Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 3
L
Föstudagur 6. sept. 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
Aflakóngurinn með 27.443
mál eftir 53 daga úthald
Allar fasteignir
og vjelar verða
stríðsvátrygðar
--- ef til kemur
Samtal við Olaf Thors
STRÍÐSTRYGGING fasteigna er eitt af þeim
málum, sem ríkisstjórnin hefir haft til með-
ferðar í sumar og rækilegrar athugunar. Er
undirbúningur þess máls nú kominn það langt, að frum-
varp er samið, er áreiðanlega mun verða fylgt í öllum
meginatriðum við lagaseting um vátrygging þessa.
1 samtali er blaðið átti í gær við Ólaf Thors atvinnumála-
ráðherra skýrði hann frá meginþáttum málsins.
Það var í maímánuði að Ás-
geir Þorsteinsson, forstjóri Sam-
tryggingarinnar vakti máls á
því við ráðuneytið, sagði hann,
að nauðsyn bæri til að athuga
möguleika og leiðir til þess að
koma hjer á almennum stríðs-
tryggingum.
Ríkisstjórnin fór fram á það.
við hann og Brynjólf Stefáns-
son forstjóra Sjóvátryggingar-
fjelagsins að þeir tækju að sjer
undirbúning málsins, og semdu
frumdrög að lagafrumvarpi, þar
sem stuðst væri við erlenda
reynslu eða fordæmi með hlið-
sjón af íslenskum staðháttum
Eftir að ríkisstjórnin hafði
síðan athugað málið á nokkrum
fundum, fól hún Ásgeir Þor-
steinsyni ásamt þeim Jóni Blön-
dal og Guðm. Guðmundssyni
fulltrúa í Sjóvátryggingarfje-
laginu að gera uppkast að lög-
um uip þessar vátryggingar. Þá
hindruðu veikindaforföll Brynj-
ólfs Stefánssonar að vinna að
málinu. Eftir að frumvarpið var
samið, hefir ríkisstjórnin enn
rætt málið ítarlega, og er undir-
búningi nú að mestu lokið.
Hvernig verða tryggingar
þessar í aðalatriðum?
Þær eru hugsaðar sem skyldu
trygging á öllum fasteignum og
mannvirkjum svo og á vjelum
og tækjum sem nokkuð kveður
að, og eiga að tryggja mönnum
skaðabætur fyrir stríðstjón sem
þeir kunna að verða fyrir á þess
um eignum sínum, er ekki fæst
bætt á öðrum vettvangi.
— Svo þetta kemur ekki til
greina á neinn hátt í sambandi
við þær skemdir, spjöll eða ó
hagræði, sem menn kunna að
verða hjer íyrir vegna hjer-
veru breska setuliðsins.
— Nei. Bretar hafa, sem
kunnugt er heitið því, að bæta
alt það tjón sem þeir orsaka
beinlínis.
—Hvaðan eru erlendar fyr-
irmyndir um slíkar skyldutrygg
ingar?
— Svíar hafa komið slíkum
tryggingum á hjá sjer, og eins
Finnar, til þess að bæta, eða
máske er rjettara sagt, jafna
niður, því tjóni, sem þeir urðu
fyrir í styrjöldinni í vetur.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Úrslitakappleik-
ur milli Vals
og Vfkings
Amorgun (laugardag) klukkan
5y2 ætla Valur og Víkingur
(meistaraflokkúr) að keppa til
úrslita.
Eins og menn muna lauk úr-
slitaleik íslandsmótsins, milli Vals
og Víkings, með jafntefli 1:1. Þau
úrslit nægðu fyrir Val til að vinna
mótið og nafnbótina besta knatt-
spyrnufjelag íslands 1940, vegna
þess að Víkingur hafði gert jafn-
tefli við Fram.
