Morgunblaðið - 14.09.1940, Blaðsíða 5
ÍLaugardagur 14. sept. 1940.
Útgef.: H.f. Árvakur, Keykjavlk.
Rltstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Rltstjörn, auglýsingar og afgreiOsla:
Austurstræti 8. — Siml 1600.
Áskriítargjald: kr. 3,60 & mánuOi
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
I lausasöiu: 20 aura eintaklG,
25 aura meO Lesbðk.
Meinsemdin
SNEMMA í vor gekk mikið á
hjá hersingunni — Tíman-
'ínm, Alþýðublaðinu og Þjóðviljan-
nm. Þá þurftu þessi blöð að
skamma stjórn Reykjavíkurbæjar
fyrir það, hve slælega gengi inn-
heimta útsvaranna. Fengu blöðin
hjá bæjarráði lista yfir mörg
ihundruð gjaldendur, sem í mars-
ílok áttu ógreidd útsvör frá s.l.
ári eða eldri. Þarna bar að líta
•vanskilamennina í Reykjavík.
Frá og méð 1. júlí s.l. var tekin
Tip'P ný aðferð við innheimtu iit-
svaranna í Reykjavík. Á síðasta
'þingi voru samþykt lög, er heim-
íluðu bænum að krefja atvinnu-
rekendur og kaupgreiðendur um
greiðslu útsvars þeirra manna, er
hjá þeim ynnu. Samskonar heim-
ild var áður til í lögum, að því
er snertír ínnheimtu ríkisskattsins
Þegar þes&i breyting á inn-
heimtu útsvaranna var ákveðin,
Ijet Morgunblaðið svo um mælt,
að nú færi almenningur fyrst
verulega að finna til skattanna.
Ekki svo að skilja, að þessi inn-
heimtuaðferð væri í sjálfu sjer
rranglát. Þvert á móti. Hún kæmi
Ijettasí níður á skattgreiðendum,
ef skattarnir á annað borð væru
viðráðanleglr. En eins og skatt-
■arnir væru hjer, þar sem megin-
'þorri gjaldenda væru að sligast
undir byrðinni, myndi hin nýja
innheimtuáðferð bitna harkalega á
ffjölda gjaldenda.
Þetta er mi fyllilega komið á
•daginn. Og nú er að koma annað
hljóð í hersinguna, sem í vor
rjeðist á , stjórn bæjarins fyrir
•slæiega innheimtu útsvaranna. Nú
birtir Þjóðviljinn daglega svæsn-
!ar árásargreinár á stjórn bæjar-
ins fyrir harkalega innheimtu út-
svaranna. Véslings blaðsnepillinn
ættí að fara að læra hin algildn
sannindi, að vandratað sje meðal-
ihófið.
Morgunblaðinu kom ekki á ó-
vart, að þannig mýndi fara. Eu
Tækningin fæst ekki, nema
skorið sje fyrir sjálfa meinsemd-
ina. En meinsemdina þekkjum við
vel. Hún er sú, að menn.eru látn-
ir greiða skatta af brýnustu þurft-
aríaunum. Svona hefir þetta lengi
verið og það er rauða hersingin
«11, senr ábvrgð ber á þessum ó-
sóma. Hún lagði gruudvöllinn að
skattalöggjöfinni og aldrei þóttu
’henni beinu skattarnir nógu þung-
ir. Til ríkisins voru krafðir skatt-
ar af brýnustu þurftarlaunum. Þar
á ofan skyldi svo bætt útsvarinu,
sem var margfaldur ríkisskattur-
inn.
Svona hefir þetta gengið, og er
þá furða, þótt mörg yrðu nöfnin
á „vanskilalista“ bæjarráðsf Og
’þegar bærinn fer nú að beita sömu
Innheimtuaðferð og ríkið, þá er !
•ekki við iiðru að búast en að
margnr kveinki sjer undan skött-
nnum.
s "
Herferðin gegn
fyrírbænunum
w (H I MMtaC
Eftir sira Jóo Anðnns
egar hr. Ól. Ólafsson, trú-
boði, var búinn að svala
sjer á mjer fyrir það, að jeg
leyfði mjer þá óhæfu að
biðja sjálfur fyrir látnum
mönnum og hvetja aðra
menn til að gera hið sama,
hjelt jeg að hann hefði lok-
ið trúboði sínu að sinni, en
ekki reyndist svo.
