Morgunblaðið - 15.08.1940, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 15. ágúst 1940.
Ur daglega lífinu
Hreindýrin
Maður heitir Jón Einarsson. Hann
á heima á Vatnsenda hjá Lárusi
Hjaltested. Hann hefir fundið upp
nýja aðferð til þess að veiða villi-
mink. Hann grípur minkinn með ber-
um höndum.
Fyrir nokkrum dögum sá hann mink
á sundi úti í Elliðavatni. Stygð kom
að minknum og hann synti til lands
og skaust inn í holu.
Þá var Jón ekki seinn á sjer. Hann
þreif hendi inn í holuna á eftir
minknurn, og minkurinn beit og klór-
aði. En Jón ljet sjer hvergi bregða.
Minkurinn beit gegnum eina nögl, og
smárispur fekk Jón aðrar. En Jón
segir, að ekki sje verra að eiga við
mink en til dæmis lunda.
Jón náði taki um hausinn á minkn-
um, dró hann út og hafði heim með
sjer. Og nú á Jón minkinn í búri.
Þar verður hann alinn þangað til
bjórinn á honum er orðinn söluvara,
þá deyr hann, en Jón fær sín veiði-
laun. Nú er eftir að vita hvort fleiri
vilja taka upp veiðiaðferð Jóns.
+
Lárus á Vatnsenda segir mjer, að
mikið sje um mink við Elliðavatn og
ofan verðar Elliðaár. í svo kallaðri
Grænugröf, segir hann að sjeu minka-
greni. En næsta bækistöð þar um
slóðir hefir minkurinn í Rafveitustífl-
unni. Hún er sögð morandi af minki,
og svo hefir verið lengi. En greini-
lega hefir öndum og öðrum fuglum
fækkað á Elliðavatni.
f vetur fanst þar efra, eitt sinn
nýveiddur hálfetinn pundssilungur all-
langt frá ánum, sem minkur hefir
dregið, en ekki lokið við þegar veiðin
fanst.
★
Ef það er alvara fyrir mönnum, að
stemma stigu fyrir skjótri útbreiðslu
minka, þá ættu veiðimenn að leggja
áherslu á veiðiskap við Elliðaár í vet-
ur. Auðvelt er að rekja slóðir minka
í nýfenni, og að öllu leyti ætti að
vera auðveldara um hávetur, að
stunda þann veiðiskap, en að sumri
til. Enda getur það farið saman, að
menn fái verslunarvöru í skinnum af
dýrum þeim, sem veiðast.
★
Heyrst hefir að Loðdýraræktarfje-
lagið ætlaði að leggja fram eitthvað
fje til útrýmingar villimink. En hver
hefir forystu í því máli?
*
Góður og gegn borgari í bænum
akrifar:
Jeg býst við að margar húsmæður
sjeu þakklátar fyrir hinar ágætu leið-
beiningar, sem birst hafa í Morgun-
blaðinu um tilbúning allskonar ljúf-
fengra rjetta undanfarið. En á græn-
metisrjettunum þykir mjer einn galli.
Það er gert ráð fyrir að fjörvi-gjaf-
ar eins og spinat, tómatar, selja o. fl.
sje soðið eða steikt svo mikið, að
megnið af fjörefnum þeirra eyðist eða
hverfi, svo að eftir er aðeins fylling-
armatur. Jeg teldi því vel farið, að ef
Morgunblaðið vildi birta leiðbeiningar
um matreiðslu þessara jurta og fleiri,
er svo væri að farið, að fjörefni
þeirra, einkum C-fjörvið, hjeldist og
kæmi neytendum að fullum notum.
*
Annað atriði, sem valdið hefir erf-
iðleikum í skrifum um garðyrkjumál,
tel jeg rjett að minnast á um leið.
Nöfn þau, sem notuð eru á sumum
jurtum, eru svo mismunandi, að til-
tölulega fáir skilja hvað átt er við.
í sumum landshlutum kannast menn
t. d. ekki við steinselju, pjetursselju
o. s. frv. í nýlegri grein í Morgun-
blaðinu um kirkjugarðana var t. d.
talað um „blóðdrekk" (sennilega sama
og sigurskúfur, Epilóbium augustifóli-
um L.?) og „fjólublátt kornblóm"
(Centaurea scabiosa L), en leiða-
brúskur kallaður „reinfan“ (Tanaset-
um vulgare L). Þennan rugling mætti
laga með því, að þeir sem skrifa um
garðyrkjumál og grænmetismatreiðslu
tilgreindu latnesku heiti þeirra jurta,
sem ekki er víst um að allir þekki,
aftan við hið notaða íslenska heiti.
