Morgunblaðið - 17.08.1940, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 17. ágúst 1940.
Þjóðverjar (ilkyntu
tyrirfra
I I
Loffárás
áLondon
Ógurlegt tfón §egja
Þjóðverjar, eo Bret-
ar gera litið úr
Loftorusturnar
um England
halda áfram
FYRSTA LOFTÁRÁSIN, sem gerð er á London
í styrjöldinni milli Breta og Þjóðverja, var
gerð í gærdag. Enn sem komið er er ekki hægt
að gera sjer grein fyrir að fullu um tjón af loftárásinni,
því það er langt frá að ófriðaraðiljum beri saman um það.
Þjóðverjar telja tjónið af loftárásinni geysimikið og
víðtækt. Eldar hafi komið upp beggja megin Thamesár-
innar, og eftir því sem leið á árásina hafi reykjar-
mökkurinn þyknað yfir borginni. Þá telja Þjóðverjar sig
hafa eyðilagt hafnarmannvirki og hergagnageymslur, olíu
stöðvar og flugvelli. Víða hefðu sjest stórir sprengju-
gýgir.
Loftárásin á London vakti mikla athygli um allan heim í
gær, vegna þess, hve hún var auglýst vel fyrírfram.
Klukkan 61/} í gærkvöldi var tilkynt yfir allar þýsk-
ar útvarpsstöðvar á ensku, að þýskar flugsveitir væru í
þann veginn að leggja af stað í leiðangur til London, til
að gera árásir á hernaðarlega mikilvæga staði í borginni.
í tilkynningunni var frá því sagt, að þýski flugherinn ætl-
aði að sýna, að enginn máttur í heiminum gæti aftrað honum
frá því að gera loftárás á hvaða stað sem væri í höfuðborginni.
FLUGSVEITIN NÁLGAST LONDON.
Skömmu síðar var á ný tilkynt, að hinar þýsku flugsveitir
væru nú komnar yfir Ermarsund og fyrsta þýska orustuflug-
vjelin væri nú í þann veginn að koma til ákvörðunarstaðarins
í London.
Þýskar útvarpsstöðvar voru svo við og við að tilkynna
frjettir frá þessum einstaka flugleiðangri, sem tilkyntur hafði
verið fyrirfram.
Utanrfkismála-
stefna Svfa
verður óbreytt
Hlutleysið aðalat-
riðið segir Giinther
Qíinther, utanríkismálaráð-
herra Svía, flutti ræðu í
Ríkisþinginu í gær og gerði
grein fyrir stefnu sænsku stjórn
arinnar í utanríkismálum.
Ráðherrann sagði, að stefna
Sýía í utanríkismálum yrði að
miestu óbreytt í náinni framtíð
og að stjórnin myndi eins og
hingað til leggja aðaláhersluna
á að varðveita hlutleysi lands-
ins til hins ítrasta.
Allir stjórnmálaflokkar lands
ins virtust vera einhuga um þá
stefííu, sem fylgt hefði verið.
Svíar hefðu haldið vináttu við
öll ríki.
Enginn vissi að vísu hvað
framtíðin bæri í skauti sjer, en
það væri óhætt að segja að nú
væru engin sjerstök vandamál
á döfinni, sem væru líklega til
þess að koma landinu eða
sjálfstæði þess í hættu.
Giinther ræddi um herflutn-
inga Þjóðverja yfir Svíþjóð. —
Hingað til hefði ekki komið til
þess„ að Þjóðverjar færu fram
á að flytja hergögn yfir sænskt
land, en hermannaflutningar
hefðu átt sjer stað samkvæmt
samningum.
ÞJÓÐABAN DALAGIÐ
DAUTT
Ráðherrann vjek að Þjóða-
bandalaginu og kvað þá stofnun
í raun og veru hafa lagst nið-
ur. Svíar hefðu ekki greitt lð-
gjöld sín til Þjóðabandalagsins
upp á síðkastið, en ekki hefði
verið tekin nein ákvörðun um
hvort Svíþjóð segði sig úr
Þjóðabandalaginu formlega.
Samningar, sagði ráðherrann
fara nú fram um að flytja heim
Svía, sem búsettir hafa ver(ð í
Lettlandi og eru þegar um 100
Svíar komnir heim. Það þarf
að sjá þessu fólki fyrir atvinnu
og lífsviðurværi.
Öflun nýrra
markaða.
Sænska stjórnin myndi gera
sitt 'ítrasta til þess að vinna
nýja markaði fyrir franáleiðslu
landsins í stað þeiirra, sem tap-
aðir væru. Yerslunarsendinefnd
væri np stödd í Moskva og benti
alt tíl að samningar gengju þar
vel.
Svíum væri nauðsynlegt að
reyna að halda framleiðslunni í
horfinu og alt benti til þess, að
það myndi takast.
Ný „sókn“
á Tyrki
Sendiherra Þjóðverja í An-
kara í Tyrklandi, von Pap-
en, átti í gær tal við forseta
Tyrklands í hálfa klukkustund
og einnig ræddi hann við utan-
ríkismálaráðherrann í klukku-
stund.
