Morgunblaðið - 14.09.1940, Side 2

Morgunblaðið - 14.09.1940, Side 2
2 . MORGUNBLAÐIÐ Eindregið borið til baka að breska konungsfjðlskyldan sje að tlytja frá London Fimm sprengjum varpað yfir Buckinghamhöllina lengsla loftárásin 11 gerð hef ir verið áLondon PÝSK FLUGVJEL varpaði í gær niður 5 sprengj- um yfir bresku konungshöllina í London og eyðilagði kapellu hallarinnar. Konungshjón- in höfðu leitað hælis í kjallara hallarinnar og sakaði ekki. 1 London er því haldið fram, að árásin á höllina hafi verið gerð af ásettu ráði og að markmið Þjóðverja sje að flæma konunginn frá Londön. Breska upplýsingamálaráðuneytið birti í gær yfirlýsingu, þar sem bornar eru til baka fregnir um að nokkrar ráðagerðir sjeu um, að breska konungshirðin eða breska ríkisstjórnin flytji frá London. Upplýsingamálaráðuneytið skýrir frá því, að Þjóðverjar hafi reynt að breiða út þá fregn, að slíkar ráðagerðir hefðu átt sjer tsað, og að þeir hefðu borið fyrir sig fregn, sem höfð væri eftir frjettaritara Columbia-útvarpsins í London. En það sem. frjettaritari þessi hefði sagt, væri að ráðstafanir hefðu verið gerðar þegar fyrir tveim árum til þess að hægt væri að flytja konungsfjölskylduna frá London með litlum fyrirvara, en hann hefði tekið fram, að hann áliti ekki, að til þessa brottflutn- ings kæmi, að svo stöddu. Ráðstafanir þær, sem hjer um ræðir voru gerðar haustið 1938. þegar útlit var fyrir að stríð skylli á vegna Tjekkó- slóvakíudeilunnar. Árásin á Buckinghamhöllina var gerð í annari árásinni á London í gær, sem stóð í 4 klst. frá kl. 10 um morguninn til kl. É e. h. Er þetta lengsta árásin sem gerð hefir verið að degi til á borgina. Fyr um morguninn hafði ver- ið gerð önnur árás, sem stóð í klukkustund. . Sjónarvottur skýrir svo frá, að tveggja hreyfla flugvjel hafi alt í einu stungið .sjer niður úr skýjaþykninu og stefnt beint á höllina. Hann hefði stöðvað hreyflana er hann var yfir höllinrii, slept sprengjunum og síðan sett hreyflana aftur í gang, og horfið inn í skýja- þyknið. Telur þessi sjónarvott- ur engan vafa á því, að árásin hafi verið gerð af ásettu ráði. 'Als komu niður 5 sprengjur hjá höllinni. Ein þeirra eyði- lagði kapelluna, en í þessari kapellu hafa m. a. báðar dæt- ur konungs verið skírðar; tyær komu niður innan fer- hyrningsins sem hallarhúsin mynda, og tvær komu niður milli Victoria-minnismerkisins og hallarhliðsins. Allar rúður brotnuðu á suður- hlið hallarinnar. sem snýr inn að ferhyrningnum. Þrír menn særðust, sem, voru að störfum nálægt kapellunni. Konungur og drotning, sem höfðu verið í loftvarnaskýli í kjallara hallarinnar, fóru þegar merkið var gefið um að hættan væri Iiðin hjá, að skoða skemdiru- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hestvagnar í stað bíla í Khöfn I Kaupmannahöfn eru hestvagn- ar nú að koma á göturnar og eiga þeir a. m. k. að nokkru leyti að koma í stað leigubíla. Það var ákveðið í gær (segir í fregn frá Khöfn), að 25 hestvagnar skyldu teknir í notkun, til að annasi fólksflutninga í borginni, einkum að