Þeir, sem ekki þekkja jurtina eða
kannast við hið íslenska heiti, geta þá
flett latneska heitinu upp í Flóru
S'tefáns Stefánssonar, og sjeð hvaða
jurt er um að ræða. Þessa ætti vit-
anlega ekki að vera þörf, þegar rætt
er um jurtir, sem allir þekkja sam-
eiginlegt heiti á, eins og kartöflur,
gulrófur, gulrætur og s. frv., en gagn-
vart ýmsum öðrum heitum komi þessi
viðbótarskýring sjer vel og gæti orðið
til þess að festa eitt íslenskt heiti við
jurtina. * % t
♦
Jónas og Vitmnndor
slíka aðstoð (þ. e. fóstureyð-
ingaraðgerðir) sama árið. —
Læknirinn neitaði um alla
hjálp í þessu efni. Þær hurfu
burt úr hjeraðinu til staða,
þar sem þeim var betur tekið
með erindi sín“.
Þessi ummæli eru á þá lund
og einnig í því sambandi við-
höfð, að þau verða tæplega skil-
in á aðra leið en þá, að stúlkur
þessar hafi fengið eytt fóstrum
sínum. Nú liggja fyrir skýrslur
um allar fóstureyðingar í land-
inu, sem gerðar eru lögum sam-
kvæmt, síðan fóstureyðingarlög-
in gengu í gildi, og bera þær
með sjer, að ef einhver hæfa
er í þessum söguburði, er hjer
um alvarlegt brot að ræða gegn
nefndum lögum, þ. e. glæpsam-
legar fóstureyðingaraðgerðir
fleiri eða færri manna (væntan-
lega læknaj og jafnframt glæp-
samlega yfirhylmingu þess
læknis, sem ráða má í, að fróð-
leikur þessi sje hafður eftir.
Jeg-beini því þess vegna mjög
eindregið til yðar, herra saka-
dómari, að þjer gerið þegar
ráðstafanir til, að greinarhöf-
undurinn staðfesti ummæli sín'
fyrir rjetti, ef hann treystir sjer
til, enda geri hann þá ferkari
grein fyrir vitneskju sinni hjer
að lútandi og nefni heimildir
sínar. Ef framburður hans leið-
ir til þess, að ástæða sje til að
ætla, að hjer sje um glæpsam-
legt athæfi fleiri eða færri
manna að ræða, fer jeg fram
á, að þjer rannsakið málið ítar-
lega og komið fram ábyrgð á
hendur þeim, er sekir kunna að
reynast. Komi hinsvegar í ljós,
að ummæli þessi sjeu úr lausu
lofti gripin, vænti jeg, að grein-
arhöfundurinn verði látinn sæta
þeirri ábyrgð fyrir, sem efni
kunna að standa til.
Vilm. Jónsson
(sign.)
Til sakadómara,
Reykjavík“.
Súðin kom til Sauðárkróks kl.
2 í gær.
Stuttbylgjustððin
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
fram, þá varðar það varðhaldi eða
fangelsi alt að 5 árum“.
En nú stendur svo einkennilega
á, að nýju hegningarlögin öðluð-
ust einmitt gildi sama daginn (12.
>ágúst), sem Sigurður var hand-
tekinn. Lögin voru staðfest 12.
febr. og í 272. gr.' segir, að lögin
öðlist gildi sex mánuðum eftir
staðfestingu. Það er nákvæmlega
þenna dag, 12. ágúst.
Af þessu leiðir, að ekki er hægt
að beita þessum refsiákvæðum
gegn Sigurði, þó að uppvíst yrði
um slík afbrot af hans hálfu,
nema afbrot hafi verið framið
daginn sem’ hann vár handtekinn,
en ekkert liggur fyrir um það.
Gömlu hegningarlögin (frá 1869)
jeggja einungis refsingu við her-
njósnum, þ. e. ef landið sjálft er
í hernaði. TJm1 slíkt er ekki að
ræða, því að ísland á ekki þátt.
í neinum hernaði.
En þótt íslensk lög (nema
thegningarlögin nýju) geri ekki
ráð fyrir njósnum fyrir ófriðar-
aðila undir þeim kringumstæðum
sem hjer eru nú, er slíkur verkn-
aður ekki síður alvarlegur fyrir
þann, se.m; hann fremur. Og >á-
standið, sem hjer ríkir nú, gerir
slíkan verknað enn alvaríegri.
Það væri óskandi, að hvorki hinn
nngi maður, sem handtekinn hef-
ir verið, eða nokkur annar ís-
lenskur þegn, yrði uppvís að slík-
um verknaði.
