Alþýðublaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.06.1958, Blaðsíða 4
4 Alþýðublaðið Miðvikudagur 25. júní 1958. MGS//VS SUMIR hafa kallað hæðina „Snobbhill“ — Nafngiftin staf- ar líkast til af öfund, því 'að all- ár vildu að líkindum eiga fallegu húsjn í Laugarásnum. Einstaka hús vifdi ég eiga þar til þess að búa í, en alls ekki öll þeirra. í 'Sumum vildi ég alls ekki eiga heima. Það er ekki óeðlilegt þó að margir fyllist dálítilli öfund, íiem aka þarna um hverfið á góð viðrisdögum eða ganga þar. Og öfundin er ákaflega uppfyndinga íSÖm eins og kunnugt er. Stund- er liún snjöll eins og til dæm is í nafnagjöfinni. LN EKKI er allt sem sýnist Liirtn húseigendanna í „Snobb- IÚIJ“ hringdi til mín, og af ræðu tians a.ð dæma er hann, eða aðr- ir íbúar og húseigendur þarna, sízt af öllu öfundsverður. Að vninnsta kosti er ég ekki svo harð brjósta í raun og veru, að ég stæðist tal hans án þess að vikna, eða án þess að vorkenna honum, öllu hans fólki, og yfirleitt öllurn eem þarna eiga heima. „ÞAÐ ER alls ekki búandi hérna", sagði hann algerlega upp gefinn í röddinni. Á dauða mín- um átti ég von, en ekki þessu: að það væri alls ekki búandi í skrauthýsunum í „Snobbhiir1. En hann vildi ekki leyna mig neinu, hann rakti raunir sínar og þjáningasystkina sinna, karla og kvenna í hæðinni og öllum nær- J iggjandi götum. Hann sagði rneð j al annars: > Neyðaróp af „Snobbhill“. Hörmulegasta vatnsleysi sem þekkzt hefur í Rvík ,Það er alls ekki hægt að búa hér.í£ Hvernig er ástandið í jBingóhill?4 i , „HÉR sést aldrei vatn nema örlítill dreytill á næturna. Þa.ð hverfur kl. 9 á morgnana og kem ur ekki fyrr en um miðnætti. Á næturna verður maður að vaka yfir því að fylla baðkerið til þess að hafa vatn fyrir salernið á daginn og alla potta og könnur verður að fylla svo að vatn sé til í matinn á d.aginn. Það er ekki hægt að þvo. Sjálfvirkar þvottavélar verða ónothæfar. ÞETTA er svo hörmulegt á- stand hérna í hæðinni, að engu tali tekur, og flestir eru farnir að sjá eftir því að hafa flutt hing að. Enginn, sem býr hér hefur kynnzt öðru eins vatnsleysi. Svo lítið er Vatnið á næturna, þegar við erum að reyna að safna því, að segja má að maður geti talið dropana. Það tekur okkur hálf- an annan eða jafnvel tvo tíma að fylla ílátin. VATNlÐ er of lítið í bænum til þess að ná upp í hæðirnar. En fyrst svo er, þá finnst mapni að sjálfsagt hefði verið að byggja dælustöðvar á vissum stöðum í bænum, en þetta hefur ekki ver- ið gert. Mér er sagt, að verið sé að byggja dælustöð við Gvend- arbrunna, en þá er mér spurn: Er það nægilegt? Er nægilegt vatn í Gvendarbrunnum tii að fullnægja eins ört vaxandi borg og Reykjavík er?“ ÞETTA sagði vinur minn í „Snobbhill“. Lengi getur vont versnað. Vatnsskortur hefur ver- ið í Reykjavík síðan ég kom hing að, en ákaflega misjafnt eftir bæjarhverfum. Lengi var ástand ið vont á Landakotshæð og þar í grennd. Svo rifu þeir upp Hofsvallagötuna, settu í hana víðar pípur til þess að auka vatnsstrauminn í hæðinni, en á- standið batnaði ekki þar, en versnaði um leið mjög í næsta nágrenni. Þetta er eintómt handa pat. Ég hef heyrt mörg neyðar- óp út af vatnsleysi í Reykjavík, en ekkert eins skerandi og neyð arópið úr ,Snobbhill‘. Hvernig er ástandið í „Bingóhill?" Iíannes á horninu. vara^ KATANESDÝRIÐ. Utan við Kalastaðakot renn ur árspræna úr Hólmavatni í boga til siávar. Það er Kal- ma'nsá, sem ber nafn hins suð ureyska la-ndnámsmanns. er missti í fjörðinn sonu sína tvo. Býli hans, Katanes, er þar litlu utan á breiðu nesi, fast við sjó inn. Ofan