Morgunblaðið - 21.07.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. júlí 1940. Bretar hafa sagt „Nei4í l(0|°otJu1!1; Þjóðverjar vara við afleiðingunum Hvernig innrðs- in f England verður gerð frásögn amerísks blaðamanns Frjettaritari amerísku blaðanna Ne)w York Post og C'hicago Daily News, John T. Whitaker, hefir birt upplýsingar, sem hann segist hafa fengið hjá Þjóðverj- um í Rómaborg um það, á hvern hátt innrásin í England verður gerð. Samkvæmt upplýsingum Whit- ukers þykjast ÞjóðVerjar þess full vissir, að þeir geti sett á fand í Englandi a. m. k. 100 þús. manns úr flugvjelum og sjerstaklega gerð um flutningabátum með Diesel- hréyflum. Sprengjuflugvjelar Þjóðverja éru þegar byrjaðar að gera ioft- árásir, segir Whitaker, og ráða- gerðin er sú að eyðileggja allai' flugstöðvar Bretá og hafnir þeirra. Ef þetta tekst, heldur liann á- fram, þá má búast við, að gerð- ar verði einhverjar óvæntar skyndiráðstafanir, eins og t. d. að tvö eða þrjú herfylki (division == 20—30 þús. manns) Þjóðverja verði sett á land í Skotlandi eða í norðurhluta Englands. Bretar munu snúast gegn herafla þess- um, en 'á meðan gera Þjóðverjar ráð fyrir að geta sett á lan-d á strandlengjunni sex til átta her- fylki (division) í viðbót úr flutn- ingabátum, sem reyndust ágætlega í Noregi. Það er hægt að sigla flutninga- bátum þessum á land og láta þá liggja þar á meðan verið er að skipa upp hverskonar vjelaútbún- aði: þ. e. a. s. skriðdrekunum og bifreiðunum er bl'átt áfram ekið úr bátunum í land. En til þess að þetta sje hægt verða Þjóðverjar að hafa algera yfirburði í loftinu. Bullit í New York Halifax flyiur ræðu annað kvöld FREGNIR frá Berlín í gærmorgun báru það með sjer, að Þjóðverjar töldu svar það við ræðu Hitlers, sem breska útvarpið gaf í fyrra- kvöld og bresk blöð í gærmorgun, ekki endanlegt. Sú skoð- un var látin í ljós, að næstu dagar myndu leiða í ljós, hvort skrif bresku blaðanna væri alt, sem Bretar hefðu að segja við boði Hitlers, sem ékki myndi verða endurtekið. En í gærkvöldi virtist sú skoðun vera orðin efst á baugi í Þýskalandi, að bresku blöðin túlkuðu hið endan- lega svar Breta. í útvarp á þýsku frá London í gær var. sagt, að heiður Breta krefðist þess, að þeir vísuðu á bug friðaráeggjan Hitlers. ' æ Það er ekki búist við að breska stjórnin birti neitt opin- bert svar við ræðu Hitlers En hinsvegar er gert ráð fyrir að Halifax lávarður ræði skírskotun hans til skynseminnar, í ræðu, sem hann flytur í breska útvarpið annað kvöld (mánudagskvöld) kl. 8,lS éftir íslenskum tíma. HEIMSYELDIÐ KREFST ÞESS. Menzies, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í ræðu sem hann flutti í gær, að stríðinu yrði ekki hætt fyr en Stór-Þýskaland hefði verið brotið á bak aftur. Það væru ekki aðeins Englendingar, sem krefðust þessa, heldur alt breska heimsveldið. 1 fregnum frá London segir, að ræða Menzis, sje sýnishorn af þeim undirtektum, sem ræða Hitlers hafi hlotið um gervalt breska heimsveldið og í Bandaríkjum Ameríku. Sú skoðun var látin í ljós í Þýskalandi í gærkveldi,, að Bretar vísuðu ekki aðeins á bug friðarskírskotun Hitlers, held- ur néituðu jafnvel að ræða hana. Fyr í gær höfðu þýsk blöð ekki farið dult með, hvaða afleiðingu þau teldu slíka neikvæða af- stöðu mundi hafa fyrir Breta.