Morgunblaðið - 24.07.1940, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.1940, Qupperneq 2
2 M 0 RGUNBLAÐIÐ ?"'Svikudagur 24. júlí 1940. „Teningunum er nú kastað“ segja Þjóðverjar STRÍÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA Þjóðvefjarsegjastqn nnn nnn nnn j muni ákveða hve.31l lluu u"" llllu 11' nær það hefst PJÓÐVERJAR líta svo á, að Bretar hafi með ræðu Halifax lávarðar í fyrradag, sagt Þýska- landi stríð á hendur í annað skifti, Fulltrúi þýska utanríkismálaráðuneytisins sagði við erlenda blaða- menn í Berlín í gær, að „teningnum væri nú kastað“. Hann sagði, að Þjóðverjar litu á ræðu Halifax lá- varðar sem opinbert svar bresku stjórnarinnar við ræðu Hitlers. Ræða þessi, sagði fulltrúinn, er upphafið að endalokum Englands og breska heimsríkisins. Þýsk blöð hella úr skálum reiði sinnar yfir Breta. „Bretar búa sig undir styrjöld upp á líf og dauða“, segir „Berliner Börsen-Zeitung“. „Þjóðverjar munu miða við það sínar ráð- stafanir“. „Hamburger Fremdenblatt** segir: „Nú munu vopnin tala. En hvenær það verður, það munu Þjóðverjar ákveða“. Nýsköptín Evrópti eftír þýskrí fyrír- mynd , jóðverjax vinna að því áð koma nýrri skipan á megin- land Evrópu. í gær var það til- kynt í Þýskalandi að forsætis- og utanríkismálaráðherrum Búlgaríu og Rúmeníu hefði verið boðið að koma til Berlín um helgina, til þess að ræða við þýsku stjórnina. Það sem þýska stjórnin ætlar að ræða við þá er um kröfur Búlgara á, liendur Rúmenum og um framtíð Rúmeníu. Á kostnað Rúmena. 1 London er litið svo á, að Þjóð- verjar hafi lofað Ungverjum, á ráðstefnunni í Miinchen á dögun- um, að styðja kröfu þeirra um að þeir fái aftur Transylvaníu. Þeir muni nú ætla að knýja Rúmeníu til þess að fallast á að Mta Fran- sylvaníu af hendi og jafna um leið ágreiningsmál Biilgara og Rúmena. Búlgarar gera, eins og kunnugt er, kröfu til Suður-Do- forudja-hjeraðsins, sem Rúmenar tóku af þeim árið 1913. Bretar segja að Þjóðverjar sjeu með því að látast hafa annríkt í sambandi við nýsköpun sína á meginlandi Evrópu, að reyna að. leiða athyglina frá undirbiiningi sínum undir innrásina í England. Bretar greiða helminginn af tekjum sínum tii ríkisins SIR KINGSLEY WOOD, fjármálaráðherra Breta, skýrði frá því í breska þinginu í gær, að gera yrði ráð fyrir að útgjöld breska ríkisins myndu á yfirstandandi fjárhagsári nema 3467 miljónum sterlings- punda (ca. 90.000.000.000 ísl. króna). Þar sem þjóðartekjur Breta verða í hæsta lagi metnar á 7 þús. milj. sterlingspund, leiðir af þessum gífurlegu útgjöldum, að breska þjóðin verður að greiða helminginn af tekjum sínum til ríkisins. Hvernig svarið verður, má nokkuð marka af þýskum blöðum í gærmorgun. Blöð- in birtu öll nær samhljóða fyrirsagnir, sem voru á þessa leið: „Glæpsamlegt svar. Morðárásir á konur og börn“. FYRSTA SVARIÐ. Blöðin skýrðu frá því, að „fyrsta svar Churchills við ræðu Hitlers hefði verið loftárásir áj konur og börn. Bretar hefðu aukið mjög loftárásir sínar í Þýskalandi frá þeim degi, er^ Hitler hefði flutt ræðu sína, og í flestum tilfellum varpað' niður sprengjum af handahófi á staði, sem enga hernaðarlega þýð-< ingu hefðú. Til sönnunar því, að j bresku flugsprengjurnar hafi, ekki hæft neitt ákveðið mark, j skýra þýsku blöðin frá því, að flugmennirnir hafi varpað niður leitarljósum í fallhlífum, til þess að finna skotskífu. BARNALEIKUR. I Ítalíu taka blöðin í sama streng og blöðin í Þýskalandi. Þau tala um það, að það sem gerst hafi í Frakklandi, sje að- eins barnaleikur hjá því, sem gerast muni í Englandi. Bæði þýsku og ítölsku blöðin ráðast ákaft á breska stjórn- málamenn, Churchill, Halifax lávarð, Eden o. fl. Þau segja, að þessir menn muni koma sjer undan til Kanada, en skilja bresku þjóðina eftir til að bera þjáningarnar. Yfirleitt láta blöðin í veðri vaka, að það sje ekki breska þjóðin, sem hafi sagt nei, „held- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Feiknatjónaf loftárásum á Bergen Breskar flugvjelar söktu þýsku loftvarnaskipi hjá Bergen í fyrradag, að því er breska flug- málaráðuneytið tilkynnir. Þrátt fyrir slæmt skygni tókst flugvjelunum einnig að varpa sprengjum yfir sjóflugvjelabæki- stöð í grend við Bergen. Norskur liðsforingi, sem fór frá Bergen 5. júlí síðastliðinn, hefir skýrt frá feiknar tjóni, sem varð af loftánás, sem breskar