Morgunblaðið - 15.08.1940, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.08.1940, Qupperneq 5
HreinÖýrin á Vestur- v5 r 30 I U m Éftir Helga Valtýsson iimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiimiiiiiiiiimmmiimmmmmmmmmmmmmmmmmmimmmM Ílmtudajíur 15. ágúst 1940. ÍMorjpmblafctd útreí.: H.f. Árvakur, K*yk]»vfk. HSt«tjérar: Jön Kjartaniaon, Valtýr Stefá.n»»on (AbyrffSarm.). AnglýBingar: Arnl Óla. Bitatjörn, auglýalnffar o* lUcTsltiala: Austurstrœtl 8. — Stmf 1490. Áakrlftargjald': kr. t,66 á jaknuBl lnnanlands, kr. 4,0« utaalanda. f lauBasölu: 20 aura eintaltlV, 26 aura mtl Lxbök. Vinnan í bænum AÐ er alvegrjett,sem Krist- ínus Arndal, forstj. Vinnu- miðlunarskrifstofunnar í Reykja vík bendir á í samtalinu, sem birtist á öðrum stað hjer í blað- inu, að ástæða er til að vara reykvíska verkamenn alvarlega við því, að sleppa atvinnnu, sem jþeir kunna ná að hafa utan bæj- arjns og þyrpast hingað, í von um betri atvinnu hjer. Enda þótt hjer sje nú meiri vinnu að hafa en oft áður um þetta leyti árs, hefir hjer ríkt mikið og langvarandi atvinnu- leysi að undanförnu og því ekki búið í einni svipan, að bæta úr ástandinu. Enn er ástandið líka þannig, að hjá Vinnumiðlunar- skrifstofunni er skráður allstór hópur atvinnuleysingja, sem ekki hefir fengið vínnu ennþá. Þar við bætist, að nú söðvast mikið til vinnan við Hitaveit- nna, meðan beðið er eftir efn- inu í fyrirtækið, pípum o. fl. — Enginn veit í dag hve löng stöðvunin verður. Við vonum, að brátt geti vinna hafist aftur af fullum krafti í Hitaveitunni. En alt er þetta í óvisssu. Eins og ^tendur, er vinnan í bænum engan veginn svo mikil, að vöntun sje á vinnukrafti. Þvert á móti. Enn bíða margir "verkamenn og iðnaðarmenn í voninni um að fá vinnu. Hinsvegar bendir ýmislegt til þess, að vinnan eigi eftir að aukast allverulega, þegar frá líður. Þá ættu þeir verkamenn að geta komist að, sem nú hafa vinnu utan bæjarins. Ef hins- vegar þeir færu að þyrpast í bæinn nú þegar, í von um arð- vænni vinnu hjer, gæti farið svo, að þeir yrðu að bíða hjer svo og svo lengi eftir vinnunni. Myndu þeir því baka sjálfum sjer tjón, með því að koma strax «g einnig þeim verkamönnum bjer í bænum, sem enn bíða eft- ir vinnu, því að þá minkaði vinna hvers einstaks. En vitanlega verða verka- mennirnir, sem nú vinna utan bæjarins (í kaupavinnu og ann- arstaðar), að geta treyst því, að þeir verði ekki hafðir út undan, þegar þeir koma heim úr sumar- vinnunni þótt síðar verði. Væri slíkt hróplegt ranglæti gagnvart þeim. Þeir eiga vitanlega að fá sömu vinnu og aðrir verkamenn, sem hjer eru fyrir, enda auð- velt að koma því í kring, þar sem öll vinna fer gegnum Vinnu miðlunarskrifstofuna. — Mega verkamenn og treysta því, að þannig verði þetta í fram- kvæmdinni. Við miðlun vinnunnar þegar líður á sumarið, og í haust, ber að sjálfsögðu að taka tillit til sumarvinnunnar, og bæta þeim verkamönnuro upp, sem haft hafa rýra sumarvinnu. I. Hjörðin litla á Vestur-Öræfum. skýrslu þeirri, er jeg A sendi ríkisstjórninní, um hreindýraleit okkar Ed- vards Sigurffeirssonar inn undir Vatnajökul í fyrra- sumar (sbr. Lesbók Morg- unblaðsins 29./10. og 5./11. 