Alþýðublaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. júní 1958.
Alþýðublaðið
7
- NORRÆNU þátttakendurn-
fr í blaðamannamótmu Ijúka
upp einum munni um, að þeim
liafi fundizt mikið til koma um
liátíðahöldin í Reykjavík á
þjóðhátíðardaginn 17. Íúní.
Einn þeirra hafði við orð að
sér hefði fundizt þau stórkost
leg og dagurinn ógleymanleg-
ur.
Blaðið sneri sér til nokkurra
blaðamannanna og bað bá segja
Jesendum. að hvaða levti þeim
finnist hátíðahöldin hér svo sér
stæð og frábrugðin því, sem
þeir eiga að veniast í heima
iöndum sínurrr og hvað það
einkum sé, sem þeim hafi fund
izt athyglisvert.
MESTA ÆVINTÝRIÐ.
— Við þekkjum engin hlið-
stæð hátíðahöld i Svíbjóð, sagði
GÖSTA SÖDERLUND rit-
stjóri Kala-Demokraten í Falun
f Dölunum í Svíþióð. — Mér
þykir sérstakj^ega ánægju'bgt
að hafa einmitt verið hér á
þjóðhátíðardaginn . . . það er
held ég, mesta ævintýrið í sam
bandi við blaðamannamótið —
Stöðug hátíðahöld heilan dag,
það þekkist ekki heima — og
svona mikill mannfjöldi á göt
unum, öll þessí glaðværu and
lit off frjálslegu börn — þessi
einstæði blær yfir öllu og dans
inn um kvöldið. Eg hef aldrei
séð svona margt fóík gleðjast
sameiginlega. Hér hlýtur að
1‘íkja mikil þjóðleg samheldni.
Norrænu blaðamennirnir í þinghúsg aiðinum (Liósm. Vigfús Sigurgeirsson).
Samtöl við norræna blaðamenn:
að. Þar er verkalýðshreyfrng
in sterk op þar hlutu sænskir
jafnaðarmenn 52 G atkvæða í
kosningunum í fyrra mánuði.
Söderlund hefur verið ritstjóri
frá 1952, en áður var hann
ritstjóri víð Aftonbladet í
'Stokkhólmi. Dala Demokraten
er stærsta dagblaðið f Dölun
um.
Gösta Söderlund
Mér þótti einnig skemmtilegt
að horfa á íslenzku glímuna og
fimleika ungu stulknanna.
■— Á fánadaginn í Svíþjóð
horfum við á hersýmingu og her
göngu, og stundum íþrótta-
keppni, en það tekur ekki
meira en klukkustund.
MIÐSUMARHÁTÍÐ f DÖL-
UM.
Hins vegar er í Dölunum
lialdin miðsumarhátíð, sem
stendur yfir í tvo daga sam-
fleytt. Hún byggist á rótgró
inni veniu í Dölunum. Þá klæð
ist fólkið þjóðbúningum. Hvert
ihérað á sinn búning, sem er
skrautlegur og litríkur, gular
ski'nnbuxur og sivo framvegis.
(Þá er leikin gömul hljómlist á
ffiðlu. Samkoma þessi fer enn
fram samkvæmt fornri venju,
og þar hafa varðveitzt ótrúlega
vel gamlir siðir í líferni og
klæðaburði. En þetta er aðeins
í Dölunum. í Svíþjóð höfum
Við enga hliðstæðu þjóðhátíð
ardags vkkar. 17. iúní“.
Gösta Söderlund er ritstjóri
Q'a(fnaðarmþ'miaítfíacfein3 í Döi
unum. Það kemur út í 25 þús
iund eintökum daglega og er
lesið á stóru svæði, þar sem
eru sex meðalstórir bæir. í
Falun. þar sem blaðið kemur
út, eru 19 þúsund íbúar en hér
aðið í kring ér miög þéttbýlt.
