Morgunblaðið - 21.07.1940, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 21. júlí 1940„
ÚR DAGLEGA
LlFINU
ooocxxx ocxxxxx
i Ingreldur Einarsdóttir á Suðurgötu
2f hefir sent blaSinu greinarkom um
hátíðina á Þingvöllum, eins og hún kom
henni fyrir sjónir. En margir, sem á
Þingvöllum vora þá daga munu minn-
ast hátíðarinnar í svipuðu ljósi og hún.
Grein hennar er svohljóðandi:
★
Það var hátíð í vændum. Alt bar þess
merki; sölubúðir, vinnustaðir, svipur
manna og samtal — og ekki síst blöSin.
Margir hlökkuSu til, aSrir ljetu sjer
fátt um finnast alt þetta „tilstand“ og
þann kostnað sem af því mundi leiða.
E|h hátíðar væntu þeir samt sem áður.
Gat nokkur verið með öllu ósnortinn
af þessum hátíðarhug Jeg veit það
ekki, en IítiS var jeg hátíSlega sinnuS
um þessar mundir. Kvenfólk var yfir-
leitt í önnum, og dróst jeg inn í ein-
hvem hluta þeirra, en hugði als ekki
til ferðar. En þá kom „Hvítabandið"
til sögunnar. Pundi var skotið á og sam
þykt að hafa veitingar á Þingvöllum
meðan hátíðin stæði yfir, og skyldi ár
góSanum variS til sjúkrahúss fjelagsins,
sem þá var óskahugsjón þess.
★
Við vorum 8, Hvítabandskonur, sem
tókum stöðugan þátt í þessari veitinga-
starfsemi, undir forustu okkar ágætu
framkvæmdakonu, Rigurbjargar Þor-
láksdóttur.
Pyrsta hátíðardáginn (fimtud.),' þég-
ar allur mannfjöldinn þusti upp í Al-
mannagjá til að hlýSa á ræðu biskups
og ávörp erlendra gesta, þá gengum við
frá tjöldum okkar eftir föngum, og
fylgdumst allar með straumnum.
Sú stund mun flestum viðstöddum
minnisstæð, þegar sólin rauf skýin og
brosti gegnum regntárin, við börnunum
sínum, stórum og smáum. Það var hátíH
í orðsins fylstu merkingu. Mannfjöld-
inn mikli virtist dásamlega samstiltur
yið hjartastað landsins okkar.
*
Seinna skiftumst við á, eftir því sem
störf okkar leyfðu, að draga að okkur
ilm skógarins, og sjá okkur um. Jeg
leitaði að kunningjum mínum í tjald-
borgirmi". Hvarvetna mætti mjer glað-
yærð, hjálpsemi, og átthaga tilfinning.
Ókunnugt fólk var komið í sanital við
mann áður en varði og var umræðu-
efnið líðandi stund, og svo oftast átt“
hagar viðkomanda, sem fúslega sagði til
sín. Jeg man eftir norðlenskum bónda,
þvað hann var gagntekinn af öllú sem
þama var að sjá og heyra. Pórust hon-
úm orð á þá leið, að sjer virtist alt
dautt og lifandi anda til sín orðunum :
„Frjál.s í frjálsu landi“.
Kona, sem jeg þekti lítið eitt, kom
á móti mjer allshugar fagnandi í betra
skarti en hún hafði nokkru sinni áður
átt, hún hafði lagt á sig sjerstakt erf-
iði í viðbót við baruaheimili sitt, til
þess að geta fengið s.jer ný föt, og
komist á Þingvöll þessa daga. Og henni
fanst það sannarlega borga sig.
★
Aðfaranótt laugardags í yndisblíðu
veðri reikaði fólk um í smáhópum, var
síst að furða, þó ekki vrði öllum svefn-
samt í glóbjartri fegurð og dillandi
fuglasöng. Nokkrir piltar staðnæmdust
nálægt t.jöldum okkar. Við urðum hálf-
hræddar um ölflöskur okkar, sem lágu
þar í bunka ilja vferðar, og lyftum við
npp tjaldskiírinni til að líta eftir þeim.
Gekk þá einn drengjanna fram, nefndi
nafn sitt, og bætti við: ,,Jeg er frá Ön-
pndarfirði. — Önfirðingar stela ekki
öli“. Svo gengu drengirnir kurteislega
leiðar sinnar. Guð og gæfan fylgi þeim,
hvar sem þeir fara.
Þannig mætti lengi tel.ja, alt benti til
þess, að það besta í mönnum fengi not-
ið sín og ánæg.julegt er að mínnast
heildaráhrifa þessara sjerstæðu júní-
daga á Þingvöllum 1930.