__________________ Dr. WiIIiam Bullit, sendi- herra Bandaríkjanna í Frakklandi kom í gœr til New York með flugvjel frá Lissabon (Portúgal). Með sömu flugvjel var Zita, fyrverandi Austurríkisdrotning, og dóttir hennar, Elísabet. Þessar landflótta mæðgur hafa dvalið í Belgíu og Frakk- landi síðustu áratugina. „Ef Bretar segja nei“, sagði Hamburger Fremdenblatt, ,,þá eiga þeir yfir höfði sjer að ráð- ist verði inn í land þeirra. Þeir munu þá ekki framar geta haft nein áhrif á úrslit mála á meg- inlandi Evrópu“. „Þeir bjóða þá heim hinum ægilegustu hörmungum. „Örlagastund Englands er komin“. ÁGYRGÐALEYSI Yfirleitt kvarta þýsk blöð yf- ir því, að „stríðsæsingamennirn- ir í Englandi“ skilji ekki þá á- byrgð, sem þeir takast á hend- ur með því að slá á hina fram- rjettu hönd Hitlers. New York blöðin, þ. á. m. New York Times vekur á1 því athygli, þótt þau dragi ekki í efa, hvert svar Breta muni verða, að með því leggi þeir þungar byrðar á sjálfa sig, kon- ur og börn jafnt sem karlmenn. Þau láta í ljós þá skoðun, að Hitler muni engar ógnir spara til að brjóta viðnám Breta á bak aftur. í Þýskum blöðum er sagt um ræðu Hitlers, að hún sje heimssögulegt skjal, eitt stór- feldasta skjalið, sem um getur í sögunni. Amerískir frjettaritarar í Ber lín segja að enginn vafi sje á því, að Hitler hafi með ræðu sinni sannfært þýsku þjóðina um friðarvilja sinn. Þýsk blöð skýra ítarlega frá þingfundinum í fyrradag. Þau skýra m. a. frá tveim atvikum, sem gerðust í þingsalnum, sem þau segja að vakið liafi mikla at- hygli. Hið fyrra var þegar Hitl- er og Göring tókust í hendur og horfðust lengi í augu, en hitt atvikið var þegar Hitler gekk útúr þingsalnum, og staðnæmdist hjá þingmanni, sem klæddur var í ein- kennisbúning óbreytts þýsks her- manns. Einnig skýra blöðin ítarlega frá fögnuði þeim, sem það hefði vak- ið, er Göring var gerður að ríkis- marskálk. Þegar Göring ók burtu frá Krollóperunni fylgdu honum fagnaðaróp fjöldans. Fólldð kall- aði: Óska þjer til hamingju, Her- mann, Til hamingju, Hermann o. s. frv. Undirtektir erlendis. Þýsk blöð segja að ræða Hitlers hafi fengið ágætar undirtektir í Ítalíu, Rússlandi (þar sem höfuð- áherslan er lögð á urnmæli hans um sambúð Þjóðverja og Rússa), Daömörku (Berlingske Tidende segir, að ræða hans hafi sýnt frið- arvilja Þjóðverja, en jafnframt hve bardagafúsir þeir sjeu), í Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Belgíu. Yfirleitt liafi menn skilið þýð- ingu ræðunnar, alstaðar nema í Englandi og Bandaríkjunum, segja Þjóðverjar. ^ foringi eldkross“mann anna, þ. e. fasistahreyfingar Frakka, sem lítið hefir látið á sjer bera nú um nokkurt skeið, er hú að koma fram á sjón- arsviðið aftur. Hann hefir látið svo um mælt við ameríska blaða menn, að það sje svo fjarri því, að hann ætli að leysa upp eld- kross-fjelagsskap sinn, að hann ætli þvert á