Morgunblaðið - 24.07.1940, Page 8

Morgunblaðið - 24.07.1940, Page 8
Miðvikudagur 24. júlí 1940- **Fjelagslíf SAMKÖMA í kvöld kl. 8% í Varðarhúsinu. AUiri velkomnir I Arthur Qook. Á KVÖLDBORÐIÐ: Skyr, Hákarl og Harðfiskur. Von. Sími 4448. NÝSKOTINN SVARTFUGL og nýr Lundi. Fiskverslunin Hverfisgötu 123. Sími 1456. fiskbOðin Þingholtsstræti 21, hefir ávalt nýjan og góðan fisk. MINNINGARSPJÖLD Bókasjóðs blindra fást hjá frú Maren Pjeturs- dóttur, Laugaveg 66, Blindra- skólanum Ingólfsstr. 16, frk. Þóreyju Þorleifsdóttur Bók- hlöðustíg 2 og Körfugerðinni. KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35 Svaggerar, frakkar og kápur, se.ljast með niðursettu verði út þennan mánuð og næsta mán- uð. Ódýrar kvenleðurtöskur og kjólablóm. KAUPUM allskonar húsgögn, skófatnað og karlmannaföt. Staðgreiðsla. Nýja fornsalan, Kirkjustræti 4. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. FLÖSKUVERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- stöðina) kaupir altaf tómar flöskur og glös. Sækjum sam- stundis. Sími 5333. SLYSAVARNAFJELAG ÍSLANDS selur minningarspjöld. — Skrif- stofa í Hafnarhúsinu við Geirs- götu. Sími 4897. SMURT BRAUÐ fyrir stærri og minnl vewlur. Matstofan Brytinn, Hafn*r- gtræti 17. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur lax, kjöt og fisk og aðrar trörur til reykingar. ÍmíIí^ffvnin^cw HAFNFIRÐINGAR. Vanti yður leigubifreið, þá hringið í síma 9084. Á kvöldin í síma 9141. Turninn. 2 HERBERGJA ÍBÚÐ óskast 1. október neðarlega í Austurbænum. A. v. á. JftoröttttMa&jfc Búðarfólkið 43. dagur Eflir VICKI fiðleikum Steve Thorpes nándar nærri lokið þetta kvöld. Einmitt þegar hann var búinn að raða taflmönnunum sínuni og leika þrjá fyrstu leikina, kom Trompsted inn í bókaherbergið, beygði sig niður að húsbónda sínum og hvísl- aði einhverju í eyra hans. „Hvað? Hvað eruð þjer að segja?“ spurði Thorpe. Tromp- sted sem var fyrirmynd kurteisi og varfærni, endurtók hvíslandi ' skilaboðin. — „Afsakið“, sagði Thorpe í geðshærinu og þaut út úr herberginu. Burtför hans var svo í skyndi, að meira segja bridge spilararnir litu upp úr spilum sín- um. Green sat önugur eftir fyrir faman skákina. Þegar Thorpe kom út í and- dyrið með þjóninn á hælunum, spurði hann: „Hvar er húnf' Trompsted benti með hökunni í áttinni til dyranna. Sú hreyfing var laus við alla virðingu. „Hvernig í ósköpunum stendur 4 að þjer látið hana bíða fyrir utan?“ sagði Thorpe lágt. „Frú Thorpe vildi alls ekki koma inn fyrir, herra Thorpe“, sagði þjónninn, sem ekki var laus við að vera móðgaður. Thorpe ýtti honum til hliðar og snaraðist fram að útidyrun- um. TJndir ljóskeri fyrir utan stóð Lucie. Hún leit illa út. „Lucie — en hvað þú hefir hor- ast“ — var það fyrsta, sem Thorpe sagði. „Þakka þjer fyrir, jeg hefi líka Ijest um 22 p"und“, svaraði hún, sem þrátt fyrir óhamingju sína gleymdi ekki að stíga á vigtina á hverjum morgni. „Hvað get jeg gert fyrir þig — jeg meina — viltu ekki koma inn fyrir — það eru nokkrir gestir hjá mjer — þú þekkir þá alla — Green og Back læknir — það gleð - ur mig að sjá þig“ — stamaði Thorpe. Orðin komu í einnu þvögu. „Jú — ég ætla ekki að koma inn fyrir, fyrst það eru gestir hjá þjer — jeg vil gjarnan fá að tala við þig undir fjögur augu —“, sagði Lucie. Ilún kipti í slörið á háttinum sínum, sem huldi enni hennar og augu, með titrandi fingrum. Á hattinum voru eftir- líkingar af fjólum eins og