Loftvaroirnar
FRAMH. AT ÞRIÐJH afeHJ.
af þyí getur stafað sú tregða,
sem lýsír sjer í framkvæmdum
þeirra varna á lífi og limum al-
mennings, sem með öðrum þjóðum
hafa verið taldar sjálfsagðar.
I erlendum blöðum hefir und-
anfarið ár verið rætt um varnar-
ráðstafanir, sem lijer hafa naum-
ast verið nefndar á nafn. I Finn-
landi t. d. flúði fjöldi fólks borg-
irnar áður én 'til voþnaviðskifta
kom milli Pinna og Rússa. Styrj-
öld sú fór fram með alt öðrum
hætti en búist vár við, mótstaða
Pinna meiri. Brottvist borgarbúa
frá heimilum sínum um hávetur
var erfið, og margir sneru aftúr
til borganna, sem flúðu í fyrst-
unui, áðnr en styrjöldinni vai’
lokið. Því þá þótti óvíst, hve lang-
an tíma þetta tæki alt saman. ,
I hinum fyrnefnda leiðbeininga
bækl ingi Lof tvarnanef ndarinnar
er um það talað í formála, að litl-
ar Jíkur verði nð telja til .þess, að
^nokkurntíma komi hjer til loft-
árása, að ráðist verði með dráps-
éjidniw á íbúa þessarar litlu höf-
uðborgar, sem í anda og sann-
leika er i«g hefir verið einhver
friðsamasta höfuðborg í heimi. En
úr því yfirvöldin telja rjett að
telja slíkt innan takmarka þess'
mögulega, þá ætti su hlið máls-
ins Jíka að koma til greina, áð
fólk, sem á heimangengt, hugsaði
til þess, hvort ekki væri ráð að
hverfa úr bænum eitthvert það
tímabil, sem að öðru jöfnu yrði
talið hættulegast.
★
l,
Það heíir verið logn á styrjalcl-
arsviðinu nú um skeið, og almenf
talið að það sje undanfari óveð-
ursins í síðasta þætti þessarar
viðureignar stórveldanna. Enginn
getur giskað á, • hve langur sá
þáttur verður. En allar -líkur ern
til þess, að upphafið sje ekki Jangt
undan Jandi. Að ekki verði þess
langt að bíða þangað" til sjeð er.
hvernig sá þáttur byrjar.
YaTaTausf líta menn misjafnlega
á það, hvort þeir kjósa heldur
vera í Reykjavík eða utan Reykja
víkur, þegar styrjöldin byrjar í
algleymingu að nýju. Má vera, að
þeir smn kjósa að vera utanbæj-
ar, hugsi sem svoj að nægur tími
sje til þess að athuga það, þegar
sjeð er, hvernig' upphafið verður.
En ef það á einhvern hátt hegg-
ur riærri okk'ur, þá er ekki alveg
ví.st. að eins verði greiðfært hjer
um nágrennið eins og við eigum
að venjast. Þær einu stundir, sem
herlið hefir tekið upp vopn h.jer
á landi, að morgni þess 10. maí,
þá var umferð stöðvuð á vegunum
til og frá Reykjavik, af hernað-
arástæðum. Qg eftir revnslu þá,
sem fjekst í'Frakklandi, þar sem
flóttafólk. frávita af angíst og
hræðslu, fylti vegi og torveldaði
alla umferð á þeim, hafa rnenn
hugleitt, að stemma mjög eindreg-
ið stigu fyrir því, að slíkt komi
fyrir aftur.
Það væri ekki óéðlilegt, þó
þessi ntál yrðu tekin til athugun ■
ar, hvort leiðbeiningum Loftvarna
nefndar hefir verið fylgt, og að
hve iniklu Jeyti, hvernig fólk
hugsar sjer að flytja úr Reykja-
vík, ef ^það „ólíklega skeði„ að ó
sköpin dyrrdu hjer yfir.
Reykjavíkurbrjef
FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU.
Liðni tíminn.
| ónas Jónsson vjek að þvííhlaða
J grein hjer um daginn,. að
honum hefði orðið mikil uppþefð
og fremd að því, hve mikið hefir
á undanförnum áfum verið um
hann talað hjer í blaðinu: Þetta
er vafalaust rjett hjá honum. Slík
auglýsingastarfsemi hefir vakið
mikla eftirtekt á honum, marg-
falt meiri effirtekt, en persónu-
legir verðleikaf hans standa til.