Það er vinsælt ferðamannahér
SKRUÐGANGAN MEIRI
ÞÁTTUK í BERGEN
— Norðmenn halda upp á
þjóðhátíðardag sinn á svipaðan
hátt og Islendingar, en þó eru
hátíðahöldin ekkf eins fjöl
breytt og hér, segir TOR i
MYKLEBUST frá Bergen. —
Skrúðgangan setur miklu meiri
svip á daginn í Bergen. Öll fé
lög í bænum. íþróttafélög,
skátafélög og verkalýðsfélög
hafa þar fánabera sína og
ganga fylktu liði undir merkj
um sínum. Félögin eiga mörg
búninga, svo að gangan verður
skrautleg. Margar stúlkur og
eldri konur ganga í þjóðbún
ingi, sem eru breytileeir að
gerð og litum eftir héruðum.
Mér þótti gaman að sjá íslenzka
búninginn á götum Reykiavík
ur, en honum klæðast ekki eins
margar kcnur hér og í Bergen
á þjóðhátíðardaginn. Mér þótti
athyglisvert, hvað hátíðahöM
ín voru fiölbreytt, þau stóðu
yfir all-an daginn með íþrótt
um, barnaskemmtunum og kór
við Bsrgens Tidende og skrifar
einkum fréttir úr nágrannahér
uðum Bergens. Hann segir að
blaðið sé skrifað a.ð nokkru
leyti á nynorsku og að nokkru
leyti á bókmálinu. Blaðamenn
irnir geta flestir skrifað bæði
málin jöfnum höndum. Fjögur
blöð koma út í Bergen og er
eitt þeirra á nýnorsku. Hún á
sér erfitt uppdráttar og lítur
he’zt út fvrir að í máladeil
unni verði farinn meðalvegur,
sem flestir geti unað við. Ég
hélt ekki að Reykiavík væri
svona nýtízkuleg borg, sagði
Myklebust að lokum, hún er
jafnvel nýtízkulegri en stærstu
borgir í Noregi. Ég kem áreið
anlega aftur til íslands fyrr en
,varir
ar sér að verða blaðamður og
lærir til þsss. Þau búa í Ábo,
sem er næst stærsti bær Finn-
lands, með 110 þúsund íbúa.
EFTIRMINNILEGUR DAGUR.
Okkur bauð ekk; í grun, að
svo margt fólk gæti verið úti
á götunum í ei'nu. segir EIRA
NURMINEN, blaðakona 'í Ábo
í Finnlandi. Ef svo margt fólk
kæmi saman úti á strætum í
■ Finnlandi, þá færi ekki hjá því
að það vrðu almenn slagsmál.
Okkur fannst 17. iúní einstæð
ur dagur. Hann verður mér
lengi eftirminnilegur. Ég
hlýddi á messuna í Dómkirkj
unni. Það var hápunktur ís
landsverunnar. És tók eftir
þjóðbúningunum og íslenzku
stúlkunum. Maðurinn minn ssg
ir að íslenzkar stúlkur séu
fegurstu stúlkur á Norðurlönd
Eira Nurminen
söng, 02 mér fannst tilkomu ] um. Eg held að hann hafi rétt
mikið að siá svo marst fólk
saman komið í miðbænum í
dansinum og ekki vín á nokkr
um manni.
Myklebust er blaðamaður
Tor Myklebust
fyrir ser.
I Finnlandi höfum við engin
shk hátíðahöld. 'Á þjóðhátíðar
daginn í Finnlandi taka stjórn
málamennirnir á móti erlend
um sestum og veizlur eru
haldnar, en það eru engin úti
hátíðahöld fyrir almenning.
STARFAR VID STÆRSTA
DAGRLAÐIÐ.
Frú Eira Nurminen er blaða
kona við stærsta dagblaðið í
Finnlandi. Helsingen Sanomat,
sem kemur út í 300 þúsund ein
tökum. Hún starfar á frétta
stofu blaðsins í Ábo. Niilo
Nurminen, maður hennar, er
einnig blaðamaður við Turun
Sanomat, sem kemur út í Ábo
í 70 þúsund eintökum. Þau
hjón eiga siö ára gamla dóttur
og 16 ára gamlan son, sem ætl
ERFITT AÐ EIGA
VIÐTAL VIÐ KILJAN.