næturlagi. Lítill vafi er talinn á því, að hestvögnunum fjölgi ört. í síðustu styrjöld voru strax á fyrsta árinu teknir í notkun 25 fólksflutningahestvagnar, en á næsta ári voru þessir ljettavagn- ar orðnir 234. Hjer er um að ræða bensín- sparnaðarráðstöfun. Michael sækir móður sína Portúgalska stjórnin hefir leyft Karol, fyr\. Rúmeníu- konungi og fvlgdariiði hans að setjast. að í Portúgal. í gærmhfgun fóru Michael kon- ungur og Antonescu hershiifðingi af stað frá Bukarest áleiðis til landamæra, Jugoslafíu til að taka á móti Helenu drotningu, móður Michaels. Helena hefir dvalið í Trieste í Ítalíu. Liðssam- dráttur Itala í Líbyu Itilkynningu bresku herstjórn- arinnar í Kairo í gærkvöldi er skýrt frá því, að ítalir haldi á- fram að draga saman mikið lið í Libyu á landamærum Egyfta- lands. I tilkynningunni segir, að lítið hafi verið um hernaðaraðgerðir í lofti í gær. \ Loftárðsir i her- flutningateiOir Þjððverja Breskar flugvjelar gerðu í fyrrakvöld loftárásir á vöru- geymslur og járnbrautarskifti- stöðvar í Vestur-Þýskalandi, sem þýski innrásarherinn verður að fara um á leið sinni til hafnar- borganna á vesturströnd Frakk- lands (segir í tilkynningu breska flugmálaráðuneytisins í gær- kvöldi). Loftárás var gerð á hinar frægu vörugeyinslur í Ham, Emmerich og á járnbraútarskiftistöðina í Osna- brúek. Einnig var gcrð loftárás á járnbrautarstöðina í Brússel, sem ei mikilvæg miðstöð í herflutning- um Þjóðverja. Arás var einnig gerð á Essen, þar sem Kruppsverksmiðjurnar eru, og á Emden. Ein bresk flugvjetadeild gerði árás á Vlissingen. Flugmálaráðu- neytið segir, að flugvjelarnar hafi orðið að fljúga í gegnum mikið skýjaþykni og einn flugmaðurinn tók eftir því, að ísing settist á vængina. , I Vlissingen feugu ftugvjelarn- ar heitar móttökur úr loftvarna- byssum Þjóðverja. Sögðust flug- mennirnir hafa tekið eftir, að Þjóðverjar höfðu raðað skipum með loftvarnabyssum í hálfhring umhverfis höfnina. En þrátt fyrir hina áköfu skothríð segjast flug- mennirnir hafa komist yfii* höfri- ina og varpað þar niður spren£j- um sínum. Loks skýrir flugmátaráðuneytjð frá því, að breskar flugvjelar hafi varpað sprengjum yfir, þýskt olíuflutningaskip og þýskt birgða- skip fyrir utan Le Havre, og sökt birgðaskipinu, en laskáð hitt. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Stalin vekur athygli að hags- munum Rússa á Balkanskaga Sovjet-stjórnin hefir til- kynt Þjóðverjum að hún ætlist til þess, að hún sje höfð með í ráðum, í öllum málum, sem varða framtíð Dónárríkj- anna. Tassfrjettastofan rússneska skýrði frá þessu í gærmorgun. Frjettastofan gat þess um leið, að nýlega hefði verið frá því skýrt í Þýskalandi, að Þjóð- verjar ætluðu að kalla saman Dónárríkjaráðstefnu í Vínar- borg, til þess að gera samkomu- lag um siglingar um Dóná. En þar sem Rússar eigi lönd að Dóná, eftir að þeir fengu Bess- arabíu, þá eigi þeir hagsmuna. að gæta í öllum málum, sem varða siglingar um þetta fljót. Frjettaritari Reuters íMoskva skýrir frá því, að varautanríkis- málaráðherra