við túnið í Katanesi cr Katanestjörnin, sem áður hefur verið nefnd. Katanestjörnin var í sjálfu sér ekki merkilegt stöðuvatn, aðeins grunnur leirlpollur. En sú var þó tíðin, að fólki á þess um slóðum varð tíðrætt um hana. Vorið 1876 kom nefnilega u.pp sá kvittur, að þar væri að sptursstaður dýr.s eða ófreskju, sem tveir ungir piltar, Vigfús Gestsson frá Katanesi og Magn ús Ólafsson frá Litlu-Fellsöxl, smaladrengur í Galtárholti, töldu sig siá á sveimi þa-r í grennd. Frá fornu fari lá þarna ■um leið ferðamanna að og frá Akranesi, og þóttust nú fleiri og fleiri siá kvikindi þetta, er skaut fólki mjög skelk í bringu, svo að lausríðandi menn töldu sér varla óhætt. Var Katanes dýrinu fvrst svo lýst, að það væri að stærð allt að þvf á við lítinn kálf, en seinna varð það í hugum manna að torkenni legustu óvætt. Kom þar, að helztu forsvarsmenn sveitarinn ar, Símon hreppstjóri Jónsson á Geitabergi og Helgi oddviti Sveinbjarnarson á Hlíðarfæti, ákváðu að snúa sér til sjálfs landshöfðingjans í Reykjavík, Hilmars Finsen, og biðja hann um peningastyrk til þess að vinna dýrið. Urðu málalok þau, að landshöfðinginn hét þeim endurgjaldi, ef þeir ynnu dýrið og gætu sýnt þess ínerki, Varð Katanesdýrið nú svo frægt £ höfuðstaðnum, að mæt ustu menn gengust fyrir leið angri upp eftir, og flutti Kristinn Magnússon í Engey leiðangursmenn, er sumir-töldu sig hlióta þá umbun tilkostnað ar og erfiðis, að siá kvikindið. En bændur í Hvaifjarðarstrand arhreppi héldu með sér fund til þess að leggja á ráðin um atlöguna að dýrinu, og var jafn að niður tveimur dagsverkum á hvern bónda til þess að gera skurð úr Katanestjörn í sjó fram og þurrka hana þannig og komast að raun um, hvort Kaupum hreinar léreftstuskur Prenismiðja Aljiýðublaðsins. BÆJARBÍÓ sýnir um þessar mundir myndina Atilla, eða konungur Bar- haranna. Aðalhlu verkin í myndinni leika þau Soffía Loren, sem gerir hlutverki sínu sem falleg kona all- •góii skil, len gleymir eln staka sinnum, að hún á að leika líka, og það all- vandasamt hlutverk. Á móti henni leikur svo Anthony Quinn, sem skilar hlutverki sínu með afbrigð um y.el, eihs og búast niátti við af honum. Hann er nú að verða einhver bezti leik arinn, sem við eigum í hlut verk eins og Attillu og aðra hrotta miðalda og fornald- ar. Flest ciinur hlutverk myndarinnar, eru í góðum höndum og vel af hendi leist.’ Það þarf 'enginn að sjá eftir'því að sjá þessa mynd, því hún bókstaflega flytur mahn .aftur í þann tíma, sém hún á a'ð gerast á. göng væru í hana úr sjó neðan jarðar. Jafnframt var ákveðið að leita til frægasta skotmanns sýslunnar, Andrésar Fjeldsted á Hvítárvöllum, að vinna á dýr inu. Hann hafði meðal annars sér til ágætis að hafa siglt og eignazt kúluriffil í þeirri för. Skurðgröfturinn var þegar hafinn, og bar það helzt til tíðinda við það verk, að brenni vínsflaska, sem einn verka manna átti, varð undir rofinu og glataðist. En lítið lækkaði í tjörninni, þrátt fyrir skurð inn. Hreppstjóri reið h:ns veg ar til fundar við Andrés Fjeld sted og fór hann að Katanesi, gegn því að hlióta laun þau, sem landshöfðingi hét. Voru nú setur miklar við Katanestjörn og margmenni, og var þar með al annarra Sigfús Eymundsson, feem þá (hafð|i nýlega /opnað fyrstu Ijósmyndastofuna í Reykjavík, og tók myndir af at höfnum manna. Loks urðu menn leiðir á biðinni, og hélt hver heim til sín, og var því helzt trúað, að dýrið hefði hræðzt mannsöfnuðinn og um- rótið og flúið til sjávar. Varð Katanesdýrsfns aldrei vart síð an. Nú eru það getur, að þao haf£ annað tveggia verið u)pp