En hann hefir Iíka haft sjerstöðu
í þjóðfjelaginu, aðstöðu, sem eng-
inn Islendingur hefir haft, hvorki
fyr nje síðar. Miljónáfýriftæki
hefir haldið úti blaði, sem haiui
hefir notað nú í tvo áratugi til
þess fyrst og fremst að skrifa hóí
um sjálfan sig, og draga fram í
dagsljósið þau einkenni samtíðar-
innar, sem finna mesta samúð hjá
honum sjálfum. Og þar er meðal-
menskan, hroðvirknin og hunda-
vaðshátturinii; Að vita aldrei neitt
til hlítar. Að gana áfram, eitt í
dag og annað á morgun. Að þykj-
ast vinna að viðreisn sveitanna.
en þurfa eftir tuttugu ár að
berjast fyrir því, að lokað verði
með valdboði fyrir flótta fólksins
til Reykjavíkur úr þessari tví-
tugu viðreisn. Að þykjast vinna
fyrir mentun sveitaæsku. En láta
staðar numið vlð þá uppbyggingu
þegar komin eru upp hlý hús.
Laugahiti blæ$ ekki andlegu lífi í
störf skóla, ef leiðtogar skólanna
eru steingerfingar úr pólitískvi
„fabrikku“ Jónasar Jónssonar.
Svona mætti lengi telja.
Maðurinn er samnefnari áf ó-
kostum sa'mtíðarinnar. Þessvégiia
ber hann oft á góma.
En það er ekki honum til
lirósg að svo er. Það er ekki nejna
vottur um vanþroska þjóðarinnar
hve lengi hún stendur á eða ná-
lægt þroskastigi hans. Sjálfur
stendur hann í sömu sporum og
fyrir 20 árum, þegar þjóðin va"
svo kyrstæð, að mönnum fanst
það stórstreymi, sem var ekki ann-
að en lítilsháttar buslugangur
mest um hans eigin persónu.
Er nú sýnilegt, að , vel þokast
áfram í rjetta átt, síðan samflokks
menn þessa vel auglýsta öndveg-
ismanns hins hverfandi hunda-
vaðsháttar hafa ýtt honnm , úr
s.tjórnaraðstöðu, og gert þentiá
höfund Pramsóknarflokksins að
þólitískum próventukarli.
SfldveiDin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU
voru þessi skiþ komiti tii Djúpu-
víkur: Rifsnes með 964 mál, Rán
1364, Von 992, Garðar í Hafnar-
firði 2865, Sigrún, Akranesi 508:
Mörg skip voru væntánleg- tij
Djúpuýíkur í nótt. Súm skipauna
koma alla leið austau frá Langa-
nesi, eu önnur af Grímseyjarsundi.
Síldin þaðan, er til Djúpuvíkur
kemur, er með um 19% fitu-
magni.
Leikreglur í. S. í. eru nýkomn-
ar út og verða seldar á morgun
á íþróttavellinum, áður en Alls-
,herj arinótið byrjar.
Ólafur Jónsson
lögregluþjónn
\ morgun verður jarðaður
Ólafur lögregluþjónn Jóns-
son, góður og- velmetinn borgari,
er nær því hvert mannsbarn hjer
í bæ þektu, að fornu og nýju, og
allir að góðu einu, þeir, er veru-
lega kyntust honum.
Ólafur var fæddur 10. júlí 1864,
en dó 16. júlí 1940 og avrð því 76
ára að aldri.
Foreldrar hans voru Jón bóndi í
Neðra Nesi í Stafholtstungum
Stefánsson og kona hans Marta,
dóttir sr. Stefáns Stephensens
prests á Reynivöllum. En faðir
Jóns var sr. Stefán Þorvaldsson
prófastur í Stafholti. Eru þessar
ættir, Þorvaldsættin og Stephen-
sensættin, svo landskunnar, að ó-
þarft er að skilgreina þær nínar.
Báðar kunnar embættismannaætt
ir. Bróðir Jóns í Neðra Nesi var sr.
Þorvaldur í Jlvammi, fgðir Bene-
dikts heit. iGröndal yngsta skálds,
Árna , yfirkennara og síra Jóns
heitins á Stað á Reykjanesi,
Ólafur misti föður sinn er liann
var fjögra ára gamall, og- ólst
eftir þáð upp hjá afa sínuín síra
Stefáni í Stafholti, tók hann að
nema búfræði, og tók próf í bú-
vísindum, varð svo skólastjóri á
Hvanneyri í tvo vetur, en flutti
þaðan til Akraness og síðan til
Reykjavíkur og- varð hjer lög-
regluþjónn 16. mars; 1906 og
gegndi því starfi tií 1. sept. 1934,
er hann ljet af storfum.
