar þakkir vottum við þeim, sem auðsýndu okkur
samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns
og fóður okkar
STEFÁNS P. JAKÓBSSONAR.
Þó sjerstaklega hjónunum Pjetri og Valrós, Hjalteyri.
i Þorgerður og börn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarð-
arför móður okkar
EYVÖRU MÁGNÚSDÓTTUR.
Fyrir hönd annara aðstandenda
Agnes Gamalíelsdóttir. Guðjón Gamalíelsson.
Við þökkum öllum þeim, sem við fráfall og útför
ÞÓRÓLFS SIGURÐSSONAR í Baldursheimi
heiðruðu riúnningu hans, og sýndu okkur og börnum okkar
margskonar vináttu og samúð.
Eiginkona og móðir.
Hólmfríður Hemmert. Sólveig Pjetursdóttir.
...... ^fri
Innilegt þakklætii.til aRra, sem anðsýndu okkur samúð
við fráfall og jarðarför móður okkar
ÞURÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR.
Einar Ásgeirsson. Sigurður Ásgeirsson.