1939), leyfði jeg mjer að lokum að bera fram m. a. eftirfarandi tillögur: að settur yrði eftirlistmaður með hjörðinni þar eystra, sjer- staklega liaust og vor, og að leyft verði og falið vissum manni að drepa nokkra hinna elstu tarfai árlega, fyrst unr sinn, þar eð jeg teldi óefað, að fjöldi þeirra (um1 helm- ingur hjarðarinnar) myridi að vissu leyti standa hjörðinni fyrir þrifum. Færði jeg nokk- ur rök að þessu í skýrslu minni. Var það ætlun mín, að með þess- um, einföldu ráðstöfunum fengist brátt reynsla fyrir því, hvort til- gáta mín um hina öru fækkun hreindýranna á Vestur-Öræfum hefði við rök að styðjast. Ríkisstjórnin snerist vel við máli þessu í upphafi. Hafði hún þegar veitt styrk nokkurn til leiðang- urs okkar, og þegar á haustþingi bar hr. Eysteinn Jónsson við- ^kiftamálaráðherra fram all-ýtar- lega breytingu og viðbót á lög- um um, friðun hreindýra, og voru þær aðallega sniðnar eftir tillög- /úm: mínum í slcýrslu minni. Náðu lagabreytingar þessar samþykki Alþingis, og er með því lagður traustur og æskilegur grundvöll- ur undir vernd og varðveislu hinn- ar litlu, en glæsilegu hreinhjarð- ar á Veístur-Öræfum og Kringils- árrana. Síðan virðist því miður ekkert hafa verið gert frekar í máli þessu, og tel jeg það illa farið. Auðvitað er bæði mjer og- öllum laudslýð vel Ijóst, að ríkisstjórniu hafi um þessar mundir í mörgu og miklu að snúast, sem‘ telja megi „nauðsynlegra og meira að- kallandi“ en varðveislu lítils hreindýrastofns á öræfum uppi. — Þó mun það tæplega meira en /hálfur sannleikur.,— Á hinn bóg- inn hefði það verið afar fvrir- hafnarlítið — og sennilega alt að því kostnaðarlaus — að hefjast handa á grundvelli þeim, er þeg- ar var lagður með hinum nýju lögum, skipa eftirlitsmann þar eystra og fela honum: jafnframt að sjá um nauðsynlega fækkun tarf- anna. Sjerstaklega þykir mjer fyrir að hafa eigi getað fengið fulla vitn- eskju um kálfafjöldann í vor! En um það leyti, er fylgdarmaður okkar frá í fyrra, Friðrik bóndi Stefánsson á IIóli í Fljótsdal, var í kálfatökuleiðangri fyrir Matthías lækni Einarsson, ásamt sendimanni hans, en það var í seinni hluta maímáaðar, var eigi nema urn helmingur kúnna á Vest- ur-Öræfum borinn, í hlíðarslökk- unum vestan Snæfells. Sáu þeir fjelagar þar um 80 hreindýr, og munu þar hafa verið um eða yfir 60 kýr og kvígur og auk þess hópur af ungum törfum. En full- orðnir tarfar sáust þar engir, enda leita þeir vestur yfir Jök- ulsá á Dal snemma á vorin. Sást einnig allstór hópur dýra vestan árinnar, í Sauðafelli, um: líkt leyti, og munu þar hafa verið fullorðnu tarfarnir. Samkvæmt eftirgrenslunum mín- um síðan í fyrrahaust er nú feng- in vissa fysir því, að hreindýra sje nú hvergi vart hjer á landi nema á þesSum slóðum: Á Vestur- Öræfum' á vetrum, en í Kringils- árrana á sumrum, og að hjörðin sje að fjölda til mjög áþekk því, er við giskuðum á í fyrra, þ. e. a. s. liðlega 100 dýr, og hafa nú sennilega 30—40 kálfar bæst í hópinn síðan. II. Hreinkálfaeldið í Arnarfelli. Tilraun Matthíasar læknis Ein- arssnar með hreinkálfaeldi í Arn- arfelli í Þingvallasveit er skemti- leg mjög og merkileg að ýmsu leyti. En þó aðallega fræðilega. Og vonandi verður hún eigi til þess — sem því miður hefir þó þegar brytt á — að telja mönn- úm trú um, að hjer sje „leiðin