Raunar er herferðinni gegn fyr-
irbænunum lokið, en á undan-
haldinu sendir hann kveðju sína í
Mbl. þ. 10. þ. m. '
Þessi síðari ritsmíð er ljóslif-
andi dæmi þess hvernig fer fyrir
mönnum þegar þeir missa fótfest-
mm og þá fer að svima. Allra
bragða er nevtt til að flýja rök-
ræður um málefnið sjálft, leiða
umræðurnar yfir á annan vett-
vang og krydda málið þeim stór-
yrðum, sem fáir menn nota fyrr
en vanmáttarkendin er farin að
ónáða þá alvarlega.
Þótt jeg eigi örðugt með að
gera mjer ljóst hvað sje í raun-
inni svara vert í síðari greininni,
mun jeg láta undan þeirri sjálf-
sögðn kröfu, sem lesendurnir eiga
á því, að jeg geri mína skyldu t.il
að skýra málið betur.
I.
í síðari grein hr. Ó. Ó. er sára-
lítið vikið að því, sem okkur deil-
ir á um': hvort kirkjan eigi að
biðja fyrir látnum mönnum. Hann
vill bersýnilega flýja það umræðu-
efni. Mjer er ekki grunlaust um,
að einhver, sem hann tekur mark
á, muni hafa stungið því að hon-
úm, í allri vinsemd, að þar væri
hann kominn út á svo hálan ís,
að liann væri ekki maður til ao
standa á svellinu.
Samt víkur hann að þessu ó-
skaplega og ókristilega athæfi, og
gerir það með þessum dæmalausu
orðuni; „Syndugir menn, sem
ekki geta hjálpað sjer sjálfir,
hlaupa til (leturbr. mín) í eigin
krafti að rjettlæta framliðna mena
fyrir Guði, með bænagerð fyrir
þeim“.
Mjög liefði jeg óskað þess, að
audstæðingum kristindómsins og
kirkjunnar hefði verið eftirlátið
svona orðbragð, því að það er af
þeirra vörum tekið, en af munai
þess manns, sem vill vera kristni-
boði, verða slík ummæli um bæn-
ina vægast sagt ógeðsleg. En
hvernig fer nú ef þessu vopni er
beitt gegn hr. Ó. Ó. sjálfum? Jeg
geri ráð fyrir, að hann sje synd-
ugur maður svona rjett á borð
víð ýmsa aðra menn, a. m. k. er
hann nokkuð óvæginn við sann-
leikann, og mjer skilst að Kristur
hafi ekki talið það athæfi synd-
laust, „ldeypur hann ekki til“ og
biður fvrir syndugum mönnum
sjálfur — svo að jeg noti hans
eigið orðalag, þótt mjer sje ógeð-
felt.
Mín mikla synd er sú, að jeg
hefi svo mikla trú á bæninni, að
jeg treysti því, að hún geti orðið
beim til hjálpar, sem komnir eru
yfir landamærin miklu. Hr. Ó. Ó.
hefir enga trú á slíku. Hjer mun-
ar miklu, því að jeg trúi því, að
kærleikur Guðs sje ekki takmark-
aður við „góðu börnin“, lieldur
nái einnig til þeirra, sem „deyja
í synd“, og að Guð gefi þeim
möguleika til að bæta ráð sitt fyr-
ir handan gröf og dauða, þótt þau
óhlýðnist honum hjer. Vegna þess
að jeg hefi þetta traust á lang-
lundargeði Guðs bið jeg fyrir
látnum mönnum. Hr. Ó. O. talar
háðslega um „möguleikann fyrir
afturhvarfi eftir dauðann“, það er
svo sem skiljanlegt að ekki sje
verið að biðja fyrir þeim, sem
engin von er um. En við erum
orðin því óvön hjer á landi, að
menn hafi þor til að flytja opin-
berlega þann boðskap, að helvíti
sje um eilífð lokað og hlið þess
Um aldur læst, og hafa þó jafn-
hliða á vörunum orð um kærleika
Guðs og fyrirgefningarboðskap
Jesú Kristst. Þesskonar prjedik-
anir munu algengari í löndunum,
sem þær „vakningar“ hafa flætt
yfir, sem hr. Ó. Ó. og samherjar
hans sakna hjer á fslandi.
