Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ StMtryggingar FRAMH. AP ÞRIÐJU SÍÐU. — Hvernig verður fyrirkomu- lag þessara trygginga? — Þess er þá fyrst að geta, að þær koma ekki til fram- kvæmda, nema hjer verði eitt- hvert ijón af hernaðaraðgerð- um. Iðgjöldin, sem menn verða skyldaðir til að greiða, verða miðuð við brunabótavirðingu. Ekki er, sem eðlilegt er, neitt ákveðið um það, hve iðgjöldin skuli verða há, nje hve þeim skuli dreift á langan tíma, en iðgjöld þau, sem menn verða skyldaðir til að greiða, ef til kemur, mega aldrei verða hserri á ári en 4 af þúsundi pg aldrei hærri í alt, meðan þessi skyldu- trygging stendur, en 4 af hundr- aði af vátryggingarupphæðinni. tJtborganir vátryggingarfjár til þeirra, sem verða fyrir tjóni, koma ekki til greina fyrri en að stríðinu loknu. En verði út- koman sú, að vátryggj endur greiði hærra gjald en þarf til þess að bæta stríðstjón er verða kann, þá verður hverjum einstökum vátryggjanda endur- greidd rjett hlutfallsupphæð af iðgjöldum hans. — Verða iðgjöldin jafn há um alt land? — Landið verður alt eitt tryggingarsvæði, en iðgjöldin verða mismunandi há eftir því hve áhættan er talin mikil í hverjum stað. — En ef tjónið, sem lands- 'ttienn verða fyrir, fer langt fram úr því, sem iðgjöldin hrökkva til? —Þá er ætlast til, að bóta- fje verði greitt af almannafje, eftir því sem fært þykir. En þó t. d. að iðgjöldin sem greidd eru á einu ári hrökkvi skamt til þess að bæta mönnum tjón er þeir verða fyrir ,þá geta þeir fengið það að fullu bætt áður en lýkur. Árið, sem tjónið skellur á, má ekki taka nema 4 %e af vátrygg- ingarupphæðinni í iðgjöld. En lögin mæla svo fyrir, að 4% megi taka í alt af vátryggingar upphæð fasteigna hjá þeim sem vátryggja, þ. e. að iðgjalda- greiðslur mega halda áfram í 10 ár. Fyrir vjelatryggingarnar er það svo, að þar má árgjaldið vera 5%« og heildarupphæðin sem greidd verður 5% af vá- tryggingarupphæðinni. En allar vjelar og tæki skal tryggja, þar sem þau eru á einum stað verð- mætari en 2000 krónur. Bridgebókin, fyrsta bókin á ís- lensku um kontraktbridge, kemur á bókamarkarinn í dag. Bókin er eftir frá Kristínu Norðmann, sem fengist hefir við bridgekenslu hjer í bænnm nú um nokkurt skeið. I eftitmála bókarinnar segir frú Kristín: „Culbertsons-kerfið, sem bókin er bygð á, er svo umfangs- mik$5, að ókleift er að gera því full | skil í lítilli bók. (Bókin er 48 síður). Jeg hefi hinsvegar leit- ast við að skýra sem best frá því, sem mjer finst mestu máli skifta og liefi jeg í því efni stuðst við reynslu þá, sem jeg hefi fengið við bridgekenslu“. EF LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI — — ÞÁ HVER? Kaupsýslumaðurinn dr. Benedikt S. Þorarinsson Enda þótt kaupsýsla dr. Bene- dikts S. Þórarinssonar væri ekki sá þáttur í ævistarfi hans, sem lengst mun halda nafni hans á lofti, var hann samt engu að síð- ur allmerkur kaupsýslumaður og efnaðist vel á þeirri atvinnugrein. Slíkt var eðlileg afleiðing þess, hve mentaður, hagsýnn og skap- fastur maður hann var. Veruleg- um hluta af þeim gróða, er kaup- sýslan færði dr. Benedikt, varði