— Ég hef starfað sem blaða
kona í Ábo í 24 ár og sendi efn
ið til Helsingfors, þar sem blað
ið er prentað. Ég hef aðallega
tekið viðtöl, og einkum við út
lendinga, sem koma til Finn
lands. Urn Abo fara fiestir
Vestur Evrópubúar, sem koma
til landsins. Ég thef tvisvar
reynt að eisa viðtal við Kilj
an, en það var ómögulegt að
fá hann til að segia nokkuð.
Þetta var áður en hann fékk
Nóbelsverðlaun. Hann var í
bæði skiptin á leið til Rúss
lands.
— Hvaða viðtal þitt telur þú
merkilegast?
— Á þessum 25 árum, sem
ég hef unnið við blaðamennsku
mun ég hafa átt sögulegasta
viðtalið við Mannerheim.
Hann bió þá í Sviss en kom í
heimsókn til Finnlands. Ég
náði tali af honum þegar hann
fór til baka. Þetta reyndist síð
asta koma hans til Finnlands
og viðtalið var hið síðasta, sem
hann átti. Hann lézt litlu síð
ar.
BLAÐAMENNSKAN
KÖLLUN.
■— Hvemig hefur þér líkað
blaðastarfið?
— Blaðamennskan er ekki
venjulegt starf. Það er köllun.
Blaðamaðurinn verður að
helga sig starfiun.. Það
hefur verið ‘ sagt að
líf biaðamanna sé hundalíf, en
sé vissulegá lífsins vert. Mað
ur ver.ður oft að fara á fætur
að næturíagi, ég hef góð sam-
bö’nd við lögregluna í Ábo —.
Venju'egur eiginmaður getur
misskiiið slíkan áhuga. Þess
vegna er jafnvel nauðsynlegt
að bæði hjónin vinni að blaða
mennsku. Þa’.míg er um sjö
fjö'skyldur í Ábo, að bæði hjjón
in vinna við blöð. Það er erfití
fyrir.konu að vera gift blaða.
manni án þess að vera það sjáli.
en það er ennþá erfiaðara fyr
ir karimaun. að vera giftur
blaðakonu ef hann er ekki
blaðamaður sjálfur.
Þegar ég hóf blaðamennsku
feril minn fyrir 24 árum voru
fáar konuir í blaðamannastétt
í Finnlandi. Nú eru þær tve
hundruð, 20 af hverium hundr
að blaðamönnum eru konuir.
ÆTLA AÐ STOFNA ÍS-
LANÐSVINAFÉLÁG.
— Hvað viltu að lokum
segja um mótið hér?
— Ég hef verið á blaða
mannaþingi í Stokkhólmi fyr
ir tólf árum og í Osló fyritr átta
árum. og ég vil segia, að ís
landsförin hafi orðið ævintýri.
Vinur minn sem komið hafði
hingað fvrir strið, talaði mikio
við mig um ísland. Nú heff ég
fundið enn betur en áður, a6
ísland og Finnland eiga margi;
sameiginlegt. Ép minnist þess
þá er íslenzku forsetahjónin
gistu Ábo, að þau unnu hug og
hjarta allra þeirra, sem þau
sáu. Ég man að „Gullna hliðið“
naut fádæma mikilla vinsælda
í Ábo. Oft koma íslenzk skip
til hafnar í Ábo með síldar
farma. Þetta eru helztu kynni
okkar af fslendingum. Mér
finnst að kynni þjóða okkar
þyrftu að aukast. Ég vona, að
fleiri og fleiri íslendingar
leggí leið sína til Finnlands. Is
land og Finnland eru útverðir
Norðurlandanna í austri og
vestri og þeim ríður á að halda
saman tii að tengja Nörðuir
löndin fastar saman sem eina
heild..
Við hiónin höfum ákveðið
að beita okkur fyrir því að-
stofna íslandsvinafélag í Ábo,
þegar við komum heim úr þesis
ari för.
ÆSKAN OG TIZKAN.
Tvö atriði verða mér eink
um minnisstæð í sambandi viS
sautjánda júní í Reykjavík,
sagði Daninn AG-E PETER'
SEN,- ritstjóri Fyns Socia'l
Demokrat. Annað var það hve
æskan setti mikinn svip á bse
inn. Unga kynslóðin hlýtur að
vera bundin sterkum böndum
frelsishugsjónum þjóðarinnar.
Framhald ó 8. síðu
Age Petersen