fundin“ til að setja á stofn hjarð- ir taminna hreindýra hjer á landi. Enda hefir ríkisstjórnin algerlega töglin og hagldirnar í því máli. Er sjálfsagt að banna algerlega kálfatöku á þemian hátt nema sem hreina undantekningu, þar sem — eins og lijer — er um þann mann að ræða, sem trúandi er fyrir því að ala upp lireinkálfa á þennan hátt, hefir efni á því og áhuga fyrir því. Var því sjálf- sagt að leyfa hr. M. E. þessa við- bótar-kálfatöku í vor, þar eð svo illa víldi til, að af þeim fjórum kálfum, er hann fjekk í fyrravor, var aðeins ein kvíga. Héíir hann nú fengið 3—4 kvígur í viðbót auk nokkurra tarfkálfa. Er vonandi að þessi tilraun Matthíaaar hepnist vel. Enda hef- ir hann miklu til kostað, og eru þetta orðnir lionum dýrir kálfar. En samt er þessi litla „dýragarðs- tilraun“ í Arnarfelli bráðskemti- leg. Á hinn bóginn er það hinn mesti misskilningur, að þetta. sje leiðin tii hreinaræktar hjer á landi. Og í höndum' óvalinna manna myndi eldi hreinkálfa heima fyrir óhjákvæmilega fá jafn sorglegau endi og sauðnautaeldið hjerna um árið af eðlilegum ástæðum, sem eigi verða raktar hjer í stuttu ináli. Eigi heldur geta þessháttar tilraunir komið til mála alment þostnaðarins vegna. Hjörðum taminna hreindýra verður eigi komið á fót hjer á landi öðruvísi, en venja er til, og þá æskilegastj í sa.mvinnu heilla sveita eða hjeraða: Dýrin hálfvdt, ámóta og fjallafje, en mannvön, í fullu frelsi, en undir daglegu eftirliti. III. Ýmislegur hrein- dýra-fróðleikur. Þótt hreindýr liafi haldist við hjer á landi hátt á aðra öld (um 170 ár), er samt þekking manna á þeim, lifnaðarháttum; þeirra og lífskjörum, enn mjög af skornum skamti. Til eru þó auðivtað þeir menn á Fljótsdalshjeraði og Jölr- uldal, greindir menn og athugulir og skyttur góðar, sem þekkja hreindýrin vel og vita full deili á flestu því, er að þeim' lýtur. Enda mun viðkynning þeirra og hrein- dýranna stundum: hafa verið helst til náin, því miður. , Sem dæmi um þekkingu manna á hreindýrum má g-eta þess til gamansj'að einn „fræðimaðurinn“, er taldi sig vita betur og meira en aðrir, fullyrti, að hreindýr hjer á landi hefðu tekið tmiklum ^takkaskiftum að ytra útliti, og yæri „týpan orðin gerbreytt“. Nú væru dýrin orðin gildVaxin og lág- f'ætt og mintu því helst á íslenska hesta í vetrarham. Taldi hann þetta því mjög ,eðlilega breytingiT. Vitanlega liafði maður þessi aldrei ssjeð íslensk hreindýr. Sannleikurinn er sá, að íslensk hreindýr ern svo spræk og spengi- leg, háfætt, hnarreist og- rennileg — sjerstaklega þó yngri, dýrin — að þau minna frekari á hirti en hina tömdu hreiní Fimilappa, en það eru þó forfeður hreindýra vorra. -— Þróuu íslenskra hrein- dýi’a hefir fallið í rjetta átt, eins og við var að búast. Þau hafa orðið frjálslegri og fjörmeiri og liafa endurheimt eðli og útlit villi- hreinsins forföður síns. Og auk þessa eru íslensk hreindýr alt að þriðjungi þroskaimeiri heldur en norsk hreindýr tamin. Virðist hjer því eingöngu um mikinn þroska að ræða og glæsi- legan, en eigi neina sýnilega breyt- ingu að ytra útliti. Eigi er lield- Ur við neinni slíkrj breytingu að búast á jafnskömmum' tíma. Lífs- skilyrði hreindýra hjer á landi og í Noregi (Finnmörku) eru svo á- þekk á flestan