Rússa hafi síðast- liðinn þriðjudag afhent sendi- herra Þjóðverja í Moskva til- kynningu Sovjetstjórnarinnar um þetta mál. Frönsk herskip fara um Glbraltarsund Breska herstjórnin í Kairo hef- ir staðfest þá fregn, að 6 frönsk herskip, 3 beitiskip og 3 tundurspillar hafi farið um Gi- braltarsund í fyrradag og siglt í vesturátt. Engin slcýring hefir verið gefin á ferðum þeirra. „STERKI MAÐUR“ SPÁN- VERJA TIL ÞÝSKA- LANDS. Suner, innanríkismálaráðherra Spánverja lagði af stað í gær í 10 daga heimsókn til Þýska- lands. í fregn frá Berlín segir, að meðan Suner dvelur í Berlíii, þá mun honum gefast tækifæri til að ræða við þýska stjórnmálamenn um framtíðarskipulag Evrópu. Suner, sem stundum hefir verið kallaður ,,hinn sterki maður Spán- verja“, ræddi við Franco hers- höfðingja áður eú hann lagði af stað frá Madrid. Laugardagur 14. sept. 1940. — Kosninga— rsður í U. S. A. í fyrstu kosningaræðu Roosevelts, sem hann flutti í fyrrakvöld, sagði hann meðal annars: „Bandaríkin munu ekki taka þátt í styrjöldum ann- ara þjóða. Bandaríkin munu * ekki senda her sinn, flota eða flugvjelar til að berjast utan vesturálfu heims, nema að á þau sje ráðist“. ★ í kosningaræðu, sem Wend- e3l Wilkie flutti í Chicago í gær, hjet hann því, að hann myndi aldrei senda Bandaríkja- menn til að berjast ntan Vest- urálfu. „Markmið mitt er að gera Bandaríkin frjáls og svo öflug, að enginn einræðisherra þori að ráðast á þau“, sagði iWillkie. Petaín- stjórnin sögð ætía að flytja tií Lyon Fregn frá Vichy hermir, að Petainstjórnin sje um það bil að flytja þaðan til Lyon, þar sem hún ætlar að setjast að. í gær barst sú fregn frá Was- hingt.on, að Þjóðverjar og ftalir hefðu gert nýjar kröfur á hend- ui Petainstjórninni, sem stjórnin hefði vísað á bug. Þjóðverjar voru sagðir hafa kraf- ist þess að stjórnin ljeti af hendi 50% af kvikfjenaði þeim, sem er í þeim hluta laijdsins, sem ekki er hernum- inn. Petain neitaði að verða við þessu og einnig þeim kröfum ítala, að her- inn i nýlendum Frakka yrði afvopnað- ur. 'Engin staðfesting hefir fengist á þessari fregn, en í fregninni frá Washington vra sagt, að vegna neit- unar Petains væri líklegt. að Þjóðverj- ar krefðust 1 þess, að ný stjóm, iþeim auðsveipari yrði mynduð, eða jafnvel að þeir hernæmu nokkurn hluta eða alt landið, sem Frakkar hafa fengið að ráða yfri sjálfir. Það fylgdi einnig frjettinni, að ferð Weygands hershöfðingja til ný- lendna Frakka í Afríku hefði verið frestað. En Weygand hafði eins og kunnugt er. verið falið af stjórninni í Vichy, að samræma stjórnmálastefnu frönsku nýlendnanna í Afríku. Frá Vichy hefir sú fregn borist, að í ráði sje að svifta ríkisborgararjetti um 100 franska stjólrnmálamenn, rithöfunda og blaðamenn, sem flúið hafa land. Varnir Sýrlands brotnar niður Samkvæmt fregn frá Palestínu lögðu tvö herflutningaskip af stað frá Sýrlandi í fyrradag með franska hermenn, sem af- vopnaðir hafa veíið, samkvæmt vopnahljessamningum Erakka, Þjóðverja og ítala.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.