flugvjel- ar gerðu á Bergen í bvrjun júní. • Stór hópur þýskra liðpforingja var samankominn í Bergen í til- efni af úthlutun stríðsheiðurs- merkja. Veisla var haldin í flota- stöðinni og er sagt að þar hafi verið staddir 200—300 Þjóðverj- ar. í miðjum fagnaðinum rendu breskar flugvjelar sjer niður og sleptu sprengjum sínum yfir flota- stöðina, sem eyðilagðist algjör- lega. Örfáir af þeim sem viðstadd- ir voru komust undan. Það tók marga daga að rvðja burtu rúst- unum og finna lík þeirra sem fórust. Heimavarn- arlið Breta Laudvarnasjáifboðaliðið í Eng- landi hefir fengið nýtt nafn. Það verður kallað: „Heimvarna- liðið“, samkvæmt tillögu Chur- chills. í liðinu eru nú 1.300.000 manns, að því er Eden upplýsti í breska þinginu í gær. Verður nú hætt um stundarsakir að taka við nýjum sjálfboðaliðum, Þegar Sir John Simon lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir breska þingið í apríl síðastliðn- um, voru útgjöldin áætluð 2000 milj. stpd. En síðan hafa út- gjöldin aukist gífurlega. Miklar skatta- hækkanir, Til þess að mæta þessum auknu útgjöldum, hefir fjár- málaráðherrann orðið að hækka bæði beina og óbeina skatta. Tekjuskatturinn hefir verið hækkaður úr 7shilling í 8V2 shilling sem greiddur er af hverjum 20 shillingum (stpd.) þ. e. skatturinn er hækkaður úr 37i/2% í 421/2%. Háskattur af tekjum yfir 2000 stpd. hefir verið hækkað- ur úr 1.3 shilling í 2 shillniga. Af tekjum yfir 20 þús. stpd. verður að greiða í skatt 9/10 eða 18 shillinga af hverjum 20. Skattur á bjór hefir verið hækkaður um penny á hvem pott, skattur á ljettum vínum um 2 shillinga á gallon, á sterk- um vínum um 4 shillinga á gall- on og á tóbaki um 2 shillinga á hvert pund; einnig hefir skemt- anaskattur verið hækkaður. Nýr viðskiftaskattur verður iögfestur. Nemur hann 24% af smásöluverði luxusvara og 12% af vörum, sem teljast til nauðsynja. Þó eru undanskildar matvörur, og nauðsynjar eins og gas og rafmagn, barnaföt, ýms lyf o. fl. Meðal luxusvara eru t. d. tal- in húsgögn; en einnig skinn, silki, djásn. Með þessum auknu sköttum gerir fjármálaráðherrann ráð fyrir, að auka tekjur ríkisnis um 239 milj. pund. En það sem þá vantar — eða um 2200 pund — verður að taka með lánum.. Kommúoistar framselja sjálf- stæði Eystra- saltsrikjanoa I Moskva Eystrasaltlöndin þrjú, Eist-< land, Lettland og Lit- hauen hafa hvert um sig kosið 20 manna nefnd til að fara til Moskva, til þess að bera fram óskir þjóða sinna um að fá að ganga sem sjerstök ráðstjórn- arríki í Samband rússnesku ráðst jórnarríkjanna. Það verður sjeð hverjir standa að þessari ósk á því, hvernig nefndir þess- ar eru skipaðar, því að í lett- nesku nefndinni er auk forsætis ráðherrans, sem er kommúnisti, framkvæmdanefnd lettneska kommúnistaflokksins. Æðsta ráð Sovjetríkjanna tekur fyrir málaleitan Eystra- slatsríkjanna 1. ágúst næstkom andi. Sumner Welles, aðstoðar ut- anríkismálaráðherra Bandaríkj- anna skýrði frá því í gær, að Bandaríkin myndu hafa áfram sendiherra í öllum þrem Eystrasaltsríkjunum. Bandarík- in myndu líta á Eystrasaltsríkin sem sjálfstæðar þjóðir, sem ættu við erlenda kúgun að búa um stundarsakir. Þar með neita Bandaríkin að viðurkenna að Eystrasaltsríkin sjeu ekki sjálfstæð ríki. Eistlendingar hafa nú farið að dæmi Lithaua og sett allan iðnrekstur og bankastarfsemi undir stjórn ríkisins. En verslun og siglingar eru enn í höndum einstaklinga. Eistlenska þingið hefir einn-; ig lýst yfir því, að jarðir í Eist- landi skuli vera eign allrar þjóðarinnar. Enginn bóndi má hafa til umráða meir en 30 hektara lands. En hinsvegar verða gerð- ar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sett verði upp sam- yrkjubú. Breskar flugvjel- ar yfir Helsingör Uregnir frá Ilelsingborg í Sví- 1 þjóð herma, að merki um loft- árásarhættu' liafi verið gefið í Helsingör í Danmörku um miðj- an dag í gær. Nokkru sícfar sáust nokkrar flugvjelar nálgast og flugu þær inn yfir Sjáland. Engar fregnir höfðu borist um að 'spreíigjum hefði verið varpað niður. Merki umi að liættan vséri liðin hjá í Helsingör var gefið eftir hálfa lrlukkustund. En ferðir ferjanna frá Helsing- ör til Helsingborg lágu niðri í gær. Þýsk flugvjel flaug yfir Svíþjóð í gær. Sænskar flugvjelar hófu sig til flugs og hröktu liaua 4 haf út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.