liátt, að mismun- urinn gæti tæplega valdið veru- legri breytingu á útliti og lífs- venjum dýranna. Þroskamunurinn sýnir aðeins, að skilyrði hjer á landi eru að mun betri. Enda var 4það kunuugt áður. — I tilefni af þessu dettur mjer í þug að drepa á ritgerð, er stóð í „Náttúrufræðingnum“ 1933 (132 bls. o. s. frv.). Er það fróðleg rit- gerð og skemtileg, eftir Ársæl Árnason -. Nýjustu landnemamir. Ársæll er fróður vel um dýralíf hjer á landi og víða um heim. Hann er álragamaður mikill um þau mál og hefir yndi af dýrum. Hefir hann enda Unnið manna mest að því í ræðu og riti að fjölgað yrði dýrategundum hjer á landi, og einnig í framkvæmd með Grænlandsför sinni 1929. Fyrsti landneminn er Ársælí nefndir í ritgerð sinni, er hrein- dýrið. í greinarlok segir hann á þessa leið: „— — — virðist þó ýrnislegt benda til þess, að þau (hreindýrin), sjeu að ýmsu leyti á leið að verða að sjerstöku kyní. Hornin kvað vera miklu stærri en ,á skandinaviskum hreindýrum, sem þau eiga ætt sína til að' í’ekja---------■“ Hjer mun sennilega vera um sama misskilning að ræða og „týpté breytinguna“ áður nefndu. Enda kveðst Ársæll eigi hafa sjálfur sjeð íslensk hreindýr. Jeg athug- aði einmitt þetta atriði eftir föng- um í fyrrasumar. Að vísu eru hreintarfarnir ærið stórhyrndír, sjerstaklega gömlu tarfarnir. En það eru einnig hreintarfar Finn- Jappa, og get jeg' eigi sjeð þar neinn mun á. Hygg jeg því, að hjer sje eigi um neina raun- verulega breytingu að ræða aðra en þá, em eðlileg er sökum. mis- munandi þroska dýranna. Norsk- ir hreintarfar leggja sig mest á 90 kg., en íslensltir alt að 115— 120 kg. Þá vil jeg einnig geta þess, er skynsamur Sunnlendingur hjelt fram við mig fyrir nokkrum ár- um síðan. Hann taldi einnig, að hreindýrin íslensku myndu hafa tekið þeirri eðlisbreytingu, að þau feldu eig'i hornin á hverju ári. — Þetta er einnig á mis- skiiningi bygt. Hreinkýr fella hornin á vorin, um og rjett eftir burðinn, en tarfarnir seint á haustin og fram yfir áramót. Og nýr hornavöxtur byrjar þegar á ný, eftir fáa daga. Sjást því (einhver) hreindýr með hornum plt árið. — Um þessar mundir voru aðeins örfá dýr eftir á Hell- isheiði og sáust sjaldan. Var því misskilningur þessi mjög eðlileg- ur. — I framannefndri ritgerð sinni drepnr Ársæll Árnason einnig á vitsmuni og skynjun hreindýra og tilfærir m. a. eftir Brehm: „Skilningarvit hreinsins eru vel þroskuð. Hann verður óvina sinna var í 500—600 skrefa fjar- lægð ,og hefi jeg sjálfur sann- færst um það. Heyrnin er a. m. k. eins góð óg hjá krónhirtinum, og sjer hann svo vel, að veiði- maðurinn verður að gæta þess vandlega að fela sig, eins þó að hann leitist við að læðast a.ð dýr- unum með þau í vindstöðunní __U Þetta er eflaust rjett athugað, og urðum við fjelagar hins sama varir hjá hreindýrunum í Kring- ilsárrana. En þó bera þeffæri hreindýranna af! Að vísu virtust .dýrin sjá okkur á all-löngu færi, en þó eigi svo, að þau stygðust við. Þau urðu að vísu óróleg og skygndust vandlega um, en hlupn ^eigi af stað, næmum við staðar eða fleygðum' okkur niður. Aftur á móti tóku þau þegar sprettinn, fengju þau þefinn af okkur, jafn- vel þótt við værum í hvarfi. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.