hann til bókakaupa, og á þann hátt varð til hið mikla og gagh- merka bókasafn, sem halin ráð- stafaði þannig, að það mun varð- veita nafn hans á komandi öld- um í sambandi við íslenskar fræði- iðkanir í æðstu mentastofmjn þjóðar vorrar. Er gott til þess að vita, að dr. Benedikt skyldi vera uppi á þeim tíma, er enn var unt að safna nokkru fje til skynsam- legra framkvæmda hjer á landi og að eigur hans voru ekki reytL ar af honum af hálfu þess opin- bera.' Dr. Ben. S. Þórarinsson stofnaði verslun hjer í Reykjavík nokkru fyrir síðustu aldamót. Var hanú þá rúmlega þrítugur að aldrl. Þessa verslun rak hann síðan um alllangt skeið. En sakir þess að hin skipulögðu afskifti þess opin- bera af öllum einkarekstri hjer á landi, voru honum mjög ógeðfeld, hætti hann um tíma að versla qg sinti þá eingöngu hugðarefnum sínum, bókasöfnun og fræði- mensku. Slíkt var hinni bók- hneigðu, íslensku þjóð mikil gæfa. Þegar dr. Benedikt hóf versþun hjer í bæ, var Reykjavík enn hálf gert þorp og innlend verslun á miklu gelgjuskeiði. Kaupmena vorir litu þá hver annan horri- auga, og stjettarsamtök þeirra voru gersamlega óþekt fyrirbrigði. Það var ekki fyr en um síðustu aldamót, að íslenskum kaupmönn- um tók að skiljast, að nauðsyn- legt væri, að þeir stofnuðu með sjer fjelagsskap, þar sem þeir gætu rætt sameiginleg áhugamál sín. Vafalaust«hefir dr. Benedikt staðið framarlega í flokki þeirra, er unnu að því að sameina hina dreifðu og sundurleitu krafta kaupsýslumanna vorra. Á Jójis- messudag árið 1899 var stofnað hjer Kaupmannafjelag Reykja- víkur, og var Jes Zimsen fyrsti formaður þess. Nokkru síðar vár dr. Benedikt kosinn í stjóm þessá fjelags. Störf fjelagsins voru nokkuð á reiki, og varði það fyrstu áriu miklum tíma til þess að ræða um verðlag í búðum, aðallega á nauð- synjavörum. Virtist ganga all- erfiðlega að ná samkomulagi um þetta atriði og því erfiðara reynd ist að fá menn til að fylgja sett- um reglum í þéim efnum. Til stór- mála má vitanlega telja, er fje- lagið festi nokkru eftir aldamót kaup á blaðinu „Reykjavík“, sem áður var auglýsingablað, en nú var gert að málgagni verslunar- stjettarinnar. Er það sennilega fyrsta málgagn þeirrar stjettar hjer á landi. Mun dr. Benedikt ásamt ritstjóra . blaðsins, Jóni Ólafssyni, hafa verið einn helsti stuðningsmaður blaðsins og vár slíkt mjög að vonum. Slík starf- semi mun hafa átt.betur við hann en að sitja á fundum og þjarka um það, hvort selja ætti sykur- pundið 1—2 aurum dýrara eða ó- dýrara. Því miður er fyrsta gjörðabók Kaupmannafjelags Reykjavíkur nú glötuð. Mun hún hafa brunnið í stórbrunanum hjer í bæ árið 1915. Er því talsverðum vand- kvæðum bundið að kynnast störf- um fjelagsins fyrstu árin. Kunn- Ugir segja, að ýmsar af fyrstu fundargerðum fjelagsins hafi ver- ið næsta broslegar, og hafi þær borið vott um, að oft hafi verið ajlróstusamt á fundum. Mun ekki vera laust við, að dr. Benedikt hafi átt nokkum þátt í, að svo var. Hann var maður einbeittur Og gagnrýninn og erfiður andstæð ingum sínum sakir meðfæddra hæfileika og víðtækrar mentun- ar. Átti hann og örðugt með