Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1940, Blaðsíða 4
QQS 4 MORGUNBLAÐIÐ Y x, f *Ý 1 2 Úrvals Saltkjöt : ? Y X f ♦> Nokkrar tunnur nýkomnar. í smásölu. Selt Siinar 1G3G & 1834 KjðtbúOin Borg; VhVmWmWmVhWhVmWmVhVWWmVmW. Framkðllun. Kopiering. Stækkanir. Amatördeildin — Vignir Edikssýra í 1/2 og 1/1 ■ flöskum. Viðskifti aukast. Fólk fer að streyma í bæinn. Peningar hafa aldrei verið meiri manna á meðal. Þess vegna hljóta almenn viðskifti að aukast mjög. Fagmenn, kom- ið yður á framæri með smáauglýsingu í Starf- skrá Morgunblaðsins. Hamrið járnið meðan heitt er. STAEFSKEÁIN birtist á sunnudaginn. •" . ===11—11^=1=11-ir^rr in Kartðflur | ágætar, nýar. Lækkað verð. VÍ5IR [ Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. O Ð ot ■:.:=] r=^-n^=n- ' ==iG Var altaf latur að skrifa skýrslur ]ón frá Laug hverfur frá lögreglunni FyRIR nokkrum árum sá jeg Jón frá Laug standa sem lög- regluvörð og verja mönnum inngöngu í fundarhús. Dyrn- ar, sem hann stóð í, voru talsvert breiðar. En hann fylti svo vel út í þær, að enginn hugsaði til þess að gera þar áhlaup. Síðan hefir Jón staðið fyrir mjer sem einn af máttarstólpum götulögreglunnar hjer í Reykjavík. Jeg hitti hann á götu hjer á dögunum og spurði, hvort hann væri að segja skilið við lögreglu- mannsstarfið. Hann kvað já við því. — Jeg ætla að koma mjer upp gróðurhúsum austur við Geysi, og stunda þar garðyrkju við hvera- hita, á þar ofurlítið jarðhitasvæði. — I Geysishverfinu? — Já. — Er það ekki ríkiseign eins og jörðin Laug? — Nei. Jarðhitasvæðið var í óskiftu landi Laugar, Haukadals, Haukadalskots og Bryggju. Þeg- ar Sigurður Greipsson flutti úr Haukadal og bygði íþróttaskól- ann við Geysi, heimtaði hann að hverasvæðinu væri skift. Bróðir minn átti eina jörðina og fjekk nú laugablett, er jeg keypti síðan. -— Hvernig fjell þjer annars lögreglustarfið ? — Jeg hefi verið í lögreglulið- inu í 7 ár. Þetta getur verið nokk- uð þægilegt starf fyrir þá menn, sem hafa ekki löngun til að gera neitt sjerstakt, að skapa sjer sjálfstæða atvinnu eða sökkva sjer niður í eitthvað, sem tekur hug manns. — Vinnutíminn? — Hann er þægilegur. En það versta er, að þurfa að gera mönn- um óþægindi fyrir smámuni. Flest það, sem kemur götulögreglunni við, er eitthvað í þá átt, svona „á leiðinlegu hliðina“, sem maður segir. En jeg geri ráð fyrir, að jeg hafi altaf verið talinn Ijeleg- ur lögregluþjónn. Því jeg skrifaði fáar skýrslur. Mjer fjell altaf best að geta gert út um málin á staðnum, áleit að jeg gerði meira gagn með því að tala við vegfar- endur og leiðbeina þeim, heldur en að skrifa skýrslu til dómara, sem var fjarri því, sem gerðist. T. d. ef menn af vangá skilja eftir bílinn sinn vinstra megin á akbrautinni, ellegar ef krakki spilar á munnhörpu vestur í bæ. — Má ekki spila á munnhörpu? — Ekki óiti á strætum og gatnamótum. Og svo eru við- skiftin við ölvaða menn. Það hef- ir altaf verið venja mín, að gera ekki annað við þá, en að fylgja þeim heim — ef þeir gerðu ekk- ert af sjer, annað en vera drukn- ir. En ait ber þetta að því sama, Jón frá Laug. að jeg hafi verið heldur ónýtur í starfinu. — Hvernig er að vera á nætur- vakt ? — Það má altaf búast við að ýmislegt skringilegt beri fyrir. Mest í sambandi við ölvun og flest af því, sem fyrir ber og eitt- hvað kveður að, má rekja til ein- hverskonar ástamála. Það er vita- skuld ýmislegt, sem lögreglumenn komast að í starfinu, sem þeir að sjálfsögðu eiga að þegja yfir. — En þó eitt og annað komi fyrir ykkur næturverðina, er það þá ekki upp aftur og aftur sama fólkið, sem þið fyrirhittið? — Jú. Það er áreiðanlegt. Og það er bót í máli fyrir okkur. Því altaf er það erfitt fyrir lög- reglumenn að greiða fram úr mál- unum, er inn á heimilin kemur, enda takmarkað, hvað maður má beita sjer þar. Það er ekki gam- anspaug að taka ölvaða húsbænd- ur frá konu og börnum og setja þá í Steininn. En þetta verður maður einstaka sinnum að gera. Og það er eins, þegar gerðar eru skýrslur um afbrot barna og unglinga. Þetta er ekki nærri eins mikið og skýrslurnar sýna. Því jeg get ekki kallað það afbrot, þó þróttmikill strákur sje með fótbolta úti á götu. En ef þetta kemur til kasta lögreglunnar, þá er afbrotið skráð. — Hefir samstarfið innan lög- reglunnar ekki verið gott undan- farin ár? — Það er ekki hægt að tala um slæma samvinnu innan lög- FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Föstudagur 6. sept. 1940. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiMMiiiii Bókmenfír jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii liilllliiilillliiiiilliiíi Bók, sem markar tímamót í ísl. skólasögu Kristinn Ármannsson: Lat- nesk málfræði. Reykjavík. Isafoldarprentsmiðja h.f. 1940. Utgáfa bókar þessarar er að vissu leyti merkisviðburður í íslenskri skólasögu. Alt frá fyrstu tímum skólahalds hjer á landi hefir latnesk tunga verið kend þeim, er æðri mentunar hafa notið. Þótt kynlegt megi virðast, hefir þjóðin samt aldrei eignast fyr en nú með þessari bók Krist- ins kenslubók í latneskri mál- fræði á sinni eigin tungu (að und anskilinni „Kennarabókinni“ svo- nefndu frá 1868, er ekki tók til meðferðar nema beygingafræð- ina). Það er bæði skemtilegt og lýs- ir bjartsýni og stórhug að gefa rit þetta út einmitt nú á vorum tímum, er latínunni hefir aldrei verið jafn þröngur stakkur skor- inn í æðri mentun landsmanna. Það er sannast að segja ekki ó- merkur þáttur í baráttu þjóðar- innar fyrir andlegu sjálfstæði, að semja og gefa út á vorri eigin tungu kenslubækur í þeim fræð- um„ sem áður hafa verið numin eftir erlendum bókum. Ilöfundur getur þess í formála bókarinnar, að hann hafi haft fjölda erlendra kenslubóka tii hliðsjónar við samningu hennar. Ber ritið samt með sjer, að höf- undur hefir yfirleitt farið sínar eigin götur með framsetningu og tekist þar mæta vel að minni hyggju. Skilgreiningar allar eru ljósar og stuttorðar, studdar dæmum, sem flest eru tekin úr þeim ritum latneskrar tungu, er lesin eru í lærdómsdeild menta- skólans. Mikill kostur er það og á bókinni, að auk beygingafræði og setningafræði, er þar að finna skilmerkilega fræðslu um ýms efni önnur, sem nemendum er full nauðsyn að vita nokkur deili á Yil jeg þar nefna t. d. þessa kafla: Samanburð á nokkrum hljóðum í upphafi orða í latínu og íslensku, kaflana um latneska orðmyndun og bragfræði, um helstu skammstafanir, um mál, vog og mynt og rómverskt tíma- tal; ennfremur kaflann um orða- röð og hrvnjandi. í hinum síðast- nefnda (337. gr.) virðist mjer, að vel hefði mátt taka með matap- her, hyperbel og paradoxon. En höfundur getur þess einmitt í for- mála, hversu oft sje örðugt, þeg- ar beinlínis frumatriðum sleppir, að skera úr, hvað taka skuli og hvað ekki. Yirðist höfundi samt yfirleitt hafa vel tekist að ráða fram úr þeim vanda. Eitt er það enn, er bók þessi liefir sjer til ágætis fram yfir flestar eða allar kenslubækur samskonar; í kaflanum um af- brigðilegar sagnir bendir höfund- ur neðanmáls á skyldleika ýmsra orða og orðasambanda í latínu og nýju málunum. Það er einmitt eitt hið nytsamlegasta við nám latínunnar, að hún opnar nem- endum, ef rjett er á haldið, nýja útsýn yfir sögu ýmsra orða, sem orðin eru sameign flestra menn- ingarþjóða. Telst það vissulega með sannri mentan að kunna ein- hver skil á uppruna og frummerk- ingu þessara gömlu og nýju menn- ingarorða. Það var annars ekki ætlun mín að fara að rita hjer neinn fræði- legan ritdóm um hina nýju lat- nesku málfræði Kristins Ármanns- sonar. Jeg vildi aðeins nota þetta tækifæri til að vekja athygli á þessari þörfu bók og þakka höf- undi vandasamt verk, er hann hefir leyst af hendi með mikilli prýði. Ber bókin þess glögg merki, að hún er samin af nákvæmum fræðimanni og reyndum kennara. Utgefandi á og þakkir skildar fyrir ágætan ytri frágang bók- arinnar, sem er fagur vottur þess, live íslenskri bókagerð fer nú örc fram. Jón Gíslason. Helga Sigurðardóttir: Grænmeti og ber alt árið Ný bók eftir Helgu Sigurð- ardóttur er komin í bóka- verslanir. Heitir hún: Grænmeti og ber alt árið — 300 nýir jurta- rjettir. Efni bókarinnar er þannig niðurraðað, að sjálfstæður kafli er um hverja berja- og káltegund; byrjar kaflinn með grein um nær- ingargildi, þroskunartíma og gæða einkenni hverrar jurtar. — Helga segir meðal annars í formálanum: I þessari bók legg jeg aðaláhersl- una á, hvernig geyma megi tii vetrarforða grænmeti, ber og rab- arbara, svo að það missi sem minst af hinum verðmætu efnum sínum. Tilætlunin er, eins og nafn bókar- innar bendir til, að hægt sje að borða þetta allan ársins hring, en ekki aðeins þann stutta tíma, sem jurtirnar eru fáanlegar. — Því- næst koma leiðbeiningar um það, FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Aðeins 3 söludagar eftir í 7. flokki. Happdrællið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.