★
Sigurður Finnbogason hefir tví-
vegis áður verið staðinn að því,
að nota í óleyfi stuttbylgjustöð.
í fyrra skiftið fekk hann áminn-
ingu, en var sektaður í síðara
skiftið. I bæði skiftin var stöðiri
gerð\ upptæk.
Vinnan i bsnnzn
VSMBL AF ÞR3WOT «teU
bæinn. í gær byrjuðu þar viniui
20 verkamenn og 3 trjesmiðir. Á.
föstudag er einnig gert ráð fyr-
ir, að 10 múrarar byrji vinnu og
auk þess nokkrir vérkamenn í
viðbót. Þá vinna að staðaldri um
14 verkamenn við ýms hreinlætis-
störf.
En, sem sagt, segir Arndal að
lokum, þótt eftirspurnin kunni að
aukast eftir vinnukrafti, þá ber
sú vinna ekkj að öll í einu, held-
ur kemur smámsaman. Á skrif-
stofu okkar eru enn margir skráð-
ir atvinnulausir og óvenjumargir,
þegar tillit er tekið til þess, að
talsverð vinna er nú í bænum.
Þannig höfðu t. d. í gær 430
verkamenn vinnu hjer í bænum.
En einmitt með tilliti til þess,
að við höfum enn skráðan allstór-
an hóp atvinnuleysingja, vil jeg
mjög eindregið skora á þá reyk-
víska verkámenn, sem’ hafa nú
vinnu utan bæjarins, að halda
henni eins lengi og mögulegt er.
Það verður áreiðanlega reynt að
sjá þessum mönnum fyrir vinnu
síðar, er sumaratvinna þeirra er
þi’otin. Ef að þeir hinsvegar fara
að þyrpast hingað strax, getur
það skapað ný vandræði.
FRAMH. AF. FIMTU SÍÐU
Greinilegast urðum við varir
þessarar þefvísi dýranna einn dag,
er við þrír saman höfðum komið
ríðandi heim til tjaldanna sunnan
yfir melana. Var jörð svo þurr,
að lítið mótaði fyrir sporum. nema
í! leirflögum og sandi. Er við vor-
um nýkomnir heim ,sáum við fá-
ein hreindýr koma rásandi að
vestan, þvert á „slóð“ okkar. Og
ér fremsta dýrið lrom á hanaj
hrökk það við, þefaði lengi og
vandlega að „förunum‘‘ — alveg
eins og kundur — og varð sýni-
lega órólegt, hljóp síðan nokkur
skref áfra.m, en þó eigi langt, þar
eð hin dýrin voru á eftir. — Á
sama hátt höguðu sjer öll liin dýr-
in, þefuðu lengi og vandlega að
hestaförunum og hlupu svo af
t>tað. Og er rannsókninni var lok-
ið, brokkuðu þau öll hratt yfir
leytið og hurfu. Ekki virtust dýr-
in verða vör okkar fjelaga, og
vorum við þó ekki ýkja langt
undan.
Menn virðast éinnig alment
mjög ófróðir um útbreiðslu hrein-
, dýra hjer á landi. Hitt hefi jeg
t. d. mann fyrir, sem fullyrti, að
margt hreindýra væri á vissum
heiðúm á Vestfjörðum og Strönd-
/um. En þangað hafa hreindýr alls
eigi komið. Og í barnaskólum
Reykjavíkur mun hafa verið kent,
,til skamms tíma, að hreindýr væru
um 3000 hjer á landi. — Betur
að satt væri!
IV.
Hreindýrarækt
á íslandi.
Hátt á aðra öld höfum vjer Is-
jendiugar vanrækt, þann litla hrein
dýrastofn, er eitt sinn var hing-
að fluttur landsmönnum til hags-
muna. Vjer höfum ofsótt hann
eftir bestu get.u, jafnóðum og dýr-
unum hefir fjölgað. Og er nú
þanhig komið, að hreindýr „fyrir-
fimiast ekki“ hjer á landi nema
hin litla hjörð á Vestur-Öræfum.
Það væri því sorglega hlálegt,
væri nú farið að stofna til hrein-
dýraræktar hjer á landi á þann
hátt, er bráðlega myndi enda með
algérðri tortímingu þessarar litlu
hjarðar, sem enn er við lýði. En
það yrði gért með almennu leyfi
tií að „veiða hreinkálfa til eldis“-
Verður það leyfi vonandi aldrei
gefið.