að láta hlut sinn fyrir öðrum. En hann var víðsýnn maður eins og sjá má af mörgum tillögum hans. Hann vildi efla Kaupmannafje- lugið svo, að það yrði stjettarfje- lag allra íslenskra kaupmanna þjer á landi. Hafði hann á einum af fundum fjelagsins framsögu í þessu merka nýmæli sínu og samdi, samkvæmt einróma ósk fundarmanna, brjef til kaup- manna úti um land í því skyni, að safna þeim inn fyrir vjebönd fjelagsins. En því miður náði þetta merka nýmæli ekki fram að ganga fyr en rúmlega 10 árum seinna, er Verslunarráð íslands var stofnað. Við andlát dr. Benedikts S. Þórarinssonar mun íslenskum kaupsýslumönnum Ijúft að minn- ast giftudrjúgra tillagna hans á ýmsum stórmálum stjettarinnar, svo sem gjaldeyrismálum og skattamálum auk afskifta hans af blaðaútgáfu hennar. Hann var eínn þeirra manna, er lögðu und- irstöðuna að sköpun íslenskrar verslunarstjettar um það leyti sem yerslun hjer á landi var í þann veginn að færast á hendur landsmanna sjálfra. Fyrir honum vakti það tvímælalaust, að gera verslunarstjett vora mentaða, víð- sýna og framtakssama. En fyrir það stendur sú stjett vitanlega í þakklætisskuld við þennan trausta og skarpvitra frumherja sinn. P. Þ. J. Gunnarsson. Grænmeti og ber FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. hvernig geyma megi ber og græn- meti sem lengst nýtt, og þá hvern- ig kemisk efni eru notuð til geymslu berja og grænmetis, svo að vítamín þeirra skemmist sem minst, og er þá annaðhvort enginn sykur notaður eða mjög lítill. „Þá hefir jeg‘, segðir Helga, „lagt á- herslu á algengustu rjetti úr ís- lenskum jurtum, bæði hráum og soðnum, fyrst og fremst skarfa- káli, njóla og fjallagrösum". Bókarinnar verður getið nánar síðar. Föstudagur 6. sept. 1940. 180 börn komo til bæjarins í gær Um tíu leytið í gærkvöldi komu til bæjarins tæplega 180 börn, sem dvalið hafa í sum- ar á vegum Rauða Krossins. Hafa þau verið í Þingeyjar- og Húna- vatnssýslum. Þau, sem lengst koma að, koma inst úr Bárðardalnum. Var lagt af stað þaðan snemma morguns í fyrra dag og komið um miðnætti að Reykjum í Hrútafirði. Er þetta löng dagleið, en þrátt fyrir það voru börnin hin hressustu. Mikill fjöldi fólks var samap kominn niður við Mjólkurfjelags-' hús, til að taka á móti1 börnunum. Aflakóngurinn FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. var ekki unt að fá. Leit því svo út um tíma, að við yrðum að hætta við alt og fara heim. En það rættist úr þessu baslí okkar. Við gátum notað það skársta úr báðum þessum gömlu nætum og fengum úr þeim eina sæmilega nót. Úr því gekk alt vel. — Hvar fenguð þið svo ykk- ar aðalveiði? — Eftir 29. júlí komumst við aldrei austur fyrir Skaga. Frá þeim tíma vorum við altaf á vestur hluta veiðisvæðisins og oftast út af Horni. Síldin var yfirleitt djúpt á þessu svæði; kom fremur lítið inn á Húna- flóa og alls ekki eins grunt og oft áður. Það var ágætt að eiga við síldina þarna vestra, köstin stór og jöfn. Síldin var óvenju feit, en mjög misjöfn að stærð. — Hvað tó kveiðiförin skemstan tíma hjá þjer í sum- ar? — Jeg hygg, að það hafi skemst liðið ca. 20 tímar frá því við