Valsmenn munu mæta með al-
veg sama lið og á úrslitaleik ís-
landsmótsins. Þeir eru langt frá
því ánægðir með þau úrslit sem
þá urðu og kenna því um að þeir
hafi verið illa „upplagðir“. En nú
lofa þeir bæjarbúum að þeir skuli
fá að sjá annan leik frá Vals
bálfu. Víkingsliðið verður sterk-
ara en síðast. Haukur mun senni-
lega verða með núna, en hann
var meiddur á úrslitaleiknum.
Ef leikurinn endar með jafn-
tefli, eftir venjulegan leiktíma,
verður framlengt meðan birta leyf
ir, og þá um hálftíma í einu, þar
til hrein úrslit fást.
Að leiknum loknum munu sig-
urvegararnir haldi hinum kaffi-
samsæti, sem einskonar sárabætur.
Þegar veiðin var
sýnd - en ekki gefin
Samtal við Snæbjðrn Ólafssoo skipstjóra
- ♦ V
ÞAÐ er „Tryggvi gamli“, togari Alliance-f jelags-
ins, sem er aflahæsta skipið á síldveiðunum
að þessu sinni og aflakóngurinn er Snæbjörn
Ólafsson skipstjóri. Hefir hann haft þann titil fyr bæði
við þorsk- og síldveiðar.
Úthaldið hjá Tryggva gamla á síldinni voru 53 dagar.
Hann fór frá Reykjavík 13. júlí og kom hingað 3. sept.
En af þessum 53 dögum fóru ca. 4 dagar í losun og 11 dag-
ar í bið.
Heildarafli skipsins var 27.443 mál og tunnur. Miðað við
það verð, sem greitt var fyrir fersksíldina, nemur verðmæti
aflans um 312 þús. krónum.
Lágmarks hlutur háseta á „Tryggva gamla‘‘ yfir síldvöiði-
tímann var um 2350 kr.
Hásetar á togurum við síld-
veiðar eru ráðnir upp á fast
kaup og premíu. Aðaltekjur há-
seta er fasta kaupið. Ráðningar
kjörin eru alt önnur á línuveið-
urum. Þegar mikil síldveiði er
og vel gengur, eins og nú átti
sjer stað, verður lilutur háseta
á línuveiðurum mikið hærri en
á togurum. En áhættan er líka
meiri hjá þeim og Ijelegur hlut-
ur, ef illa gengur.
— Hvað getur þú sagt mjer
um síldveiðina í sumar? spurði
jeg Snæbjörn Ólafsson skip-
stjóra í gær.
— Það er ekki mikið um
hana að segja, svarar Snæbjörn,
hægur og rólegur að vanda.
Síldin var óvenju mikil í sumar
og gott við hana að eiga að öllu
leyti. Tíðin var góð, síldin á
mjög stóru svæði og skipin
með fæsta móti á miðunum.
Betra verður ekki kosið.
Snæbjörn Ólafsson.
Breytingar á lög-
reglusamþyktinni
afgreiddar
— Hvar hjelst þú þig aðal-
lega?
— Fyrstu ferðina fór jeg
austur til Langaness, því að í
vor var síldin þar eingöngu. En
sú ferð gekk herfilega hjá okk-
ur. Við höfðum gamla nót, því
að nýjar nætur voru ekki fáan-
legar; við margrifum nótina.
Mistum hvað eftir annað stór
köst. Hjer var okkur vissulega
sýnd veiðin, en ekki gefin.
Svona fór einnig fyrir mörgum
fleiri skipum. Þau rifu — og
mistu alt.
Það er þreytandi og reynir á
taugarnar, þegar svona fer.
Mest af vinnunni fer í að stagla
saman nótina. Og þegar loks er
búið, við mikla þraut, að stagla
saman glompurnar og kastað á
ný fyrir torfu, fer e. t. v. á
sama veg. Alt rifnar — og síld-
in hverfur niður í djúpið.
Við fengum nú senda með
skipi aðra nót, en hún var einn-
ig gömul og rifnaði. Nýja nót
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Abæjarstjórnarfundinum í
gær voru afgreiddar breyt
ingarnar á lögreglusamþyktinni
er voru til 1. umræðu á næstsíð-
asta fundi.