vor- tískan sagði fyrir. Thorpe fanst hann aldrei á sinni æfi hafa sjeð neitt eins raunalegt eins og fjólur þessar. „Jú, komdu samt inn — við er- um að spila — það þarf enginn að sjá þig“, sagði hann, greip í hönd hennar og dró hana inn fyrir. — Þegar þau stóðu í anddyrinu, var hann óákveðinn í hvert hann ætti að fara með hana. Hún skalf um allan líkamann, og — vissulega skalf hann líka. Þau heyrðu hlát- ur gestanna frá bókaherberginu. Ofan frá svefnherberginu heyrði hann tilbreytingarlausan orða- flaum. Back læknis. Það var einna líkast því, að hann væri að biðj- ast fyrir. Alt í einu blóðroðnaði Steve við hugsunina um að Nína var í húsinu. Hann dró dyratjöldin til hliðar inn í setustofuna, en dró þau snögglega fyrir aftnr. Þar hafði hinn móðgaði Green sest við arininn og las í tímariti. í útvarpinu voru hljómleikar, Tony tók til í borðstofunni og Trompsted hringlaði í glösum í frammistöðuherberginu. 1 flýti dró Steve Lucie inn í svonefnda Ping- Pong herbergið, þar sem svefn- körfur hundanna stóðu þ4. Þeir flöðruðu upp um Lucie; gleðigelt þeirra liljómaði hláf aumingja- lega, því kæti þeirra var svo mik- il. Samræður um Max og Moritz Iijálpaði þeim yfir fyrstu mínút- urnar. Thorpe ljet Lucie setjast í strástól og flutti Ijósið dálítið frá henni. Hann tók nærri sjer að horfa á hana og hann undraðist yfir því, með sjálfum sjer. Mörg- um sinnum hafði hann reynt að gera sjer í hugarlund hvernig fara myndi þegar hann hitti konu sína aftur. Hann hafði hugsað sjer alls konar upphrópanir, alveg frá kaldhæðni að móðgunaryrðum. Að heilsa henni ekki og jafnvel að myrða hana. Nú þegar hún var fyrir framan hann, skammaðist hann sín fyrir áð horfa á hana, og hann fann til í hjartanu. BAUM „Yiltu ekki fá eitthvað að borða?“ spurði hann, því andlit hennar var svo horað. „Nei, þakka þjer fyrir, jeg borða ekki nema einstaka mat núna“, svaraði hún líka núna og Steve mintist þess, að oft áður fyr hafði þetta sjerstaka mataræði gert hann öskureiðann. Án þess að spyrj a hana frekar, fór hann í búrið, helti í tvö koníaksglös, leitaði í íssfoápnum og fann leyf- ar af humarnum. Á meðan elda- stúlkan stóð hjá, móðguð yfir að hann skyldi ráðast inn á sitt verk- svið, bjó hann út diskinn og fór með alt inn til konu sinnar. Það var eðlishvöt liellisbúans — fyrst mat handa konu sinni —* alt ann- að lagast af sjálfu sjer. Lucie gat ekki stilt sig um að drekka kon- íakið og byrjaði að fá sjer smá- bita í einu. Á vissan hátt reyndi hún að dylja sig þess að hún var að borða humar. Augnalok liennar voru bólgin af gráti og á því hvernig varalitnum var makað út fyrir varirnar á kæruleysislegan hátt, benti til þess að hún var örvæntingarfnll. Steve kveikti í sigarettu handa henni, rak hundana upp í körfurnar og settist svo lijá Lucie. Nú var hún hætt að skjálfa. „Yiltu ekki taka ofan hattinn?“, spurði hann . „Nei, þakka þjer fyrir“, sagði hún, og dró slörið niður fyrir augu. „Það var eitthvað, semj þú ætl- aðir að segja mjer“, sagði hann. „Þú getur látið seih jeg sje lög- fræðingur þinn — ekkert annað — jeg hefi nokkra æfingu í að hlusta á — og ef þiá þarft að láta ráðleggja þjer —“. „Jeg þarf engar ráðleggingar“ sagði Lucie og^ hristi höfuðið á- kaft, svo sorgmæddu fjólurnar 4 hattinum skulfu. „Jeg veit ósköp vel hvað jeg á að gera. Jeg hefi hagað mjer mjög kjánalega og nú verð jeg að bæta fyrir •—“. „Stundum geta tveir og tveir verið fimm í þessum heimi — guði sje lof“, sagði Thorpe. Þessa setn- ingu hafði hann iðulega notfært sjer í starfi sínu. Þessi mikla, reynsla sem virtist liggja í þess- ari setningu, hafði róandi áhrif át Lucie. Hún athugaði hann gaum- gæfilega. j „Steve, þú hefir breyst mikið“r sagði hún. „Jeg tek það sem hrósyrði“r svaraði hann. Hún leit á hanix annars hugar og tók ekki eftir* svarinu. „Á leiðinni hingað, hugsaði jeg líka að þú mundir hjálpa mjer. Þú segir að segja, frá — það er nú ekki svo ljett, Steve“. Hún. hafði ekka eins og barn, sem hefir grátið lengi. Það fór jekki vel við andlit hennar en það hrærði Torpe' Síðasta stundarfjórðunginn hafði hann alveg gleymt Nínu eins og hún hefði aldrei verið til. Framh. Sníðum oo mátum 1 allan kvenna- og barna- •■■ fatnað. • »• Saumastofa * Guðrúnar Arngríms- J dóttur, • Bankastræti 11. Sími 2725. • Framköllun Kopiering Stækkun framkvæmd af utlærðum ljós- myndara. Amatörverkstæðið Afgreiðsla í Laugavegs-apóteki; Eniol Palm-Emól handsápur, Heildsölubirgðir Magni li.f. Þegar Tómas prestur Sigurðs- son var í Garpsdal, hjelt hann vinnumann, er Guðlaugur hjet og kallaður var goggur. Þegar prest- ur eitt sinn embættaði og snýr sjer frá altarinu til að tóna pistilinn, sjer hann, í því hann byrjar, að Guðlaugur stendur við kirkjudyr úti. Prestnrinn tekur til og tónar; „Kæru bræður! Kippið honum gogg inn fyrir stafinn" — og hjeJt síðan áfram með pistilinn. Frá Garpsdal fluttist Tómas prestur að Holti í Önundarfirði. Var hann þé gamall orðinn. Ilanu gifti hjón og hafa Önfirðingar eftir honum, að hann hafi haft fyrirbæn sína fyrir brjúðhjónun- um á þá leið, að hann bað guð að Jýsa þeiin með sínu náðarljósi alt inn í eilífustu myrkur. ★ Á dögum Stefáns prests Bene- diktssonar í Hjarðarholti í Dölum bjuggu hjón á Goddastöðum, er Loftur hjetu og Margrjet. Þau Loftur áttu jörðina, er þau hjuggu á. Er þau höfðu skamma stund búið þar, veikist Loftur og lá rúmfastur um hríð. Varð þá Mar- grjet að sjá ein fyrir búinu og ^tunda mann sinn í legunni. Dag einn er Margrjet var við búverk, kemur henni í hug að maðurinn sinn hafi beðið sig um að drekka. Lætur hún þá mjólk í ask, her inn í baðstofu og kall- ar: „Hjerna er að drekka, Loftur. Sestu upp og taktu við“. Loftur svarar ekki og hreyfir sig hvergi. Margrjet kallar aftur og í þriðja sinn, en ekki svarar Loftur. — Gengur Margrjet þ4 að rúminu, heldur hann sofi og ætlar að vekja hann, en finnur brátt að Loftur er dauður. Stundu síðar fór hún ofan að sinna búverkum sínum, sem áður. Þegar hún kemur í eldhúsið sjer hún að eldurinn er dauður og mjólkin í pottinum orðin að gelli. Verður henni þá enn meira ama- samt, gengur út, mætir manni á hlaðinu og segir, er þau höfðu heilsast; „Það er stand á Goddastöðum núna; drepinn eldurinn, kolyst í pottinum, og Loftur dauður inni í rúmi!“ Prófessorinn í tannlækninga- stólnum: — Verið þ.|er nú ekki alt of fljótnr að draga tönnina úr mjer. ★ Prestur einn var að spyrja ,börn í kirkjunni. Hann hyrjaði oneð þessum orðum: „Guð hjálpi ykkur nú, börn; það skal ekki vara lengi“. Framkðllun Kopiering Stækkun Fljótt og vel af hendi leyst. TIIIELE H.F. Austurstræti 20. KOLASALAN S.I. Símar 4514 og 1845. Ingólfshvoli, 2. hæð. Borgarnes - Búðir Ölafsvík Frá Borgarnesi alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Ólafsvík alla miðvikud. og laugard. Helgi Pjetursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.