spuni drengjanna, sem fyrstir þóttust siá dýrið, svo að þeir fengju hesta til þess að nota við smalamennskur, élla fótur inn fyrir trúnni á þetta dular fulla kvikindi hafi verið sá, að stór hundur varð um vorið eftir af erlendum ferðalangi, sem fluttur var suður yfir fjörð »rá Kátanesi, og flæktist seppi milli bæja næstu vikur og skaut þar ýmsum skelk í bringu fyrir stærðar sakir. Enn hefur verið tilnefndur mórauður hrútur, sem gekk þar á flóam um við tjörnina. BLÓMAMERKIN feru að hláupa af stokkunum, um þess ar mundir og má segja að þeirra sé beðið í ofvæni, ekki aðeins hér heima heldur og erlendis. Hafa mér borist bréf víða frá, þar sem ég hef ver ið spurður hvort þau virki- lega yrðu marglit og jafnvel það hvort þetta væri aðeins upphaf á stærri seríu blóma- merkja. Þetta sýnir, að tekist hefur að vekja þó nokkra athygli á íslandi með þessari útkomu blómamerkjanna. Það versta var að ekki var hægt að boða útgáfuna nokkuð fyrr en gert var, því að þá hefði verið betri tími til kynningar á mérkjunum. Að vísu hafði út gáfa þeirra spurst út eitthvað hálfum mánuði til mánuði áð ur en tilkynningin var gefin út, en það var þó ekki svo að hægt væri að birta neinar fregnir, jafnvel þótt þá þegar ar væri kunnugt um verð- gildin og fleira. HEIMSSÝNINGIN. Heimssýningiir í Briissel, vekur geysiathygli um allan beim, ekki hvað síst meðal frí merkjasafnara, sem nú fá mirgar nýjar útgáfur handa á milli. Mesta athygli til þessa hafa vakið Belgisku merkin, merki Sameinuðu þjóðanna og Yatikansins. Má segja að þarna sé risið upp nýtt mótív fyrir þá er slíku safna, enda seljast merk in vel eftir því sem erlend frí merkjatímarit herma. VERÐ Á FRÍMERKJUM. Þeirri spurningu hefur verið beint mikið til mín und anfarið, hvort ekki verði mik il verðhækkun á frímerkjum eftir acl efnahagsmálafrum varp ríkisstjórnarinnarinn- ar fór í gegn á alþingi. Sé þess gætt, að merkin lækka ekkert á erlendum markaði, en eigi að kaupa þau þaðan fyrir gjaldeyri, þá hef ur hann hækkað í verði um 55% og eftir því ættu merki alménnt að hækka sem því nemur. Að því er varðar næstu út gáfu af bókinni íslenzk frí- merki, þá vil ég þó geta þess að verðhækkanir á merkjum í henni, munu ekki verða svo miklar yfirleitt, eða réttar sagt, mun meiri í sumum til fellum, en minni í öðrum. Ástæðulaust tel ég þó að láta ekki erlend merki almennt hækka um 55% frá því sem áð ur var, því að sérstaklega sé um betri merki að ræða, þá eru ekki svo margar leiðir til að eignast þau án þess að verðhækkun komi fram. Með þessum ráðstöfunum og svo verðsveiflum þeim, sem orðið hafa á ísl'enzkum frí- merkjum, er verðlagning sú er lögð er til grundvallar í síð ustu útgáfu „íslenzkra frí merkja“ þegar orðin ailt of lág. En svona er með alla verð- lista, þeir ganga úr sér og því verða nýir að koma á ári hverju. Væntanlega tekst að koma næstu útgáfu á markað inn um leið og sýningin Frí merki opnar í haust. OLLUM ÞEIM, sem heimsóttu mig eða á annan hátt sýndu mér vin- semd og virðingu á 90 ára afmæli mfnu, 11. iúní s.l. þakka ég af alhug og bið guð að blessa ykkur öil. Lifið heil. Sigurveig Einardóttir, Kirkjuvegi 10 -— Hafnarfirði.. S s V s s s s1 V s V Faðir minrt, ÞORGEIR ARNASON, andaðíst 17. júnf að heimili sínu, Grettisgötu 60. Jarðarförin er ákveðin föstudaginn 27. þessa mánaðar kl, 10,30 fyrtr hádegi frá Fossvogskirkju. Blóm afbeðin, en ef einhver hefði hugsað sér að minnast hans, er vinsamlegast bent á Mirrningarsjóð óháða safnaðarins. Guðrún Þorgeirsdóttir. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.