móti að vinna að því, að efla hann á allan hátt. Eldkrosshreyfingin var upp- haflega stofnuð meðal her- manna, sem tóku þátt í síðustu styrjöld. En hreyfing þessi þótti fljótt fá á sig fasistasnið og kom mikið við sögu, ásamt for- ingjanum, de la Rockque á ár- unum 1933—1935. Undirokun Lithauen T ¥ ið nýkjörna þing í Lithau- -*■ en, sem skipað var af 90 hundraðshlutum fulltrúum hins svokallaða verkamannaflokks, kemur saman á fund í dag og verður lögð fyrir þingið tillaga um að 1) að Lithauen verði inn- limað sem sjerstakt ráðstjórnar- ríki í Sovjet-Rússland og 2) að allur iðnrekstur og öll banka- starfsemi verði rekin af ríkinu. Það er gert ráð fyrir að Lett- land og Eistland fari sömu leið. Þá vekur það nokkra athygli, að í gær var undirskrifaður þýsk-lettíieskur menningarsamn ingur. Samningar milli Letta og Þjóð verja um gagnkvæma menning- arsamvinnu hófust þegar í nóv- ember síðastliðnum, að því er segir í fregn frá Berlín. yfir Ermarsandi Yfir ÍOO flugvjelar tóku þátt í loftorustu yfir Ermar- sundi í gær. Þýskar steypiflugvjelar rjeð- ust á breska skipalest, er hún sigldi inn í sundið og vörpuðu sprengjum yfir skipin. Herskip- in, sem voru í fylgd með skipa- lestinni, og varnarsveitir úr landi, svöruðu með skothríð úr loftvarnabyssum. Skothríðin var svo hörð að skipin hurfu sjónum manna úr landi, í reyknum frá sprengjunum og byssuskotun- um. Breskar 'árásarflugvjelar hröðuðu sjer á vettvang, en um líkt leyti komu þýskar orustu- flugvjelar, sem voru í fylgd með steypiflugvjelunum og tókst nú hin harðasta orusta. Bretar segja að 12 þýskar flugvjelar bafi verið skotnar nið ur yfir Englandi, eða við strend- ur landsins í gær. I fyrradag segja þeir að skotin hafi verið niður 21 þýsk flugvjel. Þjóðverjar segjast hafa skotið niður 27 flugvjelar fyrir Bretum í fyrradag. Þýskar flugvjelar gerðu árás- ir víða á suð-austur og suður- strönd Englands í gær. Yfir einni borg í Suður-Englandi sá- ust t. d. 13 flugvjelar. Bretar segja, að frá því að loftárásir Þjóðverja á England hófust, fyrir mánuði, hafi 336 menn farist og 476 menn særst. 130 þýskar flugvjelar hafa ver- ið skotnar niður. Sjóorastan víð Tílkynníngar Breta og Itala Tilkynningaf voru birtar í g-ær bæði í Rómaborg og London um sjóorustuna við Krít, sem lyktaði á þá leið, að ítalska beiti- skipinu Bartolomeo Colliani (5 þús. smál.) var sökt. í tilkynhingu ítala segir, að ít- ölsku beitiskipin Bai'tolomeo Col- liani og systurskip þess, hafi þeg- ar lagt til orustu við hina bresku flotadeild, sem varð á vegi þeirra, þótt við ofurefli hefði verið að etja. Er því haldið fram, að í hinni bresku flotadeild hafi ver- ið tvö beitiskip af Sydneygerðinni (7 þús. smál.) og margir tundur- spillar. í orustunni befði Bartolo- meo verið liæft og orðið að stöðva ferð sína, og eftir hetju- lega baráttu befði slcipinu síðan verið sökt. ítalskar flugvjelar | hafi komið á vettvang 0g varp- að sprengjum yfir hin bresku her- sk-ip og síðan fylgt þeim, er þau hjeldu burtu. Margar sprengjur TRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.