ljetum úr höfn og þar til við komum inn aftur, með full- fermi. Það kom oft fyrir, að við kæmum inn með fullfermi eftir sólarhrings útivist. — Var síldin farin að minka á miðunum, þegar þú hættir veiðum? — Við hættum, sem kunnugt er vegna þess, að alt var orðið fult hjá verksmiðjunni í Djúpa- vík. En þegar við fórum frá Djúpuvík var óhemjusíld út af Skaga og inn með Skagaströnd- inni. Við tókum tvö köst á heim leiðinni og fengum 921 mál, sem við fengum leyfi til að leggja upp á Patreksfirði. Við fengum þá síld út af Höskulds- stöðum og var þá þar mikið af rauðátu. Jeg hygg, segir Snæbjörn að lokum, að síldin hafi í sumar verið miklu meiri en við sáum, sjómennirnir. Sjórinn hafi verið fullur af síld langt út til hafs. Þannig höfðum við fregnir af síld alla leið vestur að Hala. En veðrið var farið að spill- ast rjett áður en við fórum að norðan, svo að það er ekki víst hvernig framhaldið hefði orðið þótt áfram hefði verið haldið. J. K. Magnús Magiússon - framkvæmdastjúri látino Magnús Magnússon fram- kvæmdastjóri, Ingólfsstræti 8, andaðist s.l. miðvikudag. Fyrir einu ári eða svo kendi Magnús til lasleika og var all- þungt haldinn um skeið. En svo hrestist hann aftur og þá ætlaði hann áð „hrista þetta slen“ úr sjer, en hann var, eins og kunn- ugt er, afburða hraustmenni og fjörið eftir því. Hann fór strax og hann hrestist upp á búgarð sinn í Stíflisdal og ætlaði að sækja þangað nýjan þrótt. En þetta fór á annan veg; veikin ágerðist og varð ekki að gert. Magnús var um langt skeið einn af þektustu og dugmestu athafna- mönnum þessa bæjarfjelags. Skemtikvöld Heimdallar Pað skal tekið fram, að af van- gá fjell úr 6. atriðið í aug- lýsingunni í gær um hina fjöl- breyttu Heimdallar-skemtun ann- að kvöld, en það er að sjálfsögðu dans. Skemtunin hefst kl. 9 og er öll- um ráðlagt að mæta stundvíslega, þar sem að engin borð verða tek- in frá. Skemtiatriðin eru öll hin bestu, enda fyrirsjáanlegt að þátttaka verður mikil. Aðgangur er takmarkaður og mun því rjett að tryggja sjer að- göngumiða kl. 5—7 í dag á af- greiðslu Morgunblaðsins. Menn athugi það sjerstaklega, að aðgöngumiðar verða als ekki seldir við innganginn! Jón frá Laug FRAMH. AF FJÓRÐU SÍÐU. reglunnar. En samstarfinu hefir verið ábótavant. Og orsakir til þess eru skiljanlegar. í lögreglu- liðið hefir verið safnað mönnum úr margskonar stjettum og um- hverfi, og með mismunandi sjón- deildarhring. Hver hefir sína skoðun á hlutunum og vill fara eftir henni. Til þess að vera reglulega góð- ur lögreglumaður, álít jeg að menn þurfi að hafa víðan sjón- deildarhring og mikla lífsreynslu á sem flestum sviðum. Þegar menn koma í lögregluna t. d. beina leið ofan úr sveit, þó ekki sje í stærri bæ en Reykjavík, og fá svo kannske ekki sjerlega miklar leiðbeiningar, þá er ekki nema von, að misbrestur verði á samstarfi mpnna. Persónulega hefi jeg þó yfir engu slíku að kvarta. En jeg hefi líka eins og jeg áður sagði, altaf verið einn af þeim Ijelegri. MX*,X*4IM’t**XM»MX**t***“«*4***X**«H«***'M*H*'MX*ýý I CHOL I | TOILET SOAP |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.