Hr. Ó. Ó. virðist harma það,
að fjötrar þessara gömlu og lirylli-
legu kenninga skulu vera höggnír
af ísl. kirkjunni. Jeg harma það.
að þær skuli eiga málsvara enn.
Það nauðsynjaverk var af engum
betur unnið en síra Haraldi og
Jóni bisk. Helgasyni, og í þeim
efnum stendur kristni landsins í
mikilli skuld við sálmaskáldið síra
Matthías, sem trúboðinn er nú
svo elskulegur að vara menn við,
vegna þess að hann hafi ekki ver
ið nógu sterkur í hinum lútherska
rjetttrúnaði.
í grein sinni minnist trúboðinn
á bókina „Brjef frá Júlíu“, sem
blaðamaðurinn frægi og mannvin-
urinn William Stead gaf út á sín-
um tíma, en Einar H. Kvaran
þýddi fyrir mörgum árum og
Bjöihi heitinn Jónsson, ráðherra,
gaf út á íslensku. Þar stendur
setning, sem heldur en ekki virð
ist hafa velgt trúboðanum fyrir
brjósti. Þar eru nfl. sett fram
þau sígildu orð, og höfð eftir lát-
inni merkiskonu, að það sje „fögn-
uður himnaríkis að tæma helvíti"
Þann fögnuð á þessi boðberi
hins kristilega kærleika bágt með
að skilja!
Það himnaríki virðist honum
eitthvað undarlegt, sem slíkan
fögnuð geymir og kýs fremur slíkt
fórnarstarf en sálmasöng og á-
liyggjulausar skrúðgöngur um
garða og gulli lögð stræti.
Sú staðhæfing hinna frægu
'Júlíu-brjefa — sem í sinni ein-
földu fegurð og speki eru hr. Ó.
O þyrnir í augum —- að það sje
fögnuður himnaríkis að tæma hel-
víti — tæma vansælustaðiná •—
er í sem stvstu mál það, sem
spiritisminn telur sig vita um lífið
á hærri sviðum andaheimanna. Þar
er fögnuðurinn ekki í því fólginn
að njóta sjálfur himneskra hnossa
og kæra sig kollóttan um þrautir
og þjáningar hinna, sem voru svo
ógæfusamir að revnast óhæfir fyr-
ir æðri vistarverur — eins og
Kristur kendi að margir reyndust.
Nei, þar er fögnuðurinn fólginn
í hinu, að vinna raunverulegt starf
í þjónustu Krists, heilagt kær-
leiks- og trúboðsstarf, þótt þeir
trúboðar flytji fráleitt þann
dimma boðskap, að hlið vansælu-
staðanna sjeu að eilífu læst eða
tali liáðslega um ..möguleikana
fyrir afturhvarfi eftir dauðann“.
Það er fornkirkjuleg og fögur
kenning, að í þessu háleita starfi
eigi allir Kristsdýrkendur á himni
og jörð að taka þátt og vinna
þannig að framþróun tilverunnar,
og þessi kenniiig er gruiidvollur-
inn að trú kirkjunnar á mátt bæn-
arinnar fvrir lífs og liðnum; þessi
kenning á sjer nákvæmlega jafn
mikla stoð í veruleikanum hvort
sem hr. Ó. Ó. aðhyllist hana eða
ræðst á menn fyrir að halda henni
fram.
Jeg held að tniboðanum geti
naumast verið ljóst hvað hann er
að fara, en svona fer mönnum,
þegar þeir missa fótfestuna, þá er
stundum í ofboðinu |leira sagt en
hægt er að standa við.
Þessi kenning er miklú eldri en
sálarrannsóknir nútímans, en hef-
ir fengið máttugan stuðning frá
þeim. Og þegar hr. Ó. Ó. er að
hella úr skálum sinnar vanmátt-
ugu gremju yfir, því, að álitlegur
hópur frægustu vísindamanna ver-
aldarinnar sje spirtitístar, skal
jeg segja honum það, að heldur
mun það hafa stvrkt mafgra trú
á bænir fyrir framliðnum, að ann-
ar eins maður og Sir Oliver Lodge,
hinn nýlátni, heimsfrægi eðlisfræð-
ingur, sem jafnvel ísl. .blöðin mint--.
ust er hann fjell frá í s.l. mánuði,
hvetur eindregið til slíkra fyrir-
bæna og leggur vísindamannsheið-
ur sinn að veði. fyrir því, að hann
viti hvað hann sje að segja. Bétur
að hr. Ó. Ó. vissi það.