Ólafur var tvígiftur. Pyrri kona
hans var Ragnhildur Pinnsdóttir
frá Mýðalfeííiiþg fór hún til Ame-
ríku. Hin síðari kona hans var
Yalgerður dóttir Einars umböðs-
manns í Kaldaðarnesi Ingimund-
arsonar; þau giftust 11. febr. 1893,
en Valgerður dó 22. maí 1914.
Varð þeim þriggja barna auðið,
Stefáns vatnsveitustjóra á Akur-
eyri, er dói frá konu og börnum
7. nóv. 1928, og tók þá Ólafur
fjölskyldu hans að sjer. Var Stef-
án einn af bestu skákmönnum
okkar, og var mikil eftirsjá að
honum ■ Marta Ingibjörg, sem alt-
af, hefir verið með föður sínum
og Jón Árni, er dó eins árs gam-
all. Sonur Valgerðar áður en hún
giftist er OJafur Sveinsson vjel-
setjari og ólst hann upp með móð-
ur sinni og stjúpa,
Systkin Ólafs voru sr. Stefán
prófastur á Staðarhrauni og Guð-
rún Elísabet, kona sr. Arnórs á
Hesti.
Það er euginn vafi á því, að
allir, er kyntust Olafi, bera til
hans mjög lilýjan hug. Hann var
sjerstaklega skapgóður og ljúfur
í allri umgengni, en jafnframt
smá gamansamur og fjörugur í
samræðum. Hann kunni gnægo J
gafnansagna og vísna, en' gætti
þess mjög að særa aldrei aðra,
'fanst mjer það gilda jafnt
fjarstadda sem viðstadda menn.
Tel jeg hann efalaust með grand-
varari mönnum bæði til orða og
verka. ,
Olafur var vel gefinn. Að vexti
var hann hár og þrekinn. Ilann
var mjög vel hagmæltur og Ijett
um að yrkja, þó Iiaim Ijeti ekki
mikið á því bera. En athyglisverl:
er í því sambandi, að allir synir
sr, Þorvaldar föðurbróður hans,
er jeg hefi getið fyr, eru mjög
vel hagmæltir menn. Er þó nokk-
uð til af kvæðum og vísum eftir
Ólaf heitinn.
Ólafur heitinu gerðist góðtempl-
ar 7. febr. 1897, var hann þá á
Akranési, en æðsta stig Góðtempl-
arareglunnar tók hann 12. júlí
1909. Vann Ólafnf fýrir stúkn
sína, st. Pramtíðin, eftir því er
hann gat viðkomið, én það er
nægilegt til að sýna álit það og
traust, er hann naut meðal templ-
ara, að geta þess, að hann var
heiðursfjelagi stúkunnar á Akra-
nesi.
Þeir eru margir, sem hafa sturf
að með Ólafi, bæði sem templarar
og líka í öðrum störfum háns í
þágu þjóðfjelagsins, en allir
munu sammála um, að þar hafi
góðnr maður verið, sem Ólafur
var, og .senda honum þakkir fyr-
ir samveruna. Þeir vita, að hinu
megin við tjaldið, þar sem- hann
nú er, hlýtur að taka við það,
sem er betra og æðra en það, sem
hjer ríkir. P. Z.
írar hafa búist
til
varnar
Reuter-frjettastofan skýrir frá
því, að 'skipun hafi nú ver-
ið komið á lándvarnamál Eire.
Eire hefir verið skift í 8 land-
l arnasvæði,'og landvarnaliðið er
nú skipað 1.70 þús. nxönnum.
I Eitglaiidi er fylgst mjög ná-
kvæinlega nxeð landvarnamálum
Ira, þar sem það er talið, að örð-
ugleikar Breta mvndu vaxa mik-
ið, ef þeir yrðu að verja England
samtímis úr tveinx áttum, að aust-
an og vestan (frá Irlandi).
BREYTINGIN Á YFIR-
HERSTJÓRN BRETA.
Opinberlega er sú skýring
gefin í London á
því, að Allan Brooke hers-
höfðingja hefir verið fal-
in yfirstjórn landvaranna í
Englandi í stað Sir Edmunds
Ironsides, að nauðsynlegt hafi
verið að yfirherstjórnin væri í
höndum manns, sem aflað hefði
sjer reynslu í orustunum í Flan-
dern. Allan Brooke stjórnaði 2.
hersveit (army corps) Breta í
Flandern og átti mikinn þátt í
brottflutningi breska herliðsins
frá Dunkerque.
Hann er m. a. sagður hafa rík
an skilning á hreyfingarstyrjöld
og á þýðingu vjelknúinna her-
gagna í ófriði.