Um umferð út í skip eru á-
kvæðin þessi:
Lögreglustjóra er heimilt að
banna öllum óviðkomandi, sem
eiga ekki brýnt erindi, umferð
út í skip sem liggja í höfninni,
■frá kl. 20—8 á tímabilinu 1.
október til 1. maí, en frá kl.
22—8 á tímabilinu 1. maí til 1.
október.
En um útivist barna var sam-
þykt breytingartillaga frá Sig-
urði Jónassyni svohljóðandi:
Þegar sjerstaklega stendur
á, getur bæjarstjórnin sett til
bráðabirgða strangari reglur
um útivist barna og unglinga
alt að 16 ára .
Til Hjalteyrar komu í gær
Fjölnir með 517 mál, Svinoy 421
og Yöggur 178 mál.
3
Atvinnurekstur
Höjgaard &
Schultz fyrir ut-
an Hitaveituna
Ályktun á bæjar-
stjórnarfundi i gær
Pað hefir vakið talsverða
eftirtekt hjer í bænumt,
að verkfræðingafirmað Höj-
gaard og Schultz hefir upp
á síðkastið tekið að sjer ýms
önnur verk til framkvæmda
hjer, en Hitaveituna. Múr-
ara- og bywingameistarar,
sem lítið hafa haft að gera,
vegna þess hve lítið er hjer
bygt, hafa, sem eðlilegt er,
einkum haft orð á þessu.
Á bæjarstjórnarfundi í gær
vakti Guðmundur Eiríksson máls
á þessu, og bar fram svohljóðandi
fundarályktUn, er samþykt var
með samhljóða atkvæðum:
Bæjarstjórn Reykjavíkur telur
óheppilegt að firmað Höjgaard og
Sehultz A/S Khöfn, sem hjér hef-
ir haft verkfræðinga frá því !á
síðastliðnu sumri yið framkvæmd
Hitaveitu Reykjavíkur, gangi inn
á verksvið íslenskra bygginga-
meistara með því að taka að sjer
húsbyggingar og aðrar verklegar
framkvæmdir í Reykjavík og ná-
grenni og felur borgarstjóra að
koma þessu áliti til rjetts hlutað-
eiganda.
Guðmundur komst að orði á
þessa leið:
Það hefir valdið talsvert mikilli
óánægju, einkum meðal bygginga-
manna, að verkfræðingafirmað
hefir tekið að sjer störf utan við
Hitaveituna. Fyrst var það bygg-
ing Tjarnarbrúarinnar. En það
þótti í sjálfu sjer ekki sjerlega
athugavert vegna þess að brúna
þurfti að byggja í sambandi við
Hitaveituna.
Næst tók firmað að sjer steýpu-
vinnu fyrir Breta, því næst áð
steypa þrær og göturennur fyrir
Landsímann. Og nýlega voru þeir
bjóðendur í byggingu, sem reisa
á fyrir Hamar, þó íslenskur mað-
ur hafi fengið það verk.
Hjer hefir verið þröngt um að
fá innflutning á byggingarefni. En
þetta firma hefir að sjálfsögðu
fengið óhindrað innflutning á öllu
því, sem ætla mætti að þyrfti til
Hitaveitunnar. Ef nú firmað getur
notað það efni í önnur verk, jeg
fullyrði ekki að svo sje, þá tel
jeg aðstöðu þess ójafna við bæj-
armenn.
Jeg efast ekki um, að firmað
hefir jafnan rjett við aðra til
vinnu hjer, samkvæmt jafnrjettis-
ákvæði sambandslaganna. En jeg
tel það alt fyrir það órjettmætt,
að firmað fái hjer sjerrjettinda-
aðstöðu til að keppa við innlenda
byggingamenn við alt önnur verk
en það sem firmað tók hjer að
sjer í upphafi. í
Jeg tek það fram, sagði G. E.
að lokum, að jeg veit ekki hvort
bæjarstjórn getur nokkuð við
þetta ráðið. En mjer þykir lík-
legt, að firmað taki óskir bæjar-
stjórnarinnar til athugunar.