Anars skil jeg ekki almennilega
þessa herferð hr. Ó. Ó. gegn því
að beðið sje fyrir látnum mönn-
um, mjer finst það væri ábyrgð-
arminst fyrir hann, að láta hvern
og einn sjálfráðan um það. En
annað mál er, að við ýmsa, sem
hafa spurt mig, liefi jeg látið það
uppi, að jeg mundi e. t. v. sækja
um eltthvert af nýju prestaköll-
unúm í Rvík nú í haust. Gefur
þetta ekki nokkra skýring á her-
ferðinni gegn fyrirbænunum ? Gat
það ekki verið vissara að benda
mönnurn á, að hjer væri hætta á
ferðinni? Fer ákefð hans nú ekki
að verða skiljanleg, þar sem, hann
stimplar mig í fyrri greininni
heiðingja og fullyrðir í þeirri
seinni, að Kristur sje sá eini, seru
hvergi komi nærri mínu málefni.
Þetta er vægast sagt óvenjulega
blygðunarlaus fullyrðing ef hún
er tekin alvarlega. Það gleymist
of mörgum, sem síra Hallgrímur
segir:
„Athugagjarn og orðvar sjert
einkum þegar þú reiður ert“.
II.
Áður en jeg sleppi pennanum
neyðist jeg til að víkja að enn
einni fullyrðing hr. Ó. Ó., vegna
þess að hún snertir rætur þess
máls, sem hjer ræðir.
í fyrri greininni segir svo:
„Ekki er heldur einn stafur fyrír
því í Nýjatestamentinu, að þeir
„sem hafa fengið hvíld frá erfiði
sínu“, fylgist með í lífsstríði okk-
ar, eða biðji fyrir okkur. Sú trá
hangir því fullkomlega í lausn
lofti“. .
Náttúrlega er sú fjarstæða ekki
svara verð, að alt „hangi í lausn
lofti“, sem ekki er minst á í Nýjá-
testamentinu, hvernig ætti að vera
hægt að minnast á alt þar? En
þessu má sleppa. því að þessi full-
yrðing hr. Ó. Ó. sýnir hve við-
sjárvert það er að lesa heilaga
Ritning þannig, að hafa ákveðið
það fyrirfram sjálfur hvað megi
standa þar!
Athugum nú nánar þessa full-
yrðing hins biblíufróða manns, að
„hvergi sje einn stafur fyrir því
í Nýjatestamentinu, að látnir
menn fylgist með lífsstríði jarð-
neskra manna.
Þegar Saddúkearnir, sem ekki
trúðu á framhaldslífið, spyrja Jesú
um hag framliðinna manna, svar-
ar hann þeim og segir, að látnir
menn sjeu „eins og englar í himn-
unurn* ‘.
Ætlar hr. Ó. Ó. að fara að boða
þá trú, að englarnir viti ekki um
það, sem á jörðunni gerist? Hann
um það, en hann ætti ekki að leyfa
sjer að bera Nýjatestamentið fyrir
því. Birtust englarnir ekki við
fæðing Jesú? Komu þeir ekki til
hans að aflokinni freistingunni?
Kom ekki einn þeirra blátt á-
fram til að styrkja hann í „lífs-
stríði“ hans í Getsemane og var
þeim ekki eitthvað kunnugt um
upprisu hans, að því er guðspjöll-
in herma? Komu ekki þeir Móse
og Elía, sem báðir voru framliðn-
ir menn, til hans á fjallinu, í aug-
sýn þriggja lærisveina, til þess að
tala við hann um nálægan dauða
hans í Jerúsalem? Vissu þeir þá
ekkert hvað „lífsstríði" hans leið?
Veit hr. Ó. Ó. ekkert hvað hana
er að segja ?
Og enn má lengur rekja: Post-
ulasagan geymir, ekki aðeins eina
heldur margar, frásagnir af því
hvernig ósýnileírir verndarar
vöktu yfir starfi postulanna, Pjet-
urs og Páls „fylgdust með í lífs-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.