Aunars hefir reynst illkleift að
vekja landsmenn til alvarlegrar
umhugsunar um þá búbót, sem
hreindýrarækt hefði getað orðið ís-
lenskum bændum, og þá eigi síst
á hinum síðari og verstu árum,
er allskyns sauðfjárpest hefir
höggvið ískyggilegt skarð í bú-
stofn bænda og vofir enn yfir.
í tilefni af fjölmemmm fundi
bænda og stjórnai’valda, er hald-
inn var í Borgarnesi sumarið
1937, þar sem rætt var um varnir
og ráðstafanir gegn mæðiveikinni,
skrifaði jeg stutta grein í „Mbl.“
(19. ág. ’37). — Á fundi þessum
hafði efidurtekið sið hið furðulega
fyrirbrigði, að menn virtust eigi
sjá nein önnur úrræði nærtækari
til viðreisnar hag bænda en að
hvetja þá ti'l loðdýraræktar. Hefir
mjer satt að segja blöskrað blindni
jri anna og áb.yrgðarleysi í þeim-
málum (loðdýraræktinni) ýhjer er
aðeins átt við loðdýrarækt bænda
„í viðreisnarskyni“) frá upphafi,
þótt jeg hafi látið kyrt liggja að
mestu af vissum ástæðum. — Er
svo að sjá, sem fjöldi manna og
þar á meðal bændur hafi eigi rek-
ið augmi í aðra búbót álitlegri á.
síðari árum. í skarð sauðfjárins
hafa komið: refir, merðir („mink-
ar“), rottur, kanínur og fjölbreytt
ur fjenaður af ýmsu tagi. Síðan
hafa úlfahundar bæst við í hóp-
inn. Sennilegt er, að loðdýrafár
þetta endi með hvítabjörnum og
heimskautaúlfum. Mætti þá fóðra
þá á pestarfjenu. — Hagnaðinn
af nýtískubúskap þessum ætti
reynslan þegar að hafa kent
bændum. En það virðst taka ótrú-
lega langan tíma. — Ojam og
jæja. Menn verða fyrst blindir á
augurmni. —
í framannefndri Morgunblaðs-
grein minni var ýmislegur fróð-
leikur, sem hefði mátt ætla, að
i'Jla staddir bændur hefðu a. ni. k.
veitt ofurlitla athygli. En ekki
hefir þess orðið vart, svo að jeg
viti. Drap jeg þar í stuttu máli á
hreindýrarækt og sinnuleysi lands-
manna í þeim efnum, enda var
greinin um : Sauðfjárpestina borg-
firsku og hremdýrarækt í Borg-
arfirði. — Þar segir m. a. á þessa
leið:
„— — — Mjer dettur ósjálf-
rátt í hug, hvort eigi myndi ver-
ið hafa bjartari himinn yfir hug-
um margra Borgfirðifiga í dag,
hefðu Kalmanstungubræður feng-
ið leyfi það og styrk ,til hrein-
dýraræktar, sem þeir sóttu um
þrásinnis árin 1927—1929. Hefði
stjórn vor og Alþingi veitt því
merkilega máli tilhlýðilega at-
hyglj og skilning, myndi nú í of-
anverðum Borgarfirði og nærliggj
andi afrjettum vera allstór hrein-
dýrahjörð, 2000—3000 dýr (nú:
alt að 5000 dýr), með stór-aukn-
ingu árlega, auk þeirra 1000—1200
haustkálfa, sem slátrað hefði verið
þessi 10, ár, sem síðan eru liðin —“
Þessi orð mín eiga enn við, og
eigi -síður en þá. En nú er því
miður erfiðara um vik um alt það,
er að hreindýrarækt lýtur, en á
þeim árum, er þessu máli var
hreyft 'langtímum saman, 1923—
1937. Og alls eru nú um 40 ár,
síðan farið var að hreyfa þessu
máli hjer heima
Helgi Valtýsson.
Vyrslu árln
FRAMH. AF FJÓRÐU BÍBU.
niminu, sem snýr öðruvísi en öll
hin rúmin í baðstofunni, með
gamla púffinu, er geymir minjar
og helgidóma gömlu ömmu, svo
•helga dóma„ að spurningarnar um
þá þagna á vörum forvitins
drengs.
Þá er frásögnin um samband
þeirra vinanna, gamla blinda
mannsins og litla drengsins hug-
næm, þar sem báðir gefa og þiggja
á víxl.
Jeg vildi vona, að þessi ungi
höfundur ætti eftir að senda frá
sjer framhald með sögu unglings-
áranna og að af mætti ljetta á
einhvern hátt þeim dapurleik og
óvissu, sem óneitafilega er yfir
endir frásagnarinnar.