Sendiherra Tyrkja í Moskva,
er á leiðinni til Ankara, til að
ræða við stjórnina. /
Talið er að Þjóðverjar og
Rússar hafi hafið nýja „sókn“
á tyrknesku' stjórnina til að fá
hana til að snúa baki við Bret-
um.
von Papen var það, sem
kunnugt er, sem undirbjó inn-
limun Austurríkis í þýska ríkið
og sem undirbjósamningaRússa
og Þjóðverja í fyrrasumar.
Þegar fyrsta flugsveitin kom
heim, var tilkýnt að hún hefði
lokið hlutverki sínu. Þessi flug-
sveit hefði skotið niður 19 ensk-
ar flugvjelar, en sjálf mist sex.
LOFTORUSTUR
YFIR LONDON
Enskar flugvjelar rjeðust til
bardaga við hinar þýsku árás-
arflugvjelar, og í þýskum fregn-
um var sagt, að loftið hefði
verið svart yfir London af „Spit-
fire“ og „Hurricane“-orustuflug
vjelum Breta, en þýsku flug-
vjelarnar hefðu þrátt fyrir það
varpað niður spréngjum sínum
samkvæmt fyrirfram gerðri á-i
ætlun.
Bretar gera frekar lítið úr
loftárásinni á London.
\ opinberri breskri tilkynn-,
ingu er frá því sagt, að þýskar
flugvjelar hefðu tvívegis gert
tilraun til árása á' höfuðborg-
ina. I fyrra skiftið hefðu flug-
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU
Kort af Englandi, sem sýnir
helstu borgir landsins, sem
þýskar flugvjelar sækjast
eftir að gera árásir á.
Arás á 4
grísk skip:
Tveím sökt
Sprengjuflugvjelar gerðu í
gærmorgun árás á 2 gríska
tundurspilla, sem voru á leið
til eyjarinnar Tinos í Eyjahafi,
þar sem gríska beitiskipinu var
sökt.
Grikkir segja að litlar skemd-
ir hafi orðið á tundurspillunum.
Ekki er vitað með vissu hverr-
ar þjóðar flugvjelarnar voru,
sem gerðu árás á tundúrspill-
ana, en foringjar á grísku skip-
unum þykjast þess fullviss, að
þær hafi verið ítalskar.
Opinberlega er mótmælt í It-
alíu að það hafi verið ítalskur
kafbátur, sem sökti gríska beiti-
skipinu „Hella“. Segir ítalska
stjórnin að enginn ítalskur kaf-
bátur hafi verið á þessum slóð-
um er árásin var gerð.
TVEIM GRÍSKUM
FLUTNINGASKIPUM
SÖKT.
Frjettir bárust um það frá
Ameríku í gærkvöldi, að tveim-
ur verslunarskipum grískum
hafi verið sökt með tundur-
skeytum frá kafbáti á Atlants-
hafi. '
Skipin voru á leið frá Suður-
Ameríku til Afríku.
Á öðru skipinu, Thites, sem
var 4 þúsund smálestir að stærð,
rórust níu menn.
Breska stjórnin hefir sent
grísku stjórninni samúðarskeyti
út af atburðinum í höfninni í
Tinos, er gríska beitiskipjnu
var sökt.
Demantamiðstöð
heimsins er tlutt
til Englands
Demantakaupmenn og de-
mantasjerfræðingar björg
uðu flestir sjálfum sjer og eig-
um sínum til Englands, er Þjóð-
verjar gerðu innrásina í Niður-
lönd, en demantamiðstöð heims-
! ins var í Antwerpen, þar sem
talið var að 20.000 manns hefðu
atvinnu af demantasölu og de-
mantaslípun.
Ákveðið hefir nú verið að
flytja demantaiðnaðinn og de-
tnantaverslunarmiðstöð heimsins
til Englands, eftir því sem
Lundúnafrjettir herma.
Hefir þegar verið reist fyrsta
íemantaslípunarverksmiðjan í
Birmingham á Englandi, en í
ráði er að koma upp 9 verk-
srrjðjum í viðbót til að vinna
að demantaslípun.
Sjerfræðingar á sviði de-
mentaiðnaðarins eru nægjan-
lega margir meðal flóttamanna
í Englandi til að vinna að þess-
um iðnaði.
Undanfarið hefir verið unn-
ið að því að smíða vjelar til
iðnaðarins í Englandi og er það
verk nú langt komið.
Roosevelt ræðir
við Breta um
varnir Panama-
skurðarins
Roosevelt Bandaríkjaforseti
ræddi á fundi, sem hann
hjelt með blaðamönnum um
tvær ráðstafanir, sem hann væri
að gera til að treysta landvarn-
ir Bandaríkjanna.
1) Forsetinn sagði, að um-
ræður færu nú fram milli Banda
ríkjastjórnar og bresku stjórn-
arinnar pm varnir Panamaskurð
arins, ef til hernaðarlegra árása
kæmi á þetta mannvirki.
2) Bandaríkjastjórn hefir í
hvggju að ræða við stjórn Kan-
ada um landvarnir Norður-Ame
ríku.
Forsetinn bað blaðamennina
um að blanda þessum málum
ekki saman við orðróm, sem
gengið hefði um það, að Bretar
vildu skifta á eyjum, sem þeir
eiga í Ámeríku og gömlum
tundurspillum úr ameríska flot-
anum. Þessi orðrómur hefði
ekki við neitt að styðjast.
FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU